Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Page 30
 Helgarblað LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 I>V Kvöld hins 19. júlí 1977 var ósköp venjulegt kvöld á lög- reglustöðinni við Hverfis- " götu. Tveir góðkunningjar lögregl- unnar á fimmtugsaldri, sem hér verða nefndir Kjartan og Njáll, höfðu verið handteknir vegna ölv- unar og færðir í fangaklefa eins og algengt var. Mennirnir voru heimil- islausir drykkjumenn og ástæðan var að þessu sinni tilgreind ölvun- arlæti við íbúðarhúsnæði. Mennim- ir voru settir í klefa 2 á lögreglu- stöðinni, fjögurra manna klefa sem nefndur var Almenningur. Lögreglan bar fyrir dómi að þeir hefðu verið settir í þennan klefa, þar sem tveir menn sem svipað var ástatt um voru einnig, vegna þess að þeir hefðu verið tíðir gestir hjá lögreglunni og taldir mjög rólegir og meinlausir. Engum hefði komið í hug að þeir myndu vinna nein of- beldisverk. Þetta kvöld hafi ástand þeirra verið svipað og oft endranær. Þeir voru báðir drukknir og virtist líða illa, voru eirðarlausir og upp- trekktir. í fangageymslunni vakti það enga sérstaka athygli þó að menn í því ástandi væru færðir þangað. Það var daglegt brauð. Hryglukennd andvörp úr klefanum Þegar liða tók á kvöidið heyrðu fangaverðir mikinn dynk frá klefan- um og fóru inn í hann til þess að at- huga hvort fangamir væru að slást. „Hann héma réðst á mig,“ sagöi þá Kjartan, en ekkert benti þó til þess þar sem maðurinn, sem við skulum nefha Baldur, lá ofurölvi á grúfu á gólfinu. Þá sá fangavörðurinn að Kjartan hélt á belti sínu í hendinni og bjó sig til að þræða það í buxur sínar. Fangavörðurinn skipaði hon- um að afhenda beltið og tók þá eftir því að Kjartan var blóðugur á hönd- um og fótum. „Af hverju voruð þið að berja manninn?" spurði fanga- vöröurinn en fékk þau svör frá Njáli að hann hefði alls ekkert bar- ið hann heldur bara haldið fótunum á honum meðan Kjartan barði hann. Kallaðir voru til fleiri fangaverð- ir og ástand Baldurs athugað. Hann var blóðugur um vitin en andaði og púlsinn sló. Fangaverðirnir þerruðu framan úr honum blóðið og fluttu hann í annan klefa. Litlu síðar heyrðust frá honum hryglukennd andvörp og þá var kallað á sjúkra- bifreið en Baldur lést á leiðinni á sjúkrahúsið. Við krufningu sáust áverkar á líkinu sem bentu til þess að hert hefði verið að hálsi manns- ins. Sáust þar ummerki á húð og blæðingar í vöðva og umhverfis skjaldkirtil. Sýnt þótti að Baldur hafði verið hengdur þar sem hann lá í ölvunarsvefni í fangaklefanum. Kvallnn af sadisma í ljós kom að þeir Kjartan og Njáll höfðu ráðist aö meövitundarlausum manninum og barið hann áður en Kjartan hafði brugðið belti sínu um háls hans og hert að meðan Njáll hélt á honum fótunum. Þeir gátu litlar skýringar gefiö á verknaði sínum. Njáll sagðist í fyrstu hafa haldið að Kjartan væri að gera að gamni sínu, „djóka“ eins . og hann orðaði það, eða að hann væri að leita að sígarettum ellegar hann væri að kvelja manninn af einhverjum sadisma. Einhvem veg- inn hefði hann sjálfur æst upp við þetta, enda minnti hann að Kjartan hefði sagt við sig: „Við hvern djöful- inn ertu hræddur?" Ekkert hafi Kjartan þó sagt í þá átt að þeir skyldu drepa manninn og Njáli sagðist ekki hafa trúað því að það væri ætlunin, þetta hafi bara ein- hvern veginn farið svona. Hann kvaðst sjálfur ekkert hafa hugsað út í að