Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Qupperneq 10
Fatboy Slim snýr aftur
Nýlega kom út plata
með plötusnúðatónleik-
um Fatboy Slim sem tekin
var upp á ströndinni í
Brighton siðasta sumar.
Brighton er heimabær
stráksins og jafnframt
höfuðvígi big beat-tón-
listarinnar þar sem bæði
Skint-útgáfan og Big
Beat Boutique-klúbbur-
inn hafa þar aðsetur. Uppákoman heppnaðist vel en talið er
að 35.000 manns hafi mætt til þess að hlusta á skífuþeyt-
ingarnar. Það stefnir í að þetta verði árlegur viðburður því
að búið er að ákveða að endurtaka leikinn íjúlí nk. Annars
er Fatboy að koma úr fríi og er þessa dagana að vinna með
Blur að næstu plötu þeirra og svo hefur hann í hyggju að
endurvekja Mighty Dub Katz aukasjálfið sem hann notaði
þegar hann gerði latin-house tónlist á tfunda-áratugnum.
Næsta Fatboy Slim-plata með nýju efni verður svo tekin upp
íhaust.
Badly Drawn Boy með tvær plötur í vinnslu
Önnur ptata Damon Gough, i
gervi Badly Drawn Boy, er væntan
leg i apríl. Það er tónlist við kvik-
myndina About A Boy og innihetd-
ur platan 16 lög, þ. á m. smáskifu-
lagið Silent Sight sem verður gefið
út 25. mars. Damon er annars kom
inn á fullt með næstu plötu, hann
er búinn að taka upp 20 lög fyrir
þriðju plötuna sem hefur fengið
vinnuheitið Oh Possibilities. Hann
hefur líka lýst því yfir að samstarf
með New York-sveitinni The
Strokes sé h'klegt cinhvern tímann
á næstunni en hann hefur verið mikill Strokes-aðdáandi
lengi og bauð sveitinni að hitta sig þegar hann hélt
leynitónleika í London síðasta sumar.
Thievery fer höndum um upptökusafn Ver-
VE-ÚTGÁFUNNAR
Nýlega kom út plat-
an Sounds From The
Verve Hi-Fi en á henni
eru lög sem Islandsvin-
irnir í Thievery Cor-
poration völdu úr upp-
tökusafni Verve-útgáf-
unnar sem þekktust er
fyrir útgáfu á gæða
djasstónlist. Nafnið á safninu er auðvitað tilvi'sun í plötu
Thievery Sounds From the Thievery Hi-Fi. Platan inniheldur
mikið af latin djass (samba, bossa nova...), en eins og þeir
vita sem hafa hlustað á afurðir Thievery sækja þeir félagar
mikið í þessa tónlist. Þeir Rob Garza og Eric Hilton skrifa
báðir smáritgerðir í ptötubæklinginn. Á meðal flytjenda á
plötunni eru Stan Getz, Sergio Mendez, Richie Havens,
Chico Hamilton, Cal Tjader og Astrud Gilberto sem tekur
sína margrómuðu útgáfu á Doors-slagaranum Light My
Fire.
AMERICAN IV MEÐ JOHNNY CASH í FÆÐINGU
Það voru margir yfir sig hrifnir þegar Johnny Cash gerði
st'nar útgáfur á tögum með Nick Cave, Soundgarden, Will
Oldham o.fl. á plötunni American III Solitary Man. Nú er
plata númer fjögur í American-röðinni t' vinnslu og á meðal
þeira laga sem Rick Rubin og Johnny Cash hafa valið t þetta
skiptið eru Hurt með Nine Inch Nails, Imagine með John
Lennon, Norwegian Wood Bítlanna og The First Time I Ever
Saw Your Face með Robertu Flack. Það er stefnt að því að
platan komi út ísumar. Johnny Cash er annars nýordinn sjö-
tugur og af þvítilefni
koma út á vegum
Sony nokkrar nýjar
safnplötur, þ. á m. The
Essential Johnny
Cash og Kindred Spi-
rits sem er tribút-
ptata þar sem Bruce
Springsteen, Bob Dyl-
an o.fl. taka lög eftir
svartklædda mann-
inn.
plö^udómai
1 „Jtt * 4 éC Js Flytjandi:
| Boards Of Canada
jlTf Platan: !
; Útgefandi: Warp/Smekkleysa
Lengd: 66:06 min
Flytjandi: A Silver Mt. Zion
Platan: Born Into Trouble
Útgefandi: Constellaúon/
Hljómalind
Lengd: 58:25 min.
