Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 27 DV Tilvera John Hurt 62 ára Breski leikarinn John Hurt á afmæli í dag. Hurt hafði í fyrstu áhuga á að verða listmálari og skraði sig í myndlistarskóla í London en snerist hugur á miðri leið og nam leiklist. Eftir útskrift var hann í nokkur ár við Kon- unglega breska Shakespeare-leikhúsið. Hurt lék í sinni fyrstu kvikmynd 1962 en varð fyrst þekktur í óskarsverðlaunamyndinni A Man for All Seasons. Frægasta kvikmynd hans er The Elephant Man sem hann hlaut óskarstil- nefningu fyrir. Hann hlaut einnig sömu við- urkenningu fyrir The Midnight Express. Hurt er þrígiftur. Núverandi eiginkona hans heitir Jo Dalton og eiga þau tvo syni. IIIUIUIIIIII ofí vel vegvillui Gildir fyrir miövikudaginn 23. janúar Vatnsberinn (?Q. ian.-1_B. febr.i: I Nýttu þér þau tæki- færi sem bjóðast. Þú færð mest út úr þvi að vera innan um fólk, sérstaklega þegar verið er að fást við eitthvaö spennandi. FlskarnÍK19. febr.-20. marsi: Líklegt er að þú munir Ihafa mjög mikið að gera ~ 1 dag. Þess vegna skaltu ekki hika viö að leita eft- ir aðstbð til að koma verkefnum frá. Happatölur þínar eru 10, 24 og 35. Hrúturinn (21. mars-19. aprilt: . Ferðalag i dag er ekki ) liklegt til að heppnast sem skyldi. Hætta er á seinkunum og jafn- vel vegviUum. Samkomulag ástvina fer batnandi. Nautið (70. aoríl-20. maú: / Mun betur rætist úr þessum degi en þú hafð- ir þorað að vona. Böm em í aðalhiutverki og eru þér sannir gleðigjafar. Happatölur þínar em 5,18 og 21. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): V Eitthvað sem kemur y^^þér ekki beint við gæti _ / / komið þér til að sýna óþarfa sveigjanleika. Nú er gott að gera áætlanir en ekki útvarpa þeim. Krabbinn (22. iúni-22. íúiíu Ef þú ert að huga að | breytingum til fram- fara á heimilinu ______ skaltu láta til skarar skríða innan mánaðar, annars gætu þær gengið treglega. Liónlð (23. iúlí- 22. áaústl: Þetta er ekki hagstæð- ur timi fyrir róman- tíkina eða ástarmálin yfirleitt. Flutningum sem hafa staðið fyrir dyrum seinkar. Mevlan (23. áaúst-22. seot.): Streita Uggur í loftinu fyrri hluta dags. Samt ^^V^tsem áður verður ^ f þetta einkar ánægjulegur dagur fyrir þig. Happatölur þinar em 8,11 og 27. Vogin (23. sept.-23. okt.l: Einhverjir erfiðleikar, sem þú færð ekki ráðið við, gera vart við sig. Réttast væri fynr þig að slappa af yfir þessu og hugsa um eitthvað annað. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nðvJ: ; Hugmyndir þínar ná ekki fram að ganga, >enda ertu kannski óþarflega bjartsýnn. Þú æitír að temja þér ögn meira raunsæi. Bogmaðurinn (22. nðv.-21. des.): LÞú hefur stjórnina 1 "þínum höndum og það gefúr þér mun meiri tækifæri. Þetta er göðir tími til að fást við erfiða einstaklinga. Steingeitin (22. des.-19. ianj: Gestakomur og gestir setja mikinn svip á dag- inn í dag. Það að rnn- __ gangast nýtt fólk virkar iins og vítamínsprauta á þig. lappatölur þinar erú 4, 23 og 27. Vogin (23. se jf. Fræðslufundur um hávaða: Óumbeðin hljóð í umhverfinu „Hávaði er óumbeðin hljóð í umhverfinu og vaxandi vandamál í heiminum,“ segir Bergur Sigurðsson, formaður Félags heilbrigðis- og um- hverfisfulltrúa og starfsmað- ur Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja. „Hávaði er einnig sú tegund mengunar sem flestir verða fyrir ónæði af, einkum i þéttbýli í námunda við flug- velli.“ Félag heilbrigðis- og um- hverfisfulltrúa stóð fyrir fræðslufundi um hávaða í Norræna húsinu í gær. Umfangsmikill mála- flokkur Bergur segir að hávaði sé umfangsmikill málaflokkur sem tengist meðal annars skipulagsmálum, mati á um- hverfisáhrifum framkvæmda og heilbrigðiseftirliti sveitar- félaga og vinnustöðum. „Þetta er stór málaflokkur og hann hefur ekki fengið þá umfjöllun sem hann á skil- iö.