Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREISEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
/■>
EM í Svíþjóð:
Dramatík í
leik
fyrsta
„Eg er mjög svekkt
Ig er mjög svekktur því viö vor-
um meö unninn leik. Ég er líka afar
óhress meö frammistöðu dómar-
anna undir lok leiksins. Við verðum
hins vegar að ýta því til hliðar og
fara að hugsa um næsta leik gegn
Slóvenum," sagði Guðmundur Guð-
mundsson, þjálfari íslenska lands-
liðsins í handknattleik í gærkvöld.
íslendingar og Spánverjar skildu
jafnir, 24-24, í fyrsta leik liðanna á
Evrópumótinu í handknattleik í
Skövde í Svíþjóð í gærkvöldi. Leik-
urinn endaði á dramatískan hátt
því íslenska liðið hafði tveggja
marka forystu, 24-22, þegar stutt
var eftir. Spánverjar sýndu mikla
þrautseigju og náðu að jafna leik-
inn, 24-24, með skoti utan af velli
þegar þrjár sekúndur voru til
leiksloka.
íslenska liöið hyggst kæra um-
deilt atvik í leiknum en leikklukkan
stöðvaðist í tíu sekúndur þegar
leiknum var að ljúka. Ákvörðun um
kæru hafði þó ekki verið tekin þeg-
ar blaðið fór i prentun.
íslendingar mæta Slóvenum í dag
klukkan 16 og verður leiknum lýst á
vefnum dvsport.is en þar er jafn-
framt að finna allar upplýsingar um
Evrópumótið í handknattleik.
-ósk/aþ
DV-MYND PJETUR
Vonsviknir leikmenn
íslenska landsliöiö missti niöur tveggja marka forskot á síöustu sekúndum í leiknum gegn Spánverjum í gærkvöidi.
Leikurinn, sem var sá fyrsti á Evrópumótinu í handknattleik, endaöi meö jafntefli, 24-24. Guöjón Valur Sigurösson,
Rúnar Sigtryggsson, Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurösson sjást hér niöurlútir og þreyttir eftir hörkuleik.
S j ávarútvegsráðherra:
Lítill tími til
stefnu
„Þetta eru mikil tiðindi," segir
Ámi Mathiesen sjávarútvegsráðherra
um sameiginlegar tillögur sjómanna
og útgerðarinnar
um takmörkun á
framsali aflaheim-
ilda.
Sjávarútvegs-
ráðherra segir að
næst á eftir gjald-
tökunni sé þarna
um að ræða mesta
deilumálið í sjáv-
arútvegi og því sé
gríðarlega brýnt
að reyna að ná sátt í málinu. „Maður
verður að huga mjög alvarlega að því
þegar þessir aðiiar sameinast í tillög-
um,“ sagði Ámi i samtali við DV í
gær.
Ekki er þó mikiil timi til stefnu því
stefnt hefur verið að endurskoðuðu
frumvarpi um sjávarútveginn fyrir
þinglok. Því mun ráðuneytið bregðast
hratt við að sögn sjávarútvegsráð-
herra og yfirfara tillögumar.
Einn er sá hópur sem lýsir efa-
semdum um samkomulagið en það
eru eigendur smábáta. Þeir lýsa
áhyggjum yfir því að bátar þeirra
verði nú verðminni en ella en Árni
vill ekki tjá sig um einstakar hliðar
málsins fyrr en að lokinni frekari yf-
irlegu. -BÞ
Húsasmiöjan:
Seinheppinn
stal skópari
- gómaður af hliðverði
Hann var seinheppinn, þjófúrinn
sem stal skópari í verslun Húsasmiðj-
unnar við Skútuvog á fimmtudags-
morgun. Meö feng sinn hljóp hann út
úr verslunni og ætlaði í var í timbur-
porti íýrirtækisins við Súðarvog. Þá
hafði hliðvörðurinn, Víðir Péturssson,
fengið símhringingu um að þjófurinn
væri á harðahlaupum inn í portið
þannig að höfö vom snör handtök.
| ^ „Þetta var eitthvert grey,“ sagði Víð-
ir hliðvörður sem vissi ekki hverrar
gerðar skómir vom. Hann sat ofan á
kauða svolitla stund uns lögreglan
kom á vettvang og tók hann í sína
vörslu. í samtaii við DV gerði Víðir lít-
ið úr afreki sínu og sagði ekki mikla
líkamsburði hafa þurft til þess að
fergja þjófmn en hliðvörðurinn er
enginn aflraunamaður, að eigin sögn.
-sbs
Velti bíl
Ökumaður velti bíl sínum á gatna-
mótum Eyrarbakka- og Þorlákshafn-
arvegar í gærkvöld. Flytja þurfti bíl-
inn á brott með kranabíl. Ökumaður-
inn var fluttur á sjúkrahús á Selfossi
ir V og þaðan í yfirheyrslu hjá lögreglu,
en grunur er um ölvunarakstur. -sbs
Landsvirkjun ræður ekki óstudd við hugmyndir um aukna stækkun í Straumsvík:
Myndi kalla á gríðar-
legar framkvæmdir
- segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar
Álverið í Straumsvík
Forráöamenn Alcan á Islandi hafa rætt viö Landsvirkjun um
hvort mögulegt sé aö auka framleiöslugetu álversins
í Straumsvík.