aðfarir þeirra að Baldri gætu i veriö lífshættulegar. Framkoma Kjartans við meðferð málsins var að flestu leyti mjög ann- arleg. Framburður hans var oftast raglingslegur og óskýr. Stundum svaraði hann spumingunum seint eða alls ekki og stundum algerlega út í hött, þannig aö svör hans voru ekki í neinum tengslum við spum- - ingarnar. Fyrir kom að hann rauk upp með illyröum. Lögreglustöðin við Hverfisgötu Tveir fangar réðust þar með barsmíðum á einn sem lá sofandi í sama klefa, brugðu belti um háls hans og hertu að. Maðurinn lést á leiðinni á sjúkrahús. Ógnvænlegt morð á áttunda áratugnum: Maður hengdur í fangaklefa Drepið fyrir húsaskjól? Njáll og Kjartan kváðust ekki hafa þekkt Baldur fyrir kvöldið ör- lagaríka. í dómnum segir að ailt sé á huldu um hvað þeim hafi gengið til er þeir frömdu ódæðið. Ekki töldu þeir Baldur hafa gert neitt á hluta sinn en Kjartani sagöist svo frá að „eitthvert brjálæði“ hefði gripið sig. Njáll sagðist ekki hafa getað staðist eggjunarorð Kjartans er ögrað hefði sér til átaka. Hann sagði samt ekki að hann hefði ögrað sér tO þess að ganga af Baldri dauð- um. í ljós kom að félagarnir höfðu eytt miklum tíma saman dagana fyrir morðið og neytt bæði áfengis og lyfja. Þeir voru báðir heimilislausir og daginn sem atburðurinn átti sér stað höfðu þeir hist í Gistiheimilinu við Þingholtsstræti og neytt saman valiumtaflna og spritts. Njáll sagði aö Kjartan hefði þessa dagana verið argur út í samfélagið, hann hefði talið að hann væri ofsóttur og að líf- ið væri tilgangslaust. Hann hefði tæpt á því að þeir yrðu að gera eitt- hvað til þess að fá varanlegt húsa- skjól, jafnvel drepa einhvern í því skyni. Hann hefði haft við orð að þeir skyldu drepa starfsmann Gisti- heimilisins en Njáll kveðst ekki hafa tekið þetta alvarlega. Vitni sem sagðist hafa taiað við Kjartan i Gistiheimilinu sagði að hann hefði verið að ræða um hvað hann yrði að gera til þess aö fá ævilangt fangelsi - brátt færi að hausta og hann þyrfti húsaskjól og hvíld. Hann sagðist hafa svarað því til að hann þyrfti bara að drepa einhvern - ætlaði hann að fá langan fangelsisdóm. Þegar vitnið sagði þetta í réttarsain- um æstist Kjartan mjög upp og sagði að þetta væri hreinn lyga- þvættingur. Átta ár Ekki þótti sýnt fyrir dómi að ásetningur hefði veriö með þeim Kjartani og Njáli að drepa Baldur. Kjartan sýndi, sem fyrr segir, af- brigðilega hegðun við yflrheyrslur. Hann var með ranghugmyndir, hugsanagangur hans virtist brenglaður og var það mat geð- lækna að hann væri haldinn geð- veiki (paranoid schizophrenia). Geðrannsókn á Njáli sýndi „ákaf- lega lítt þroskaðan persónuleika, sem er á mörkum þess að vera van- gefinn, hefur grunnt tilfinningalíf og fátæklegt hugmyndalíf. Hefur litla stjórn á hvötum sinum og myndar léleg geðtengsl við annað fólk, en ekkert kemur fram sem bendir til meiri háttar geðveiki." Ofneysla beggja mannanna á áfengi og öðrum vímugjöfum og vannæring taldist ýta undir sjúk- lega hegðun sem aftur leiddi til voðaverksins. Niðurstaða héraðsdóms var að vegna andlegs ástands hinna ákæröu væri tilgangslaust að refsa þeim, en þó þætti nauðsynlegt að varna því að háski hlytist af þeim. Mæit var með gæslu á viðeigandi stofnun. Hæsti- réttur dæmdi þá hins vegar báða í átta ára fangelsi. -þhs Heimilislausir drykkjumenn „Þessa dagana var hann argur út í samfélagiö, hann