Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 16
28 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 Skoðun DV Hvað ætiar þú að gera í sumarleyfinu? (Spurt á Akureyri) Kristín Hllmarsdóttir snyrtifræöingur: Feröast innanlands. Ég er ættuö af Vestfjöröunum og stefni þangaö - til aö kanna slóöir feöranna. Traustl Bergland stýrimaöur: Draumurinn væri aö komast í fljóta- siglingu og svo á sólarströnd. Sigurður Eiríksson lögfræðingur: Ég hef ekki ákveöiö þaö en hálendis- ferö er ofarlega á óskalistanum. Oskar Oskarsson verslunarmaður: Þaö er óákveöiö en mig langar virki- lega á Vestfiröina. Reynir Karlsson rafvirki: Mig langar í sólina í haust. Væntan- lega færi ég þá til Spánar. Maren Hjaltadóttir, vinnur í íþróttahúsi: Stunda iikamsrækt. Og svo feröast hér innanlands, mig langar vestur á firöi. Börnin og rítalínið Sigrún skrifar: Ástæðan fyrir bréfi mínu er fyrst og fremst að mér er farið að blöskra svo umræðan um notk- un rítalíns hér á landi. Ég tel nefni- lega, eins og hinn víðfrægi taugasér- fræðingur Oliver Sachs, sem heim- sótti ísland ekki fyrir löngu, að ríta- lín sé ekkert til að spauga með og sé víðast hvar of mikið notað. Hann segir að í Bandaríkjun- um, þar sem notk- unin á sér lengri sögu en hér, hafl verið sýnt fram á að böm sem fá rítalín snemma og jafnvel í mörg ár eigi oftar en ekki við erfið- leika að stríða í námi, svo fátt eitt sé nefnt. Aðstoðarland- læknir nefnir eina tegund misnotk- unarí Fréttablaðinu 10. apríl, þ.e. að fikl- ar fá lyf ætluð böm- um. En hvað með misnotkun á lyfrnu þegar böm eru ann- ars vegar? Við vit- um öll að við búum í mjög hröðu samfé- lagi þar sem sífellt „Ég þekki a.m.k. þrjár mœður sem segja að þeim hafi verið boðið rítalín fyrir sín börn af ýmsum ástœðum en afþökkuðu það. Ég þekki öll þeirra börn og sé ekki að neitt sé að þeim ..." minni tími virðist til að sinna ein- staklingnum og vesalings börnin fara ekki varhluta af því. Ég þekki a.m.k. þrjár mæður sem segja að þeim hafi verið boðið rítalín fyrir sín börn af ýmsum ástæðum en afþökkuðu það. Ég þekki öll þeirra börn og sé ekki að neitt sé að þeim og finnst því að þessi umræða sé komin út yfir öll velsæm- ismörk. Hvað varð um ást og um- hyggju? Öll börn sem búa við mikið óöryggi verða eirð- arlaus og sýna þá gjarnan það sem við teljum óæski- lega eða leiðinlega hegðun. En verðum við ekki að staldra við og hugsa aðeins um það sem veldur hegðuninni áður en við gripum til lyfja? Ég ætla ekki að full- yrða að ekkert bam þurfi rítalín en leit- ar fólk almennt annarra lausna áður en það grípur til lyíja? Látum okkur vel- ferð allra barna varða. Kynferðisleg áreitni stórfyrirtækja Guðmundur Albertsson skrifar: Ég vildi vekja athygli á því sem ég vil kalla kynferðislega áreitni af hálfu Hagkaups. Bæklingur fyrir- tækisins hefur valdið mér, karl- manni á besta aldri, hugarangri og svefnlausum nóttum. Þessir bæk- lingar hafa undanfarið veriö mynd- skreyttir af vörpulegum kvenmönn- um (og karlmönnum reyndar en á þeim hef ég talsvert minni áhuga) í bjóðandi stellingum, klæddar undir- fotum, yfirleitt í of litlum númerum. Tilgangurinn er sennOegast sá að karlmenn eigi að kaupa slík fót handa eiginkonum. Nú verð ég