Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Page 42
50
Helgarblað
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
DV
Skreppur seiðkarl og
Þorbjörg lítilvölva
- seiðnum fylgdi svo mikil ergi að ekki þótti skammlaust
fyrir karlmenn að stunda hann
Skreppur
seiökarl
Undarlegir
menn voru
gjarnan upp-
nefndir í höfuö-
ið á þessum
skemmtilega
furöufugli.
Fyrir um þrjátíu árum voru sýndir
1 ríkissjónvarpinu þættir um undarleg-
an náunga sem hét Skreppur seiðkarl.
Aðalsögupersónan var góðlátlegur
galdramaður sem átti lítinn frosk og
hafði ílogið um í tima frá elleftu öld til
ársinsl960. Þættimir nutu mikilla vin-
sælada og undarlegir menn voru gjam-
an uppnefndir Skreppur seiðkarl í höf-
uðið á þessum skemmtilega furðufugli
sem að öllum líkindum ílokkast sem
seiðskratti eða sjamani.
Á undanfórnum
árum hefur áhugi á
seiðmenningu og
sjamanisma aukist
til muna og víða er-
lendis jaðrar við
sjamanatísku. Oftar
en ekki fylgir tísk-
unni mikil rómantík
og er boðið upp á
námskeið sem eiga
að gera þátttakendur
að sjamönum.
Aðrir tengja
sjamanisma indián-
um Suður-Ameríku,
hálfviiltu frumskóga-
fólki sem fer sálfor-
um með aöstoð of-
skynjunarrplantna og læknar sjúka
með hjálp forfeðranna, eða íbúum Si-
beríu sem berja bumbur og gala
söngva eftir að hafa étið berserkja-
sveppi.
Óðinn yfirsjaman
í Encyclopædia Britannica frá 1987
segir að sjamani sé töfralæknir, prest-
ur og dulspekingur samfélagsins, hann
læknar sjúka, stjómar fómarathöfnum
samfélagsins og leiðbeinir sál dauðra
yfir í annan heim. Hann getur þetta
vegna hæfileika síns til að fara út úr
líkamanum að vOd. í Síberíu og Norð-
ur-Asíu gengur staðan í erfðir og
Vilmundur
Hansen
blaöamaöur
, -j
Whtf
Bréf frá lesanda:
Loddari fær tiltal
Umsjónarmaður þjóðsagnasíðu
DV fagnar því að fá viðbrögð frá
lesendum. í síðustu viku var grein
sem fjallaði um þann loddarahátt
sem oft einkennir umræðu um dul-
ræn mál og gefin nokkur ráð sem
menn geta beitt til að teljast við-
ræðuhæfir á því sviði.
Lesandi blaðsins brást við grein-
inni og sendi umsjónarmanni eftir-
farandi tölvupóst, sem birtur er
orðréttur, en af honum að dæma er
ekki annað að sjá en greinin hafi
hitt í mark.
„Af grein þiimi má ráða að hér er
sannur loddari á ferð. Grautar öllu
saman af fávísi einni. Yfirborðsþekk-
ingin skín í gegn ails staðar. Loddari
að tala um loddara. Eða þá sem hann
telur loddara..
Ekki var mér mikið skemmt nema
yfir fávisi þinni og alltaf gaman að sjá
menn gera sig að fifli opinberlega.
Einfaldur maður sem sér heiminn i
svart/hvítu og var að reyna að vera
fyndin.
Frekar lásý og óprófessíónelt allt
saman. Hefur þú ef til vill lesið efnis-
yfirlitið í einhverri bók Einars Páls-
sonar.?
Þar fór maður sem hafði eiginleika
sem þú afhjúpar svo glæsilega að þú
hefur ekki sjálfur.. Hér var skólabók-
ardæmi um mann sem fellur fyrir eig-
in bragði. Þama féllst þú í eigin fúlan
pytt.
Gagnrýnir „loddara" enn ert svo
sjálfur dæmi um einn slíkan.
Einar.“
MYND ÚR SHAMAN, THE WOUNDED HEALER EFTIR
JOAN HALIFAX
Sjáfspynting
Óöinn er goö trúaralgleymis og dýrk-
un hans hefur öll einkenni vitundar-
vímu eöa trúarteiöstu. Tilfinninga-
leysi hita og sársauka er vel þekkt í
andatrú þar sem mönnum blæöir
ekki þótt borin séu á þá eggvopn.
starfsgreinin er ekki kynbundin.
