Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Síða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 I>V Tony Blair Tony Blair, forsætisráöherra Bret- lands, segir stjórnarandstööuna á villigötum. Blair svarar gagnrýni Smiths í stefnuræðu Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sakaði í gær breska íhalds- flokkinn um að beita öllum brögðum við aö sverta félagsþjónustuna í land- inu. Ian Duncan Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sótti hart að Blair í fyrirspumartíma í þinginu á miðvikudaginn, þar sem hann sakaði bresku stjórnina um slaka frammi- stöðu varðandi heilsugæsluna og tók sem dæmi af 94 ára konu sem hefði fengið lakari bráðaþjónustu en hund- ur að hans sögn. Þessi ummæli Blairs komu fram á fundi með starfsfólki félagsþjónust- unnar í Newcastle í gær, en þar boð- aði hann aukna aðstoð við almenning og sagði að þrátt fyrir að heilbrigðis- kerfið væri ekki fullkomið fengju flestir góða umönnun. „Þessar aðferð- ir stjórnarandstöðunnar gera ekki annað en skilja starfsfólk heilbrigðis- þjónustunnar eftir í sárum. Þeir gera ailt til að sverta félagsþjónustuna til að fólk missi tiltrúna á alla fjárfest- inguna sem við höfum staðið fyrir. Þeir vilja draga úr fjárveitingum rík- isins til þjónustunnar og láta fólkið borga sjálft," sagði Blair. Smith var fljótur til svara og sagði ummæli Blairs aumkunarverð. „Mál- inu er alls ekki lokið og við munum halda gagnrýni okkar á kerfið áfram. Hann reynir að telja fólki trú um að gagnrýni okkar sé bein árás á starfs- fólkið, en það veit betur,“ sagði Smith. Colm Murphy - hlaut 14 ára dóm. 14 ára dómur í Omagh-málinu Colm Murphy, 49 ára gamall Norð- ur-lri var í gær dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir þátt sinn i Omagh sprengjuárásinni á Norður-ír- landi fyrir þremur árum, þar sem 29 manns létu lífið og hundruð annarra slösuðust. Hann var fundinn sekur um samsæri við að koma fyrir sprengju í þeim tilgangi að drepa og limlesta fólk án þess að taka sjálfur beinan þátt í því, en hann mun hafa útvegað meðlimum Real IRA tvo far- síma sem hann vissi að yrðu notaðir til voðaverka, en Real IRA gekkst seinna við sprengjutilræðinu sem var það mannskæðasta í þrjátíu ára sögu ófriðarins á Norður-írlandi. Meðal þeirra sem létu lífið í árásinni var ung kona sem gekk með tvíbura. Að sögn dómarans sem kvað upp úr- skurðinn er Murphy þekktur öfga- maður, en hann er fyrrverandi bygg- ingavertaki og vel auðugur af aurum og löndum. Til þessa er hann éini sak- borningurinn sem hlotið hefur dóm í Omagh-málinu. Sjálfsmoröárás á stóra verslunarmiðstöð í Tel Aviv: Varað við hefndarað- gerðum á báða bóga Palestinskur hryðjuverkamaður gerði í gær sjálfsmorðsárás á versl- unarmiðstöð í miðborg Tel Aviv, með þeim afleiðingum að minnsta kosti 24 særðust, þar af þrír mjög alvarlega, auk þess sem hann sprengdi sjálfan sig i loft upp í árásinni sem er sú fyrsta síðan 2. desember. Að sögn sjónarvotta kom tilræðis- maðurinn akandi að verslunarmið- stöðinni á mótorhjóli og var sprengj- an svo öflug að hjólið flaut langar leiðir og fólk kastaðist langar leiðir í allar áttir. Að sögn lögreglunnar fannst poki á vettvangi sem tilræðismaðurinn er talinn hafa borið sprengjuna í, en í honum voru naglar sem ætlað