Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 6
6
______________________________ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002
Fréttir x>V
Kaupfélagið á Borðeyri í kröggum:
Kaupfélagsstjóri ráð-
inn til að skýra línur
- tugmilljóna króna skuldir. Rætt um sameiningu við önnur félög
Stjóm Kaupfélags Hrútfirðinga á
Borðeyri hefúr fengið Karl Sigurgeirs-
son hjá Forsvari ehf. á Hvammstanga
til að taka að sér tímabundna fram-
kvæmdastjórn félagsins. Hans hlut-
verk er meðal annars að koma saman
ársreikningi fyrir síðasta ár og skýra
helstu línur, þannig að stjómin geti
tekið ákvarðanir um framhaldið. Við-
sjár steðja að rekstri félagsins og sam-
kvæmt heimildum blaðsins em skuld-
ir þess um 80 milljónir króna. Veltan
hefur verið um 200 milljónir króna ár-
lega.
Að undanfómu hefur verið deilt um
ýmis mál í Hrútafirði viðvíkjandi
kaupfélaginu. Kokkurinn í Brúarskála
var rekinn og kaupfélagsstjórinn, Guð-
rún Jóhannesdóttir, sagði upp störfum
í desember. I framhaldinu fékk stjóm-
in Karl, sem rekur bókhaldsstofuna
Forsvar á Hvammstanga, til að hlaupa
í skarðið. Fyrrverandi kaupfélagsstjóri
mun samkvæmt heimildum DV ekki
hafa haft fullan aðgang að bókhaldinu.
í samtali við blaðið fyrir skömmu
baðst hún undan að svara spumingum
þar um, sem og um aðrar sögur um
málefni kaupfélagsins sem gengið
hafa.
Þrengingar í rekstri Goða á sl. ári
kom illa við rekstur félagsins. Sam-
dráttur i landbúnaði hefur einnig gert
það, en félagið seldi fyrir nokkrum
árum hlut sinn I mjólkursamlaginu á
Hvammstanga og það hætti sláturhús-
rekstri þegar Norðvesturbandalagið
var stofnað. Félagið er því nú einvörð-
ungu í verslunarrekstri. Annars vegar
fyrir byggðina við Hrútafjörö og Dali og
hins vegar með rekstri Brúarskála, sem
skapar um af 70% veltu þess. í samtali
við DV sagði Karl Sigurgeirsson að eng-
inn grunur væri um misferli einstakra
manna gagnvart rekstri félagsins. Eng-
inn félagsmanna mun heldur vera i per-
sónulegum ábyrgðum.
„Það er eðlilegt að menn hugleiði
framtíðina en áður þurfa málin að
komast á hreint," sagði Karl Sigur-
geirsson, aðspurður hvort nú væri
hugsanlega bollalögð sameining Kaup-
félags Hrútfirðinga við önnur kaupfé-
lög á Norðurlandi vestra en um hana
mun vera rætt.
Jósep Rósinkarsson, bóndi á Fjarð-
arhomi í Hrútafirði, formaður stjóm-
ar kaupfélagsins, hefur ekki viljað tjá
sig um málefni þess við blaðið. -sbs
, DV-MYND GVA
Útför Sigurjóns Péturssonar
Sigurjón Pétursson, fyrrverandi borgarráösmaöur og síöar deildarstjóri hjá grunnskóladeild Sambands íslenskra
sveitarfélaga, var jarösunginn frá Hallgrímskirkju í gær. Á myndinni sést borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, votta
aöstandendum samúö sína.
