Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 15
14 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 27 Útgáfufólag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreífing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kraftur og samstaða DV í dag er hiö fyrsta sem skrifað er og gengið frá til prentunar í nýjum höfuðstöðvum blaðsins í Skaftahlíð 24 i Reykjavík. Öll starfsemi þess var flutt frá Þverholti 11 um helgina, í sögufrægt hús þar sem áður var Lídó og síð- ar Tónabær, hús sem margir eiga góðar minningar um. Húsið hefur verið endurnýjað frá grunni og er nú glæsi- legt að innan jafnt sem utan, hrein borgarprýði. Starfs- menn fagna hinni nýju aðstöðu og eru fullir tilhlökkunar að fást við það kreíjandi verkefni sem útgáfa framsækins dagblaðs er. Óhætt er að segja að kraftur og samstaða sé i hverri deild blaðsins. Nýtt vinnuumhverfi er hverjum og einum hvatning um að gera gott blað betra. Viðskiptavin- um DV er um leið búin aðstaða eins og best verður á kos- ið þar sem aðgengi er gott og gnótt bílastæða. Flutningur blaðsins nú er eðlilegt framhald þeirra breytinga sem urðu á siðasta ári er nýir eigendur tóku við rekstri þess. DV byggir á gömlum merg. Blaðið varð til við samruna síðdegisblaðanna tveggja, Dagblaðsins og Vísis. Dagblaðið var stofnað 1975 en Visir er elsta dagblað lands- ins en það kom fyrst út árið 1910, eins og sjá má á forsíðu DV. Þetta er 92. árgangur. DV er því hluti langrar sögu og merkrar. Blaðið og forverar þess hafa skráð sögu lands og þjóðar i nærfellt öld. Sú saga hefur greint frá mestu breyt- ingum sem þjóðin hefur kynnst, byltingu i einu og öllu, fráhvarfi frá stöðnuðu bændasamfélagi yfir i tæknivætt upplýsingasamfélag nútímans. Á tímamótum sem þessum geta starfsmenn DV litið stoltir yfir farinn veg en um leið horft björtum augum til framtiðar. DV hefur verið hluti af lífi þjóðarinnar og verður það áfram. Fjölmiðill sem DV skiptir miklu. Blaðið er vettvangur tjáningarfrelsisins, fjölþættur miðill sem stendur öllum opinn en er um leið óháður flokkum og hagsmunasamtök- um. Samfélagið byggir á upplýsingum sem þurfa að berast hratt en vera um leið ábyggilegar og ábyrgar. Frétta- mennska DV er kraftmikil en um leið er lögð áhersla á að hún sé heiðarleg og sanngjörn og umfram allt vönduð. Á engan er hallað þótt þvi sé haldið fram að DV hafi verið i fararbroddi öflugrar fréttamennsku undanfarin misseri. Þar hefur verið beitt rannsóknarblaðamennsku með ábyrgum hætti, þar sem mikil vinna hefur verið lögð í upplýsingaöflun og örugga úrvinnslu. Fréttaskýringar hafa verið auknar og lesendum með því auðveldað að setja sig inn í þau mál sem hæst ber hverju sinni. Fréttir, innlendar sem erlendar, fréttaskýringar og myndir eru undirstaða dagblaðs sem DV. En blaðið er miklu meira en það. Það er vettvangur skoðanaskipta og öflugt á sviði neytendamála enda á það sér langa sögu sem slíkt. Menningarumfjöllun þess stendur styrkum stoðum og iþróttir skipa stóran sess. Þá sinnir það ekki síður af- þreyingu sem nauðsynleg er i erli dagsins. Tímaritið Fók- us er fylgirit þess, vinsælt meðal unga fólksins. Helgar- blað DV er síðan punkturinn yfir i-ið, rjóminn á kökunni. Það tryggir lesendum fræðslu og skemmtun sem endist alla helgina. Þjónustuhlutverk DV er grundvallaratriði, aðstoð í daglegu lífi hvers heimilis, sem og auglýsingar, ekki sist smáauglýsingar, eitt