Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002
Fréttir
DV
Reykjavíkurlistinn ákveöur framboð í vikunni:
Samkomulag um lista
Þriggja manna nefnd sem unnið
hefur að gerð tillögu um uppstillingu
Reykjavíkurlistans að undanfomu
hefur orðið sammála um tillögu sem
á morgun verður lögð fyrir formlega
samninganefnd flokkanna þriggja
sem að framboði R-listans standa.
Tillagan felur í sér þá grundvallar-
skiptingu að í 8 efstu sætunum fá
flokkamir sína tvo mennina hver og
í 7. sæti verður fulltrúi sem allir geta
orðið ásáttir um en f 8. sæti verður
svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri og borgarstjóraefni list-
ans.
1 varamannasætum listans, upp að
sæti nr. 16, verða síðan tveir fulltrú-
ar flokkanna, nema hvað í sæti 12 og
í sæti frá og með 16 mun uppstilling-
amefnd, í samvinnu viö Ingibjörgu
Sólrúnu, raða. Ljóst er að við þessar
kosningar mun Reykjavíkurlistinn
bjóða fram sem kosningabandalag
þannig að forfallist einhverjir borg-
arfulltrúar á tímabilinu þá er ljóst að
samflokksmaður mun koma í stað-
inn fyrir hann inn í borgarstjóm.
Þurfl framsóknarmaður að hætta
kemur framsóknarmaöur inn í stað-
inn o.s.frv. Þetta er breyting frá þvi
sem var á þessu kjörtímabili þegar
Reykjavíkurlistinn bauð fram sem
sjálfstætt stjómmálaafl og hafði þau
áhrif að kalla varð inn varamann 1
samræmi við röðina á framboðslist-
anum.
í heildina mun þannig Samfylkingin
fá fjögur sæti af á listanum. Það eru
sæti eitt, sex, ellefu og þrettán. Fram-
sókn fær líka fjögur sæti. Það em sæti
tvö, flmm, tíu og fjórtán. Vinstrihreyf-
ingin grænt framboð fengi sömuleiðis
flögur sæti sem yrðu sæti þrjú, fjögur,
níu og fimmtán. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir yrði svo í áttunda sætinu
og síðan uppstillingarframbjóðandinn
í því sjöunda. Skipting embætta og
nefnda breytist líka frá því sem áður
hafði verið talað um því nú er gert ráð
fyrir að embætti forseta borgarstjóm-
ar róteri milli flokkanna á kjörtímabil-
inu og það sama gildir um varafor-
mann borgarráðs og formennsku í
borgarstjómarflokknum. Þetta var nið-
urstaðan eftir talsverðar umræður þar
sem m.a. kom til álita að varpa hlut-
kesti um hver fengi hvaða embætti síð-
asta ár kjörtímabilsins en embættun-
um yrði skipt á milli flokkanna þriggja
hin árin. -BG
Ríkislögreglustjórinn, Umferðarráð og Vegagerðin:
Markvisst samstarf um
fækkun umferðarslysa
- umferðarhraði eykst frá ári til árs
DV-MYND GVA
Samningurinn undlrritaður
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Óli. H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Umferðarráös, og Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri undirrita samning
sem felur í sér samstarf þeirra í baráttunni viö umferðarslys.
Unglingar á SÁÁ:
Skortur á geð-
læknisþjónusta
- að sögn yfirlæknis
Það hefur orðið mikil hlutfalls-
leg aukning f daglegri notkun
kannabisefna hjá yngsta aldurs-
hópnum," segir Þórarinn Tyrflngs-
son, yflrlæknir hjá SÁÁ, í samtali
við DV.
Stöðug fjölgun hefur oröið á ung-
lingum sem leita sér meðferðar á
Sjúkrahúsið Vog
og á það einkum
við um fimm síð-
ustu árin. Aldrei
hafa jafn margir
unglingar 19 ára
og yngri leitað
til SÁÁ og í
fyrra. Þá voru
þeir 294,112
stúlkur og 182
piltar, og komu
alls í 420 skipti.
Þórarinn segir að sérstaka athygli
veki að fjölgunin skuli vera svo
mikil hjá SÁÁ á sama tfma og
framboð á meðferðarúrræðum hef-
ur stóraukist annars staðar og þá
einkum vegna uppbyggingar á
meðferöarheimilum Bamavernd-
arstofu.
Þórarinn segir að ríkið nái að
sinna þessum hópi hvað varðar
móttöku og skyndiþjónustu en
nokkuð vanti upp á að geðlæknis-
og sálfræðiþjónusta í kjölfarið sé
fullnægjandi. Dæmi eru um 15 ára
daglega neytendur að sögn Þórarins
og finnast jafnvel undantekningar
um enn yngri fikla. -BÞ
Ríkislögreglustjórinn, Umferðarráð
og Vegagerðin undirrituðu i gær sam-
starfssamning sem felur í sér að þessir
aðilar muni vinna markvisst og af
auknu afli aö því að koma í veg fyrir
slys á þjóðvegum landsins. Það er gert
til að ná þeim markmiðum sem sett eru
f umferðaröryggisáætlun. Þar kemur
fram að fækka eigi umferðarslysum um
40% fram til ársins 2012.