var að valda enn þá meiri limlestingum á fólki. Skammt frá fannst annar poki sem innihélt byssu og skotfæri, sem gefur til kynna að frekari skotárás hafi verið fyrirhuguð í kjölfar sprengingarinnar. Á sprengjuvettvangi í Tel Aviv Israelskur öryggisvöröur kemur konu til hjálpar þar sem hún sat föst í íbúö sinni eftir sprenginguna. Enginn hafði tilkynnt ábyrgð á árásinni þegar síðast fréttist í gær, en hún er gerð aðeins klukkustund- um eftir að Hamas-samtökin hótuðu hefndum fyrir dráp ísraelsmanna á enn einum foringja þeirra í þyrlu- árás á Gaza-svæðinu í fyrrinótt. Þá höfðu nýlega borist fréttir af því að ísraelsk hersveit hefði gert sprengju- árás á tvo vopnaði Hamas-liða sem reyndu að komast fram hjá eftirlits- stöð við bæinn Gush Katif á Gaza- svæðinu, en talsmaður ísraelskra stjórnvalda sagði þá grunaða sjálfs- morðsliða. Að venju saka ísraelsk stjórnvöld Arafat um að bera ábyrgð á árásinni, en á móti fordæma palestínsk stjórn- völd árásina eins og allar fyrri árás- ir, en Nabil Abu Rdainah, einn helsti ráðgjafi Yassers Arafats, hafði í gær, stuttu fyrir árásina, varað ísraels- menn við hugsanlegum aðgerðum og bað menn að vera í viðbragðsstöðu. Brendan Costin í vitnastúkunni Brendan Costin, 14 ára sonur Michaels Costins frá Boston í Massachusetts, er hér í vitnastúku fyrir rétti í Boston, þar sem hann vitnaöi gegn Thomasi Junta, 40 ára vörubílstjóra sem bariö haföi fööur hans til bana eftir aö komiö haföi til deilna á íshokkíæfingu hjá félaginu hans í júlí í sumar. Thomas Junta, sem eins og faöir Brendans var kom- inn á æfinguna til aö fylgast meö sínum syni, Quinlan, missti stjórn á skapi sínu og endaöi deilan meö fyrrnefndum afleiöingum. Junta hlaut 6-10 ára dóm, ákæröur fyrir manndráp afgáleysi. Skotárásin á bandarísku menningarmiðstöðina í Kalkútta: Interpol hefur gefið út handtökuskipun Indversk stjórnvöld sögðu í gær að alþjóðalögreglan Interpol hefði gefið út handtökuskipun á grunaðan árás- armann á bandarísku menningarmið- stöðina í Kalkútta á þriðjudaginn þar sem fjórir byssumenn gerðu skotárás með þeim afleiðingum að fjórir lög- reglumenn lágu í valnum og að minnsta kosti tuttugu manns særðust utan við bygginguna. Að sögn Lal Krishan Advani, inn- anríkisráðherra Indlands, er hinn grunaði Indverji að nafni Farham Malik, en indverska leyniþjónustan telur hann tengjast hvorum tveggja öfgasamtökunum sem gengist hafa við árásinni, en það eru Asif Raza Comm- andos samtökin og Harkat-ul Jehadi, sem bæði eru af íslömsk og þau síðar- nefndu með aðalbækistöðvar sínar innan Pakistans. Hvor tveggja samtökin eru talin hafa sterk tengsl við bræðrasamtök sín Indverskir lögreglumenn Öflug öryggisgæsla var í Kalkútta eftir skotárásina á bandarísku menningarmiöstööina. í Bangladesh og af öryggisástæðum hafa 35 manns verið handteknir, sem nýlega hafa farið ólöglega yfir landa- mærin frá Indlandi til Bangladesh og er búist við það þeir verði í haldi að minnsta kosti tvær næstu vikurnar. Handtökuskipun Interpol leyfir að Malik verði handtekinn innan aflra landa sem aðild eiga aö Interpol og sagði Advani að hann væri i beinu sambandi við stjómvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en grunur leikur á að Malik hafi flúið þangað. Á myndbandsupptöku af