sérkenna DV. Þessa blöndu hafa lesendur kunnað að meta enda er blaðið öflugt jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem landinu öllu. Fyrir það traust þakka starfsmenn DV. Flutningur á nýjan stað er sem vítamínsprauta fyrir starfsfólk blaðsins. Þess munu lesendur njóta. Það eru spennandi tímar fram undan. DV býður viðskiptavini vel- komna í nýjar höfuðstöðvar. Jónas Haraldsson DV Skoðun Lýðræðisdrottningarnar Undanfarin miss- eri hefur sá hvim- leiði siður rutt sér til rúms að formenn stjómarflokkanna neita að mæta í um- ræður um stjómmál, nema einir í svoköll- uðum drottningar- viötölum. Skaðsemi þessa fyrir lýðræðis- lega umræðu i land- Björgvin G. inu blasir við. Odd- Sigurðsson, vitar ríkisstjómar- framkvæmdastjóri innar mæta ekki for- Samfyikingarinnar ingjum stjómarandstöðunnar til að ræða pólitik líðandi stundar. Drottn- ingarnar mæta einar. Sameiginlegar viöræöur Sjónvarps- og blaðamaðurinn Egill Helgason lagði á dögunum fram góða hugmynd í pistli á vefsíöunni Silfur Egils, sem vinnur bug á þessum vanda. Þar leggur Egill það til að sjón- varpsstöðvarnar þrjár; Ríkissjónvarp- ið, Skjár einn og Stöð 2, sameinist um fasta viðræðuþætti formanna stjórn- málaflokkanna við upphaf og enda hvers þings. Ef einhver formannanna mætti ekki væri sá stóll auður. Svo einfalt væri það. Engin undan- brögð og engir varamenn leyfðir. Tími drottninganna liöinn Fyrir utan að þetta yrði afar skemmtilegt myndu þættirnir lyfta lýðræðislegri umræðu í landinu á hærra plan. Það liðu ekki íjögur ár á milli þess sem kjósendur gætu mátað formenn flokkanna í snörp- um og skemmtilegum viðræðum í sjónvarpi. Lýðræðisdrottningar stjórnarflokkanna yrðu að beygja sig undir það sama og forystu- menn flokka I nágrannalöndum okk- ar; að mæta andstæðingum sínum og standa fyrir máli sínu. Það er afkára- legt í alla staði að kjósendur geti ekki með reglulegu miflibili fengið að sjá formenn þeirra flokka sem eiga fólk á þingi takast á. Af hveiju fáum við ekki að sjá og heyra formennina takast á um Evrópumálin, svo dæmi sé tekið? Jú, það styttist í það, ekki nema rúmt ár þangað til. Efla lýðræöiö Að sjálfsögðu er það ein af frum- skyldum formanna flokkanna að gangast upp í því að efla pólitíska umræðu í landinu. í stað þess að reyna að drepa hana í dróma með því að neita fjölmiðlum að mæta andstæðingum sínum í stjómmálum. Ég skora á sjónvarps- stöðvamar að verða við hugmynd Egils og gangast inn á það að halda fyrsta for- mannaviðræðuþáttinn í lok apríl, þegar þingi lýkur. Sá næsti yrði þá í byrjun október þegar þing kemur saman, og kofl af kolli. Lýðræðið er höfuðdyggð á sam- félagsgerð okkar og við eigum að efla það og styrkja með öllum tiltækum ráðum. For- mannaviðræður aflra sjónvarpsstöðvanna „Ef einhver formannanna mætti ekki vœri sá stóll auður. Svo einfalt afar goð leið tu væri það. Engin undanbrögð og engir varamenn leyfðir. “ Björgvm g. Sigurösson Einkavæðing orkugeirans Ríkisstjómin undirbýr nú eðlis- breytingar á einum mikflvægasta hluta samfélagsþjónustunnar á Is- landi, orkugeiranum. Frumvörpin bíða tilbúin. Hlutafélagavæða á vatnsveitumar, Rarik og allan raf- orkugeirann. BSRB hefur eindregið varað við slíkum áformum og sagt að þar með sé verið að stíga fyrsta skrefið til einkavæðingar á þessu sviði. Stjómvöld hafa aftur á móti iðulega haldið því fram að einungis sé verið að færa lögin til samræmis við