Fyrirbærið þekkist einnig í nor-
rænni goðafræði og tengist Óðni og
trúnni á volduga anda. í bókinni Hug-
tök og heiti í norrænni goðafræði eftir
Rudolf Simek segir að sjálfsfórn Óðins
þegar hann hékk í tré í níu nætur
minni á manndómsvígslur fornra
menningarsamfélaga og Óðinsdýrkun
sé að mörgu leyti lík því ástandi sem
grípur töfralækna við lækningar og
spásagnir. Óðinn er goð trúaralgleym-
is og dýrkun hans hefur öll einkenni
vitundarvímu eða trúarleiðslu. Til-
fmningaleysi berserkja og úifhéðna
fyrir hita og sársauka er vel þekkt í
andatrú þar sem mönnum blæðir ekki
þótt borin séu á þá eggvopn.
Það að Óðinn sjái um alla heima úr
hásæti sinu gæti bent til þess að hann
fari sálfómm eins og sjamanar. Simek
bendir á að sætið Hliðskjálf minni í
ýmsu á tuma, palla eða seiðhjalla sem
seiðmenn og seiðkonur notuðu til að
sjásýnir. fS"
í Ynglingasögu Snorra Sturlusonar
segir að Óðinn skipti hömum og að
búkur hans liggi eins og sofandi eða
dauður. Andinn er aftur á móti fugl
eða dýr, fiskur eða ormur og fer á
einni svipstundu til fjarlægra landa.
Lýsingin ber öll merki sjamanisma,
Óðinn fer sálfórum í dýrsliki og leitar
frétta með galdri.
Snorri segir að Óðinn kunni að
slökkva elda, kyrra sjó og snúa vind-
um með orðunum einum. Ekki nóg
með það því Óðinn gat leitað frétta hjá
höfði Mímis sem hann hafði jafnan
með sér og hann átti tvo hrafna, Hug-
inn og Muninn, sem flugu um allar
jarðir og færðu honum fréttir. Hann
segir einnig að Óðinn hafi kunnað að
magna seið en að honum fylgi svo mik-
il ergi að ekki hafl þótt skammlaust
fyrir karlmenn að stunda hann.
Slógu hring um hjallinn
Til þess að verða sjamani þurfa
menn og konur að ganga í gegnum
stranga vígslu og jcifnvel sjálfspynting-
ar. Aðferðin er þekkt meðal ýmissa
þjóðflokka á norðurhveli og í Suður-
Ameríku þar sem tilvonandi sjamani
þarf að vinna fyrir kraftinum sem
hann öðlast með því að fóma sjálfum
sér líkt og Óðinn.
í Hávamálum segir um Óðin að
hann hafi fómaði sjálfum sér með því
að hanga níu nætur í tré, þjáður af
hungri og þorsta, særður spjóti. Þekk-
ingarleit Óðins líkist innvígsluþraut-
um síberískra sjamana sem meðal
annars felst í því að klifra í trjám og
dvelja þar dögum saman. Óðinn öðlast
þekkingu gegnum þjáninguna, þekk-
ingu sem er fólgin í töfraþulum, meðul
sem hann beitir til að lækna, stilla eld,
æra nomir og stjóma örlögum manna.
Sleipnir, hinn áttfætti hestur Óðins
og fararskjóti hans til undirheirna, á
sér hliðstæðu í trúnni á fararskjóta sí-
berískra sjamana. Óðinn riður Sleipni
til Heljar að særa upp löngu dauða spá-
konu og leita frétta en það verður að
teljast mögnuð vígsla.
Vegna erginnar sem fylgir seiðnum
vom það einkum konur sem lögðu
stund á hann. í bókinni Guöirnir okk-
ar gömlu segir Sölvi Sveinsson að seið-
konur hafi verið nefndar vala eða
völva sem þýðir sú sem ber staf. „Staf-
urinn var fararskjóti völvrmnar og
með honum gat sál hennar ferðast um
allar jarðir. Seiðkonumar báru sérstök
klæði sem einangruöu þær frá um-
heiminum og frömdu seiðinn í sérstök-
um seiðhjalli. Völvan féll í trans með
aðstoð söng þeirra sem fylktust með
seiðnum, þetta var kallað að gala.“
Rudolf Simek segir að eitt af ein-
kennum seiðkvenna hafi verið
klæðnaður þeirra en hann er
einnig eitt af
einkennum
Óðins. „Á
ferðalögum
sínum sveip-
ar hann sig
gjaman
dökkri
skikkju
og felur
andlit
sitt und-
ir slút-
andi
hatt-
barði.“
í Ei-
ríks sögu
rauða er
sagt frá
i
MYND UR SHAMAN, THE WOUNDED HEALER ERIR JOAN HALIFAX
Þjáður af hungri og þorsta
Óöinn fórnaöi sjálfum sér og hékk níu nætur í tré, þjáöur af hungri og þorsta.
Þekkingarleit Óöins líkist innvígsluþrautum sjamana sem meöal annars felst
í því aö klifra í trjám og dvelja þar dögum saman.
