Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550, Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangssræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugeró: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins i stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Eirilaegur Evrópusinni Ekki er hægt að lesa annað út úr orðum Halldórs Ás- grímssonar, utanríkisráðherra og formanns Framsóknar- flokksins, en hann sé einlægur Evrópusinni - stuðnings- maður þess að íslendingar láti reyna á aðild að Evrópu- sambandinu af fullri alvöru. Halldór Ásgrimsson hélt tvo fyrirlestra í liðinni viku um ísland og Evrópusambandið. Með málflutningi sinum er Halldór Ásgrímsson að taka töluverða pólitíska áhættu. Ekki er hægt að gagnrýna formann Framsóknarflokksins fyrir slíkt, enda æskilegt og raunar nauðsynlegt að þeir sem veljast til forystu í stjórnmálum séu tilbúnir til að taka áhættu - fara nýjar leiðir og ræða nýjar hugmyndir. Stjórnmálamenn sem ekki eru tilbúnir til að taka áhættu en vilja aðeins sigla lygnan sjó munu ekki marka spor í sögu þjóðar. Augljóst virðist hvert hugur Halldórs Ásgrímssonar stefnir. Hann talar hins vegar enn of óskýrt - nægilega óskýrt til að eiga möguleika til draga orð sín til baka ef það hentar. Gælur Halldórs Ásgrímssonar við Evrópusambandið kunna að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Framsóknar- flokkinn, sem hefur fyrst og fremst sótt styrk sinn út á land. Draga verður í efa að hugmyndir um aðild að Evr- ópusambandinu styrki stöðu Framsóknar í dreifbýli. Miklu fremur kann slíkt að styrkja stöðu Vinstri-grænna, sem eru einlægir andstæðingar aðildar og þá ekki síst í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins. Pólitísk staða Framsóknarflokksins hefur á síðustu misserum verið fremur veik, eins og flestar skoðanakann- anir hafa sýnt. Flokknum hefur ekki tekist að styrkja stöðu sína á suðvesturhorninu og margt bendir til að stöðugt kvarnist úr fylgi flokksins á landsbyggðinni. Ekki verður séð að Evrópugælur formanns Framsóknarflokks- ins gefi flokknum sóknarfæri á höfuðborgarsvæðinu og ná- grenni, jafnvel þótt hann taki þar sæti á framboðslista við næstu alþingiskosningar. Ljóst er að margir af forystumönnum Framsóknar eru lítt hrifnir af hugmyndum um aðild íslands að Evrópusam- bandinu. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, hefur hafnað með afgerandi hætti hugsanlegri aðild íslands að Evrópusambandinu. Hið sama á við um Pál Pétursson fé- lagsmálaráðherra. Halldór Ásgrímsson á hins vegar þakkir skildar fyrir aö ræða Evrópumálin, þrátt fyrir að oftar en ekki sé talað undir rós. Og það er rétt sem hann sagði í erindi í Háskóla íslands: „Að mínu mati er afar mikilvægt að taki ísland þá ákvörðun að standa utan ESB eða ganga þangað inn þá sé slík ákvörðun tekin á grundvelli upplýstrar umræðu þar sem skilgreining fari fram á kostum og göllum málsins á fordómalausan hátt. Að slikri umræðu hef ég stuðlað inn- an mins flokks og á meðal þjóðarinnar og þarf sú umræða að halda áfram.“ Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur skýra afstöðu til Evrópusambandsins og stendur heill þar að baki. Vinstri- grænir hafna aðild með afgerandi hætti og ganga þar óklofnir til leiks. Aðrir flokkar eru ekki með samhljóm í Evópumálum þó enginn þeirra hafi það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild. Fram til þessa hefur Samfylkingin gengið lengst og þar eru vonir bundnar við að víglínan í íslenskum stjórnmál- um á næstu misserum verði í Evrópumálum. Halldór Ás- grímsson virðist sammála þessu mati. Fróðlegt verður að fylgjast með utanríkisráðherra á komandi vikum og mánuðum. Hans bíða frekari útskýring- ar á orðum sínum í liðinni viku. Halldór hefur gefið Evr- ópusambandinu undir fótinn, þvert á stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og þvert á hug- myndir margra helstu forystumanna Framsóknarflokksins. Óli Björn Kárason DV Skoðun Kaupþing - með augum leikmanns Hugsanleg óeölileg inn- herjaviðskipti innan Kaup- þings hafa verið í fréttum undanfarið. Erfitt er fyrir utanaðkomandi að festa hendur á eðli málsins og at- burðarás. Verðbréfaþing hefur þó gefið út yfirlýsingu og athugað málið en aðhefst ekki frekar. Það eru óneitanlega fréttir þegar tíu efstu stjórnendur verðbréfafyrirtækis kaupa sama daginn hlutabréf í fyr- irtækinu fyrir nær 500 miljónir. Slík kaup eru stór á íslenskan mælikvarða og ekki daglegur viðburður. Ekki síst þegar fram kemur, að kaupin eru fjár- mögnuð með lánum. Hlutabréfakaup hafa ekki verið mjög arðbær undanfariö. Nægir að benda á fjárfestingar lífeyrissjóð- anna í hlutabréfum á síðustu tveim árum. Fréttir berast af því að ávöxt- un margra lífeyrissjóða sé neikvæð um allt aö 14% á síðustu tveim árum og ástæðan rakin til hlutabréfa- kaupa. Hlutabréfakaup hafa því ver- ið mjög áhættusöm undanfarið og þarf kjark tU aö kaupa bréf fyrir mörg hundruð milljónir fyrir lánsfé. Kaup stjórnenda fyrirtækis á bréfum í fyrirtækinu geta verið viðkvæmt mál og því eru reglur um innherjavið- skipti settar. Mögnuð tímarás Samkvæmt Fréttablaðinu fóru kaupin fram 21. desem- ber, eða síðasta virka dag fyrir jól. Samkvæmt upplýs- ingum forstjóra Kaupþings voru kaup á verðbréfafyi*ir- tækinu Aragon rædd á stjórnarfundi 28. desember eða annan virkan dag eftir jól. Bæði forystumenn Kaupþings og fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings telja þó að kaup á Aragon og kaupin á verð- bréfunum séu aðskilin og óskyld mál. Nú verður hver að meta það fyrir sig. Tíu helstu forystustarfsmenn Kaup- þings vita ekki daginn fyrir jól að strax eftir jól komi kaup á Aragon til umræðu innan stjórnar? Kaup á svona fyrirtæki eru stór á íslenskan mælikvarða. Slík kaup, jafnvel bara umræður um þau, krefjast undirbún- ings stjórnenda. Menn hefja varla um- ræður um slík kaup í stjóm fyrirtæk- is nema þeir þekki stöðu fyrirtækis- ins og hafi velt fyrir sér áhrifum kaupanna á eigið fyrirtæki. Guömundur G. Þórarinsson verkfræöingur bréfaþings enda hafa þeir sérþekk- ingu á þessu sviði. Einhvern veginn finnst mér samt þessi yfirlýsing framkvæmdastjórans ekki gefa til kynna að málið hafi verið kannað að öðru leyti en því að fá álit Kaupþings á málinu. Ákvæðin um innherjavið- skipti eru jú til þess að vernda hags- muni hins almenna hluthafa. Eignaraðild starfsmanna Sjálfsagt er fyrirtækinu mikilvægt að starfsmenn séu hluthafar og eigi hagsmuna að gæta að vel gangi. Það er skiljanleg stefna stjórnenda að vilja stuðla að því fyrirkomulagi. í fjölmiðlum kemur fram að tíu stjórn- endur Kaupþings hafi hagnast um 28 milljónir á þessum kaupum. - At- burðarásin vekur spurningar. Hin fræga rannsóknarblaðamennska byggði mikið á