reglur ESB, ekki séu uppi áform um sölu. Ástæðulaust er að velkjast í vafa um tflgang hlutafélagavæðingarinn- ar. Yflrlýsingar Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, stjómarformanns Landsvirkjunar, og Þorkels Helga- sonar orkumálastjóra á árlegum samráðsfundi Landsvirkjunar 5. apr- íl taka þar af öll tvímæli. Jóhannes Geir staðhæfði að íslenskur orkuiðn- aður væri ekki lengur „þjónustu- grein ríkis og sveitarfélaga" heldur „undirstöðuatvinnuvegur sem að hluta eigi í harðri alþjóðlegri sam- keppni“. Jóhannes sagði að orkufyr- irtækin þyrftu aðeins „nokkum æf- ingatima í hinu almenna við- skiptaumhverfi“ áður en hægt yrði að selja þau. Orkumálastjóri fullyrti að enda þótt einkavæðing væri ekki á dagskrá í dag væri hennar ekki langt að bíða. Eftir höfðinu dansa limimir. Pólitísk hugmyndafræði Boðaðar breytingar em afleiðing- ar pólitískrar hug- myndafræði og snú- ast ekki um getu rík- is eða sveitarfélaga til þess að reka orku- geirann á hagkvæm- an hátt. Forystu- stofhanir hins al- þjóðlega kapítalisma, þ. á m. Alþjóðabank- inn, hafa sett einka- væðingarstefnuna á oddinn og í krafti skilyrtrar lánafyrir- greiðslu hafa þær neytt ýmis ríki til að einkavæða opinber fyrirtæki. Brautin hefur verið radd fyr- ir alþjóðleg fyrirtæki að arðbærum verk- efnum en almenning- ur hefur reitt fram gróðann; annaðhvort með hærri gjöldum „Væntahlegir kaupendur að íslenska vatns- og orkukerfinu munu að sjálfsögðu gera „eðlilegar arðsemiskröfur“. Neyðist hin nýju fyrirtæki til að taka þátt í hin- um „félagslega þætti“ munu þau reyna að losna undan því við fyrsta tœkifæri.“ eða óbeint í gegnum ríkið, sem hefur setið uppi með óarðbæmstu þætti þjón- ustunnar. Ef selja á vatns- veitur, raforkuver og dreifikerfi hér, er fráleitt að æila að „velviljaðir" ís- lenskir lífeyrissjóðir muni verða einir um hituna. Verkefni sem þessi þarf að bjóða út á alþjóðlegum markaði; til þess sjá reglu- gerðir ESB. Félagslegur þáttur í nýju framvarpi til raf- orkulaga er talað um framkvæmdir sem ekki stEmdist „eölflegar arðsem- iskröfur" sem „félagslegan þátt í starfsemi fyrirtækisins". Hér er átt við framkvæmdir sem tryggt hafa ibúum strjálbýlisins rafmagn til jafns við aðra. I nýju fmmvarpi um hlutafélagavæðingu Rafmagnsveitna ríkisins segir m.a.: „Ef fjármögnun þessa félagslega þáttar í starfsemi Rafmagnsveitnanna er leyst, hefur hið nýja hlutafélag öflugan fjárhags- legan grunn og góðar horfur eru á að unnt sé að skila nauðsynlegu fé úr rekstri til áframhaldandi uppbygg- ingar fyrirtækisins og viðunandi starfsemi." I raforkufrumvarpinu segir síðan að gjaldtaka eigi að vera í samræmi við raunkostnað en kostnaði af „félagslegum aðgerðum" verði haldið utan við gjaldskrá vegna flutnings og dreifingar. Loks er rætt um aðferðir til að standa straum af hinum „félagslega“ kostn- aði. Ríkið situr uppi með kostnað Væntanlegir kaupendur að ís- lenska vatns- og orkukerfmu munu að sjálfsögðu gera „eðlilegar arðsemiskröfur". Neyðist hin nýju fyrirtæki til að taka þátt i hinum „félagslega þætti“ munu þau reyna að losna undan því við fyrsta tækifæri. Hér má benda á reynsluna af einkavæðingu vatnsveitu Buenos Aires- borgar. Þegar einkafyrirtæk- ið hafði lagt í fjárfestingar varð uppsett vatnsverð svo hátt að fátæklingar, sem raunar voru notaðir sem réttlæting á nauðsyn einka- væðingarinnar, höfðu ekki lengur efni á að kaupa vatnið. Semja