Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 12
12 Menning____________ A óskastund Það er ekki oft sem sýningargestur hefur á til- finningunni að fyrir náð og miskunn hafi hann hitt á óskastund á ferli listamanns, hvað þá á ferli þriggja listamanna samtimis. Sá grunur verður samt býsna áleitinn við upplifun á einka- sýningum þeirra Guðrúnar Einarsdóttur, Bryn- hildar Þorgeirsdóttur og ínu Salóme í Gerðar- safni. Að sönnu er hér um að ræða vandaðar listakonur og ágætlega sjóaðar en í þetta sinn er eins og bókstaflega allt gangi upp í úrvinnslu verka þeirra: verktæknin, hugmyndafræðin og hin persónulega sýn. Guðrún Einarsdóttir hefur fyrir löngu komið sér upp auðþekkjanlegu handbragði. í verkum sínum steypir hún saman arfleifð íslenska lands- lagsmálverksins, einkum og séríiagi nákvæmis- myndum Kjarvals af smágróðri, hugmyndum ýmissa nýraunsæismanna um sannleiksgildi sjálfs efniviðarins og bæði heimspeki- og guð- spekilegum pælingum sem varða samræmi og óstöðvandi flæði hins lífræna og ólífræna sköp- Brynhlldur Þorgeirsdóttir: Fjall 11*00, 2000, steinsteypa, gler, gifs Upp á sitt besta hafa þessi þrívíddarverk hennar ekki ósvipaöa nærveru og toftsteinar, undur og stórmerki afhimnum ofan. unarverks. Það sem kannski er mikilvægast að hafa í huga frammi fyrir verkum listakonunnar er að þau eru ekki af-leiöingar - endurgerðir eða afstraksjónir - þess sem hún sér eða skynjar. Þau eru tilraunir til að skapa sjálfstæðar Úið- stæður þess, eins konar „konkret“ listaverk, með mótun eða ummyndun sjálfrar málningarinnar, vinnubrögðum sem minna öllu meira á þrívídd- armótun en heföbundna málaralist. dóttur og Eirík Smith koma einnig upp í hugann. Þessum einingum raðar hún saman með ýmsum hætti og notar sér óspart innbyggt gegnsæi textílitanna; þannig verða tii ljósmettaðar lands- lagsstemmur sem virðast vega salt milii innra og ytra heims. Dúkar ínu mynda sterka og áleitna heiid í sainurn; heild sem hugsanlega hefði orðið enn sterkari með einu eða tveimur verkum til viðbótar. Innri og ytri náttúra Fjölbreytileg áferð þessara verka helgast einnig af þvi að sýn Guðrúnar á sköpunarverkið einskorðast ekki við náttúrukraftana hið ytra, heldur tekur hún einnig til lífheimsins innra með okkur, eins og þeir birtast okkur í æ ná- kvæmari sneiðmyndum og tölvumyndum vís- indamanna. Því þykjumst við ekki einasta skynja í verkum hennar lífsmarkið i sjálfri jarð- skorpunni, heldur |TPP«raiiPHHH|j^H| einnig flókna starfsemi wtf þarmaflórunnar, seytlanda blóðsins í bláæðum og skjálfta í hjartavegg. í ofanálag er áferð þess- ara verka ómótstæðileg, allt að því erótísk; þessi áhorfandi stendur sjálfan sig ítrekaö að því að rétta fram fmgur til að snerta hina margbreyti- legu mýkt þeirra. Sýning Guðrúnar er afar vel valin, upphengd og áhrifarík. Það væri synd að segja aö ína Salóme hafi haft sig mikið í frammi á listavettvangi. Einkasýn- ingu hefur hún ekki haldið í fimmtán ár, en stundum hafa borist fregnir af stórum textílverk- um sem hún hefur gert með því að mála með þar til gerðum litum á bómullardúk. Vel heppnað verk af því tagi er til dæmis að fmna í Hafhar- fjarðarkirkju. Af takmarkaðri reynslu sýnist mér sem bómullarmálverk kalli á stórbrotna myndbygg- ingu og/eða órofa litafleti, og að tilraunir til að hantéra flókið myndmál og smágert í þessum miðli séu dæmdar til að mistakast. Þetta skilur ína út í æsar, eins og sést á útfærslu hennar í áð- urnefndum dúkum í Hafnarfjarðarkirkju. í dúk- um sínum í Gerðarsafni hefur hún komið sér upp myndeiningum sem minna á