Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 43
51 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 DV Helgarblað Víðtæk samstaða flokksmanna veit á gott Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavtk heldur fund í dag þar sem búist er við að leiðtogaprófkjör verði blásið af. Fullvíst er talið að Björn Bjamason tilkynni þennan sama dag um framboð sitt til borg- arstjórnar. Því hefur verið haldið fram að hugmyndin um leiðtogaval innan Sjálfstæðisflokksins hafi ver- ið hönnuð til að koma Birni Bjarna- syni á framfæri. „Það er fráleit kenning og algjör- lega úr lausu lofti gripin," segir Margeir Pétursson. „Hugmyndin um leiðtogaval er einfaldlega árang- ur af langri vinnu og undirbúningi sem leiddi til þeirrar niðurstöðu að farsælasta leiðin til að velja fram- boðslista hér í borginni væri að kjósa einungis um fyrsta sætið í prófkjöri og að kjörnefnd stillti upp í önnur sæti á listanum. Einn- ig kom fram sú hugmynd að gerð yrði könnun í fulltrúaráðinu um ný nöfn á listann. Ég held að árang- urinn af þessari vinnu hafi verið mjög góður og viðtökur flokks- manna og stjórn- málaskýrenda hafa verið framar okkar björtustu vonum.“ - En hugmynd- in um leiðtoga- prófkjör hlýtur að vera fallin nú þegar Inga Jóna hef- ur vikið fyrir Birni Bjarnasyni? „Ég vil ekkert um það segja á þessari stundu. Það er fulltrúaráðs- fundur sem tekur endanlega ákvörðun um það í dag.“ - Segjum sem svo að það verði ekkert leiðtogaprófkjör verður þá ekki skoðanakönnum um ný nöfn á lista? „Jú, sú könnun er i fullum gangi og algerlega óháð prófkjöri um fyrsta sætið. Ég veit um marga full- trúaráðsmenn sem eru að leggja heilann í bleyti og velta því fyrir sér hvaða sjálfstæðismenn, sem ekki eru í sviðsljósinu frá degi til dags, eigi erindi inn á listann. Þetta er frábær leið til að koma á fram- færi fólki sem er miklum kostum prýtt en er tregt til að trana sér fram sjálft. Þessum tilnefningum þarf aö skila fyrir 6. febrúar og hvet ég alla þessa trúnaðarmenn okkar til að gera það. Síðan vinnur kjör- nefnd úr þessum tilnefningum og sér um að stilla upp á 30 manna lista.“ Eftirlíking aldrei betri en frummynd - Hvað finnst þér um þá ákvörð- un Ingu Jónu að víkja fyrir Birni og taka áttunda sæti á listanum? „Sú ákvörðun kom mér algjör- lega í opna skjöldu en við í stjórn fulltrúaráðsins virðum hana. Auð- vitað höfðu menn misjafnar skoð- anir og Inga Jóna er mjög vinsæl í sjálfstæðisfélögunum sem mynda fulltrúaráðið. Það er alveg ljóst að Inga Jóna hefur fórnað persónulega metnaði fyrir þaö sem hún telur vera Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu. Eftir kynni mín af henni kemur mér þó ekki á óvart að hún skuli hafa gert það. Það er sjaldséð í stjórnmálum að einhver taki svona stórmannleg skref. Aðrir borgarfulltrúar okkar eru mjög samstiga henni hvað þetta varðar. Júlíus Vífill var reyndar sá eini þeirra sem hafði hug á að taka þátt í prófkjöri um fyrsta sætið en dró sig í hlé á svipuðum forsendum. Við í sjálfstæðisfélögunum höfðum áhyggjur af því fyrir aðeins viku síðan að það yrði mjög hörð próf- kjörsbaráttu og samherjar myndu skiptast í fylkingar timabundið. Nú heyra þær áhyggjur sögunni til og hægt að einbeita sér að starfinu fyr- ir vorið." - Hvernig líst þér á Björn sem leiðtoga? „Fulltrúaráðsfundurinn er í dag og þar mun Björn kveða upp úr um það hvort hann gefur kost á sér. Eigum við ekki bara að sjá hvað setur með það? En auðvitað þarf ekki að tíunda kosti Björns sem forystumanns. Björn er mjög skeleggur baráttu- maður vestrænn- ar samvinnu þeg- ar það þótti ekki sjálfsagt mál, þótt öllum þyki það núna. Hann gaf nýlega út greina- safn með eldri greinum sínum og þar þurfti ekki að breyta einu einasta orði. Ég held að fáir stjórnmálamenn úr Alþýðubanda- laginu, Alþýðu- flokki eða jafnvel Framsóknarflokki þyldu að ritverk þeirra frá þessum tíma yrðu rifjuð upp. Þegar í þau er vitnað er talað um pólitiska lang- rækni og fortíðarhyggju. Ég vil fremur styðja þá sem höfðu rétt fyr- ir sér allan tímann og þurftu ekki að skipta um skoðun til að bjarga sér. Þessi skelegga afstaða Björns Bjarnasonar á sfnum tfma, og það hversu mikill hugsjónamaður hann er og staðfastur, veldur því að ég hef persónulega mjög mikið álit á honum. Mönnum ætti að