Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aéalrítstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarrítstjórí: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangssræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Fjórir mánuðir Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun í dag til- kynna að hann ætli sér að leiða lista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum í vor. Sjaldan hefur lengur verið beðið eftir einni pólitískri ákvörðun á íslandi. Fyrir rífu ári, 2. janúar 2001, var á það minnst í þessu blaði að Björn væri æ oftar nefndur sem líklegt borgarstjóraefni D- listans í næstu kosningum. Mörgum lesendum fannst það fráleitt. En pólitíkin er blessunarlega ófyrirséð á köflum. Og reyndist það í þetta sinn. Sjálfstæðismenn eru að safna vopnum sínum í Valhöll í dag. Þeir þurfa á þeim að halda sem aldrei fyrr. Framboð Björns mælist vel fyrir mjög viða. Ljóst er að hann er sig- urstranglegasta leiðtogaefni flokksins í borginni. Fræg könnun DV tók þar af öll tvímæli. Framboði Björns mun fylgja nauðsynleg endurnýjun á lista flokksins fyrir kosn- ingar og verður forvitnilegt að sjá hverjir raðast á milli út- varðanna, Björns og Ingu Jónu, sem engin leið er að neita um baráttusæti listans. Flokkurinn ætlar sér í alvöruslag. Framboð Björns sýnir ekki síst að Sjálfstæðisflokkur- inn leggur nú allt undir í kapphlaupinu um völdin í víg- inu mikla, sjálfri höfuðborginni. Meirihluti flokksins i Reykjavík var lengst af síðustu öld eins og hvert annað náttúrulögmál. Borgin ól upp hvern leiðtoga flokksins af öðrum. Á fimmta, sjötta, sjöunda og lengst af áttunda ára- tug síðustu aldar var sigur sjálfstæðismanna í borginni svo vís að kosningar voru vart annað en góð ástæða fyrir ærslafullu teiti. Fyrir vikið varð flokkurinn værukær. Kosningaúrslitin 1978 voru flokknum gríðarlegt áfall, en skýrast af vinstri sveiflunni á þeim tíma. Engan óraði fyrir því að höfuðandstæðingurinn, Alþýðubandalagið, hreppti fimm borgarfulltrúa. Nýi meirihlutinn var brotgjarn, með Alþýðubandalag sem skyggði á litlu samstarfsflokkana. Ópólitískur borgarstjóri var í ofanálag ein af verri hug- myndum vinstri manna í árafjöld. Sjálfstæðismönnum var því létt verk að ná nýjum meirihluta með ungan og orðhvat- an mann við stýrið, hápólitískan borgarstjóra. Á það hefur verið bent að vandi sjálfstæðismanna í borgarstjórn á síðustu tveimur kjörtímabilum hefur verið og er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Á undraskjótum tíma kom hún sér í hóp afburðamanna í íslenskri pólitík. Minna hefur verið rætt um missinn. Sjálfstæðisflokkurinn missti í reynd meira við brotthvarf Davíðs Oddssonar úr borgar- málefnum en hann gat þolað. Vel má segja að Davíð hafi verið flokknum of sterkur borgarleiðtogi og hafi skyggt svo mjög á arftakana að enginn þeirra var augljós. Leiðtogakreppa sjálfstæðismanna í borginni hefur tekið á sig margar myndir á síðustu árum. Það er rétt hjá nú- verandi borgarstjóra að hefð er komin fyrir þvi að D-list- inn skipti um hest í miðri á. Eftir missinn tóku mögru árin við. Markús tók við af Davíð, Árni af Markúsi, Inga Jóna af Árna og Björn nú af Ingu Jónu. Þetta lýsir ekki staðfestu. Þetta er óöryggi. Og það tók þann mann sem i dag tekur loksins af skarið svo langan tíma að ákveða sig að andstæðingum hans fyrirgefst að nefna það verkkvíða. Réttir fjórir mánuðir eru til kosninga. Það er eilífð í pólitík. Baráttan verður