Samkvæmt mælingum sem Vega-
gerðin hefúr gert á þjóðvegunum hefur
umferðarhraði aukist frá ári tii árs. Á
síðasta ári kom í ljós að um flmmtán
prósent ökumanna aka hraðar en 100
km/klst. Þar sem best hefúr tekist til
um eftirlit með ökuhraða og annarri
aksturshegðun ökumanna er markvisst
og gott samstarf með þeim aðilum sem
vinna að þessum málum. Þótt sú hafl
verið raunin hér á landi um árabil er
það markmið þessara þriggja aðila með
samningnum að efla samstarf sitt að
þessu leyti.
Meðai þess sem gert verður er að efla
eftirlit lögreglu markvisst þegar þess er
mest þörf. Eftirlitið verður tengt
áhættumati vega og munu samningsað-
iiar vinna náið saman að því að skil-
greina ábyrgðarhlutverk hvers og eins.
Þá munu Vegagerðin og Umferðarráð
vinna tölfræðilegar upplýsingar um alit
sem tengist slysum á vegum og mun lög-
reglan stýra eftirliti miðað við þær upp-
lýsingar. Umferöarráð mun einnig veita
vegfarendum markvissar upplýsingar til
þess að stuðla að því að fólk virði umferð-
arreglur.
Við undirritunina í gær kynnti Vega-
gerðin einnig nýjan tæknibúnað sem
hún hefur tekið í notkun til að fylgjast
með umferð. Um er að ræða sjálfvirka
mæla sem nú er komið fyrir á átta stöð-
um og getur almenningur nálgast upp-
lýsingar úr þeim á heimasíðu Vegagerð-
arinnar, bæði hvað varðar ökuhraða á
tilteknum stöðum og bil á milli bUa.
Stefnt er að því að setja slíka mæla víðs
vegar um landið. -MA
Þórarinn
Tyrfingsson.
Sjávarútvegsráðherra stofnar stýrihóp:
Verðmæti sjávarfangs verði aukið
A fundi sjávarútvegsráöherra síöastllöinn föstudag
Árni Mathiesen sjávarútvegsráöherra hefur skipaö stýrihóp vegna aögeröa
um verömætaaukningu sjávarfangs. Hópnum er ætlaö aö leggja fram áætlun
um aögeröaáætlun á fimm ára tímabili.
Sjávarútvegsráöherra hefur skip-
að stýrihóp vegna aðgerða um verð-
mætaaukningu sjávarfangs. Hópn-
um er ætlað að leggja fram aögerða-
áætlun um að auka verðmæti sjáv-
arfangs með tilteknum hætti á 5 ára
tímabili, hugsanlega með 10 ára
markmið samhliða. Sjávarútvegs-
ráðherra skipaöi í nóvember árið
1999 nefnd undir formennsku Ein-
ars Kristins Guðflnnsonar alþingis-
manns sem var falið að skoða fram-
tíðarmöguleika fiskvinnslunnar.
Verksvið nefndarinnar var um-
fangsmikið en það sneri einkum aö
því að leggja mat á stöðu greinar-
innar, líklega framtíðarþróun henn-
ar og gera tillögur sem ætla má að
bæta muni stöðu hennar. Tiliögur
nefndarinnar voru í níu liðum og
var stofnun stýrihópsins einn
þeirra. Stýrihópurinn er samansett-
ur af fólki sem hefur þekkingu,
hagsmuni, áhuga og tíma til að
vinna markvisst. Leitað var til sér-
fræöinga og hagsmunaaöila á
hverju sviði samhliöa.
Gert er ráð fyrir að verkefni
stýrihópsins á árinu 2002 verði m.a.
að kortleggja sviðin 6, þ.e. hráefni,
vinnslu, aukahráefni, fiskeldi, líf-
tækni, búnaö og þekkingu þar sem
virðisauki gæti orðið þannig að úr
yrði „topp 10“ listi tækifæra á
hverju sviði. Að leita fyrirmynda í
erlendum verkefnum sama eðlis, að
ná samstöðu í greininni til átaks
um og að skilgreina verkefni sem
skila myndu virðisauka.
