Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002
DV
Grænland gegn-
sýrt af ofbeldi
Ofbeldi og kynferðisleg misnotk-
un er mjög útbreidd á Grænlandi.
Helmingur allra Grænlendinga,
bæði karla og kvenna, hefur orðið
fórnarlamb ofbeldisverka. Einkum
eru það konur á aldrinum 18 til 24
ára sem verða fyrir ofbeldinu, að
þvi er fram kemur í rannsókn á veg-
un lýðheilsustofnunar danska ríkis-
ins sem verður gerð opinber í al-
þjóðlegu fagriti innan skamms.
Á tíu ára tímabili hafa tilkynn-
ingar um ofbeldi til lögreglu á
Grænlandi tífaldast. Á árunum 1999
til 2001 jókst fjöldi tilkynninga um
30 prósent. Grænlendingar eru sagð-
ir hafa of mikið umburðarlyndi í
garð ofbeldis.
Lítill árangur varð af fundi Col-
ins Powells, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, með Yasser Arafat,
forseta Palestínumanna, á skrifstofu
þess síðamefnda í Ramallah á Vest-
urbakkanum í gær.
Samkomulag tókst ekki um
vopnahlé sem Palestínumenn segja
að verði að byrja með því að ísra-
elskar hersveitir verði kallaðar frá
þeim svæðum Vesturbakkans sem
þær hafa hemumið frá því hernað-
araðgerðir hófust fyrir páska.
Powell hvatti ísraela til að kalla
hermenn sína heim og lýsti yfir
þungum áhyggjum sínum af ástand-
inu á Vesturbakkanum, einkum í
Jenin þar sem mikið mannfall varð
í flóttamannabúðum sem nú eru
rústir einar.
ísraelskir hermenn leituðu í gær
að sprengjugildrum meðal rotnandi
líka palestínskra borgara í rústum
flóttamannabúðanna í Jenín. Þar
fóru fram hörðustu bardagamir í
hemaðaraðgerðum ísraela síðustu
daga og hefur ísraelski herinn verið
sakaður um fjöldamorð.
Fréttamenn fengu að fara inn í
búðirnar í gær í fylgd israelskra
hermanna, í fyrsta sinn frá því bar-
dögum þar lauk. Daginn áður hafði
fréttamönnum Reuters tekist að
komast fram hjá varðsveitum á
skriðdrekum inn í búðimar þar
sem þeir fundu rotnandi lík inni í
íbúðarhúsum þar sem konur og
böm höfðust við.
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, sagði í gær að Powell hefði
fallist á hugmynd sína um að halda
friðarráðstefnu undir forsæti
Bandaríkjamanna. Embættismaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins
sagði að mennirnir tveir hefðu
íhugað slíka ráðstefnu en mikið
væri eftir að ræða um hvernig að
henni yrði staðið.
Saeb Erekat, samningamaður
Palestínumanna, sagði Reuters-
fréttastofunni að hugmyndin væri
tímasóun og að hún kæmi ekki í
staðinn fyrir friðartillögur sem
Sádi-Arabar hafa lagt fram og hlutu
blessun á leiðtogafundi arabaríkja í
síðasta mánuði.
REUTERSMYND
Hermaöur innan um rústirnar
ísraelskur hermaöur gengur um í rústum palestínsku flóttamannabúðanna í
Jenín á Vesturbakkanum. ísraelar felldu mikinn fjölda Palestínumanna í átök-
um í búöunum undanfarna daga og lögöu þær í rúst.
Forsetakosningar á Austur-Tímor í gær:
Búist við stórsigri
Xanana Gusmaos
REUTERSMYND
Frelsishetja á forsetastól
Xanana Gusmao, frelsishetja Austur-
Tímors, brosir breitt í höfuöborginni
Dili, enda ekki útlit fyrir annaö en aö
hann veröi forseti landsins.
íbúar Austur-Tímors stigu loka-
skrefið i átt til sjálfstæðis landsins í
gær þegar þeir kusu sér forseta.
Kjörsókn var mikil og ekki er búist
við öðru en að frelsishetjan Xanana
Gusmao vinni yfirburðasigur. Taln-
ing atkvæða hófst í morgun en úr-
slit verða ekki kunn fyrr en líða tek-
ur á vikuna.
Gusmao, sem er fyrrum skæru-
liðaforingi, kom á kjörstað í fylgd
keppinautar sins, Franciscos
Xaviers do Amarals, og féllust þeir i
faðma áður en þeir kusu.
Amaral hefur sagt að hann hafi
aðeins boðið sig fram til að kjósend-
ur hefðu val á milli tveggja fram-
bjóðenda.
Forsetinn væntanlegi er 55 ára og
nýtur mikillar hylli landa sinna.