hafi talið að hann væri ofsóttur og að lífið væri tilgangs- laust. Hann hafi tæpt á því aö þeir yrðu að gera eitth'vaö til þess aö fá varanlegt húsaskjól, jafnvel drepa ein- hvern í því skyni..." Mennirnir á myndinni tengjast ekki efni greinarinnar á nokkurn hátt. Fréttir fortíðar • 197 Ekkert kynlíf í Þjóðviljanum árið 1976 voru sagð- ar furðufréttir úr henni veröld. Ein frétt vakti sérstaka athygli nútima- mannsins, en | blaðamaður Þjóð- ^ viljans gat sér þess til að tíðindin ættu eftir að hnekkja að verulegu leyti linMja jnir t hinni frægu kenn- "■T.TZj ' ’ ' f ingu Freuds um of- ; urmátt og veldi " *f kynhvatarinnar í manninum. Á vestanverðri Nýju Gíneu fannst nefnilega 5000 manna ættbálkur sem nefndist Dani. „Dani er sérstæður vegna þess að hjá þeim hafa karl og kona ekki kynmök fyrstu tvö árin eftir að þau ganga í hjóna- band og ekki heldur næstu fjögur til sex árin eftir að þau eignast bam. Enn fremur er óþekkt hjá Dani að fólk gamni sér kynferðislega fyrir hjónaband eða haldi fram hjá. Kyn- villa er þar heldur ekki merkjanleg eða nein miður venjuleg afbrigði af kynlífi. Þar við bætist að fólk þetta er að sjá heldur ánægt með lífið og alveg laust við streitu.“ Ráðist á örvhenta Paul Bakan, kanadískur sálfræði- prófessor, hélt því fram árið 1976 að örvhentir menn hafi orðið fyrir heila- skemmdum vegna áfalla í móðurlífi eða við fæðingu. Heilinn hafi skadd- >«KtvrLj ., ast með þeim hættiaö hægrj i' | l helmmgur heilans (sem stýrir vinstri yL-y:i.1:J.7f helmingi líkam- ítvstri tióAD?, ans) verði sterkari ;-j: i en hinn helming- i urinn. Þar með WDénhéMS væri og útskýrt að andlega vanþroska fólk, stamandi fólk, lesblindir, floga- veikir, drykkjumenn og glæpamenn væra oftar örvhentir en sem svaraði almennu meðaltali. Ekki var þessu tekið vel af örvhentu fólki og þótti því víst nóg um eftir allt það spott og spé sem örvhentir hefðu mátt þola i gegn- um tíðina. „Þetta sérkenni kemur ekki í veg fyrir að menn geti verið snjallir bæði til munns og handa,“ sagði einn þeirra, hneykslaður á frétt- inni. Púaður í þriðja sæti 21. Ólympíuleikar nútímans vora haldnir í Montreal í Kanada árið 1976. Bandaríkjamaðurinn Dwight Stones var fyrirfram talinn sigurstranglegast- ur í hástökki karla en lenti óvænt í þriðja sæti. Þar réð mestu um að hann hafði faiiið í ónáð hjá áhorf- endum sem pú- uðu og bauluðu i hvert skipti sem hann undirbjó stökk sín. Þegar hann felldi rána brutust siðan út gífúrleg fagnaðarlæti og allt ætlaöi vitlaust að verða. Mis- tökin sem Stones gerði var að láta hafa eftir sér í blaðaviðtali að hann hataði franskættaða Kanadamenn. Þetta olii mikiili reiði og fékk íþrótta- maðurinn m.a. þá hótun að hann yrði drepinn á verðlaunapallinum. Hann harkaði þó af sér og tók á móti brons- inu í fylgd fjölda öryggisvarða og sagði svo eftir á: „Ég hef aldrei verið svona hræddur áður.“ Vinna við Oddsskarö Árið 1976 stóð vinna við Oddsskarðs- göng sem hæst. I frétt í Þjóð- viljanum sagð- ist yfirverk- fræðingur frá Vegagerö ríkis- ins vona að fjárveiting feng- ist til þess að ljúka göngun- um árið eftir, enda væri það brýn nauðsyn þar sem skarðið væri lokað svo mánuðum skipti yfir vetur- inn og engum fært nema fuglinum fljúgandi. -þhs íÍrlagarikl » blaðaiidlal f viá Stones f ibbMll •( .m.iM.U .il.w-f. ..iiwí r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.