varð upp á nýtt. Sveitarfélagið sat uppi með rekstur á dýrasta og óhag- kvæmasta hluta kerfisins en einka- fyrirtækið fleytti rjómann. Þá er Ijóst að í markaðsvæddu um- hverfl munu einkafyrirtæki tregðast við að standa undir rannsóknum sem komið gætu keppinautum til góða og ekki taka þátt í undirbún- ingi virkjanakosta nema þaú hafi forræði yfir þeim. Slíkur kostnaður mun falla á ríkið. Óljóst er hvemig aðhaldi í umhverfismálum verður háttað, en vist er að erfiðara verður að fá einkafyrirtæki til þess að fylgja reglum á því sviði. íslensk stjómvöld eru á villigötum en hægt er að breyta um stefnu áður en skaðinn er skeður. Rétt er aö staldrá við. Nauðsynlegt er að hefja opinbera umræðu um þessi mál þar sem að koma almenningur, stjóm- völd og fagaðilar. Einkavæðing nauðsynlegrar samfélagsþjónustu leiðir til ójafnaðar, tryggir fáeinum mikinn gróða en samfélaginu og al- menningi stóraukin útgjöld. Ámi Guðmundsson Ummæli Embættisveitingar Sólveigar „Er áhugavert að skoða embættisveiting- ar Sólveigar Pétursdótt- ur, dóms- og kirkju- málaráðherra, frá því að hún varð ráðherra. Nýtt landslag er að koma í ljós í vígi karla innan lög- gæslu- og dómskerfa. Sólveig Péturs- dóttir hefur á starfstíma sínum skipað tvo hæstaréttardómara, þar af eina konu, Ingibjörgu Benediktsdóttir. Af tveimur héraðsdómurum sem hafa verið skipaðir er ein kona, Ingveldur Einarsdóttir sem starfar við héraðs- dóm Suðurlands. Af þeim sjö sýslu- mönnum sem dómsmálaráðherra hef- ur skipað sl. tæp 3 ár eru fjórar kon- ur, Ástríður Grimsdóttir á Ólafsfirði, Anna Bima Þráinsdóttir í Búðardal, Sigríður Björk Guðjónsdóttir á ísafirði og Áslaug Þórarinsdóttir á Hólmavík." Ásta Möller alþingismaður é heimasíðu sinni. Fátæktargildra í skattkerfinu „Það er nýtt í samfélagi okkar að fólk í fullri vinnu nái ekki endum saman. Skattakerfið hefur búið til fá- tæktargildru með skattleysismörkum sem virka sem hemill á hækkun lægstu launa. Gamla krafan um hækkun skattleysismarka er í reynd röng og tekjutengingarnar hafa i mörgum tilvikum læst fólk inni með lág laun. Það er umhugsunvert að stjómmálaflokkamir hafa ekki mætt þessum nýju aðstæðum með nýrri stefnu. Það að fólk skilji til að drýgja tekjur sínar er vitanlega algerlega óviðunandi en ekki heyrist mikið um þetta málefhi frá prestum." Ágúst Einarsson á heimasíöu sinni. Spurt og svarað Um hvað verður kosið í Kópavogi? ■ gStS Ólafiir Þór Gunnarsson, 1. sœti á lista VG: Áták í félags- og skólamálum Kosningamar í Kópavogi snú- ast um bætta þjónustu við íbúana. Áherslur þurfa að breytast úr malbiki og steinsteypu í þjónustu við fólk. Grunn- skólana þarf að efla og færa ákvarðanir nær skólun- um sjálfum og foreldrum. Bærinn á að hafa frum- kvæði að því að samþætta starf grunnskóla, lista- skóla, íþróttafélaga í samfelldum skóladegi. Börnin eiga ekki að þurfa að ferðast bæjarhluta á milli eft- ir skólatíma til að sækja þessa þjónustu. Leikskóla- rýmum þarf að fjölga og gera síðasta ár leikskólans að skyldu, og því ókeypis. Þjónusta við eldri borg- ara þarf að batna. Stefna bæjarins á að vera að gera eldra fólki kleift að búa að sínu eins lengi og það vill og getur. Bærinn er fyrir fólkið." Ármann Kr. Ólafsson, 2. sœti á lista Sjálfstœðisflokks: Kjósendur horfa til verkanna „Kjósendur munu horfa til þeirra verka sem núverandi meirihluti Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks hefur