líkum, yfirgnæfandi líkum, í sinni umfjöllun. Forsætisráð- herra setti á sínum tíma fram ásakan- ir á hendur Kaupþingi um að ekki væri nægilega gætt hagsmuna þeirra sem fyrirtækið ávaxtar fé fyrir. Þær ásakanir voru alvarlegar frá æðsta stjórnanda- þjóðfélagsins. Nú standa menn enn uppi með stórar spurningar og svörin þurfa að vera skýr. Guðmundur G. Þórarinsson „Það er skiljanleg stefna stjórnenda að vilja stuðla að því fyrirkomulagi. í fjölmiðlum kemur fram að tíu stjómendur Kaupþings hafi hagnast um 28 milljónir á þessum kaupum. - Atburðarásin vekur spurningar.“ - Aðalstöðvar Kaupþings í Reykjavik. Auðvitað er málið flóknara en hér kemur fram og framkvæmdastjóri Verðbréfaþings segir í dagblöðum: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið frá Kaupþingi nýttu starfsmenn þess sér ekki trún- aðarupplýsingar." Við verðum að treysta mikið á starfsmenn Verð- Vanræktir þéttbýlisþjóðvegir Hún var góð ábendingin frá Jónasi Haraldssyni, aðstoðarritstjóra DV, í leiðara mánudaginn 14. janúar sl. um þá fyrirætlan stjórnvalda og þingmanna að fara á þessu ári í tvennar, samtals um hátt í 10 millj- arða jarðgangaframkvæmdir í hinu nýja Norðausturkjördæmi. Hvor tveggja göngin munu gagnast samfé- laginu í heild lítið. Svo lítil er arð- semi annarra fyrirhuguðu ganganna að Vegagerðin neyðist til að grípa tii hártogana um hagkvæmni þeirra og segir efnislega að þau muni ná 4,3% arðsemi árið 2034 ef álver á Reyðar- firði verður að veruleika. Öllum til gagns Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur í 70 ára sögu sinni ávallt barist Kjallari Stefán Ásgrímsson ritstjóri FÍBíilaösins „Þótt endurbœtur á þjóðvegakerfi höfuðborgarsvœðis- ins séu einar arðsömustu framkvœmdir sem hœgt er með nokkru móti að finna á íslandi þá virðast stjórn- völd og þingmenn enn cetla að hunsa þarfir höfuðborg- arsvœðisins um úrbœtur í vegamálum, öllu samfélag- inu til óþurftar. “ fyrir bættum vegasam- göngum og umferðaröryggi og gerir enn. Leiðarljós FÍB var og er það, að þær vegaframkvæmdir sem þarfastar eru fyrir allt samfélagið og þar með arð- samastar, skuli setja fremst í forgangsröðina. Meginleiðir milli helstu þéttbýliskjarna og lands- hluta skulu vera sem greiðastar, vegir og um- ferðarmannvirki anni sómasamlega og með lágmarks slysa- hættu þeirri umferð sem um þau þarf að fara og loks að skattheimta af bíleigendum sé í takti við kostnað samfélagsins af bílum og umferð. Þetta hefur ekki verið leiðarljós dreifbýlisþingmanna, sem lengstum hafa fengið einir að ráða vegamálum landsins i meginatriðum. Hjá þeim hafa aðrir og léttvægari hagsmunir fyrir samfélagsheildina verið í fyrir- rúmi, gjarnan undir upphrópunum um byggðastefnu. Þetta hafa þing- menn þéttbýlisins á suðvesturhorn- inu látið gott heita. Afleiðingin er sú að þjóðvegakerf- ið á höfuðborgarsvæðinu, þar sem um þrír fjórðu allar umferðar á land- inu eru og stærstur hluti fram- kvæmdafjár til vegagerðar skapast, er í ólestri. Mislæg gatnamót á fjöl- fomum þjóðvegamótum eru aOt of fá miðað við umferðarmagn sem bæði þýðir óþarfa slysahættu og óþarflega mikla mengun. Þótt endurbætur á þjóðvegakerfi höfuðborgarsvæðisins séu einar arðsömustu framkvæmdir sem hægt er með nokkru móti að finna á íslandi þá virðast stjórnvöld og þingmenn enn ætla að hunsa þarf- ir höfuðborgarsvæðisins um úrbætur í vegamálum, öUu samfélaginu