vera ljóst að í hinni hugmyndafræðilegu baráttu hefur stefna Sjálfstæðisflokksins sigrað. Hinir flokkarnir eru alltaf að sveigja sig lengra og lengra i átt- ina að Sjálfstæðisflokknum en eftir- líkingin getur aldrei orðið betri en frummyndin." R-listinn búinn að fá sín tækifæri Nýleg skoðanakönnun DV um vinsældir borgarfulltrúa sýndi yfir- burðastöðu Ingibjargar Sólrúnar en 55,7 prósent þátttakenda sögðust hafa hana í mestum metum. Þegar Margeir er spurður álits á störfum borgarstjóra segir hann það vera hlutverk frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins að fara í rökræður um þau atriði. Hann segist sjá ástæðu til að ræða um fjárhagsstöðu borg- arinnar: „Fjárhagsstaða borgarinnar hef- ur versnað mjög undir stjórn R-list- ans. Ég sé ekki betur en að ein helsta orsök þess sé að R-listinn hefur ekki gætt þess að skipuleggja lóða- og íbúðaframboð þannig að út- svarsgreiðendur haldist í borginni. Ungt fólk verður að geta stofnað heimili hér. Á höfuðborginni hvíla miklar og dýrar félagslegar skyldur og það er ekki traustvekjandi þegar menn gleyma syona grundvallarat- riðum. Á meðan hefur til dæmis Kópavogur gjörbreytt sínum fjár- hag til bóta, Við gætum lent í svip- uðum hremmingum og New York borg gerði á áttunda áratugnum þegar hún varð næstum gjaldþrota. Margeir Péturs- son er formaður Varðar, fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykja- vík, en ráðið heldur mikilvæg- an fund í dag. I viðtali við Kol- brúnu Bergþórs- dóttur ræðir Mar- geir hugmyndina um leiðtogapróf- kjör, borgarmál og stöðu R- og D- lista. „Ég met þá afskaplega góða. Það er stórhugur í mannskapnum og starfið í félögunum hefur gengið vel. Reyndar gengur okkur allt í haginn, nýjustu fréttirnar af for- ystu okkar eru þær að Guðlaugur Þór var að eignast tvíbura. Vonandi helst meðbyrinn áfram og þessi víð- tæka samstaða veit á gott“ Skákin og lífið Margeir, sem er lögfræðingur að mennt, stofnaði eigið fyrir- tæki, MP Verðbréf hf. er hann hætti sem atvinnumaður í skák. Hann hefur um árabil verið í hópi þekktustu skákmanna okkar en hann segist nú einungis tefla tvisvar í mánuði. „Ég sakna þess stundum að tefla ekki meira en ég er sífellt með spennandi verkefni til úrlausnar sem er mjög ánægju- legt. - En nýtist skákin í hinu dag- lega lífi? „Já, það gerir hún. Skák er mjög erfið grein, gerir mjög mikl- ar kröfur til manna og það er mikil spenna i henni. Mér tókst eitt sinn að komast upp í 23. sæti á heimslistanum. Samkeppnin þar er svo gífurlega hörð að það veitir manni ákveðið sjálfstraust að komast svo langt. Maður trúir því að maður geti náð árangri í öðrum greinum. Það er ekkert grín að berjast við alla þessa at- vinnumenn frá austantjaldslönd- unum og halda sínu. Maður kall- ar ekki allt ömmu sína eftir það.“ DV-MYND HILMAR ÞÓR Margeir Pétursson. „Mér finnst staöan að mörgu leyti vera svipuð og 1982 þegar Sjálf- stæðisflokkurinn endurheimti borg- ina með Davíö í forystu og fór beint í að skipuieggja Grafarvoginn. Við höfum allar götur síðan búið að þeirri framsýni sem réð ríkjum frá 1982 til 1994. En við lifum ekki mikið lengur á því. Nú liggur mikið við og ég held að allir borgarbúar skilji innst inni aö R-listinn er búinn að fá sín tækifæri. “ Sími: 544 4656 Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJOKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða & Jeep SÍR PANTANIR y&BÍLABÚÐ V7IABBA :: Tangarhöfóa 2 :: Simi S6716S0 :: Reykjavíkurborg hefur enga afsök- un í þessum efnum. Hér er nægt landrými. Mér finnst staðan aö mörgu leyti vera svipuð og 1982 þegar Sjálfstæðisflokkurinn endur- heimti borgina með Davíð í forystu og fór beint í að skipuleggja Grafar- voginn. Við höfum allar götur síðan búið að þeirri framsýni sem réð ríkjum frá 1982 til 1994. En við lif- um ekki mikið lengur á því. Nú liggur mikið við og ég held að allir borgarbúar skilji innst inni að R- listinn er búinn að fá sin tækifæri.“ - Hvernig meturðu sigurmögu- leika ykkar? Kírkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma vekja athygli á nýjum símanúmerum Skrlfstofan í Fossvogi: S:585 2700 - fax:585 2701 Fossvogskirkja: S:585 2750 - fax:585 2751 Skrifstofan í Gufunesi S:585 2770 -fax:587 8170 \ u /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.