Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002
DV
Fréttir
Össur Skarphéðinsson á flokksstjórnarfundi Samfylkingar:
Davíð úr takti við
þróun og umræðu
- í Evrópumálum. Samfylkingin að draga fram leynivopnið
DV-MYND SBS
Félagar á flokksstjórnarfundi.
Össur Skarphéðinsson í pontu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem
haldinn var á Akureyri um helgina. ViO hliö hans er Stefán Jón Hafstein sem
er formaöur framkvæmdastjórnar flokksins.
Davíð Oddsson og Kjeld Magne
Bondevik eru báðir forsætisráð-
herrar sem eru úr takti við þróun
og umræðuna í sínum heimalönd-
um. Þetta segir Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingar-
innar, eftir fund ráðherranna í
Ósló á fóstudag þar sem sameigin-
leg skilaboð þeirra voru þau að
EES-samningurinn fullnægði þörf-
um íslands og Noregs. Ekki væri
þörf á að uppfæra samninginn með
tilliti til hagsmuna Islands fyrr en
að lokinni stækkun Evrópusam-
bandsins.
Össur Skarphéðinsson sagði
þetta í ræðu á flokksstjómarfundi
Samfylkingarinnar sem haldinn
var á Akureyri sl. laugardag. „í
haust opnaðist gluggi þegar ESB
lýsti loksins yflr að það væri tilbú-
ið að ræða breytingar á EES-samn-
ingnum. Norðmenn, sem vom í
forystu EFTA, brugðust hins vegar
því hlutverki forystuþjóðarinnar
að ná samstöðu innan EFTA um
markmið slíkra viðræðna. Til
þeirra var aldrei efnt. ESB skellti
fyrir vikið glugganum aftur og var
sagt að engar viðræður yrðu fyrr
en eftir stækkun ESB. Ég er því
ósammála Davíð Oddssyni um að
það sé í lagi frá sjónarhóli ís-
lenskra hagsmuna að fallast á
þennan tímaramma ESB,“ sagði
Össur. Hann bætti við að þessi
staðreynd lýsti vel þeim klofningi
sem væri innan rikisstjórnarinnar
í Evrópumálum.
Flokksstjómarfundur Samfylk-
ingarinnar á laugardag var eins
konar upptaktur þeirrar kosninga-
baráttu sem í hönd fer. Össur sagði
að í þeirri baráttu væri komið að
því að draga fram það leynivopn
sem flokkurinn lumaði á, þ.e. að í
sveitarstjómum vítt og breitt um
landið ætti flokkurinn marga góða
og hæflleikaríka fulltrúa. í tengsl-
um við sveitarstjórnarmál gerði
Össur hið svonefnda þátttökulýð-
ræði að umtalsefni. Hann sagði
Netið hafa haft mikil áhrif á þróun
þátttökulýðræðis siðustu misserin,
bæði við upplýsingaöflun almenn-
ings og einnig ætti að stefna að
notkun þess við atkvæðagreiðslu.
Þá hefði Netið opnað ýmsa mögu-
leika, svo sem við fjamám - sem
væri einn glæsilegasti vaxtar-
broddur islensks skólastarfs.
-sbs
Samherji:
4 milljarða
tekjur af fisk-
eldi árið 2006
- samkvæmt áætlunum
Finnbogi Jónsson, stjórnarfor-
maður Samherja, sagði í ræðu á
aðalfundi félags-
ins í fyrradag að
hann teldi góðar
líkur á að flsk-
eldið yrði sú
stóriðja sem
Austflrðingar
hefðu beðið eft-
ir. Finnbogi seg-
ir Samherja bíða
eftir heimild til
að nýta sérhæfð
tæki til flutnings á seiðum frá
seiðastöðvum í sjókvíar en það sé
lykilatriði til að unnt sé að koma
smálöxum með sem öruggustum
hætti til áframeldis í sjó.
„Á sumri komanda er ráðgert
að setja út á milli 1,1-1,2 milljónir
smálaxa í Mjóafjörð. Ef tilskilin
leyfi um eldi í Reyðarfirði verða
afgreidd i sumar gætum við sett
út um 800 þúsund seiði þar á
næsta ári. Árið eftir væri hægt að
tvöfalda þá tölu og jafnframt setja
út rúmlega 2 miBjónir seiða í
Mjóafjörð til að fullnýta starfs-
leyfið þar.
Eftir tvö ár væri framleiðslan
komin i tæp sex þúsund tonn og
árið 2006 í um 14 þúsund tonn.
Gera má ráð fyrir að heildartekj-
ur eldisins væru þá orðnar rúmir
4 milljarðar króna,“ sagði Finn-
bogi.
Ef miðað er við að 1/3 af magn-
inu færi á markað sem heill fersk-
ur flskur, 1/3 sem fersk flök og
1/3 sem ferskir eða frystir bitar
gæti starfsmannaflöldi sem beint
tengist eldinu verið kominn yfir
100 á árinu 2006.
„Þegar höfð er i huga sú þekk-
ing sem til staðar er á laxeldi í
dag og þeir möguleikar sem Síld-
arvinnslan og Samherji hafa sam-
eiginlega, er ekki annað hægt en
að horfa tiltölulega björtum aug-
um á að hægt sé að ná árangri í
þessari mikilvægu atvinnugrein,"
sagði Finnbogi.
Á aðalfundinum kom fram að
staða fyrirtækisins er mjög góð.
Gert er ráð fyrir 1,6 milljarða
króna hagnaði í ár og fengu hlut-
hafar 30% arð, hæstu arðgreiðsl-
ur sem VBÍ greiðir vegna ársins
2001. -BÞ
Finnbogi
Jónsson.