hörð og kappsfull. Baráttan verð- ur á milli tveggja sterkra borgarstjóraefna sem eru þaul- vanir stjómmálamenn með farsælan feril að baki. Nokkur von er til þess að baráttan verði málefnaleg. Björn og Ingi- björg eru bæði kunn fyrir það að vanda sig í stjórnmálum. Nú þegar listar tveggja stórfylkinganna í borginni fara að skýrast spyrja kjósendur um hvað verður kosið. Nú þarf að sýna pólitíkina og brýna áherslur. Sigmundur Ernir X>V Maöur og hamstur Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi l rrnr^rm FTTgrjTp iTf : Hann gekk ákveðnum skrefum að stofuborðinu og með eldsnöggri sjálf- virkri hreyfingu skaust hægri hönd hans ofan í sælgætisskál á miðju borðinu. Áður en samband komst á milli huga og handar voru tveir konfektmolar í munni hans. Hann fólnaði upp á því sekúndubroti þegar heilanum bárust þau boð að sykur væri í frumúrvinnslu við upphaf meltingarvegarins. Maðurinn kúgað- ist þegar hann uppgötvaði að hann væri enn einu sinni að falla í þá freistingu sem rústaði því markmiði að minnka umfang likamans. Það færðist hörkusvipur yfir andlit hans og munnurinn opnaðist upp á gátt. Styrkum skrefum, opnum munni og með skýrt markmið í huga gekk hann fram i eldhús og opnaði ruslaskáp- inn. Svo hrækti hann tveimur molum af Nóakonfekt'i. Enn var munnur hans upp á gátt þar sem hann lét renna í vatnsglas og saup á og skol- aði. Þar sem sykurbragðið dó út hríslaðist sælutilfinning um æðar hans. Hann hafði unnið áfangasigur á flkninni. „Mamma, pabbi er að hrækja," kallaði barnunginn á sjötta ári og undirstrikaði yfirlýsingu sína með því að lýsa því að á leikskólanum væri bannað að hrækja á almanna- færi. „Karlinn er kominn með anor- exíu,“ sagði unglingurinn á heimil- inu og glotti. Grunur um átröskun Konan horfði hlýlega á mann sinn með spum í augum. Gat verið að hann væri haldinn þessum voðalega sjúkdómi, átröskun, sem var frekar tengdur unglingsstúlkum og fyrirsæt- um en miðaldra manni með fortíð sem heljarmenni í helsta atvinnuvegi íslenskrar þjóðar? Maðurinn ákvað að létta óvissunni af heimilisfólki sínu. Hann reif sig upp úr sigur- vimunni sem fylgdi hinum full- komna sigri á stærsta veikleikan- um og gaf yfirlýsingu: „Ég hef ákveðið í samráði við sjálfan mig að léttast um 25 kíló. Þetta mun ger- ast á nokkrum mánuðum og mark- miðið er að taka 220 grömm á dag mellum dag sem nótt?“ hugsaði hann með aðferð sem ég hef sjálfur þróað," og keypti 10 mánaðarskammta af ljúf- sagði hann og sannfærði fólk um að metinu. hann væri ekki haldinn lystarstoli, Vandi hans var ekki fólginn í því átröskun eða lotugræðgi. „Ég mun nú að finna leiðir til að megra sig. Hann færa mig til i fæðukeðjunni á heimil- komst engan veginn yfir allar aðferð- inu og i stað þess að tróna efstur með irnar sem í boði voru og varð að velja ykkur mannfólkinu ætla ég að vera á og hafna. Eftir að hann sprakk á sama plani og hamsturinn næstu karamellunum með sjö mánaða mánuðina," bætti hann við og hugs- birgðir á lager skipti hann yfir í kúr aði tU þess eitt andartak að þar með sem byggðist á því að dufti var hrært þyrfti hann kannski að vara sig á í vatn. Sá kúr entist ekki nema í þrjá kettinum. „Þú lætur fóðrið mitt daga enda voru viðbrigðin frá kara- vera,“ sagði unglingurinn sem var mellunum ægUeg. réttmætur eigandi hamstra og fóðurs. Engu skipti hvaða kúr hann tók. „Og mitt líka,“ sagði barnið sem var Ævinlega fundust leiðir til að svindla umsjónarmaður gullfisksins á