Mótmæltu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar:
Höföum rétt fyrir okkur
- segir formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur
Mettúr hjá Öldu:
Þurfti að
tvísækja
aflann
- 10 tonna túr
„Þetta er jafnbesti túrinn hjá
okkur en við fengum átta tonn á
þrettán bala fyrir jólin. Þetta getur
jú verið ágæt veiði á vissum blett-
um,“ segir Sigurjón Guðbjartsson,
sjómaður á Skagaströnd, en hann
og Árni bróðir hans gerðu það al-
deilis gott í fyrstu veiðiferð ársins
á fimmtudaginn var. Þeir róa á sex
tonna trillu og fengu þá 9 tonn og
754 kíló á 10 bala, eða 650 kíló á
balann, sem þykir frábært - yfir-
leitt er talið viðunandi að fá 100
kíló á balann. Aflaverðmætið úr
þessari veiðiferð er 1.300 þúsund
en tæplega 150 krónur fengust fyr-
ir kílóið á markaðnum.
Þeir bræður fóru í róðurinn
klukkan hálfsjö um morguninn á
Öldu, sex tonna plastbát, og héldu
skammt norður af Skaganum, sex
mílur út frá Skallarifl. Á fimm
fyrri balana fengust sex og hálft
tonn og bar þá báturinn ekki
meira. Var farið í land með aflann
og komið að bryggju klukkan
hálfsex. Farið var út strax aftur og
fengust rúm þrjú tonn á seinni
fimm balana. Álda kom úr róðrin-
um um eittleytið um nóttina eftir
gifturíka veiðiferð.
„Þetta var sæmilegur fiskur,
Norðlendingur eins og við köllum,
tvö til tvö og hálft kfió. Eins og ég
segi þá getur þetta verið góð veiði
á ákveðnum svæðum hérna hjá
okkur. Annars er hending að
lenda á þessu og mér sýnist nú að
þetta geti orðið eini túrinn hjá
okkur í mánuðinum af því að
hann spáir norðaustanátt út vik-
una. Við smábátasjómenn róum
aldrei stift, veiðiheimildirnar
bjóða ekki upp á það,“ segir Sigur-
jón á Öldunni, en það eru ekki
nema örfáir bátar sem róa frá
Skagaströnd á þessum tíma ársins.
-ÞÁ
„Það hefur komið á daginn að allt
sem við sögðum í desember þegar verið
var að ganga fá samkomulagi verkalýðs-
hreyfingarinnar, Samtaka atvinnulífs-
ins og ríkisstjómarinnar um að fresta
aðgerðum í kjaramálum sem taka átti
ákvörðun um 15. febrúar, átti við rök að
styðjast," segir Aðalsteinn Baldursson,
formaður Verkalýðsfélags Húsavikur.
Aðalsteinn var einn þeirra sem mót-
mæltu hástöfum samkomulaginu sem
gert var miili aðila um að viðmiðun um
uppsögn launaliðar kjarasamninga yrði
frestað frá 15. febrúar til 1. maí. „Við
vomm nokkrir sem vömðum við því á
sínum tíma að sú leið yrði farin sem
ákveðin var, að samkomulag yrði gert
við Samtök atvinnulífsins og ríkis-
stjómina um aðgerðir í efnahagsmálum.
Við sögðum þetta innihaldslaust plagg
og það ætti að nota samtakamáttinn til
að knýja á við stjómvöld að draga til
baka þær hækkan-
ir sem þau höfðu
boðað og kalla
sveitarfélögin
einnig til ábyrgðar
en það lá fyrir að
sveitarfélögin vom
í þann veginn að
hækka ýmis þjón-
ustugjöld.
Menn skelltu
hins vegar skoll-
eyrum við því sem við sögðum en
ákváðu að ganga að samkomulaginu.
Það hefúr hins vegar gerst að það er allt
spmngið, verðlag hefur rokið upp og ég
man ekki eftir í minni tíð sem fomaður
verkalýðsfélags og starfsmaður frá 1991
öðram eins álögum í upphafi árs og nú
er. Þá er ég að tala um ríkisvaldið, sveit-
arfélögin og almennt verðlag. Það er
nánast allt í uppnámi og það er komið á
daginn að ríkisstjórnin ætlar að fara að
vinna eitthvað í þessum málum í stað
þess að þetta er eitthvað sem átti að
vera löngu búið að gera. Á sama tíma
em mínir umbjóðendur að fá um 3%
launahækkun samkvæmt samningum,"
segir Aðalsteinn.