DVA1YND GVA
Slípaö stórgrýti í brimgarðinum
Starfsmenn borgarinnar vinna nú aö uppsetningu á nýju útilistaverki eftir
listamanninn Sigurö Guömundsson. Verkiö er samsett afsteinum sem hafa
veriö slípaöir og pússaöir og eru viö fyrstu sýn eins og hluti afsteinunum í
brimgaröinum en áferö þeirra er breytileg eins og sést á myndinni. Fjöruverk-
iö veröur afhjúpaö á Listahátíö, sunnudaginn 12. maí næstkomandi.
Engin biðröð hjá borgarstjóra
- sveitarfélögum óheimilt að gangast í ábyrgð
Sveitarfélögum er samkvæmt
lögum óheimilt að gangast í ábyrgð
fyrir einkafyrirtæki. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri þarf
þvi ekki að taka afstöðu til þess
hvort einhver starfsemi sé borg-
inni svo mikilvæg að réttlætanlegt
sé að styðja hana með þessum
hætti.
„Sveitarfélögin gerðu þetta dálít-
ið ótæpilega
þannig að heim-
ildin var tekin af
þeim. Reykjavík-
urborg beitti
heimildinni
raunar aldrei,
svo ég viti til.
Sums staðar ann-
ars staðar stóðu
Ingibjörg Sólrún.
sveitarfélög gjaman illa að vígi
gagnvart atvinnufyrirtækjum sem
stilltu þeim hálfpartinn upp við
vegg og sögðust myndu hverfa burt
nema þau fengju ábyrgð,“ segir
Ingibjörg Sólrún og bætir við að
hún telji ekki að deCODE hafl stillt
stjómvöldum upp við vegg með
þessum hætti.
Reykjavíkurborg er í ábyrgðum
vegna eignarhlutar síns í Lands-
virkjun en sérstök heimild er til
þess í lögum um Landsvirkjun.
Borgarstjóri telur hins vegar að
sú heimild geti tæpast verið tak-
markalaus. „Ef Kárahnjúkavirkjun
kæmi væri tO dæmis orðið ansi
langt seilst með þessa heimild að
minu mati,“ segir Ingibjörg Sólrún.
-ÓTG
■j£ öj£l73i/JÍJJ
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag í kvöld 21.01 20.46
Sólarupprás á morgun 05.53 05.35
Síödegisflóö 20.04 00.37
Árdegisflóö á morgun 08.19 13.00
Veðriö í kvöld
Hlýnandi veður
Suðlæg átt, 5-10 m/s og él sunnan
og vestan til en víða bjart veður
noröaustanlands. Austan og
suðaustan 8-15 m/s og víða
rigning, einkum suðaustan til, en
úrkomulítið á Norðurlandi.
Milt veður
Austlæg átt og vætusamt sunnan-
og austanlands en annars skýjað
með köflum og þurrt að mestu. Milt
í veöri.
Miðvikudagur Fimmtudagur
W f3
Níti 5° Hiti 5°
til 12° ttl 12°
Vindur Vindur:
8-13 nvs 5-11"V*
Föstudagur
Hiti 5°
til 12°
Vítsdur:
5-11
Austlæg átt.
Rignlng sunnan-
og austanlands,
en annars
skýjaö með
köflum og þurrt
að kalla.
Fremur hæg
austlæg átt.
Rigning
austanlands en
annars skýjaö
með köflum og
þurrt að mestu.
Mllt veöur.
Logn
Andvarí
Kul
Gola
Stlnnlngsgola
Kaldl
Stinningskaldi
Allhvasst
Hvassvlörí
Stormur
Rok
Ofsaveöur
Fárvlöri
Fremur hæg
austlæg átt.
Rigning
austanlands en
annars skýjað
með köflum og
þurrt aö mestu.
Mitt veður.
m/s
0-0,2
0,3-1,5
1,6-3,3
3.4- 5,4
5.5- 7,9
8,0-10,7
10.8- 13,8
13.9- 17,1
17,2-20,7
20,8-24,4
24.5- 28,4
28.5- 32,6
>= 32,7
n«
AKUREYRI alskýjaö -1
BERGSSTAÐIR
B0LUNGARVÍK hálfskýjað -1
EGILSSTAÐIR úrkoma -1
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö 0
KEFLAVÍK snjóél 0
RAUFARHÖFN skýjað 0
REYKJAVÍK úrkoma í grennd 0
STÓRHÖFÐI slydduél 2
BERGEN skýjaö 6
HELSINKI alskýjað 6
KAUPMANNAHÖFN þokumóða 7
ÓSLÓ rigning 6
STOKKHÓLMUR þokumóða 62
ÞÓRSHÖFN rigning 5
PRÁNDHEIMUR léttskýjaö 3
ALGARVE hálfskýjaö 11
AMSTERDAM rigning 6
BARCEL0NA mistur 10
BERUN súld 9
CHICAGO skýjað 8
DUBUN súld 6
HAUFAX skúr 9
FRANKFURT rigning 7
HAMBORG súld 7
JAN MAYEN slydda 0
L0ND0N skýjað 3
LÚXEMB0RG hálfskýjað 2
MALLORCA þokumóöa 10
M0NTREAL 8
NARSSARSSUAQ heiðskirt -9
NEW YORK alskýjað 17
ORLANDO skýjaö 19
PARÍS hálfskýjað 1.4
VÍN þoka 9.1
WASHINGT0N alskýjaö 16
WINNIPEG þoka 13
nBamiiiiaHia