til óþurftar. Jakinn og Höfðabakka- brúin Fyrir rúmum áratug rit- aði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dags- brúnar, nokkrar greinar í Morgunblaðið um ástand þjóðvega í höfuðborginni og krafðist úrbóta, ekki síst tU þess að draga úr alvarlegum umferðarslysum á fjölförnum þjóð- vegamótum eins og t.d. mótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Barátta Guðmundar Jaka bar þann árangur aö Höfðabakka- brúin var byggð. Hún er mikil sam- göngubót og áreiðanlega búin að borga sig þar sem umferð er greiðari og alvarleg umferðarslys fyrri tíðar á þessum stað eru úr sögunni að mestu. Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru aftur á móti ennþá óbreytt. Mörg og alvarleg umferðarslys hafa undanfarið orðið á vegamótum Breiðholtsbrautar og Suðurlandsveg- ar við Rauðavatn. Þar má með ein- földum endurbótum - með því að gera þar hringtorg - draga stórlega úr slysahættu. Hringtorg á þessum stað hefur verið hannað og kostar samkvæmt kostnaðaráætlun 35-40 milljónir kr. Ekkert bólar þó á fram- kvæmdum. Það er grátlegt vegna þess að hringtorgið kostar í bein- hörðum peningum um helming þess sem aðeins eitt þeirra alvarlegu slysa sem nýlega hafa orðið við þessi gatnamót mun kosta full-uppgert. Stefán Ásgrímsson Sameining rétta leiðin „Risaeðlan Rás 1 með sína litlu hlustun laumar á mörgum gullmolanum. Frétta- stofan sem heyrist á báðum rásum er það eina ásamt úrvals- þættinum Speglinum sem hefur verið sameiginlegt með stöðvunum. Þaö er ég sannfærður um að sameining Rásar eitt og tvö væri rétta leiðin fyrir Ríkisútvarpið til að ná árangri. Það eru nógu marg- ir valkostir á léttmetinu á útvarps- skalanum. Það er líka kominn tími á að ríkið dragi sig útúr samkeppninni á létta markaðinum og láti öörum eft- ir að skemmta og njóta ávaxtanna af því. Með sameiningu rásanna væri hægt að byggja upp útvarpsstöð sem kæmi á móts við fiesta." Njöröur Helgason í grein á Strik.is Þörf á fjölskyldustefnu „Það er líka kominn timi til að stjórnvöld taki upp virkari íjöl- skyldustefnu og vinni markvisst að því að gera foreldrum kleift að sinna skyldum sínum í því að ala upp framtíðarböm þessa lands. Skilnaðir eru allt of tiðir hér á landi og kjarnaíjölskylda nútímabarns er of flókin samsetning. Sum lítil böm þurfa að þola það að búa eina viku heima hjá pabba og aðra viku heima hjá mömmu. Hvar á bamið heima? Börn á leikskólum eru ekki lengur látin teikna ættartré þar sem það þykir orðið of flókið. Ég held að mik- il hlýja, alúð og agi séu nauðsynlegir þættir í uppeldinu og þeir þurfa að koma frá foreldrunum. Ég vona að peningaágirnd láti í minni pokann fyrir tillitssemi, kurteisi, hlýju og hamingju á þessu nýja ári.“ Elln Albertsdóttir í Vikunni. Kærleikur Ég gaf ölmusu nýlega. Þetta er ekki saga af ferða- lagi, heldur átti þetta sér stað í apóteki i Reykjavik. Ungur maður gat ekki lagt út fyrir lyijunum sem var skrifað upp á fyrir hann og ég heyrði hann fara þess á leit við afgreiðslukonuna að apótekið skrifaði hjá honum fram yfir mánaða- mót. Hún átti auðvitað ekk- ert með það og horfði vand- ræðalega á manninn, sem _______ sýndi enn merki þess að “ hafa verið meö fallegustu börnum, þótt vanheilsa kæmi sennilega fyrst í huga þess sem leit hann augum. Hann vantaði ekki nema þúsund krónur og ég ákvað að gefa honum þær í jólagjöf. Mikið var pilturinn