Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 DV 7 Fréttir Breyttar reglur um hrossaútflutning Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur lagt fram frumvarp um breytta tilhögun á útflutningi hrossa. Tilgangur frum- varpsins er að sam- ræma eftirlit með = hrossaútflutningi og gus sson. gera það Frá árinu 1994, þegar núgildandi lög um útflutning hrossa voru sam- þykkt, hefur sú skipan gilt að inn- heimt er tiltekin fjárhæð, „útflutn- ingsgjald", af hverju útfluttu hrossi í sérstakan útflutningssjóð sem er í vörslu landbúnaðarráðuneytisins. í skýringum frumvarpsins segir að frá því að útflutningsgjaldið var síð- ast ákveðið hafi kostnaður við skoð- un á útflutningshrossum og útgáfu upprunavottorða hækkað stórlega og nú sé svo komið að lítið sem ekk- ert fé sé eftir til ráðstöfunar vegna útflutnings- og markaðsmála. Rætt hefur verið um hækkun út- flutningsgjaldsins í því skyni að fá Sviptur kvóta vegna umframveiði -fór þó ekkiróður „Það varð allt vitlaust hér. Ég fékk fyrst skeyti frá Fiskistofu og svo stuttu síðan annað frá Gufu- nesradiói um sama efnið. Bátur- inn hafði verið sviptur veiðiheim- ildum og ég fékk stuttan frest til aö koma mínum málum í lag,“ segir Aðalsteinn Einarsson á Seyðisflrði en hann á bátinn Guð- nýju NS-7 og fékk tilkynningu um það að búið væri að veiða umfram heimildir á bátinn. Það rétta er hins vegar að bátu- inn Guðný NS-7 hefur ekki farið í einn einasta róður á kvótaárinu og þau 19 tonn af þorski sem út- hlutað var á bátinn eru óveidd. „Ég skil ekki þessi læti. Það urðu einhver mistök þegar verið var að landa úr bát í Þorlákshöfn að sá afli var færður yfir á Guðnýju. Þeir voru hins vegar ekkert að hafa fyrir þvi að kanna málið nán- ar þessir karlar hjá Fiskistofu, enda yfir aðra hafnir," segir Aðal- steinn. Hann segist ekki reikna með að Guðný muni veiða þessi 19 tonn sem má þó sækja á bátnum, verðið sem greitt sé fyrir austan sé svo lágt að það borgi sig ekki. -gk Umræðufundtir um sortuæxli Umræðufundur um sortuæxli verður haldinn á vegum Styrks, samtaka krabbameinssjúklinga, annað kvöld, þriðjudaginn 16. apr- íl. Sigurður Böðvarsson krabba- meinslæknir hefur framsögu um þessi æxli, útlit þeirra og einkenni en tíðni sortuæxla hefur aukist mikið hér á landi eins og í nálæg- um löndum. Þessi tegund krabbameins hefur þá sérstöðu að vera vel sýnileg en það eykur möguleika á að greina æxlin snemma og veita viðeigandi meðferð. Batahorfur eru því betri sem sjúkdómurinn greinist fyrr og því er mikilvægt að fólk sé á varðbergi. Fimdurinn hefst klukkan 20. Smáauglýsingar 550 5000 Utilff hefur á að skipa sérfræðingum (hverri deild og f veiðideildinni svarar Orn Hjálmarsson öflum spurníngum viðskiptavina um allt milli himins og jarðar sem lýtur að stangveiði. Hvaða línu er best að nnta í straumvatni, hvaða gerð flugu á maður að nota i Langá í 2. viku f ágúst, hvað hentar best að nota f veiðiferð fjölskyidunnar? Komdu og spjallaðu viO Orn um allt sem viö kemur stangveiOi „Vöruúrval á veíðívarum er nokkuð gott á íslandi. Ég hef leítað til Útilífs vegna pess að þar finn ég pær vörur sem hafa reynst mér best. Þar fæ ég persónulega og faglega þjónustu." Haraldur Haraldsson, leiúsöguijiaður i Erimsá. UTILIF EiEa Glæsibæ • Simi 5451500 aukið fé til sameiginlegra markaðs- aðgerða en eindregin andstaða hef- ur komið fram við þá hugmynd, bæði meðal hrossaútflytjenda og hrossabænda. „Þegar svo er komið að útflutningsgjaldið hrekkur vart fyrir kostnaði við skoðun á útflutn- ingshrossum og útgáfu uppruna- vottorða og ekki er samstaða um að afla með þessum hætti fjár til sam- eiginlegra markaðsstarfa er vand- séð hvaða tilgangi það þjónar að innheimta fé í sjóð til þess að greiða kostnað við skoðun á útflutnings- hrossum og útgáfu upprunavott- orða. Eðlilegt er að hrossaútflytj- endur greiði þennan kostnað milli- liðalaust,“ segir í athugasemdum með frumvarpinu. -BÞ Svara að meðaltali 264 sporniogom om veiði á dag Getég aðstoðað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.