Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002
Fréttir
I>V
Ný könnun Gallups um fylgi D- og R-lista:
Munurinn minnkar
um 9 prósentustig
D upp um 3%, R niöur um 6%. Lágt svarhlutfall og skekkjumörk 5%
Fylgi Reykjavíkurlistans mælist nú
55,2% en fylgi Sjálfstæðisflokksins
39,8% samkvæmt nýrri könnim sem
Gallup gerði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
F-listi Frjálslyndra og óháðra mælist
með 4% en aðrir með 1%.
Munurinn á fylgi stóru framboð-
anna tveggja hefur samkvæmt þessu
minnkað úr 24,5 prósentustigum í 15,4
frá þvi í þjóðarpúlsi Gallups sem unn-
inn var í mars. Forskot R-listans hefur
samkvæmt þessu minnkað um rétt ríf-
lega 37%.
7% sögðust óákveðin í þjóðarpúlsin-
um. í nýju könnuninni eru óákveðnir
flokkaðir með þeim sem neituðu að
svara. Samtals falla 14,3% í þennan
flokk en af fyrrgreindum sökum er
ekki um sambærilegar tölur að ræða.
Úrtakið var 800 manns og svarhlutfall
66,5%. Skekkjumörk eru 5%.
„Við teljum að við höfum snúið
vöm í sókn og augljóst að það er kom-
in hreyfing á fylgið okkur í vil,“ segir
Bjöm Bjamason, borgarstjóraefhi
Sjálfstæðisflokksins. „Við erum komin
á fúlla ferð í kosningabaráttunni. List-
inn er mjög samhentur og lætur víða
að sér kveða. Við erum i sambandi við
mjög marga á hverjum degi og finnum
að stefnumálum okkar og málflutningi
er vel tekið," segir Bjöm og nefnir tii
dæmis að niðurfelling og stórlækkun
fasteignaskatta 67 ára og eldri og ör-
yrkja hafi mælst vel fyrir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
Reykjavíkurlistinn opnaö kosningamiöstöö í gær á Túngötu 6.
stjóri telur hins vegar lítil tíðindi fel-
ast í könnuninni. „Ég dreg í efa að hún
mæli einhverjar breytingar. Svarhlut-
fallið er lágt og vikmörkin þar af leið-
andi mikil. Fylgisaukning Sjálfstæðis-
flokksins er innan skekkjumarkanna.
Við þurfúm því að sjá fleiri kannanir
til að sjá hvort einhver breyting er á
ferðinni. Hins vegar hef ég alltaf bent
á að það er líklegra en hitt að dragi
saman með fylkingunum þegar nær
dregur kosningum," segir Ingibjörg
Sólrún.
Ekki reyndist unnt að fá úr því
skorið hjá Gallup í gær hvort breyting-
in á fylgi framboðanna væri marktæk.
Samstarf á landsvísu?
„Ég er sannfærð um að það mun
eitthvað það gerast í kosningunum i
vor sem hefúr áhrif á hina pólitísku
þróun þegar tfl lengri tíma er litið,“
segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að
niðurstaða kosninganna gæti haft
áhrif á hið pólitíska landslag í landinu.
„Ég held að hlutimir ráðist mjög
mikið hér í Reykjavik. Þess vegna tel
ég að það skipti gríðarlega miklu máli
að félagshyggjuöflin vinni góðan sigur
í vor og að það geti verið vísbending
um það sem koma skal.“ Aðspurð
hvort hún eigi við samstarf þessara
flokka á landsvísu segir hún að sigur í
borginni dragi að minnsta kosti ekki
úr líkunum á slíku samstarfi.
Ingibjörg Sólrún segir mikinn kraft
í stuðningsmönnum R-listans. „Við
fmnum fyrir gríðarlegum stuðningi og
áhuga. Ég hef sagt að hann sé svo mik-
ill að það líkist því að vera á vfljugum
gæðingi. Það þarf að halda vel í
taumana því að fólk langar mOcið i
kosningabaráttu. Það er mikO óþreyja,
löngun og áhugi hjá fólki að komast í
baráttuna."
Bjöm Bjamason telur kjörorð R-list-
ans í kosningabaráttunni, „Það gerist í
Reykjavik", vera öfugmæli. „Þetta er
hreint öfugmæli ef við lítum tO þess að
það gerist ekki í Reykjavík að biðlistum
sé eytt, það gerist ekki að menn komi
böndum á skuldasöfnun, það gerist ekki
að öryggi borgaranna sé tryggt með við-
unandi hætti, að húsnæðisvandinn sé
leystur og lóðir útvegaðar," segir Bjöm.
