Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 Landið i>'Vr Einar Oddur harðorður á stjórnmálafundi í Skagafirði: Framsókn í Eyjum: Oþolandi hringlandaháttur um málefhi Byggðastofnunar Einar Oddur Kristjánsson alþing- ismaður flutti allharðorða fram- söguræðu á stjómmálafundi í Ljós- heimum í Skagafirði á dögunum. Hann gagnrýndi vinnubrögð varð- andi nýjustu tillögumar í byggða- málum, sem kynntar hefðu verið þingheimi alveg á síðustu stundu, auk þess sem þessar tillögur bæru litið í sér fyrir íbúa landsbyggðar- innar vestan Eyjafjarðar. Þá sagði Einar Oddur hringlanda- hátt varðandi málefni Byggðastofn- unar óþolandi og það ósamkomulag sem virtist vera milli stjómenda stofnunarinnar og ráðherrans, Val- gerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð- herra. Einar Oddur sagði að menn væru langt í frá samstiga varðandi Byggðastofnun. Þó tekist hefði að flytja stofnunina út á land, til Sauð- árkróks, þá vantaði að fylgja því máli betur eftir og hlúa að stofnun- inni í stað þess að kroppa utan af henni, eins og fælist í hug- myndum um það að flytja byggðasjóð til Eyjafjarðar. Þingmaðurinn, sem sæti á í landbúnaðamefnd, sagði að menn yrðu að viðurkenna þann mikla vanda sem væri í sauðfjárræktinni. Þar væri síður en svo bjart frumundan við enn minnkandi sölu á lambakjöti og slælega mark- aðsstööu. Einar vék einnig að Evrópumálunum og sagði menn þar á miklum villigötum ef þeir héldu að þeir gætu ráð- ið einhverju innan Evrópu- sambandsins fyrir utan það að ísland fengi þar ekki einu sinni inngöngu. Einar Oddur sagði samninginn um EES duga okkur vel og hver smá- þjóð i heiminum mætti öfunda okkur íslendinga af þeirri stöðu sem við höfum þar. -ÞÁ. DV-MYND ÞÖRHAU.UR ÁSMUNDSSON Haröorður þingmaður Einar Oddur flytur framsögu sína á stjórnmálafundinum í Ljósheimum, Jón Magnús- son fundarstjóri og Sturla Böövarsson samgönguráöherra sem einnig flutti framsögu á fundinum. tí-te 77/ leigu: S' * váttu iokvmtóf’j \ VfláV'ð / ***••«**’* KRAFTVÉLALEIGAN Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogur ■ Simi 535 3515 / 697 5800 ■ www.kraftvelar.is Umhverfisátak á Eskifirði: Minnka losun koltví- sýrings verulega DV-MYND EMIL THORARENSEN. Mjög til bóta Sif Friöleifsdóttir skoöar hér rafskautaketilinn góöa, framlag Eskfiröinga til umhverfismála. Sif Friðleifsdóttir umhverfisráðherra gangsetti nýjan raf- skautaketil í fiski- mjölsverksmiðju Hraðfrystihúss Eskiíjarðar hf. á fimmtudag að við- stöddum forsvars- mönnum fyrirtæk- isins og ýmsum að- ilum sem að málinu höfðu komið. Með tilkomu rafskauta- ketilsins dregur mjög úr brennslu svartolíu og meng- un af hennar völd- um. Að sögn Hauks Líndals Jónssonar verksmiðjustjóra hefur með þessari aðgerð og breytingum sem gerðar voru fyrir 2 árum með tilkomu eim- ingartækja, tekist að draga úr svartolíubrennslu úr 50-55 tonnum á sólarhing niður í 22-23 tonn. Á þennan hátt hefur tekist að minnka losun koltvísýrings verulega eða sem nemur um 0,4 % af heildarlos- un sem á sér stað hérlendis. Sif Friðleifsdóttir Ýumhverfisráðherra lýsti yfir ánægju sinni með þessa þróun mála og hve stórt og jákvætt skref þetta væri í þá átt að draga úr mengun. Gerður hefur verið sér- stakur samningur milli Landsvirkj- unar og Rarik annars vegar og hins vegar Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. vegna orkukaupa til þessa verkefn- is. -ET Lítil eftirsjá að samstarfinu Á fjölmennum fundi á fimmtu- dagskvöld var kynntur listi Fram- sóknar og óháðra í Vestmannaeyj- um fyrir bæjarstjórnarkosningam- ar þann 25. maí nk. Þar með voru staðfest full slit milli Vestmannaeyjalistans og Framsóknar sem hafa legið í loft- inu frá í vetur. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, var á fundinum og lýsti hann ánægju sinni með þróun mála en framsóknarmenn voru í samstarfi við Alþýðubanda- lag og Alþýðuflokk og síðar Sam- fylkingu í kosningunum 1994 og 1998. Það var að heyra á fólki sem tók til máls á fundinum að litil eftirsjá væri að því samstarfi. Listinn er þannig skipaður en kjörorð hans er Fjölskyldan, fram- tak og framsýni: 1. Andrés Sigmundsson iðnaðar- maður. 2. Ásta Halldórsdóttir sjúkraliði. 3. Sigmar Guðlaugur Sveinsson skipstjóri. 4. Hafdís Eggertsdóttir flokks- stjóri. 5. Jóhann Þorvaldsson vélstjóri. 6. Særún Eydís Ásgeirsdóttir verkakona. 7. Sigurður Friðbjörnsson verk- smiðjustjóri. 8. Sigurður Páll Ásmundsson verkstjóri. 9. Ágústa Kjartansdóttir húsmóðir. 10. Víkingur Smárason verkstjóri. 11. Benedikt Frímannsson bóndi. 12. Skæringur Georgsson fram- kvæmdastjóri. 13. Ármann Höskuldsson jarðfræð- ingur. 14. Jóhann Bjömsson, fyrrv. for- stjóri. Grunnskóli Árborgar: Siglfirðingur tal- inn hæfastur Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi í gær að Eyjólfur Sturlaugs- son, skólastjóri á Siglufirði, yrði ráðinn í stöðu skólastjóra samein- aðs grunnskóla á Selfossi. Staðfest var af ráðgjafarhópi, sem falið var að leggja mat á þá fjóra umsækjend- ur um stöðu skólastjóra, að tveir umsækjendur uppfylltu skilyrði til að gegna stöðunni og væm mjög hæfir til starfsins. Ráðgjafarhópurinn mælti með ráöningu Eyjólfs Sturlaugssonar. í sama streng tók skólanefnd og fræðslustjóri Árborgar. -NH STATUS Viö leggjum okkar af mörkum til að halda verðbólgunni niðri og veitum 4% afslátt af völdum bílum. Renault Laguna II fólksbHI 22.242 Renault Mégane Berline fólksbfll 18.352 Bílalán.afbonjunámán. Rekstrarlejga: 39.351 Veröáður 2090.000 Verð nú 2.00&400 23.039 Bilalán,alb<xgiinámán. Rekstrarieiga-38.665 Bilalán.afborgunámán. Rekstrarieiga:31.758 Veröáður 1.630.000 Verðnú 1364^00 Veröáður 2.050.000 Uerðnú 1.968X00 RENAULT Grjóthóls 1 • Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1220 * www.bl.is Rekstrarleigan er til 36 mán., m.v. við 20.000 km á ári og erlenda myntkörfu. Rekstrarleiga er aðeins i boði til rekstraraðila (fyrirtækja). Bílalán miðast við 30% útborgun og 84 mán. samning. Allar tölur eru með vsk. Undirbúningur landsmóts hestamanna á fullu DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Stjómar stórrl framkvæmd Lárus Dagur Pálsson er framkvæmdastjóri landsmóts hestamanna i sumar. Láras Dagur Pálsson á Sauðákróki hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri landsmóts hestamanna sem haldið verður á Vind- heimamelum í Skagafirði í sumar. Lárus Dagur starfar sem framkvæmda- stjóri atvinnuþróunarfé- lagsins Hrings en er einnig kunnur körfubolta- maður. Landsmótið fer fram dagana 2.-7. júlí. Sér- stakir gestir mótsins í tvo daga verða Anna Breta- prinsessa og Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti. Tals- vert var unnið í undirbún- ingi á mótssvæðinu á síð- asta ári, m.a. var aðstaða áhorfenda bætt og gerðar breytingar á hest- húsinu. Nú stendur yfir margvíslegur undirbúningur. Áformað er að á mótssvæðinu verði fjölbreytt skemmtidagskrá frá fimmtudegi til sunnudags. Auk sjálfrar keppninn- ar verða kvöldvökur og dansleikir og er verið að semja við ýmsa skemmtikrafta sem munu koma fram. Einnig er verið að semja við aðila sem annast þjónustu á móts- svæðinu meðan landsmótið stendur. Búið er að birta drög að dagskrá mótsins og skal þeim sem vilja kynna sér hana eða leita sér ýmissa upplýsinga um landsmótið bent á netfangið landsmot@horsens.is eða veffangið landsmot.is -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.