staðið að. Flokkamir hafa ekki aðeins lagt áherslu á upp- byggingu nýrra hverfa, heldur hefúr einnig verið mikið lagt upp úr lista- og menningarmálum, eins og sjá má með Salnum og nýju menningarhúsi. Þá hefur áhersla verið lögð á íþrótta- og æskulýðsmál, þar sem verið er að taka nýtt fjölnota íþróttahús í Smáranum í notkun og byggja nýja sundlaug í Salahverfi. Einnig hefur verið gert mikið átak í uppbyggingu grunnskólanna og leik- skólanna þar sem biðlisti bama, tveggja ára og eldri, um það bil að klárast. En fyrst og fremst vonast ég til að kjós- endur dæmi okkur af verkum okkar og horfi til þeirrar stefnuskrár sem við kynnum á næstu dögurn." Hansína Björgvinsdóttir, 2. sœti á lista Framsóknarflokks: Viljum við Sigurð áfram? „Á þessari stundu em ekki mörg brennandi ágreiningsmál milli þeirra stjómmálaflokka sem bjóða fram hér í bæ. Ég gæti í raun best trúað að helsta kosningamálið yrði sú spuming hvort við viljum og ætlum að hafa áfram sama bæjarstjóra. Sjálf hef ég unnið mikið með Sigurði Geirdal og veit að hann hefur staðið sig vel í því hlutverki og vil því hafa hann áfram. Það má þó reikna með því að skólamál verði nokkuð í umræðunni fyrir þessar kosningar, þá hvort ekki eigi að efla sjálfstæði þeirra meira en nú er. Skólamir vom undir mikilli mið- stýringu meðan þeir heyrðu undir menntamálaráðuneyt- ið, en nú þegar þeir era komnir í stjóm sveitarfélaga og foreldra þá áttar fólk sig kannski best á því hverjir mögu- leikamir em og hvað gera má til að efla skólana." Hafsteinn Karlsson, 3. sœti á lista Samfylkingar: Nýir vendir sópa hest „Það verður kosið um þjón- ustu sveitarfélagsins við bæjar- búa. Svo sem aö leik- og grunn- skólar verði sjálfstæðari og fái aukið svigrúm og hvatningu tfl að koma til móts við afla nemend- ur og að böm og unglingar geti sinnt skyldum sínum og áhugamálum sem mest í næsta ná- grenni við heimili sitt. Áhrif bæjarbúa á stjómun bæjarins, einfald- ara og skilvirkara stjómkerfi og að bæjarbúar fái fljóta og góða afgreiðslu á sínum málum. Kópavogsbúar kjósa einnig um það hvort þeir vilji nota gamla og slitna vendi á gólfin sín eða fá nýja sem sópá betur.“ £ Sklpan framboösllsta í Kópavog! er nú óðum að komast á hrelnt. En hver verða helstu kosnlngamálln? Frambjóðendur voru teknlr tali. Iðandi mannlíf og dapurt Erfitt er að koma auga á um hvað kosningabaráttan vegna borgarstjórnarkosn- inganna í Reykjavík snýst annað en það hvaða borgar- stjóraefni sest i Ráðhúsið að kosningum loknum. Skuldaskil og tölvuvæðing skóla skipta atkvæðin yfir- leitt afarlitlu máli, fremur en hvort byggja á næstu höfuðborgarþorp á Geld- inganesi eða í hlíðum Úlf- arsfells þegar kemur fram á öldina. Að bjarga miðborginni frá sjálfri sér veldur ekki ágreiningi og virðast allir þeir sem þar leggja á ráð sammála um að steindrepa það mikla lífsfiör sem þar þrífst. Veit- ingahúsin, Kolaportið, peningavald- ið og stjómsýslan halda þar uppi ið- andi mannlífi næstum allan sólar- hringinn afla vikudaga. Þrátt fyrir öfl bilahúsin er stæðaskorturinn mikill og sýnir það eitt hve líflegur Miðbærinn er. Öðm máli gegnir um úthverftn, svefnbæina, þar sem sælgætissjopp- ur og videóleigur em helstu athafna- fyrirtækin og samkomustaðir íbú- anna, ekki síst hinna yngri. En þannig vilja íbúamir hafa það og er ekki við að amast. I dreifðum byggð- um Reykjavíkur er allt bannað sem gerir borg að borg og þannig vilja