Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Side 51
59 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002 DV Helgarblað Pið munið hann Jörund fumsýnt: Heil skonnorta á sviðinu á Húsavík Hið sívinsæla leikrit, Þið munið hann Jörund, eftir Jónas Árnason, verður frumsýnt á Húsavík í dag, kl. 16. Þátttakendur eru um Qörutíu talsins, bæði innan sviðs og utan, svo það er mikið líf og fjör i Sam- komuhúsinu á Húsavík þessa dag- ana. Sá sem heldur traustum hönd- um í alla kaðla og spotta er Sigurð- ur Hallmarsson. Auk þess að sjá um leikstjórn er hann hönnuður leik- myndar og hún er ekki af lakara taginu - heil skonnorta á sviðinu með öllu tilheyrandi. „Óhætt er að segja að sýningin sé metnaðarfull og mikil vinna hefur verið lögð bæði í leik og umgjörð," segir Regína Sig- urðardóttir, ein af aðstandendum sýningarinnar. Trióið Þrjú á palli, með þeim Tró- els, Þóri og Eddu, sló i gegn á sínum tíma þegar leikritið var frumflutt. Á Húsavik verða hins vegar fjögur á palli. Það eru þau Sigurður Illuga- son, Erlingur Bergvinsson og Guð- ný og Bylgja Steingrímsdætur. En hverjir skyldu vera í hlutverkum þeirra Charlie Brown og Jörundar hundadagakonungs? Regína svarar því: „Sá sem leikur Charlie Brown er Jóhannes G. Einarsson og Krist- ján Halldórsson leikur Jörund. Þetta eru sennilega veigamestu hlutverkin. Jörundur hefur áður verið á fjöl- um þeirra Húsvíkinga. Það var leik- árið 1969-70 og að sögn Regínu eru nokkrir þeirra sem þá tóku þátt með núna líka. -Gun. Híf’ í allir sem einn! Charlie Brown og félagar. Þaö er Jóhannes G. Einarsson sem leikur Charlie Brown. Anna Áslaug á Mozart-tónleikum í Gerðubergi: Spilar aftur eftir langt hlé Anna Áslaug Ragnarsdóttir pí- anóleikari er stödd á landinu núna vegna Mozart-tónleika sem haldn- ir verða í Gerðubergi á morgun, sunnudag, kl. 17, i tilefni af fæð- ingardegi tónskáldsins. Með henni koma fram þau Laufey Sigurðar- dóttir, sem leikur á fiðlu, Þórunn Ósk Marinósdóttir, á víólu, og Ric- hard Talkowsky, selló. Á efnis- skránni eru meðal annars píanó- tríó í E-dúr, píanó-sónata í B-dúr, dúó fyrir fiðlu og víólu i G-dúr og annað dúó fyrir fiðlu og selló sem Mozart samdi mjög ungur. „Ég er þarna bara í tveimur verkum,“ segir Anna Áslaug hógvær, „ein- leikssónötu fyrir píanó, auk tríós- ins sem er fyrir pianó, fiðlu og selló.“ DV-MYND BRINK Píanóleikarinn Anna Áslaug ólst upp á ísafiröi og ætlar aö skreppa vestur eftir helgi. Anna Áslaug hefur búið í Þýska- landi síðustu 30 árin, lengst af í Múnchen, og kveðst kunna vel við sig þar. Hún segist þó oft vera á ferðinni hér heima, enda eigi hún hér fjölskyldu og vini. Hún kveðst lítið hafa spilað siðustu 10-12 árin af persónulegum ástæðum þar til nýlega að hún byrjaði aftur. „Ég var hætt en svo fékk ég upphringingu héðan að heiman og boð um að taka þátt í kammermúsíktónleikum. Eft- ir smáumhugsun ákvað ég að slá til og síðan hef ég bara haldið áfram.“ Anna Áslaug er dóttir hins þekkta tónlistarfrömuðar, Ragnars H. Ragnars, og ólst upp á ísafirði. Hún kveðst hafa miklar taugar þangað. „Systir mín er skólastjóri tónlistarskólans þar,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að skreppa vest- ur eftir helgina." -Gun. DV-MYND E.OL Dagblöð í skólum Samstarfsverkefni blaöaútgefenda og fræösluyfirvalda, Dagblöö í skólum, gaf nýlega út kennslubókina Dag- blaöabókin mín sem er ætluö nemendum í þriðja bekk grunnskóla. í tilefni af því var haldinn fundur meö kenn- urum þriöja bekkjar á höfuöborgarsvæöinu og bókin kynnt. Ókurt- eisastur allra? Þeir segja það í er- lendu slúðurpress- unni að Russel Crowe hafl alls ekki látið frægðina stíga sér til höfuðs. Þvert á móti hafi hann alla tíð ver- ið ákaflega ókurteis maður. Geoffrey Wright, leikstjóri sem vann með Russel fyrir tíu árum að áströlsku myndinni Romper Stomper, hefur látið hafa það eftir sér að Russel Crowe sé ókurteisasti leikari sem hann hafi nokkru sinni unnið með. Þeg- ar Crowe heyrði þetta varð hann ævareiður: „Ég umgekkst hann í átta vikur af ævi minni! Hvemig vogar hann sér að dæma mig af þeim tíma!“ Nektardansmeyjarnar á nætur- klúbbnum Scores í New York þurftu engar vikur til þess að kveða upp sinn dóm yfir leikaranum. Ein þeirra tjáði sig við New York Post og sagði frá því að Russel Crowe hefði komið inn á næturklúbbinn, hent 3.500 pundum í þrjár nektar- Russel Crowe: dansmeyjar og reynt i staðinn að fá þær úr nærbuxunum (sem er bann- að samkvæmt lögum). „Stelpurnar £ voru hissa á því hversu lágvaxinn hann er,“ sagði heimildarmaður, „og hvað hann er hrikalega ókurt- eis.“ Efhún er ekkl inni skalég hundur heital

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.