íslenskt basalt; gömul verk eftir Jóhann Briem, Nínu Tryggva- Huldufjöll og óskasteinar Öfugt við Inu hefur Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnt oft og reglulega frá 1983, bæði á vettvangi þrívíddarlistar og glertengdrar listiðnar. Verk hennar hafa tekið breytingum í tímans rás en þó hefur listakonan í stórum dráttum haldið tryggð við nokkurs konar náttúruskynjun þar sem lögð hefur verið megináhersla á hið undursamlega, óútreikanlega og ævintýralega í samsetningu náttúrunnar. Segja má að Brynhildur sé á svipaðri bylgjulengd og Guðrún að því leyti að hún gerir hvorki tilbrigði „um“ náttúruna eða beinar eftir- myndir hennar, heldur endurskapar hana eftir eigin höfði og ímyndun. Svonefnd „Fjöll“ hennar og „Steinar" eiga því meira skylt við „huldufjölT fantasíumálara á borð við Kjarval eða „óskasteina" þjóðsagnanna, en landslagið eins og það blasir við út um glugg- ann. Upp á sitt besta hafa þessi þrivíddarverk hennar ekki ósvipaða nærveru og loftsteinar, undur og stórmerki af himnum ofan. Hér á árum áður liðu verk Brynhildar stund- um fyrir það að imyndunarafl hennar var yfir- sterkara þeim efniviði sem hún hafði afnot af. Nú hefur hún komið sér upp glæsilegri vinnu- stofu og nægilega ijölbreyttum efniviði, og árang- urinn lætur ekki á sér standa. Takist listakon- unni að halda í skefjum tilhneigingu til skreytis, sem oft er fylgiflskur glernotkunar af því tagi sem hún stundar, standa henni opnar ailar gátt- ir þrívíðar sköpunar. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningarnar standa til 21. apríl. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mán. kl. 11-17. ... mannsgaman Aö berja á sér úlnliðinn Það getur verið nokkur kúnst að standa i stór- kostlegu kokkteilboði og klappa. Þá heldur mað- ur með hægri hönd um hálsinn á léttu hvítsvíns- glasi og reynir að lemja vísifingri vinstri handar í úlnlið þeirrar hægri. Vitaskuld er þetta vísasta leiðin til aö skapa sem minnstan hávaöa úr lík- ama sínum en einhverra hluta vegna standa oft tugir maima saman í svona hanastéli og lúberja á sér úlnliðinn. Það gerist einkum þegar ræðu- maðurinn hefur sagt eitthvað guðdómlegt, eitt- hvað ógurlega snjallt og jafnvel svolitið frumlegt. Þá er hlegið hægum hlátri og horft í kringum sig tii þess að athuga hvort ekki séu örugglega allir aðrir aö hlæja. Og svo er barið í úlnliðinn, eins fast og glasið i hægri hendinni þolir. Því er á þetta minnst aö stundum er slegið of fast. Og vitaskuld kom það í hlut þess sem þetta skrifar að vera þar valdur aö klið úr hverjum munni. í sjálfu sér var ekki barið of fast í úlnlið- inn; nei miklu fremur á rangan stað, nefnilega neðst í blessað glasið sem gerði það aö verkum að heldur sullaðist úr því gambrinn göfugi. Og jafnan þegar vín fer til spillis fara þeir sem þess helst njóta á taugum. í þetta sinn kipptu taugam- ar snöggt í nokkuð æfða drykkjuhöndina og fyr- ir vikiö stóð glasið sem snöggvast eitt í brjóst- hæð minni. Á svona stundum stöðvast tíminn. Og þó aðeins augnablik. Glös detta bara á einn veg. Stystu leið niður. Og þarna stóð ég í miðju hanastéli hjá sendi- herra milljónaþjóðar og beið þess eins að heyra brothljóðið. Mikið var það hátt og þó hreint ekki snjallt. Ræðumaðurinn missti vitaskuld athygl- ina því næstu augnablik heyrðist hvemig háls- liðir í heilu samkvæmi hreyfðu sig að sama punkti. Það eina sem hægt er að gera er að brosa hæfi- lega vandræðalega. Og ímynda sér að maður hafi farið niður með glasinu. -SER. ______MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 _____________________DV Umsjón: Silja Aðaisteínsdóttir Hlálegar ástir Út er komið hjá Máli og menningu smásagnasafnið Hlá- legar ástir eftir Mil- an Kundera í þýð- ingu Friðriks Rafns- sonar. Hvað gerist þegar fólk tekur sér ný gervi í stundar- léttúð og leikur ann- arleg hlutverk í kynlifsleiknum án þess að hugsa það til enda eða gera sér grein fyrir afleiðingunum? Eða þegar karlmaður gerir sér upp trúarhita til að vinna hug og hjarta konu? Eða þeg- ar listasögukennari kemur sér ekki að því að gefa umsögn um akvonda grein um myndlist? Hlálegar ástir komu fyrst út í Prag árið 1968 og gerast allar á sjöunda áratugnum, því skeiði sem nefnt hefur verið Vorið í Prag, skeiði frelsis og léttlyndis sem lauk snarlega þegar Rússar gerðu innrás í Prag, skömmu eftir að þessi bók kom út. En svo djúpt skyggnist Kundera í mann- legt hlutskipti að sögurnar gætu sem hægast gerst í nútímanum. Auk Óbærilegs léttleika tilverunnar er Hlá- legar ástir sú bók Kundera sem mestra vinsælda hefur notið viða um heim - og ekki ófyrirsynju. Þarna skoðar hann margar viðkvæmustu hliðar mannlifsins í sínum einstæða spéspegli, ást og kynlíf, sýnd og reynd, einstaklingsbundinn húmor í húmors- lausu samfélagi og sjáifsvirðingu ein- staklingsins. Robert Guillemette gerði kápu. Söngtónleikar í Salnum í kvöld kl. 20 eru söngtónleikar í Salnum í Kópavogi. Þá flytja Hlöðver Sigurðsson tenórsöngvari og Antonía Hevesi píanóleikari íslensk sönglög eftir Karl O. Runólfsson, Sigfús Hall- dórsson, Sigvalda Kaldalóns og Svein- björn Sveinbjörnsson, og óperuaríur og sönglög eftir V. Bellini, G. Don- izetti, G. Fauré, U. Giordano og F. Schubert. Hlöðver hefur stundað nám hjá Antoníu við Tónlistarskóla Siglu- fjarðar síðan á haustmánuðum 1995 auk þess sem hann hefur sótt ýmis námskeið og mastarclass hjá þekktum kennurum. í vetur stundar hann nám við Guildhall School of Music and Drama í London og hefur fengið inni í óperudeild The Royal Scottish Academy of Music & Drama í Glasgow og mun hefja þar nám næsta haust. Söngvaskáld Út er kominn hjá Óma, Eddu - miðlun og út- gáfu, glænýr diskur með Herði Torfasyni sem ber nafnið Söngvaskáld. Þar eru lög Haröar við kvæði Halldórs Laxness utan eins bandarísks þjóðlags við Erfiljóð Einars í Undirhlíð eftir Rósu. Söngvaskáld kemur út í tilefni af hundrað ára afmæli Halldórs Lax- ness sem nú er minnst með margvís- legum hætti. í kynningu segir Guðmundur Andri Thorsson: „Hörður Torfa varð til þess að færa ljóð góðskáldanna úr bókahill- unum í betristofunni og inn í herberg- in til okkar krakkanna; hann söng þau fyrir okkur. Þegar hann var að koma fram fyrst með lögin sín þótti alls ekki við hæfi að syngja lög Tómasar og Davíðs, og ekki einu sinni Steins eða Halldórs, öðruvisi en klæddur í smóking eða kvöldkjól - að minnsta kosti með alvörusvip. /.../ Lög Harðar eru einfold og prjállaus og þjóna vel til að skila þessum einfoldu og prjállausu ljóðum Halldórs sem oft eru sett fram eins og nokkurs konar nytjaljóðlist - notuð í sögunum þegar vantar ljóö. Og erfitt er að hugsa sér búning sem hæfi þeim betur en útsetningar Vilhjálms Guðjónssonar. Lögin fá að anda en um leið er hér alit fullt af blæbrigðaríku nostri svo að útkoman verður í senn finleg og hófsöm." Hörður sér um söng, klassískan gít- ar og bakraddir, Einar Valur Scheving um áslátt og Vilhjálm Guðjónsson leikur á fiölda hljóðfæra auk þess að syngja bakraddir. í tilefni af útgáfunni er Hörður kominn til landsins og held- ur tónleika 19. apríl í íslensku óper- unni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.