Ingibjörg Sólrún svarar: „Sínum
augum lítur hver á silfrið. Bjöm horf-
ir á hlutina með neikvæðum formerkj-
um. Það sem hefur gerst í Reykjavflc er
gríðarleg uppbygging á öOum sviðum
tO að leggja grunn að öflugu þjónustu-
kerfi fyrir Reykvíkinga. Það er á þess-
um grunni sem við munum byggja á
næsta kjörtímabOi. Ég er að tala um
uppbyggingu í skólamálum, grunn-
skólum og leikskólum, hreinsun
strandlengjunnar, orkumálum, hafna-
málum og þannig gæti ég talið áfram.“
-ÓTG
Selfoss:
Fékk öll
atkvæðin
Sr. Gunnar
Björnsson
Séra Gunnar
Bjömsson var val-
inn næsti sóknar-
prestur á Selfossi
á fundi valnefnd-
ar á laugardag.
Hann fékk at-
kvæði allra þeirra
sjö sem í valnefnd
sátu, þar á meðal
prófasts og vigslu-
biskups. Ef þessi
eindrægni hefði ekki ríkt hefði bisk-
up íslands fengið málið inn á sitt
borð. Sex aðrir sóttu um brauðið, þar
af þrir starfandi prestar. „Það hefði
afltaf orðið mest sátt um þennan um-
sækjanda. Hér eru aflir ánægðir með
Gunnar," sagði Eysteinn Jónasson
sóknamefndarformaður.
Gunnar hefur síðustu mánuði þjón-
að á Selfossi, en áður var hann um
nokkurra ára skeið prestur í Holti í
Önundarfirði. Trúarlífið á bökkum
Ölfusár er líflegt um þessar mundir. í
gær fermdi hinn nýkjömi sóknar-
prestur átján böm við messur sem
vom fyrir hádegi og síðdegis. -sbs
Formaður Félags íslenskra heimilislækna:
Viljum sömu starfs-
skilyrði og aðrir
- og að læknar skipti ekki um sérgrein
„Rauði þráðurinn í máli okkar
heflsugæslulækna er sá að við vflj-
um að okkur séu búin sömu starfs-
skflyrði og öörum stéttum sérfræði-
menntaðra lækna. Við þurfum að
hafa fleiri valkosti en nú er,“ segir
Þórir B. Kolbeinsson, formaður Fé-
lags íslenskra heimflislækna, í sam-
tali við DV. I fréttum Útvarpsins í
gærkvöld sagði Jón Kristjánsson
heObrigðisráðherra að ný stefna
stjómvalda í málefnum heOsugæsl-
unnar yrði kynnt á næstu dögum.
Þar kvaðst hann ekki útfloka breytt
rekstrarfyrirkomulag en sagði að
stofnun einkastofa heimflislækna
yrði mikfl stefnubreyting frá því
sem nú er. Ráðherrann segist ekki
loka fyrh' útboð vissra þátta í
heflsugæslunni. Háfa yrði þó í huga
að hún væri frumþjónusta við al-
menning.
Nokkur hópur heflsugæslulækna
hefur þegar sagt upp störfum, svo sem
á HeOsugæslustöð Suðumesja en þar
hafa aflir læknamir, utan yfirlæknir-
inn, sent inn uppsagnarbréf. Ástæða
þess er sú að heflsugæslulæknar fá
ekki lengur greitt fyrir útgáfú vott-
orða, en nýlegur úrskurður Kjara-
nefhdar kveður á um slíkt. Segir að
vottorðaútgáfa fafli undir aðalstarf
læknanna. Segir Þórir B. Kolbeinsson
í því sambandi að þá sé nauðsynlegt að
því kjaratapi sé mætt með samsvar-
andi hætti. Það mál verði Kjaranefnd,
sem úrskurðar laun heimflislækna, að
taka tfl skoðunar. Um uppsagnir
lækna segir hann að öðm leyti að þær
séu einstaklingsbundnar og ekki runn-
ar undan rifjum Félags íslenskra heim-
Oislækna. Menn séu einfaldlega að
mótmæla þeirri óvirðingu og niður-
lægingu sem þeim hafi i mörgu tOliti
verið sýnd.
Hnúfubakur fastur
á Oslandsskeri
Hnúfubakur strandaði á Óslands-
skeri, innan við Homafjarðarós, 1 gær-
kvöld og sat þar fastur. Ágúst Þorbjöms-
son var á smábát í firöinum þegar hann
varð var við hvalinn og telur hann lík-
legast að hann hafi verið að elta loðnu
inn í fjörðinn. Ekki var sjáanlegt að
neitt væri að hvalnum því hann braust
hressOega um og reyndi að losa sig en
tókst ekki. Köðlum var komið um sporð
hans og reyndu tveir bátar að toga hann
af skerinu en það reyndist árangurs-
laust og var einungis hægt að snúa hon-
um. Þegar DV fór í prentun var Ágúst
svartsýnn á það að hvalurinn lifði það
af að fjaraði undan honum. -JI
DV-MYND JULIA IMSLAND
Björgunaraðgerðir í gærkvöld
Hnúfubakurinn er um 10 metrar á lengd ogglöggur maöur taldi aö
þetta væri kvendýr.