Bandaríski tónlistarmaðurinn Jim O'Rourke á að baki einstakan feril
sem bæði inniheldur spuna og tilraunatónlist og rokktónlist. Seint á
síðasta ári komu út tvær plötur með honum sem endurspegla þessar
ólíku hliðar. Trausti Júiíusson forvitnaðist um manninn sem síðustu
misseri hefur verið fimmti meðlimur Sonic Youth.
Öllum möguleikum haldi
ð opnum
Seint á síðasta ári komu
út tvær nýjar plötur með
bandaríska tónlistarmann-
inum Jim O’Rourke. Önn-
ur þeirra, Insignificance,
kom út hjá Domino-fyrir-
tækinu og hefur að geyma
aðgengilegri rokktónlist en
hin, I’m Happy And I’m
Singing And A 1, 2, 3, 4,
sem Mego gaf út, inniheld-
ur tilraunakennda tónlist
sem er eingöngu unnin á
Powerbook-tölvu. Insigni-
ficance er af mörgum talin
ein af bestu indie-rokk-
plötum síðasta árs. Hún hef-
ur verið ófáanleg á íslandi
en er nú nýkomin í plötu-
verslanir hérlendis.
Abstrakt popp
Jim O’Rourke er fæddur í
Chicago árið 1969. Hann
hefur komið mjög víða við
tónlistarlega. Sumt af því
sem hann hefur gert er í
djass-geiranum, annað er
raftónlist, þjóðlagatónlist,
hrein tilraunamennska eða
spuni, en svo hefur hann
líka sent ffá sér plötur með
hefðbundnari rokktónlist.
Oft hefur hann líka byggt
brýr á milli þessara ólíku
tónlistarheima sem einhvem tímann varð til þess að tónlistin
hans var kölluð abstrakt popp.
Jim fékk strax f æsku mjög mikinn áhuga á tónlist og hefur
alltaf verið sérstaklega opinn fyrir hinu ókannaða. Á meðal
þeirra platna sem mótuðu hann á unglingsárunum má nefna
Discreet Music sem er naumhyggju-raftónlist úr smiðju ffum-
kvöðulsins Brians Enos og svo Lot 74 með spunahetjunni Der-
ek Bailey. Alla tíð frá því að Jim hóf sjálfur að búa til tónlist
hefur hann haldið öllum möguleikum opnum og lagt sig fram
um að fara ótroðnar slóðir.
Fimmti meðlimur Sonic Youth
J im O’Rourke er gítarleikari og tónsmiður. Hann hefur unn-
ið með hljómsveitum eins og Red Krayola, þýsku sveitinni
Faust, Stereolab, Smog og svo Sonic Youth en undanfarið hef-
ur hann verið fimmti meðlimur þeirra. Hann gerði m.a. með
þeim plötumar SYR3 og Goodbye 20th Century og hann var
nýbyrjaður að vinna með þeim að nýrri plötu þegar hörmung-
amar 11. september skullu á
en hljóðver Sonic Youth er í
námunda við World Trade
Center. Jim var staddur f
stúdíóinu þegar ósköpin
dundu yfir. Öll vinna við
plötuna frestaðist vegna at-
burðanna en þessa dagana
eru þau að leggja lokahönd á
gerð hennar og Jim er eins og
áður fullgildur meðlimur og
með-pródúser.
Jim hefur líka unnið með
spunatónlistarmönnum eins
og Derek Bailey, Henry
Kaiser og Eddie Prevost.
Hann stofnaði tilrauna-
rokksveitina Gastr Del Sol
meðDavid Grubbs árið 1991
en sú sveit á að baki fimm
mjög áhugaverðar plötur sem
komu út á árunum
1994-1998. Undanfarin ár
hefur Jim samt helgað sig
meira sínum eigin sólóplöt-
um en merkastar þeirra em
Bad Timing og Happy Days
frá 1997, Eureka frá 1999 og
svo áðumefnd Insingni-
ficance frá því í fyrra.
Merkingarlaust?