Ráðherra hefur nú þegar skipað
stýrihóp í samræmi við ofangreint
og er hann skipaður eftirtöldum að-
iium: Friðrik Friðriksson formaður,
Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor í
matvælaefnafræði, Elínbjörg Magn-
úsdóttir, sérhæfður fiskvinnslumað-
ur, Guðbrandur Sigurðsson, for-
stjóri ÚA, Kristján Hjaltason, fram-
kvæmdastjóri markaðsmála SH,
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð-
ingur hjá ASÍ, Snorri Rúnar Páima-
son skrifstofustjóri, Úlfar Steindórs-
son framkvæmdastjóri. Starfsmaður
stýrihópsins verður Páll Gunnar
Pálsson, matvælafræðingur hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,
og hefur ráðherra falið stýrihópn-
um að skila niðurstöðum sínum í
september 2002. í samræmi við til-
lögur nefndar um framtíðarmögu-
leika fiskvinnslunnar verður einnig
skipað fagráð sem stýrihópurinn
getur leitað til en í því munu m.a.
sitja fulltrúar hagsmunasamtaka í
greininni.
Þá hefur verið stofhuð ný skrifstofa
í ráðuneytinu sem fer með vinnslu
sjávarafurða, nýsköpun og þróun eins
og fram kemur í nýju skipuriti ráðu-
neytisins sem kynnt var í síðustu
viku. Skrifstofustjóri hennar er Snorri
Rúnar Pálmason sjávarútvegsfræðing-
ur. Þá er í nýju skipuriti lögð aukin
áhersla á eldi sjávardýra og mun Krist-
inn Hugason, kynbóta- og stjómsýslu-
fræðingur, sem starfar á skrifstofu af-
komu, viðskipta og fiskeldis, fara með
þau mál. -gk
Ljóðstafur Jóns úr Vör:
Nótt frá Svigna-
skarði hlaut
fyrstu verðlaun
Ljóð Hjartar Pálssonar, Nótt frá
Svignaskarði, varð í fyrsta sæti í
ljóðasamkeppni sem kennd er við
Ljóðstaf Jóns úr Vör. í viðurkenn-
ingarskyni fær Hjörtur silfursleg-
inn göngustaf Jóns til varðveislu í
eitt ár og þrjú hundruð þúsund
krónur að auki.
Alls bárust fimm hundruð og tíu
ljóð í keppnina og ákvað dómnefnd-
in að þessu sinni að veita Kristínu
Bjarnadóttur og Sveinbirni I. Bald-
vinssyni aukaverðlaun. Dómnefnd-
ina skipuðu þau Matthías Johannes-
sen, Olga Guðrún Árnadóttir og
Skafti Þ. Halldórsson. -Kip
Eldur í Sandgerði:
Hjón og hund-
ur sluppu
Slökkviliðið í Keflavík var um
miðnætti kallað að íbúðarhúsi i
Sandgerði en þar hafði komið upp
eldur í íbúðarhúsi.
Þegar slökkvilið og lögregla komu á
vettvang hafði hjónum sem voru í
úbúðinni tekist að komast út ásamt
hundi þeirra. Slökkvistarfið gekk
greiðlega og skemmdir urðu ekki mjög
miiklar á íbúðinni en helstar vegna
reyks. Talið er að eldsupptök megi
rekja til uppþvottavélar í eldhúsi. -gk
Bændur úr Fljótum:
13 kindur
bíða heim-
ferðar
Vitað er um 13 kindur í Héðins-
firði sem bíða eftir að verða sóttar
þangað og fluttar tfl eigenda sinna.
Þrír menn úr Fljótum fóru gang-
andi til leitar í Héðinsíjörð í síð-
ustu viku og fundu alls 14 kindur.
Þeir komu 13 þeirra niður að sjó
en ein var í iöku ásigkomulagi og
var aflífuð.
Leitarmenn voru sóttir með báti
frá Siglufirði i íjörðinn en þar sem
ókyrrt var í sjó og komið myrkur
var ekki hægt að taka féð með
heim. Verður það sótt síðar þegar
vel viðrar en það verður að sel-
flytja á smábát úr fjörunni út í
stærri farkost og því er ekki hægt
að eiga við slíkt nema sjór sé alveg
kyrr.
Bændur í Fljótum og Ólafsfirði
hefur grunað i allt haust að fé
leyndist i Héðinsflrði því heimtur
hafa verið með lakasta móti á
nokkrum bæjum. Er nú komið í
ljós að sá grunur var á rökum
reistur og raunar ekki fullvíst að
allt fé sem heldur sig í Héðinsfirði
sé fundið enn. -ÖÞ
Brutu 15 rúð-
ur á Hlemmi
Þrír unglingspiltar gerðu sér lítið
fyrir og brutu 15 rúður í strætis-
vögnum og í skiptistöð á Hlemmi
um miðjan dag i gær. Plltamir
komust yfir neyöarhamra sem voru
í nýjum vagni þar en gleymst hafði
að setja hamrana á rétta geymslu-
staði.
Piltamir brutu 5 rúður í skiptistöð-
inni, 5 í einum strætisvagni þar fyrir
utan, 3 rúður í öðrum og 2 rúður í
einum vagni. Alls brutu þeir 15 rúður
og er tjónið því umtalsvert sem þeim
tókst að valda áður en þeir voru
stöðvaðir og færðir á lögreglustöðina
hinum megin götunnar. -gk