„Það er alveg
ljóst að Lands-
virkjun ræður
ekki ein við að
útvega það raf-
magn sem þarf til
bæði Norðuráls á
Grundartanga og
Alcan á íslandi í
Straumsvík.
Jafnframt yrði aö
koma til rafmagn
úr gufuaflsvirkunum Hitaveitu Suö-
umesja og Orkuveitu Reykjavíkur,"
segir Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar.
Forráðamenn Alcan á íslandi
hafa rætt við Landsvirkjun um
hvort mögulegt sé að auka fram-
leiðslugetu álversins í Straumsvík
um 460.000 tonn í stað 400.000 tonna.
Fyrirtækið er að fara í umhverfis-
mat og hagkvæmnisat-
hugun til að geta á síð-
ari stigum tekið þessa
ákvörðun og er með
þessu útspili að kanna
framtíðargrundvöll-
inn. Upplýsingafull-
trúi ÍSAL segir að ekki
sé um neina ákvarð-
anatöku að ræða held-
ur bara hugmyndir.
Friðrik segir • að
tæknilega sé hægt að útvega þá
orku sem þarf ef allir leggi saman
en vitaskuld verði að gera fyrirvara
um tímasetningar. „Það þarf að
kanna sérstaklega getuna til að fara
í öll þessi verkefni sem fyrirhuguð
eru í einu og eins verður að hafa
þann fyrirvara að flestar virkjanim-
ar eiga eftir að fara í mat á um-
hverfisáhrifum. Könnun okkar hef-
ur fyrst og fremst verið tæknilegs
eðlis en við höfum átt þessar við-
ræður við Alcan og þær munu
halda áfrarn," segir forstjóri Lands-
virkjunar.
Ljóst er að ef til þessa kemur til
viðbótar því sem fyrir er í pípunum
þarf að efna til gríðarlegra fram-
kvæmda, að sögn Friðriks, þar sem
Þjórsá myndi væntanlega verða í
stóru hlutverki. Aðrir fag-
menn á þessu sviði eru
sammála um að mjög
erfitt verði að sinna þess-
um hugmyndum en þó
breyti útspil Alcan ekki
endilega fyrirætlunum
um Kárahnjúkavirkjun.
Þar er um allt annað
orkusvæði að ræða en í
hinum tilfellunum en
hins vegar hafa hagfræð-
ingar sett spurningarmerki við
þætti, svo sem verðbólguáhrif svona
umfangsmikilla framkvæmda og þá
sérstaklega ef mörg járn verða í eld-
inum í einu. Eins eru umhverfls-
áhrifin að miklu leyti ókönnuð, sem
og samningar um orkuverð.
Tímasvið framkominna hug-
mynda í orkumálum nær til næstu
tíu til fimmtán ára. -BÞ
Breiðholt:
Brottnám drengs rannsakað
- var með áverka þegar hann skilaði sér
Lögreglan í Breiðholti rannsakar
nú brottnám sex ára drengs af lóð
Fellaskóla síðdegis í gær. Talið er
að hann hafi verið numinn á brott
um klukkan 14 en hann skilaði sér
aftur eftir um tvær klukkustundir,
eða um klukkan 16. Haft var sam-
band við lögreglu klukkan 16.15
vegna málsins og fór hún þá strax í
málið. Hefur rannsókn á málavöxt-
um staðið yfir síðan. Hvað raun-
verulega gerðist er óljóst og frásögn-
um ber ekki saman, segir lögreglan.
Nokkrir áverkar sjást á drengnum.
Séð yfir Breiöholtiö.
„Við höldum rannsókn áfram þar
til staðreyndir málsins liggja fyrir
sem ég vona að verði öðru hvorum
megin við helgina. Það er alvarleg-
ur áburður í málinu og drengurinn
er með áverka," segir Þórður Eric
Hilmarsson, rannsóknarlögreglu-
maður í Breiðholti, í samtali við
DV.
Þorsteinn G. Hjartarson, skóla-
stjóri Fellaskóla, vildi, þegar eftir
því var leitað, ekki tjá sig um málið
á meðan það væri til rannsóknar
hjá lögreglu. Óhugur er í foreldrum
í Breiðholti sem blaöið ræddi við
vegna þessa máls í gærkvöld. -sbs
brother P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhæft Windows
95, 98 og NT 4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
•Veffang: www.if.is/rafport
IGitarinnl
☆ Stórhöfða 27,
*fc ^ s. 552 2125. fc
ik ^ U ÍEJZnALb/nABiIr
icki^icfcickicki?