Hann segir að á síðasta ári hafi verð-
bólgan mælst 8-9% og hann sé ekki
búnn að sjá það að hún snarlækki, hvað
þá að hún verði engin eins og sumir tala
um. „Þvert á móti eru ýmsar blikur á
lofti sem benda til annars. Við höfðum
stöðu til þess í desember að láta sam-
takamátt okkar vinna fyrir okkur og fá
ríkisvaldið til að draga til baka hækkan-
ir. Ég óttast það hins vegar að staðan
verði ekki sterk í vor, það er búið að
færa ábyrgðina meira yfir til félaganna
og ég óttast að einstaka félög séu ekki í
stakk búin að segja upp launalið samn-
ingsins," segir Aðalsteinn. -gk
Aðalsteinn
Baldursson.
sjíiyÁfr/iJJ
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag i kvöld 16.42 16.10
Sólarupprás á morgun 10.34 10.37
Síðdegisflóð 12.27 17.00
Árdegisflóð á morgun 01.08 05.41
N- og NA-átt, víða 10-15 m/s. Dálítil
él norðan til en léttskýjað sunnan til.
Frost yfirleitt á bilinu 3 til 12 stig,
kaldast inn til landsins.
norðan til en léttskýjað sunnan til.
Frost yfirleitt á bilinu 3 til 12 stig,
kaldast inn til landsins.
Fimmtudagur vi> Föstudagur W— Laugardagur vL V
Hiti 4° Híti 1“ Hiti 1*
til 8® til 14° tíl 9°
Vindur: 5-8ni/s Vindur: 13-18 m/s Vindur: 10-15»s
«-
Noröaustlæg átt, 5-8 m/s. Él noröan til og viö suöurströndina en annars léttskýjaö. Frost 4 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Austlæg átt, 13-18 m/s og dálitli él allra syöst en annars hægari og víöa léttskýjaö. Frost 1 til 14 stig, mildast suövestanlands. A-átt og snjókoma viö suöurströndina en annars skýjaö og úrkomulítiö. Frost 1 tll 9 stig, svalast noröaustan til.
Vindhraöi
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
BS nxgKí.--:-';
AKUREYRI snjóél -4
BERGSSTAÐIR léttskýjað -4
BOLUNGARVÍK snjóél 4
EGILSSTAÐIR léttskýjað -5
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað -3
KEFLAVÍK léttskýjaö 01
RAUFARHÖFN alskýjað 4
REYKJAVÍK heiöskírt -3
STÓRHÖFÐI rykmistur 5
BERGEN rigning 7
HELSINKI alskýjað 1
KAUPMANNAHÖFN þokumóöa 6
ÓSLÓ snjókoma -2
STOKKHÓLMUR 1
ÞÓRSHÖFN rigning 3
ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö -7
ALGARVE alskýjaö 12
AMSTERDAM alskýjaö 6
BARCELONA léttskýjað 7
BERLÍN skýjaö 7
CHICAGO heiöskirt 2
DUBLIN hálfskýjað 5
HALIFAX súld 3
FRANKFURT þokumóða 2
HAMBORG skýjað 8
JAN MAYEN skafrenningur -8
LONDON skýjaö - 9
LÚXEMBORG skýjað 1
MALLORCA skýjað . 12
MONTREAL -2
NARSSARSSUAQ skýjað -2
NEW YORK alskýjaö 5
ORLANDO þokumóða 20
PARÍS rigning 9
VÍN þokuruðningur 2
WASHINGTON hálfskýjaö 4
WINNIPEG alskýjað -17
5Y&ST A UPPLYSiNSUM FRÁ VTBURSTOrir tSLAN’PS