árásar- vettvangi, sem indverska lögreglan hefur undir höndum, sést greinUega framan í einn árásarmannanna, þar sem hann kemur akandi á mótorhjóli með hríðskotarUTil undir hendinni og mun þar vera um umræddan Malik að ræða. Kennsl hafa ekki verið borin á hina þrjá, en þó talið ólíklegt að þeir séu frá Pakistan eða Kasmír. H Fyrrum framkvæmdastjóri Enron fremur sjálfsmorð Gjaldþrot bandaríska orkufyrirtæk- isins Enron dregur heldur betur dilk á eftir sér, en í gær tilkynnti lögregl- an í Texas að Clifford Baxter, fyrrum varastjórnarformaður og einn fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins til margra ára, hefði framið sjálfsmorð með því að skjóta sig í höfuðið í bif- reið sinni í nágrenni heimUis síns í Houston í Texas. Baxter sagði upp störfum hjá Enron í maí á síðasta ári og hugðist þá setjast i helgan stein og sinna fjölskyldunni, en starfaði þó áfram hjá fyrirtækinu í hlutastarfi sem ráðgjafi stjórnenda. Ekki er Ijóst um aðild Baxters að gjaldþrotamálinu, en hann mun að sögn eins uppljóstrarans í málinu hafa átt í nokkrum útistöðum við Jeff SkUling, fyrrum aöalfram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, um vafasamar ákvarðanir við fjármála- stjórnun þess. Sönnunargögn frá Bush Bush Bandaríkja- forseti hefur afhent forystumönnum þriggja vinveittra arabaríkja gögn sem hann segir að sanni sekt palestínskra yf- irvalda f vopna- smyglsmálinu, þar sem reynt var að smygla 50 tonnum af vopnum frá fran til óróasvæðisins fyrir botni Miðjarð- arhafs. Það eru yfirvöld í Sádi-Arabíu, Jórdaníu og Egyptalandi sem fengu gögnin boðsend, en ekki er enn vitað hvort þau tengja vopnasendinguna beint við Yasser Arafat. Viðskiptabann á Kínverja Bandarísk stjórnvöld hafa fyrir- skipað viðskiptabann á tvö kínversk fyrirtæki og einn einstakling, fyrir að selja írönum tæknibúnað til fram- leiðslu efnavopna. Richard Boucher, talsmaður bandaríska dómsmálaráðu- neytisins, sagði að fyrirtækin sem heita Liyang Chemical Equipment Company og China Machinery and El- ectric Import & Export Company, auk kaupsýslumannsins QC Chen, hafi verið úrskurðuð í tveggja ára við- skiptabann vegna viðskiptanna. Boucher gaf engar frekar skýringar á meintum viðskiptunum við írana, en kínverska utanríkisráðneytið for- dæmdi bannið harðlega og fer fram á að það verði afturkallað. Penny vill soninn aftur Katherine Penny, unga konan sem skildi þriggja mánaða gamlan son sinn eftir á víðavangi í Al- bufeira í Portú- gal fyrr í mán- uðinum, sagðist í gær vilja fá barnið sitt til baka. „Ég gerði hræðileg mistök og nú nagar samvisk- an mig. Ég vil fyrir alla muni fá Charlie litla aftur til að bæta fyrir mistökin," sagði Penny. Þetta er í fyrsta skipti sem hún talar opinber- Ilega síðan hún og sambýlismaður hennar stungu af frá barninu í Portú- gal, en þau bíða nú ákvörðunar yfir- valda um það hvort þau verða fram- seld til Portúgals til að svara til saka. Stríö eina leiöin Sheikh Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna í Líbanon, sagði í gær að stríð gegn Israel væri eina leiðin fyrir Palestínumenn eins og komið væri. „Samningaviðræður viö ísraela mun engu skila fyrir þá og því ekki um annaö að ræða en fara í stríð,“ sagði Nasrallah. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.