að viðurkenna að þegar ég renni aug- um yfir þessar myndir er eiginkon- an mér fjarlæg hugsun og tilhugs- unin að hún væri á viðkomandi mynd í sama númeri og þessar ungu stúlkur veldur manni hroUi. Mergurinn málsins er að ég get ekki liðið að fá inn á heimUi mitt Hagkaupsbæklingar þykja að flestra mati greinargóð kynning á vöruúrvalinu - en svo eru aðrír sem verða fyrír kynferðislegu áreiti af völdum þessara prentgripa. myndir sem vekja upp aUs konar hugaróra í veikgeðja mönnum líkt og mér. Dropinn sem fyUti mælinn var einmitt nú siðast þegar diet cola-stúlka ein skartaði fléttum og renndi fingrum í gegnum hár sitt, á afar bjóðandi hátt. Ég þurfti að hafa mig aUan við tU að halda þetta út. Hjónaband mitt má ekki við slikum utanaðkomandi þrýstingi. Varla þætti fólki sem ætti við áfengis- vandamál að stríða í lagi að fá send- an kassa af vodkaflöskum inn á heimUi sitt? Þetta er að mínu viti al- gerlega samsvarandi. Lítið má út af bregða tU að eitthvað gefl sig þegar menn eru jafn kynferðislega „frústreraðir" og undirritaður og því er svona lagað ekki vel þegið. Ég vU þvi benda Baugsmönnum á að ef ég vU nálgast erótískt myndefni þá er ég fullfær um það sjálfur en þessi nýjasta myndasería af fröken Diet Coke er einfaldlega of kynæsandi fyrir menn eins og mig og gera mann reiðan, þunglyndan, og svefnvana. Starfsviðtalið - harmleikur í einum þætti Sviðið er lítið herbergi í höfuðstöðvum félags- málasviðs Kópavogsbæjar. Þar sitja við borð þrjár manneskjur, félagsmálastjóri í hvítri skyrtu með vínrautt bindi, umsækjandi um starf og dularfuU- ur óskUgreindur áheyrnarfuUtrúi frá Kópavogs- bæ. Manneskjurnar sitja þöglar dágóða stund. Það er spenna í loftinu. Félagsmálastjóri (hér eftir ritað Féli): SæU Frið- finnur og velkominn hingað í höfðustöðvamar. Friðflnnur: Takk. Það er mjög ánægjulegt að vera hingað kominn. Féli: Já, þakka þér. Við erum mjög stoltir af bænum okkar, Kópavogsbúar. Sérstaklega er kirkjan okkur hjartfólgin. Þessar mjúku línur eru M einkennandi fyrir bæjarsálina. Friðfinnur: Yndislegur bær, Kópavogur. Féli: Já, svo sannarlega. Svo hefur uppbygging- in verið ótrúlega hröð. AUt þetta vUjum við þakka hinum mUda samhug og skUningi sem við höfum mætt hjá æðri máttarvöldum - og Gunnari Birgis- syni. Starfiö, já starfiö > Friðfmnur: En varðandi starfið ... Féli: Já, starfið, starfið. Þetta starf er mjög mik- ilvægt. Friðfinnur: Ég geri mér grein fyrir því. Ég hef metnaðinn tU að sinna því vel. Féli: Já. Það má þó aldrei líta á starf sem ein- angrað fyrirbæri. Mín heimspeki er sú að hvert starf innan kerfisins sé aðeins lítiU hlekkur í þeirri samhangandi keðju sem félagsmálasvið Kópavogsbæjar er. Og keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Friðfmnur: Já. Féli: En okkur líst vel á þig, Friðfinnur. Við teljum að þú sért einmitt maðurinn tU að berjast með okkur í stríðinu við félagsmáladrauginn, sem vel að merkja leynist innra með okkur öUum. Skrifa hérna Féli gefur óskUgreinda dularfulla áheyrnarfull- trúanum bendingu um að koma meö samnings- eyðublað og vandaðan penna. FuUtrúinn leggur hann á borðið framan við Friðfinn. FuUtrúi: Skrifa héma. Féli stendur upp og tekur í hönd Friðfmns. Féli: Ertu