Fyrirheit ekki gengið eftir
Þórir minnir á að árið 1996 hafi 90%
heflsugæslulækna í landinu sagt upp
störfum og hafi þær aðgerðir verið fyr-
ir hvatningu Félags íslenskra heimOis-
ækna. TOgangur þeirra uppsagna var
meðal annars að krefjast launabóta, en
einnig að þrýsta á um bætt starfsskO-
yrði lækna í þessari grein. Þetta hafi
hins vegar ekki - þrátt fyrir fógur fyr-
irheit stjómvalda - gengið eftir.
Þannig sé nýliðun ónóg og starfsskO-
yrðin ekki eins og læknar í heOsugæsl-
unni æski. Læknar í þessari grunn-
þjónustu vOji einnig að þeir geti opnað
sínar eigin stofúr, en þurfi ekki alfarið
að starfa á heOsugæslustöðvum.
Sem áður segir lýsti heflbrigðis-
ráðherra því yfir í gær að á næstu
dögum mætti vænta að stjómvöld
kynntu nýja stefnu sína í málefnum
heflsugæslunnar. „Hreinskilnislega
þori ég ekkert að segja tfl um hverj-
ar þessar tfllögur eru en væntingar
mínar eru að þær taki mið af þeim
ábendingum sem við heimflislækn-
ar höfum komið með. Von min er
hins vegar sú aö þær úrbætur sem
ráðuneytið kemur með muni gera
þeim heOsugæslulæknum sem hafa
sagt upp kleift að halda áfram að
starfa í faginu á nýjum forsendum
en ekki að þeir þurfi að skipta um
sérgrein," sagði Þórir B. Kolbeins-
son. . -sbs
Kaupa Sportkaffi
Kristján Ra
Kristjánsson og Ámi
Þór Vigfússon hafa
ásamt tveimur öðr-
um fjárfestum keypt
Sportkaffi við Þing-
holtsstræti. Ekki er
langt síðan þeir festu
kaup á Thorvaldsens-
bar en fyrir eiga þeir einnig skemmti-
staðinn Prikið.
I
Bílvelta á Mýrdalssandi
Bflvelta varð á Mýrdalssandi um
klukkan þijú á laugardag. Talið er að
ökumaður hafi sofliað undir stýri en
tvennt var í bflnum. Farþeginn slasað-
ist OtOlega en bíflinn er ónýtur.
Góð gjöf
Hringurinn hefur í 60 ár barist
fyrir því að á íslandi risi sérhannað-
ur spítali fyrir böm. Það markmið
er nú í augsýn og af því tflefni
heiðmöu Hringskonur minningu
fyrsta formanns félagsins, Kristinar
Vídalín Jacobsson, með því að gefa
Bamaspítala Hringsins 50 mifljónir
króna. Á myndinni má sjá Áslaugu
Björgu Viggósdóttur, núverandi for-
mann félagsins, ásamt nokkrum
Hringskonum sem fylktu liði í Hóla-
vaflagarði á laugardag og lögðu
sveig að leiði Kristínar.
Ungfrú Norðurland
Kristín Kristjánsdóttir var kosin
ungfrú Norðurland á Akureyri um
helgina. I öðm sæti varð Sigríður
Bjamadóttir og i þriðja sæti var Tinna
Rún Einarsdóttir. Samkvæmt akur-
eyri.com hafa aldrei jafii margar stfflk-
ur keppt um titlana fyrir norðan.
Fótbrot á Kili
Landhelgisgæslunni barst tflkynn-
ing um slasaða konu á KOi um tíuleyt-
ið í gærmorgun. Konan, sem var í hópi
ferðalanga, hafði fótbrotnað og var
þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF
send eftir henni.
Þyrstir þjófar
Þó nokkrn af gosdrykkjum var
stoliö úr geymslugámi við bensínstöð
Olís á Ambergi á Selfossi aðfaranótt
laugardags. Að sögn lögreglunnar em
ákveðnir aðflar grunaðir um verkið en
talið er að um 100 flöskur hafi horfið
úr gámnum.
Undirskriftasöfnun á Netinu
UndirskrOlasöfúun er nú í gangi á
Netinu gegn vægum dómum í kynferð-
isafbrotamálum á undanfómum árum.
Skorað er á dómsmálaráðherra að
beita sér fyrir því að þyngri dómar
verði fefldir í kynferðisbrotamálum.
Kynbótadómarar hæfastir
Kynbótadómarar era hæfastir
hestadómara samkvæmt skoðana-
könnun eidfaxa.is. Fjórir af hverjum
tíu hestamönnum telja að þeim sé
best treystandi. Næstmest traust
hafa íþróttadómarar, 24% merktu við
þá. Gæðingadómarar njóta hins veg-
ar minnst trausts, tveir af hveijum
tíu merktu við þá. 16% höfðu enga
skoöun. -snæ
-