Fötin
skapa
manninn
Seiökonur
báru sérstök
klæöi sem einangr-
uöu þær frá umheiminum. Á
feröalögum sínum sveipar Óöinn
sig gjarnan dökkri skikkju og feiur
andlit sitt undir slútandi hattbaröi.
Þorbjörgu lítilvölvu, klæðnaði hennar
er lýst og sagt er að hún hafi haft staf
í hendi. Þegar Þorbjörg ætlaði að
magna seið bað hún nokkrar konur
>v að hjálpa sér og slógu þær
hring um hjallinn. Með því
® \ að stunda seið var seiðkon-
Totúc unum kleift að leita frétta
um ókomna atburði og
þannig hafa áhrif á sam-
félagið.
Sjamanismi og
þjóðtrú
í þjóðsögum og þjóð-
trú má víða fmna sögur
og sagnir sem tengjast
sjamanisma en hér
verður látið nægja að
nefna tvö dæmi. Jón
Hnefill Aðalsteinsson
segir í fimmta bindi
Islenskrar þjóð-
menningar að
útiseta sé gömul
aðferð til að
leita frétta og að
útisetan sé ná-
skyld seiðunum.
„Þá sátu menn úti
á krossgötum um
nætur og leituðu
frétta af þeim hul-
iðsverum sem um
veginn sveimuðu.
Útiseta var ein
j þeirra aðferða úr
fréttaöflun nor-
; rænnar trúar sem
lifði af kristnitökuna
og var viðhöfð í þjóð-
trú síðari alda enda
þótt ströng viðurlög
lægju við sem að líkum
lætur.“
Jón Hnefill hefur á
öðrum stað bent á að í
einni sögu um galdra-
manninn Jón gráa sé ekki
annað að sjá en hann kunni
að fremja seið og að hann hafi
jgt beitt sálna- eða líkamsflakki,
líkt og sjamani, til að veiða.
„Jón grái liggur fyrir tófu
ásamt öðrum manni en hún
kemur aldrei í skotfæri. Þeir
S ákveða því að skiptast á að
sofa, meðan hinn er á vakt.
Eftir að Jón sofnar tekur fé-
lagi hans eftir erni sem
sveimar yfir, öminn steypir
sér skyndilega yfir tófuna og strax á
eftir birtist Jón með tófuna í hend-
inni.“ Víða um heim er öminn tákn
um flug sjamana og samkvæmt lýsing-
unni hefur Jón grái kunnað að hafa
hamskipti og breyta sér í dýr.
Læknamiölar nútimans
Læknarmiðlar nú á tímum beita
svipuðum aðferðum og sjamanar fyrr
á öldum. Þeir sem búa yfir krafti til
fjarlækninga segjast oftar en ekki gera
það með hjálp anda eða framliðinna. í
bókinni Leitið og þér munið finna, af-
mæliskveðjur til Hafsteins Bjömsson-
ar miðils, er sagt frá skyggnigáfu hans
og lækningakrafti.
„Miðillinn settist á stól andspænis
fólkinu og sat ég við hlið hans. Hann
mun hafa verið í því ástandi, sem kall-
ast hálf-trancs, en það er draumkennt
ástand, þó ekki dýpra en svo, að hann
svaraði skilmerkilega öllum spurning-
um, sem að hon-
um var beint. [..
.] Enn hoifði
hann í gaupnir
sér og virtist ekki
nota venjuleg
augu til að sjá.
Eftir að nokkrir
kippir höfðu farið
um líkama hans,
hóf hann að lýsa
fólki af öðrum
heimi en vorurn".
Á öðram stað í
sömu bók lýsir
Margrét frá Öxna-
felli reynslu sinni
af því að sitja
fund með Hafsteini en Margrét var
landskunn fyrir miðilshæfileika sína.
„Ég var einu sinni sem oftar á fundi. í
hringnum sat veik kona, sem læknir
að handan beitti athygli sinni svo
sterkt að, að mér virtist hún vera hrif-
in út úr hringnum og öllum kraftinum
beint að henni."
Þessar tvær lýsingar líkjast óneitan-
lega hegðun sjamana og telja má víst
að fyrr á öldum hefðu lækningamiðlar
flokkast sem sjamanar.
Brýr milli heima
Sjamanismi var og er stundaður um
allan heim, hvort sem það er í Siberíu,
Suður-Ameriku eða Austurlöndum
fjær. Hugmyndin á sér mörg birtingar-
form en tilgangurinn er alltaf sá sami,
að ná sambandi við annan heim. Seið-
skrattinn eða völvan skilur sig frá vit-
und þessa heims með hjálp ofskynjun-
ai'plantna eða sefjunar og opnar gáttir
eða byggir brýr milli heima.
-kip@dv.is
MYND UR SHAMAN, THE
WOUNDED HEALER EFTIR
JOAN HALIFAX
Hamskipti
Víöa um heim er
örninn tákn um
flug sjamana.