Jim O’Rourke hefúr sér-
stakt dálæti á kvikmynda-
leikstjóranum Nicolas Roeg
en eins og Eureka og Bad Timing heitir Insignificance eftir
einni af kvikmyndum hans. Platan hefur að geyma sjö mjúk og
vel mótuð popplög sem einkennast af flottum gítarriffum, fal-
legum píanóleik og ljúfum poppmelódíum. Platan er engan
veginn byltingarkennd en Jim tekst að því er manni virðist al-
veg fyrirhafnarlaust að búa til klassíska poppplötu sem rennur
þægilega í gegn. Þetta er ein af þessum plötum sem maður hef-
ur á tilfinningunni að ekki væri hægt að bæta neinu við - hún
er fullkomin eins og hún er. Á plötunni leika með Jim m.a. þeir
Jeff Tweedy úr Wilco og Rob Mazurek og Ken Vandermark
úr Chicago Underground.
Það hafa sumir verið að leika sér að því að lesa í nafn plötunn-
ar. Þetta er tilgerðarlaus poppplata og kannski lítils virði eða
merkingarlaus (“insignificant") miðað við sum fyrri verk Jims
0”Rourke. Svo eru líka textamir, að sögn Jims, merkingarlaus-
ir en sá fyrsti hefst á orðunum:„Don’t Believe A Word I
Say/Not That You Would Anyway/I May Be Insincere/But It’s
All Downhill From Here“...
hva8 fvrir skejnuntileaar —1 niðurstaða
hvern? staðreyndir
Geogaddi er önnur plata breska dúós- ins Boards of Canada sem er skipaö þeim Michael Sandison og Marcus Eoin, en fyrri platan Music Has The Right To Children sem kom út í aprfl 1998 þótti mikiö snilldarverk og var víöa á listum tónlistargagnrýnenda yfir bestu plöturnar það áriö. Þetta er frekar hæggeng en fönkí raf- tónlist meö miklum sýruáhrifum og ætti aö höföa til allra þeirra sem hafa áhuga á hugmyndarikri raftónlist, hvort sem við eru aö tala um Aphex Twin, Air, Atom Heart, Pan Sonic, múm eöa Trabant. Þeir Michael og Marcus hafa þekkst frá barnæsku og hafa verið að búa til tónlist saman í ýmsum myndum frá seinni hluta áttunda áratugarins. Þeir eiga aö baki ótal tilraunakenndar tón- smíðar og geröu m.a. mikið af tónlist við kvikmyndir. Þeir gáfu út töluvert af tónlist sem þeir fjármögnuðu sjálfir áöur en þeir gengu til liös við Warp út- gáfuna í ársbyijun 1998. Þetta er alveg mögnuö plata og fyrsta meistaraverk ársins. Tónlistin er fram- sækin en um leiö mjög aðgengileg og poppuö. Þessi 23 lög eru samfellt ferðalag um flotta takta og hugmyndrik sánd. Inn á milli heyrast raddir, t.d. op- inberar tilkynningar eöa barnsraddir og misbjagaður söngur. Útkoman er hrein snilld. trausti júliusson
Þetta er önnur plata A Silver Mt. Zion sem er eitt af hliöarverkefnum meö- lima Godspeed You Black Emperor. Á fyrri plötunni He Has Left Us Alone But Shafts Of Light Sometimes Grace The Corner Of Our Rooms voru þau þrjú, en nú eru meðlimirnir orðir sex auk gesta og tónlistin nokkuö fjölbreyttari. Þetta er auðvitað plata fýrir alla þá sem ætla aö mæta á tónleika God- speed You Black Emperor í næstu viku. Þeir sem eiga Godspeed plöturn- ar ættu að tékka á þessari. Hér eru þaö fiölur, selló og planó sem eru mest áberandi og yflrbragðið á þessari tónlist minnir oft á klassíka tónlist. Þau kalla tónlistina .kviöafullar sinfón- íur. Þaö eru þau Efrim (gítar/píanó), Sophie (fiðla) og Thierry (bassi) úr Godspeed sem eru í A Silver Mount Zion Memorial Orchestra & Tra-la-la Band eins og sveitir heitir fullu nafni, en auk þeirra eru Beckie, lan og Jessica meölimir en þau spila á gítar, fiðlu og selló. Sveitin spilaöi töluvert á tónlelkum á síöasta ári. Fyrri platan var frábær. Tónlistin var nokkuö einfaldari og á heildina fallegri, en þessi plata er kraftmeiri og drama- tískari. Þessi tónlist er nokkuö sér á báti og þeir sem hafa áhuga á forvitni- legri tónlist ættu að leggja við hlustirn- ar. Það eru mörg mögnuð stykki hér, en persónulega finnst mér instúmental lögin flottari en þau sem sungiö er í. trausti júlíusson
10
8. mars 2002