Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2002, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2002 DV Fréttir Fáskrúðsfjörður: Tvær með heila himnubólgu - eru a Tveir Fáskrúðsfirðingar, kona á fertugsaldri og sjö ára stúlka, voru í sl. viku fluttar suður tii Reykja- víkur með sjúkraflugi eftir að grunur kom upp um að þær væru með heilahimnubólgu. Strax og grunsemdir um þetta vöknuðu fengu þær viðeigandi meðferð hjá lækninum á staðnum en til örygg- is og eftirlits voru þær fluttar á sjúkrahús syðra. Þær eru á bata- vegi og hafa nú verið útskrifaðar af sjúkrahúsi. „Ég bíö eftir svörum úr ræktun- inni en hún gefur endanleg svör um hvort þetta hafi verið heila- himnubólga," sagði Brynjólfur Hauksson, læknir Fáskrúðsfirð- inga, í samtali við DV. Nokkur ótti kom upp í byggðar- laginu vegna þessa, en fargi var af batavegi Fáskrúðsfjörður. fólki létt þegar fregnaðist að vel heilsaðist. Allmargir fengu fyrir- byggjandi lyfjagjöf og meðferð vegna þessa atviks. Börnum í fjöl- skyldum konunnar og stúlkunnar, sem tengjast innbyrðis, var haldið aðskildum meðan mál voru að skýrast. -sbs Slökkvibílllnn Fyrirtækið MT-bílar í Ólafsfirði hefur afhent Slökkviliði Akraness nýja slökkvi- bifreið afgerðinni MT 3500. Slökkviliðið á Akranesi: Ný slökkvibifreið frá MT í Ólafsfirði Fyrirtækið MT-bílar í Ólafsfirði hefur afhent Slökkviliði Akraness nýja slökkvibifreið af gerðinni MT 3500. Um er að ræða Volvo FM 12 4x4, sem búin er tönkum fyrir vatn og froðu, öflugum dælubúnaði og öllum besta búnaði til slökkvistarfa. Fullbúin kostaði bifreiðin rösklega 15 milljónir króna. Bifreiðin verður í þjónustu slökkviliðs sem Akranes- kaupstaður rekur í samvinnu við hreppana sunnan Skarðsheiðar og standa sveitarfélögin öll að kaupum á bifreiðinni. Bifreiðin er fjórhjóladrifin og sjáff- skipt. í tvöföldu áhafharhúsi er sæti fyrir 6 slökkvihðsmenn og eru stólar í áhafnarhúsinu búnir reykköfunarbún- aði. Vatnstankur í bifreiðinni tekur 3500 lítra og til viðbótar eru tveir 200 lítra tankar fyrir léttvatn og froðu. Dæla er 3000 af Ziegler-gerð. Yflrbygg- ing er öll úr trefjaplasti og er lögð höf- uðáhersla á að nýta vel aflt pláss í byggingunni fyrir búnað slökkviliðs- ins, jafnframt að tryggja auðvelt og gott aðgengi að búnaði. Meðal búnaðar í bifreiðinni má nefna fjölhæfan og 380 og 220 volta rafal, 6,5 kW, og loftdriflð ljósamastur. MT-bilar afhentu slökkviliði Grundarfjarðar hliðstæða bifreið síðastliðið sumar og á komandi vori veröur Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins afhent slökkvibifreið samkvæmt samningi sem gerður var í kjölfar útboðs á smíði tveggja stórra bifreiöa fyrir liðið. -gk Milljón til Mæörastyrksnefndar Reykjavíkur Rydenskaffi færði Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur ávísun aö upphæð kr. 1.020.000 í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins. Á myndinni eru stjórnar- konur og formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, með Gísla Vagni Jónssyni, sölustjóra Gevalia á íslandi. — 17% Heimilis- ostur - 16% - 15% - 14% - 13% - 12% — 11 % Gouda - 10% - 9% - 8% - 7% - 6% Léttostar “ 5% . Mysingur - 4% Kotasæla - 3% - 2% - 1% - 0% Við mælum með þessum www.ostur \V/X V ^ . islenskir ostar - hreinasta afbragð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.