heimil- á megruninni og vigtin upplýsti jafn- inu. óðum um svikin með tilheyrandi sál- . rænum truflunum hjá manninum Karamellur og svindl sem deyfði harm sinn með góðri steik Maðurinn sem nú hafði sjálfviljug- af feitum sauði. ur stigið úr efsta þrepi fæðjukeðjunn- ar niður á plan hamstra og annarra Beikonkúr ráöherrans grasbíta, átti að baki langa baráttu- Eftir því sem árin færðust yfir sögu vegna einstaklingsbundins yfir- hætti hann að leggja sig eftir hinum þunga. Hann mundi ekki nafnið á öll- ýmsum megrunarkúrum. Þó féll um þeim kúrum sem hann hafði tek- hann í freistingu eitt sinn þegar hann ið allt frá því Scarsdalekúrinn fól í las um beikonkúr sem sjálfur forsæt- sér fyrirheit um lausn á öllum hans Lesið HaukurLárus Hauksson blaðamaður Sjónarhorn Það dylst fæstum sem fylgst hafa með atburðarásinni í fram- boðsmálum sjálfstæðismanna fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar að skoðanakönnun DV, sem birt var í síðustu viku, var þar örlagavald- ur. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar reyndist Björn Bjarnason hafa mikla yfirburða- stöðu meðal mögulegra leiðtoga- kandídata. Gilti einu hvort litið var til viðhorfa allra kjósenda í úrtaki DV eða einungis þeirra er sögöust mundu kjósa D-listann. Björn var sterkastur. Eftirleikur- in er kunnur en þegar þetta er skrifað eru hverfandi líkur á að fyrirhugað leiðtogaprótkjör verði haldið heldur verði stillt upp á lista. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kannanir DV reynast örlaga- valdar. í blaðinu í gær var rakið í stuttu máli hvaða áhrif kannanir DV höfðu á samstarfsviðræður minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn 1993, tilurð R-listans og hvemig Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir varð í einu vetfangi leiðtogi í þjóðarsálina þess lista. Að Ingibjörg yrði for- inginn var reyndar eitthvað sem menn höfðu almennt „vitað“ en gátu ekki stutt þá vitneskju með áþreifanlegum hætti fyrr en nið- urstööur könnunar DV voru kynntar. Vel getur verið að stuðnings- menn annarra en Björns Bjama- sonar í leiðtogamálum sjálfstæðis- manna hafi hugsað DV þegjandi þörfina eftir að niðurstöður skoð- anakönnunar blaðsins voru kynntar á dögunum. Á sama hátt voru sumir stuðningsmenn D-list- ans ekki sérlega hrifnir af könn- un blaðsins fyrir átta árum og gengu einhverjir svo langt að segja aö R-listinn og Ingibjörg hefðu verið „búin til“ á DV. Hér á ritstjórn DV erum við eðlilega með augu og eyru opin gagnvart viðbrögðum við niðurstöðum skoðanakannana blaðsins. Fyrir okkur vakir hins vegar ekki ann- að en að taka púlsinn á afstöðu landsmanna til hinna ýmsu álita- mála eins og hún kann að vera á hverjum tíma. Skoðanakannanir eru fráleitt gerðar til þess að hafa áhrif í eina átt eða aðra. Fram- kvæmd þeirra og tímasetning miðar ekki aö öðru en því að upp- lýsa lesendur um hug kjósenda, hvort sem það er afstaða til stjórnmálaflokka, stjórnmála- manna eöa málefna sem setja svip sinn á þjóðfélagsumræðuna hverju sinni. Skoðanakannanir eru engin nýlunda í starfsemi blaðsins. Skoðanakannanir hafa verið gerð- ar allt frá stofnun þess. Forverar DV, bæði Dagblaðið og Vísir, Skoðanakannanir og úrs m% Síöustu skoöanakamianir fyr’ DVkom úrsliti meöalfrávikið aðeins 0,15 Prfl SUoífeuwkfmmm t)V, v«r hI fimmtwíakskvöW nwðal kjfrvznáA i hirt á hh(tuíí»s?* kom*t wm* ur»)itum hat«tiHttkSawliiö«nÍwga»tfta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.