Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 25
37 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 DV Tilvera Ánægðir meö frammistöðuna Hilmar Jónsson leikstjóri og Guöjón Pedersen leikhús- stjóri fallast í faöma aö lokinni vel heppnaöri frumsýningu Skál Aöstandendur sýningarinnar skáluöu aö lokinni frumsýn- ingunni og gæddu sér síöan á dýrindis mat aö mexíkósk- um hætti. Kryddlegin hjörtu frumsýnd í Borgarleikhúsinu: Ástir og eldamennska Leikritið Kryddlegin hjörtu var frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhúss- ins á fostudaginn en það er unnið upp úr samnefndri skáldsögu rithöfúndar- ins Lauru Esquivel. Leikritið gerist í Mexíkó, á fyrri hluta síðustu aldar, og Qallar um togstreitu ástarinnar og gamalgróinna fjölskylduhefða. Titu, yngstu dóttur de la Garza-fjölskyldunn- ar, er meinað að ganga í hjónaband vegna þess að henni ber að hugsa um móður sina í ellinni. Með hlutverk Titu fer leikkonan unga Nína Dögg Fil- ippusdóttir en með önnur stór hlut- verk fara Edda Heiðrún Backman og Gísli Örn Garðarsson. Skáldafundur Mörg skáld og rithöfundar lögöu leiö sína í lönó á laugardaginn til aö berja sýninguna augum og var Thor Vilhjálmsson þeirra á meöal. DV-MYNDIR EINAR J. Sveinn og Auöur Sveinn Einarsson leikhúsfræöingur leiöirAuöi Laxness, ekkju skáldsins, í gegnum sýninguna. Laxness og leiklistin Geirmundur Valtýsson með nýja hljómsveit: Föstudagarnir farnir að slappast - aetlar samt aö halda ótrauður áfram og stílar á laugardagskvöldin DVMYND ÞÖRHAU.UR ÁSMUNDSS Ný áhöfn Hljómsveit Geirmundar eins og hún er nú skipuö: Vignir Kjartansson bassí leikari, Geirmundur, Hlynur Guömundsson og Jóhann M. Jóhannsson. „Hljómsveitin var búin að vera óbreytt í þrjú ár og þar áður lítið breytt í tíu ár. Það er kannski eðli- legt að menn þreytist á því að spila helgi eftir helgi og vilji breyta til, fólk er nú að skipta um vinnu annað slagið," segir Geirmundur Valtýsson sem enn heldur áfram ótrauður og óþreytandi í „bransanum" og er nú fyrir nokkru kominn með nýjan mannskap í hljómsveitina. Hljómsveit Geirmundar er nú þannig skipuð að Jóhann M. Jó- hannsson er trommuleikari og syng- ur, Hlynur Guömundsson spilar á gítar og syngur, Vignir Kjartansson leikur á bassa og Geirmundur sjálf- ur á hljómborð og syngur. „Mér líst vel á þennan mannskap og hljómsveitin hefur fengið góðar undirtektir það sem af er,“ segir Geimundur. En er alltaf jafn mikið að gera? „Það sem hefúr breyst á síðustu misserum er það að fóstudagskvöldin eru mikið að detta út. Það er alls stað- ar þannig að þau eru slöpp og núorð- iö spilum við ekki á þeim kvöldum nema eitthvað sérstakt sé um að vera. Við stílum upp á laugardagskvöldin og það má segja að hfjómsveitin sé upppöntuð fram á haustið." Aðspurður hvort Geirmundur sé eitthvað farinn að velta því fyrir sér að hætta spilamennskunni, segir hann að ómögulegt sé aö segja til um það. „Það stenst alveg sem Svanur Jó- hanns sagði einhvem tíma og virðist ætla að lifa eins og margt fleira sem þessi gengni simabílstjóri sagði við strákana í símaflokknum: „Enginn veit fyrr en allt í einu,“ sagði Geir- mundur. -ÞÁ. í tilefni aldarafmælis nóbelsskálds- ins Halldórs Laxness var sýningin Laxness og leiklistin opnuð í Iðnó á laugardaginn, en það em Samtök um leikminjasafn sem standa að sýning- unni. Á sýningunni gefúr að líta ýmsa muni sem tengjast leikverkum skálds- ins og uppfærslum þeirra í gegnum tíð- ina, svo sem leikmuni, ljósmyndir og líkön af leikmyndum. Ingibjöig Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnaði sýning- una formlega og síðan var boðið upp á kaffi og Hnallþórur og, eins og í frægu verki Halldórs Laxness, dugði ekkert minna en 17 sortir. Líkön til sýnis Líkön af leikmyndum eru meðal þess sem er til sýnis í lönó. Borgarstjórahjónln Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnaöi sýning- una formlega. Hérerhún ásamt Hjörleifi Sveinbjörnssyni, eiginmanni sínum. DV-MYNDIR EINAR J. Framkalllð Leikararnir þóttu standa sig meö miklum ágætum og var klappaö lofí lófa aö leik loknum. Hársnyrtivörur Stolnuð 1918 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 551 3010 □ Lyftarar fyrir vöruhús VÉLAVERr Lágmula 7 Reykjavik sími 5882600 Dalsbraut 1 Akureyri sími 4614007 Upplýslngar I síma 5802525 TúxtavarpiÚ 110-113 RÚV281, 283 og 284 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN —jjl J ókertölur AÐALTÖLUR MIDVIKUDAGINN 33) 37) 43) BÓNUSTÖLUR ^2i) Alltaf á miðvikudögum J ókertölur mlðvlkudags 8 4 0 5 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.