Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Side 21
LAUGARDAGUR 26. JANUAR 2002
21
DV
Helgarblað
DVA1YND HARI
Ruggar litla barninu í okkur
„Eftir því sem viö eldumst þráum viö heitar aö veröa yngri, “ segir Itzik Galili, „og ailir staöir sem ég þekki minnka meö árunum. Þessi heimur dansins
ögrar ekki vitsmununum heldur barninu innra meö okkur. Þaö er tilgangurinn. Verkiö mitt ruggar litla barninu í okkur; þaö er um margt kunnugiegt,
raunsætt en um leiö absúrd og fullt af svörtum húmor. “
Kaupi hugmyndir
á himnum
- ísraelski danshöfundurinn Itzik Galili talar um kuldann, myrkrið og ísland æsku sinnar
Þær eru alltaf dálítið einkenni-
legar minútumar eftir að maður
kemur inn á stað þar sem maður
hefur mælt sér mót viö viðmæl-
anda sem maður veit ekki hvemig
litur út. Stundum hef ég gefið mig
að fólki inni á þéttsetnum stöðum
og spurt hvort það gegni ekki þessu
eða hinu nafhinu. Oft hefur það
gerst að svarið er nei og þessu nei-
i hefur oftar en ekki verið pakkað
inn í vandaðar tortryggniumbúðir
og einangrað með hugrenningum
um hvað „blind date“ sé varasamt
fyrirbæri. Einmitt þannig leið mér
þegar ég gekk inn á Borgina kaldan
dag í janúar í leit að ísraelska dans-
höfundinum Itzik Galili. Og eftir að
hafa lært af reynslunni beið ég í
nokkrar mínútur með að ávarpa
nokkurn mann; notaði útilokunar-
aðferðina og innan skamms reikn-
aði ég út að grannvaxinn maður
með fremur lítið hár væri téður
Galili. Það reyndist rétt.
Af hverju ekki?
Þetta er í fyrsta skipti sem Galili
kemur til ísland og spurður um
ástæður þess að hann væri hingað
kominn svaraði hann: „mér var
boðið. Og af hveiju ekki að þiggja
boðið?“ Islenski dansflokkurinn
hafði samband við hann fyrir um
ári en þá hafði Galili heyrt af
flokknum frá kollegum sínum,
Horta, Jorma og Wheriock.
Síðustu tíu árin hefur Galili ver-
ið mikið á ferðinni milli ólíkra
landa; upphaflega er hann frá ísra:
el en er nú búsettur í Hollandi. í
heimalandi sínu gegndi hann her-
þjónustu í þrjú ár. Hann er ekki
mjög fús til að ræða ástandið þar
núna, segist lítið geta gert í því
hvemig komið sé. Herþjónustan sé
eitthvað sem allir gangi í gegnum.
Honum komi herleysi íslendinga
jafn spánskt fyrir sjónir og her-
skyldan sé íslendingum illskiljan-
leg.
Enginn stíll er stíllinn
Verkið sem íslenski dansflokkur-
inn framsýnir í byijun febrúar
nefnist Through Nana’s Eyes.
Galili vOl helst ekki lýsa verkinu:
„Ég vil að fólk komi og upplifi
verkið á eigin forsendum. Það eina
sem ég get sagt er að það er mjög
frábrugðið fyrri verkum mínum.
Ég beiti ólíkum aðferðum við hvert
verk. Ef einhver ætlar að halda því
fram út frá einhveiju einu verki að
þetta sé „hinn dæmigerði Galili"
hefur sá hinn sami misstigið sig.
Ég trúi ekki á það að einblína á
eina leið. Ég trúi á það að höfund-
ar ferðist um huga sinn, rannsaki
hann og geri tilraunir. Ég held aö á
næstu árum munum við sjá þróun
í þá átt að höfundar beini kröftum
sínum í fleiri áttir ólíkt þvi sem
hnattvæðingin boðar.
Það má þvi segja að minn stíll sé
að hafa ekki stíl. Auðvitað era
ákveðnar hreyfmgar sem ganga aft-
ur í verkum minum. Verkiö sem
verður sýnt býr yfir ákveðinni
sögu en það dásamlega við sögur er
þegeir maður veit ekki af henni og
sagan gerist bara.“
Ruggar litla barninu
Frá degi til dags er maður kaf-
færður í sögum í gegnum fjölmiðla,
afþreyingu og annað fólk. í flestum
kvikmyndum sem rekur á fjörur
okkar er söguþráðurinn og plottið
allsráðandi og oft yfirþyrmandi.
Dansinn virkar oft á öðram sviðum
og það getur óneitanlega verið
mjög þakklátt að sitja úti í sal og
upplifa á annan hátt en maður er
vanur úr kvikmyndum og leikhúsi.
„Eftir því sem við eldumst þráum
við heitar að verða yngri," segir
Galili, „og allir staðir sem ég þekki
minnka með árunum. Þessi heim-
ur dansins ögrar ekki vitsmunun-
um heldur baminu innra með okk-
ur. Það er tilgangurinn. Verkið
mitt ruggar litla baminu í okkur;
það er um margt kunnuglegt, raun-
sætt en um leiö absúrd og fullt af
svörtum húmor.“
Verslun á himnum
„Ég get ekki svarað þessari
spumingu," segir Galili þegar ég
spyr hann um hvað veiti honum
helst innblástur þannig að ég held
áfram og byrja að tala um tilfinn-
ingar og dans. En Galili tekur upp
þráðinn um innblásturinn: „fyrir
nokkru var framsýnt verk eftir
mig í Hollandi og þar er vaninn að
áhorfendum er boðið að spyrja
spuminga að lokinni sýningu. Lítil
stúlka spuröi mig um allar hug-
myndimar og hvaðan ég fengi inn-
blástur. Ég sagði henni að ég færi
upp í hæsta tuminn í borginni. Og
ef himinninn væri heiður gæti
maður séð innan um stjörurnar
litla verslun þar sem hægt væri að
fá hugmyndir; þar keypti ég þær.
