Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2002, Blaðsíða 14
Undanfarin misseri hefur verið mikið rætt og ritað um sífelldar komur breskra ungmenna til
íslands sem vilja kynna sér næturlífið í Reykjavík. Miðborgin hefur verið auglýst sem skemmt-
analífsparadís og á tíðum hefur vart verið þverfótað fyrir erlendum skemmtanafíklum í bæn-
um. En hver er ástæðan fyrir þessu? Er næturlífið í London virkilega svona slæmt? Fókus
skellti sér út á lífið í London í síðustu viku.
Hvað eiga Frikki Weiss, Dorrit
Moussaieff, Seð og heyrt og
Gulli Helga sameiginlegt?
Það er góður hópur sem er samankominn í Leifsstöð að
morgni [iriðjudags. Flugstöðin er fámenn á þessum tíma
dags og flestir koma sér fyrir í matsalnum eða í biðsaln-
um fyrir brottför. Nærvera Dorritar Moussaieff er eitt af
því sem lífgar upp á þennan annars grámyglulega morg-
un. Hún klæðist leðurbuxum og er á leið til London eins
ogvið.
Á Heathrow-flugvelli er þó nokkur bið eftir töskun-
um. Dorrit fær sínar fljótt og það kannski ekki að
ástæðulausu - þær eru merktar President of lceland. Bið-
in er þó fljótlega fyrirgefin þegar komið er út úr flugstöð-
inni og við fólkinu blasir eitt stykki limmúsína sem ferja
á mannskapinn niður í bæ.
ÍSLENDINGAR í ÚTLÖNDUM
Andrúmsloftið í limmúsínunni er hreint ótrúlegt.
Þama hefúr verið smalað saman fólki af nokkuð ólfku
sauðahúsi sem þó á það sameiginlegt að vilja kynna sér
skemmtanalífið. Þama eru nokkrir veitingamenn bæjar-
ins með Friðrik Weisshappel fremstan í flokki hvað frægð
varðar, útvarpsmógúllinn Gulli Helga er fulltrúi Bylgj-
unnar og þau Margrét Rós og Jón Þór tökumaður eru
fulltrúar Skjás eins. Fæstir viðstaddir hafa líklegast upp-
lifað það að stíga inn í svona farartæki og eins og Islend-
inga er siður nýta menn sér það til hins ítrasta. Förinni
er heitið á lítið ítalskt veitingahús og þar hefjast veislu-
höldin. Yfir máltfðinni má sjá öll helstu einkenni ís-
lendinga í útlöndum: misgóð enska, sjálfskipaðir
skemmtikraffar og að sjálfsögðu er einn orðinn of fullur.
Tunglið og Rex í London
Um kvöldið er komið að alvöru málsins. Fram undan
er flakk um nokkra af helstu klúbbum borgarinnar og þá
þarf fólk að vera í rétta gírnum. Þegar sest er inn í bílana
fyrir utan hótelið tilkynnir Friðrik Weisshappel hátíðlega
að hann sitji fram í og fellur snarlega í augljósa gryfju.
Kappinn veit ekki fyrr en hann hefur tyllt sér inn bíl-
stjóramegin. Frikki uppsker hlátur viðstaddra og hlær
manna mest sjálfur. Fyrsti viðkomustaðurinn er gamalt
leikhús sem búið er að innrétta sem klúbb til hálfs. Ekk-
ert má hrófla við gömlu leiksætunum og því er staðurinn
einkennileg blanda af Tunglinu sáluga og íslensku óper-
unni. Afar furðuleg blanda ef út í það er farið. Þær breyt-
ingar sem lagt hefur verið í eru heldur ekki til að hrópa
húrra fyrir, veitingamennimir íslensku eru í það minnsta
ekki mjög hrifnir. Á þessum tímapunkti hafa útsendar-
ar Séð og heyrt bæst í hópinn og vekur það eftirtekt að
ljósmyndarinn, Sigurjón Ragnar, hefur nælt sér í viður-
nefnið Dragon hjá innfæddum. Ekki dónalegt viður-
nefni það.
Næst er haldið á heldur skemmtilegri klúbb sem er
staðsettur í bankahverfinu og ber heitið Nylon. Innrétt-
ingamar eru í stíl áttunda áratugarins og þarna hefur
fólki tekist vel til. íslendingunum verður á orði að Nylon
sé nokkurs konar Rex með sál.
Hellt yfir Culla Helga
Það kemur fljótlega í ljós að þriðjudagskvöld eru ekki
aðalkvöldin í London eins og gefur að skilja. Ekki má
taka því sem svo að það sé einhver kaffihúsastemning
eins og heima - fólk sækir frekar ákveðna klúbba sem
bjóða upp á dansstemningu það kvöld.
Stefnan er nú tekin á lítinn stað sem mikið hefur ver-
Það var rolegheita 70’s stemning á Nylon sem var staösettur í bankahverfinu.
Gulli Helga ktifrar inn í limmósfnuna sem beið Islendinganna á Heathrow.
íslendingarnir skáru
sig nokkuð úr á ein-
um stað þar sem
bara voru „pakistan-
ar“ eins og einhver
kallaði þá.
texti: Höskuldur Daði Magnússon - fókusmyndir: Hari
f ó k u s
ið lagt í innréttingarnar - svo mikið að myndatökur eru
harðbannaðar þar alla jafna. Að sjálfsögðu er gerð undan-
tekning fyrir lslendingana og upp spinnast umræður um
lögmæti slíkra myndatakna. Frikki Weiss býðst að sjálf-
sögðu til að taka málstað þeirra enda er Kaupfélagið þekkt
fyrir þá stefnu sína. Á þessum stað ber það hæst að þegar
þjónninn færir gestunum drykkina tekst honum á ein-
hvem óskiljanlegan hátt að hella heilum bakka yfir
Gulla Helga. Gulli tekur þó atvikinu af stakri karl-
mennsku og þakkar eflaust guði fyrir að hafa mætt í
svörtum buxum þetta kvöld.
Fyrsti dansstaðurinn
Fram að þessu hefur verið rólegt yfir stöðunum sem
sóttir hafa verið en það breytist fljótt þegar komið er inn
á þann næsta. Þar á maður í mestu vandræðum með að
komast leiðar sinnar. Þótt þessi klúbbur sé stappaður af
fólki er samt mjög sérstök stemning sem íslendingar
eiga ekki að venjast. Fyrir utan hræðilega júrópopptón-
list er staðurinn fullur af því sem Ali G kallar „Pakistan-
is“. Þama er sem sagt ótrúlegur fjöldi ungra krakka sem
eiga það sameiginlegt að vera af erlendu bergi bromir.
Hvað sem því líður er stemningin góð og allir eru dans-
andi. Þegar fjölmiðlamenn frá Islandi munda myndavél-
14
8. mars 2002