þakklátur. En þetta var auðvitað ekki jólagjöf, þær eru gefnar við aðr- ar aðstæður. Mannréttindi og kærleikur Ölmusugjafir voru mikilvægur þáttur í trúarbrögðum fyrri alda og eru líklega enn í fátækum löndum. Þær voru beinlínis sáluhjálparatriöi bæði í kristni og íslam, rétt eins og bænir og annað dyggðugt lífemi. Jesús Kristur boðaði að kærleikur væri frumskilyrði sæmilegs lífernis. Menn, jafnólíkir honum og John Lennon og James Baldwin, komust að sömu niðurstöðu á eigin forsend- um. Sem og reyndar óteljandi aðrir, því í kærleikanum felst virðingin fyrir öðrum - og sjálfum sér, sem er forsenda þess að geta tekiö sæmilega og siðferðilega afstööu í lífinu. Lára Magnúsardóttir s agnfræöingur Engum þykir gott að þiggja ölmusur og fyrir löngu hófst þróun á Vestur- löndum í þá átt að fyrir- byggja skömmina sem fylg- ir þeim og tryggja almenn- ingi sjálfsvirðingu og að- stæður til að lifa sjálfstæðu lífi. Þetta hlaut heitið mannréttindi og er grund- vallaratriði vestrænnar nú- timamenningar og stjórnar- hátta. Það kom í ljós að til voru pólitískir möguleikar á að tryggja lífsafkomu og sjálfstæði almennings, sem fyrri alda hugsuðir sáu aldrei. Það eru til að- ferðir við að dreifa því sem til er nógu víða, til að engan vanti frum- skilyrði til þess að lifa með fulla sjálfsvirðingu. Þetta lagði annars konar skyldur á herðar þeirra sem áður gáfu ölmusur. Þeir eru viðkvæmastir fyrir sem ekki ganga heilir til skógar. Um nokkra hríð fóru Norðurlandaþjóð- irnar í fararbroddi í heilsugæslu, heilsuvemd og tryggingum fyrir þá sem voru svo ólánsamir að veikjast eða slasast. ísland var stoltur þátt- takandi þar og uppskar heilbrigði þjóðar, sem er forsenda einhverra mestu lífsgæða og velmegunar sem sögur fara af. Tryggingar og kærleikur Svo var tilkynnt að harðnað hefði i ári og við tók að kippa hornstein- unum undan því sem áður hafði ver- ið byggt. Á biðstofu hjá lækni um daginn heyrði ég sagt: „Þú getur fengið tíma á fóstudaginn, en ég verð að láta þig vita aö það getur kostað allt að 18 þúsund krónum." - Það var veriö að tala um eina læknisheim- sókn! í sjónvarpsauglýsingu er borið saman barn og blómapottur. Mórölsk skilaboð: íslendingar tryggja börnin sín ekki jafn vel og innbúið. Þótt það sé sannarlega mögulegt, ætla ég ekki að túlka aug- lýsinguna þannig að hægt sé að fá pening upp í kostnað fyrir nýju bami, ef svo illa færi að það félli út um glugga. Eina afsökun okkar al- mennings fyrir tryggingaleysinu er sú að við höfum staðið í þeirri trú að við höfum öll bæði sjúkra- og slysa- tryggingu hjá hinu opinbera. Við bara vissum ekki að það þyrfti að kaupa þær hjá TM. Er kannski búið að einkavæða heilbrigðiskerfið? Hagkerfi og kærleikur Það er kerfið sem ber skömmina af því að ég hafi gefið ölmusu í Reykjavík í lok ársins 2001 eins og ég væri miðaldakona að kaupa mér sáluhjálp eða túristi í þriðja heims landi. Niðurskurðurinn er kominn út fyrir sæmileg mörk. Hann er hneisa og skömm. Það er ekki aðeins að yfirvöld hafi gleymt að frumskylda þeirra er aö vernda líf, limi og virðingu einstak- linganna, heldur eru þau að svíkja hagsmuni heildarinnar - það má kalla það hagkerfi min vegna. Það er ekki hægt að viöhalda góðu ástandi til lengdar þar sem valdir hópar eru látnir éta það sem úti frýs. - Fyrir utan að það er ljótt að gera það. Lára Magnúsardóttir Spurt og svarað