Svo bætti ég við að hún mætti eng-
um segja frá þessu.“
Fortíðin heimsótt
Galili segir að þeir dansflokkar
sem hann hafi starfað með séu
mjög ólíkir. Þar komi til ýmsar
bakgrunnsbreytur: klassík eða nú-
tímadans, samsetning hópanna,
hvort margir höfundar semji fyrir
flokkinn eða einn sé ráðandi og svo
mætti lengi telja. „Og svo hefur
veðurfar líka mikil áhrif á dansar-
ana. Heitt land hefur önnur áhrif á
dansara en kalt land. Ég spurði
Katrínu Hall hvort hún vildi frekar
að það væri bjart allan sólarhring-
inn eða dimmt og hún sagðist ekki
geta svaraö því, hún væri fædd hér
og uppalin, hefði farið til útlanda
og komið aftur og vildi hafa bæði.
Mér fannst vera stöðugt myrkur og
skildi ekki hvemig hægt væri að
búa við nótt allan daginn. Það er
mjög aðdáunarvert að geta búið við
slíkar aðstæður. Og snjórinn? Hvar
er hann? Það er land en enginn ís.“
Og Galili ætlar að koma aftur til
að ferðast um landið. „Ég var mjög
hrifmn af víkingasögum þegar ég
var bam og hafði alltaf á stefnu-
skránni að koma til íslands. Það
eina sem ég á eftir að gera er að
heimsækja fortíð mína og ísland
tengist því í gegnum það sem ég las
sem bam.“ -sm
Ljósar myndir,
ljúfast yndi,
líf í æðum glæða
í síðasta dálki var lítillega fjallað
um ferskeytluformið. Á það skal bent
að oft eru allar ferkvæðar vísur, þ.e.
visur með fjórum línum, kallaðar fer-
skeytlur. Ferskeytt er þó aðeins einn af
fjölmörgum ferkvæðum rímnaháttum.
í dag skoðum við fleiri hætti. Fyrst
lítum við á draghendu. Hún er eins
og ferskeytlan með fjórar línur, 1. og
3. lína eru fjórir bragliðir, 2. og 4. lína
þrír bragliðir. Munurinn liggur að-
eins í því að í draghendunni enda 1.
og 3. braglína ekki á stúfi heldur full-
um braglið. Lítum á dæmi eftir Svein-
björn Beinteinsson, draghendu sem
hann kallar auk þess frumstiklaða og
síðbakhenda:
Ljósar myndir, Ijúfast yndi,
líf í æöum glœóa.
Mitt varð lyndi fleygt, sem fyndi
fógnuð gœóa-kvœða.
Af einhverjum orsökum er drag-
henda ekki algeng, a.m.k. ekki í síð-
ari tíma kveðskap. Þó bregður þeim
fyrir. Bragi Björnsson frá Surtsstöð-
um orti:
Blandast út vió bœjargilið
bliðmdl kvöldsins friði,
niður lœkjar, lindaspilið
Ijúfum golukliði.
Hér hefur áður verið minnst á
sléttubönd, þar sem hægt er að fara
með vísuna bæði áfram og aftur á
bak. Sléttubönd er aðeins hægt að
gera undir ferskeyttum hætti eða
draghendum. Bæöi Sveinbjörn og
Bragi hafa ort sléttubönd undir drag-
hendum hætti. Hér er vísa eftir
Sveinbjöm:
Heyra vildi sannar sögur
sveitin glaðra þegna.
Meira gildi frœðin fögur
fengu rímsins vegna.
Þessi vísa Sveinbjarnar er auk þess
frumhent, sem ákvarðast af rími í 1.
og 3. braglínu.
Langhenda heitir bragarháttur
sem hefur fjóra fulla bragliði i 1. og 3.
braglínu og þrjá bragliði og stúf í 2.
og 4. Skoðum vísu eftir fyrmefndan
Braga Bjömsson:
Sjaldan varstu vióbragðsfljótur,
var þín leti um sveitir spuró,
en þér var aldrei þungur fótur
þyrfti mann í söguburð.
Víkjum aftur að sléttubandavisum.
Af þeim er mikið til, Einar Benedikts-
son orti heila rímu, Ólafs rimu Græn-
lendings, og eru allar vísumar, hátt á
annað hundrað, sléttubönd. En sú
sléttubandavísa sem flestir þekkja er
eftir Jón Þorgeirsson, prest á Hjalta-
bakka:
Sóma stundar, aldrei ann
illu pretta táli,
dóma grundar, hvergi hann
hallar réttu máli.
Þessi vísa er að því leyti til merki-
leg að ef hún er lesin aftur á bak
snýst merkingin við.
Næsta vísa birtist sem vísa vikunn-
ar í Verkamanninum á Akureyri á 7.
áratugnum og hljóðar þannig:
Þekking ríkir, ekki á
okkur hnoóast gjöldin.
Blekking víkur, fráleitt fá
Jjáðir goóar völdin.
Ef mönnum líst svo er hægt að fara
með þessa vísu aftur á bak og sjá þá
nýja hlið á málinu. Höfundur er
ókunnur.
Við endum dálkinn að þessu sinni
á heimspekilegum nótum með vanga-
veltum um sannleika og lygi; smáveg-
is viðbót við kenningar Nietzsche.
Vísan er eftir Kristján Hreinsson:
Lygin oft hió sanna sér
á slnu efsta stigi,
því sannleikurinn sjálfur er
sennilega lygi.
ría@ismennt.is