“ Á fræðslufundinum í gær fjölluöu fjórir sérfræðingar um hávaða út frá mismun- andi sjónarhornum. Sigurð- ur Ásbjörnsson frá Skipu- lagsstofnun kynnti almenna hljóðfræði og lýsir aðkomu heilbrigðiseftirlits sveitarfé- laga að hávaðamengun, Bald- ur Grétarsson hjá Vegagerð- inni talaði um útreikninga á hávaöamengun, Stefán Guðjohnsen frá Hljóðvist ehf. sagði frá hávaða frá flugvél- Hávaöamengun vaxandi vandamál Bergur Sigurösson, formaður Félags heilbrigöis- og umhverfisfulltrúa og starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir aö hávaði sé sú tegund af mengun sem flestir verði varir við. um og á vinnustööum og Steindór Guðmundsson sagði frá hugsanlegum mót- vægisaðgerðum. Sif Friðleifsfóttir umhverf- isráðherra setti fundinn og flutti ávarp. Vaxandi meövitund Að sögn Bergs er víða um heim og sérstaklega á Norð- urlöndunum farið aö gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir hávaða- mengun. „Hér á landi er einnig farið að taka tillit til þessa þáttar i vaxandi mæli við skipulagningu byggða og hönnun mannvirkja." Bergur segir að eins og all- ir viti geti of mikill hávaði skemmt heyrn og allir sem vinni í hávaða verði fljótt þreyttir. Samkvæmt reglu- gerð um hávaða má hann ekki fara upp fyrir fimmtíu desíbel fyrh utan opnanleg fog á jarðhæð að degi til í íbúðabyggð, sem er svipaður hávaði og kemur frá nokkrum hressum krökkum að leika sér. Á kvöldin á há- vaðinn aftur á móti að vera undir 45 desibelum og 40 á nóttinni. „Þrátt fyrir að framsögu- menn á fundinum hafi kom- ið að málinu frá mörgum hliðum er langt frá því að við höfum talað okkur út um það. Þessi málaflokkur er allt of viðamikill til þess,“ sagði Bergur að lokum. -Kip Fagnaður Fjölnismanna Fjolmsmenn himr nyju Snorri Hjaltason, formaður Fjölnis, ásamt Júlíusi Hafsteinssyni, umsjónarmanni herrakvöldsins, og Guömundi Stefáni Jónssyni, formanni meistara- flokks Vals. Hið unga íþróttafé- lag Fjölnir í Grafar- vogi hélt árlegt herra- kvöld sitt í félagsheim- ili sínu á fóstudaginn. Gerðu Fjölnismenn sér þar glaðan dag við mat og drykk og lífleg- ar samræður eins og íslendinga er háttur. Aðalræðumaður kvöldsins var Geir H. Haarde fjármálaráð- herra og vakti ræða hans mikla kátínu gesta enda er Geir annálaður húmoristi eins og fleiri starfs- bræður hans á Al- þingi. DV-MYNDIR EINAR J Konur í karlahópi Geir H. Haarde, fjármálaráherra og aðalræðumaður kvöldsins, ásamt flokksbróður sínum, Guðlaugi Þór Þóröarsyni borgarfulltrúa, og Kolbrúnu Stefánsdóttur og Guðrúnu S. Ólafsdóttur, útibússtjórum Landsbankans. Framreiðslu- og matreiðslunemar ársins Kepnin framreiðslunemi og mat- reiðslunemi ársins 2001 var haldin í Hótel- og matvælaskólanum í Kópa- vogi sunnudaginn 20. janúar. Sigur- vegarar keppninnar verða fulltrúar íslands í Norrænu nemakeppninni sem fer fram í 21. sinn 12.-14. apríl 2002 í Helsinki í Finnlandi. í framreiðslu sigruðu Ingvar Rafn Þorvaldsson, nemi á Hótel Holti, og Snæbjöm Árnason, nemi á Hótel Sögu. í matreiðslu sigruðu Daniel Ingi Jóhannson, nemi í Perlunni, og Sigurður Rúnar Ásgeirsson, nemi á Hótel Sögu, Þjálfarar þeirra verða fram að Norrænu nemakeppninni Smári Sæbjörnsson, kokkur í Listacafé í Listhúsinu, og Eva Þorsteinsdóttir, framreiðslumanni á Hótel Holti. Sigurvegarar og þjálfarar Á myndinni eru frá vinstri: Smári V. Sæbjörnsson (þjálfari), Daníel Ingi Jóhannson, Sigurður Rúnar Ásgeirsson, Snæbjörn Árnason, Ingvar Rafn Þorvaldsson og Eva Þorsteinsdóttir (þjálfari).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.