íbúamir hafa það. Veitingahús eða hverfiskrá eru hvarvetna á bannlista íbúasamtaka. Því er eðlflegt að Mið- bærinn sé vel sóttur þegar ungir sem hinir eldri þurfa að sletta úr klauf- unum. Þar er fiörið og þangað er sótt. I Reykjavík er ekki samkomulag um neitt og íbúamir hafa ekki áhuga á öðm en nánasta umhverfi í svefn- bæjunum sínum. Þeim er meira að segja fiandans sama Um þótt sveitar- félaginu þeirra sé skipt í tvö kjör- dæmi, enda hafa þeir ekkert með þingmenn að gera og vænta sér enda einskis af þeim. Dreifbýliö lifi En þegar kemur að elsku hjartans nánasta umhverfi snýst allt um að þar verði dreifbýlinu viðhaldið og óverðugum ekki hleypt þar að. I sveitasælunni nærri stórbýlunum Korpúlfsstöðum og Blikastöðum stóð til að byggja sæmilega reisulega íbúðabyggð í lítt byggðu en fögm umhverfi. Upp rísa þá íbúar nær- liggjandi dreifbýla og mótmæla há- stöfum og heimta aö ekkert óviðkomandi fólk fái að búa þar í nýrri byggð. Reykvík- ingar hafa nefnilega ekki snefil af tilfinningu fyrir að þeir búa í borg og vilja ekk- ert um það vita hvemig svoleiðis búskaparhættir eru sfimdaöir. Neðst í Suðurhlíðum átti að reisa hús á íbúavænum stað. Þeir sem eiga hús þar fyrir ofan mótmæla harð- lega og telja að þrengt sé að sér ef þeir fá ekki að búa einir í þess- um hluta Fossvogs og kveina yfir að bílaumferö muni aukast. Sjálfir djöflast þeir á sinum bílum um þétt- býlar götur og stræti og dugir engum að kvarta. Kópavogsbúar gegnt nýju húsunum mótmæla einnig þeirri ósvífni Reykvíkinga að ætla að koma nokkrum fiölskyldum fyrir á svo ágætum stað. Reykvíkingar mót- mæla svo aftur á móti að bæjar- stjómin í Kópavogi fái að reisa hús á stað þar sem sést til Elliðavatns. I Laugamesi er gnægð lóða. En af tillitssemi við fiarbúa í hverfinu er þar byggt lítið og lágt enda háværar kröfur þar um. Hins vegar kvartar enginn yfir víðlendu skúradrasli sem þekur drjúgan hluta fegurstu byggingarlóða við Faxaflóa, ef ekki í heiminum öllum. Þeir sem ráða Lengi má telja dæmi um skaðræði sem grenndarkynningar valda. Skipu- lagið hefur engin tök á málum og get- ur sjálfu sér um kennt með því að gera Reykjavík að dreifðum þorpum og fær svo engu um að ráða hvemig byggt er á milli þeirra vegna kver- úlanta sem hatast við allt sem minnir á borgarmyndun og vill ekkert vita um kosti þess að búa í þéttbýli. Þeir einu sem eiga að hafa greiðan aðgang að borginni og virðst kunna að meta hið eiginlega borgarlíf, eru vel haldnir landsbyggðamenn sem skipuleggja Vatnsmýrina í sína prí- vatþágu og fara létt með það að skrumskæla eðlilega borgarmyndun á Seltjamarnesi hinu forna. En fyrst og fremst eru að íbúar Reykjavíkur sjálfir sem vilja búa í lágreistum þorpum og sem lengst hver frá öðrum. Óvandaðar og for- skalaöar skúrbyggingar í og við Mið- bæinn em vemdaðar, eins og stein- gráir brunagaflar sem gera Reykja- vík að einni ljóustu byggð Evrópu á fegursta borgarstæði norðurálfu, þar sem samkomulag ríkir um að bann- að sé að byggja. En fyrst og fremst eru það íbúar Reykjavíkur sjálfir sem vilja búa í lágreistum þorpum og sem lengst hver frá öðrum. Óvandaðar og forskalaðar skúrbyggingar í og við miðbœinn eru vemdaðar eins og steingráir brunagaflar sem gera Reykjavík að einni Ijótustu byggð Evrópu á fegursta borgarstæði Norðurálfu, þar sem samkomulag ríkir um að bannað sé að byggja. * %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.