Sameinuöu þjóðimar hafa stjómaö
landinu frá því íbúamir kusu um
það 1999 að losna undan stjórn
Indónesíu. í kjölfarið fylgdu
grimmileg átök þar sem vígasveitir
Indónesa unnu mikil voðaverk.
ilyinsælasti áfangastaður
íslendinga undanfarin ár
-Vandaðir gististaðir við allra hæfí
-Endalausar gylltar strendur
ð úrval veitinga- og skemmtistaða
-Skemmtilegt mannlíf
-Fjölbreyttar skoðunarferðir
-Lágt verðlag
-Stutt flug
kkaklúbburinn Sólarbörnin
-íslensk fararstjórn
Verðfrá
84.345».
á mann í tvíbýli í 2 vikur
á Cantinho do Mar
Verðfrá
66.463».
á mann m.v. hjón með 2 böm
í 2 vikur á Cantinho do Mar
ríU n 11
Ert þú búin(n) að ná þér í
DV-Ferðaávisun? Þú getur lækkað verð
ferðarinnar um 25.000-35.000 ».
Fjöiskyldustaðurinn sem sló i gegn
hjá okkur í fyrra
-Beint fíug til Barcelona
-Stórar og vandaðar íbúðir
-Glæsilegar strendur
-Fjörugt mannlíf
-Port Aventura
skemmtigarðurinn i göngufæri
-Barcelona og Sitges í næsta nágrenni
-Fjöiskyiduvænn staður
-íslensk fararstjórn
Verðfrá
68.460».
á mann m.v. hjón með 2 böm
i 2 vikur á Village Park
Einungis íbúðir með 2 svefn-
herbergjum í boði
Ferðaávísun MasterCard gildir
i allar leiguflugsferðir með
Terra Nova-Sól
TERRA vwiv
NOVA jsol
-SPENNANDI VALKOSTUR-
Stangarhyl 3A • 110 Reykjavik • Sími: 591 9000 • terranova.is
Lítill árangur af fundahöldum Powells:
Sprengna leitað
í rotnandi líkum
Stuttar fréttir
Nyrup sakar Fogh um svik
Poul Nyrup
Rasmussen, leiðtogi
danskra jafnaðar-
manna og fyrrum
forsætisráðherra,
sakar Anders Fogh
Rasmussen forsæt-
isráðherra um að
svíkja loforð til
kjósenda um breiða samvinnu
flokka þar sem hann einbeiti sér að
því að gera samninga við hinn öfga-
sinnaða Danska þjóðarflokk. Nyrup
segir það skaðlegt lýðræðinu.
Mannfall í Kasmír
Átján manns, þar af tólf uppreisn-
armenn, hafa fallið og fimmtán hafa
særst í átökum í hinu umdeilda
Kasmírhéraði á Indlandi.
Umbótum slegið á frest
Danski þjóðarflokkurinn hefur
komið í veg fyrir að danska ríkis-
stjórnin geti komið umbótum á
vinnuslysalöggjöfinni í gegnum
þingið. Flokkurinn er á móti því að
fresturinn til að kæra vinnuslys sé
styttur úr fimm árum í sex mánuði.
Kóngur hvetur til friðar
Konungurinn í Nepal hvatti í gær
til friðar og einingar i nýársboðskap
sínum til þjóðarinnar, þremur dög-
um eftir að um 300 manns týndu lífi
í átökum við uppreisnarmenn
maósta sem vilja steypa konungi.
Dyraverðir drepnir
Þrír menn eru í haldi norsku lög-
reglunnar, grimaðir um að hafa
stungið tvo dyraverði á nætur-
klúbbi í Moss til bana aðfaranótt
sunnudagsins.
Schröder vill rannsókn
Gerhard Schröd-er Þýska-
landskanslari sagð-
ist í gær eiga von á
því að full rann-
sókn færi fram á
sprengingu í vöru-
flutningabíl við
bænahús gyðinga í
Túnis í síðustu
viku. Að minnsta
kosti sautján týndu lífið, þar á með-
al nokkrir þýskir ferðamenn.
Bætur fyrir uppnefni
Arabískum manni í Svíþjóð hafa
verið dæmdar um 160 þúsund ís-
lenskar krónur í bætur fyrir að
vera uppnefndur „Osama bin
Laden“ af vinnufélögum sínum.
Tilbúinn að gefa sig fram
■1 Fyrrum yfirmaður
U júgóslavneska hers-
I ins, Dragoljub Ojd-
anic, er reiðubúinn
‘ að gefa sig fram við
| stríðsglæpadómstól
( Sameinuðu þjóðanna
I í Haag, eftir að
júgóslavneska þingið samþykkti lög
um að eiga samvinnu við réttinn.
Klofningurinn eykst
Klofningurinn milli helstu þjóða
heims um Kyoto-loftslagssamning-
inn jókst mjög í gær þegar óformleg-
um fundi um loftslagsmál lauk í
upplausn. Bandarikin og Kanada
virðast enn einangraðri en áður i af-
stöðu sinni.
Flóttamenn snúa heim
Ruud Lubbers, yfirmaður flótta-
mannastorfnunar Sameinuðu þjóð-
anna, fylgdist glaður með því í gær
þegar tugir afganskra flóttamanna
sneru heim frá íran.