Er rétt að skattleggja öll lífsins gceði? ■ . . • ■«%■. s 1 H ■ ' :tó Vignir Rafii Gíslason, lögg. ertdursk. hjá PWC: Stökkbreytingar óeðlilegar „í skattalögunum eru víðtækar heimildir fyrir því að skattleggja ýmis hlunnindi og starfstengdar greiöslur. Þær verður að vera hægt að verðmeta með einhverju móti og vald til þess er Ríkisskattstjóra falið. Hins vegar er mjög óeðlilegt að gera stökkbreytingar í þessum efnum, miðað við það sem verið hefur á undan- fórnum árum og áratugum. Ákveðnar hefðir hafa mynd- ast. Mikið af þeim hlunnindum sem hér um ræðir eru í raun ekki til sem slík heldur nauðsynlegur þáttur í starfi manna fyrir launagreiöanda. Þar nefni ég til dæmis farsíma, tölvubúnað, fatnað og fleira. Þessi bún- aöur er því í raun ekki hlunnindi né heldur lífsins gæði sem vart er hægt að skattleggja." Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður: J Lœknir, lœknaðu sjálfan þig „Læknir, læknaöu sjálfan þig.“ Þetta latneska orðtæki segir það sem þarf um þann sem talar fyrir svona hugmpdum. Ég minni á hugmynd Davíðs Oddssonar um umboðsmann skattgreiðenda til að veija fólk fyrir ofríki skattayfirvalda. Davíð sagði í viðtali: „Ef skattalög og þess háttar er athugaö höfum viö stjómmálamennimir oftast komið fram sem full- trúar skattstofunnar á þjóðþinginu en ekki almennings. Þarna höfum við gleymt okkur.“ Með hugmynd um umboðs- mann skattgreiöanda kom Davíö fram sem fulltrúi kjósenda en ekki kerfisins. Ég vona að Davíð drífi nú í að dusta rykið af þessari tillögu og flytji hana í fuliri alvöru. Forsætisráð- herra hefur sagt að skatturinn sé að verða ríki í ríkinu; ég vil umorða þetta og segja: lögregla í lögregluríkinu. “ Ögmundur Jónasson, þingmaður VG: Indriði veit hvað hann syngur „Spumingin snýst um hvort hér sé um að ræða kostnað sem fellur til einvörðungu vegna starfsins eða hvort þetta séu hlunnindi sem menn njóta þar fyrir utan. Forstjórar fá öðrum fremur frían bíl til að komast á í vinnu þó allt starfsfólk þurfi að sjáifsögðu að komast til sinnar vinnu. Þetta er dæmi um hlunn- indi sem sjálfsagt er að skattleggja. Hvar draga á lín- una er ekki alltaf ljóst en þegar fólki eru tryggð hlunnindi beinlínis með því að færa þau yfir í óskattskylt form er skattlagning eðlileg. Þegar ríkis- skattstjóri segist vilja skattleggja öll lífsins gæði trúi ekki ég öðru en hann hafi sanngimissjónarmið L huga - enda veit Indriði nokk hvað hann syngur.“ Sólveig Kr. Bergmann, ritstjómarfulltrúi Mannlífs: Ósköp dapurlegt „Slík skattlagning væri ein- faldlega kjaraskerðing sem ætla má að hefði verið leiðrétt við næstu samninga. Ríkisstjórnin hefur því líklega' sparað þaö vafstur. Annars finnst mér mér ósköp dapurt að kalla síma og bensínstyrki lífsins gæði. Ég legg allt annan skilning í það orðasamband." . LÁCGRi SKATTi i ■ gfcMte’MBgr. •. . - •‘;úS ■ -ú Jt GÓÐERIÐ LÍXA ' i T|l aldraðra Að þessu, þaö er aö skattleggja ýmis hlunnindi fólks, stefndi ríkisskattstjóri og sagöi tilganginn vera aö auka jafnræöi þegnanna. Ríkisstjórnin tók hins vegar af skarið og af þessu veröur ekki. „Það er ekki aðeins að yfirvöld hafi gleymt að frumskylda þeirra er að vemda líf limi og virðingu einstáklinganna, heldur eru þau að svíkja hagsmuni heildarinnar - það má kalla það hagkerfi mín vegna. “ - Mótmœli við alþingissetningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.