reiðubúinn tU að leitast við að fremsta megni að gera Kópavog að lífsorkuupp- sprettu þinni? FuUtrúi: So help me god? Friðfinnur: Já. Féli: Vertu trúr aUt tU starfslokasamnings og við munum gefa þér lifsins skrifborð. FuUtrúi: Skrifa héma. Friðfinnur tekur pennann í vinstri hönd og býst tU að skrifa. FuUtrúinn stekkur æstur tU Féla og bendir felmtursfuUur. FuUtrúi: Hann er, hann er, hann er örvhentur! Örvhentur! Féli þrífur pennann af Friðfmni. Féli: Út! Burt úr mínum húsum. í húsi fóður míns em mörg verkfæri en engin skæri fyrir örv- henta. Vertu sæU. Cm<í Samtímasaga Þorvaldur Órn Árnason skrifar: í Landinu helga er verið að sparka í liggjandi mann. Bush litli Bandaríkjaforseti kemur þar að. Hann ætlar að ganga fram hjá og láta eins og hann hafi ekkert séö, en fólk hrópar á hann og segir: „Þú verður að stiUa tU friðar. Þá snýr Bush sér að liggjandi manninum og hrópar: „Þú verður að hætta að reita manninn tU reiði og semja við hann um frið. Síðan snýr hann sér að árásarmanninum og segir:„Æ, vUtu ekki fara að hætta núna, vin- ur.“ Svo snýr hann frá og lætur óá- talið þó árásarmaðurinn haldi áfram að limlesta þann sem enn liggur. Ljót er þessi saga sé þess gætt að árásarmaðurinn er að hrekja hinn frá landi sínu og heimUi tU að taka sér þar sjálfur bólfestu. Ríkisstarfsmenn sem slugsa Gu&mundur benti á: Almenn hegningarlög, 141. grein, fjaUa um opinbera starfsmenn sem sýna stórfeUda vanrækslu í starfi. Þetta á við um opinbera starfsmenn og ranglega skráð lyf sem greint hef- ur verið frá að undanfornu. Brot af þessu tagi varða sektum og aUt að einu ári í fangelsi. Önnur spáin rétt, hin fyrir ríkisstjórnina Gunnar H. Árnason hringdi: Það er talað um hlutleysi Þjóð- hagsstofnunar og að hún sé óháð. Þá er gaman að rifja upp orð heið- ursmanns sem fyrir nokkrum ára- tugum kom í útvarpið. Hann sagði að stofnunin gerði ævinlega tvær spár - aðra skynsamlega, en hina fyrir ríkisstjórnina. Þessi maður var rekinn á staðnum og ég held hann hafi ekki komist í Ríkisút- varpið síðan. Maður þessi var bankastjóri og heitir Jónas Haralz. Kaupmannahöfn Dýrt uppihald. Dýrar utanlandsferðir Kristinn Sigurðsson skrifar: Eru engar ódýrar utanlandsferðir tU? Ég spyr vegna þess að ég er að hugleiða utanlandsferð og datt þá helst í hug að ódýrast væri að fara tU Kaupmannahafnr og gista þar hjá íslenskri konu á Hótel Valby í viku. Komst ég að því að flug, hótel og skotsilfur þessa viku væri að lág- marki 100 þúsund krónur. Mér finnst það ansi dýrt. Getur einhver bent á ódýrari ferð i viku? Ánægjulegt ÁTVR Jðnas skrifar: Ég kem af og tfl í Ríkið og kaupi mér rauðvínsflösku. Ánægjulegt er að koma í ÁTVR í Kringlunni eða Heiðrúnu. Þama starfar afburðafólk sem hefur mikla vöruþekkingu og miðlar henni skemmtUega. Útiend- ingur í Kringlunni ber af öðrum í þessu, við hann hef ég átt fróðlegt spjaU. Oft er talað um ríkisfyrirtæki sem óalandi og óferjandi, og talað er niður tU ríkisstarfsmanna. Auðvit- að er þetta rangt, ríkisfyrirtækin standa sig flest með prýöi. Svo er það upp og ofan hvemig þjónustu einkafyrirtæki sýna. Burtu með einkavæðingarvaðalinn - góð ríkis- fyrirtæki eiga fuUan rétt á sér. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.