Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 28
Í'.V FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ Allianz ® Loforð er loforð MANUDAGUR 15. APRIL2002 Borgarstjóri um áhrif kosninganna í vor á landsmálin: Ráðast að miklu leyti í Reykjavík ekkert samhengi þarna, segir formaður Framsóknar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist sannfærð um að eitthvað það gerist í borgarstjóm- arkosningunum í vor sem hafi áhrif á pólitískt landslag i landinu til lengri tíma litið; sigur félags- hyggjuaflanna í borginni gæti orð- ið vísbending um það sem koma skuli í landsmálunum. „Ég held að hlutimir ráðist mjög mikið hér í Reykjavík," segir borgarstjóri. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, er á öðru máli. „Við framsóknarmenn telj- um að það sé ekkert samhengi þama á milli. Við vinnum með öðmm flokkum í borgarstjórn Reykjavíkur eins og við gerum á nokkrum öðmm stöðum á landinu. En það er ekkert samhengi á milli þess og hvernig við stöndum að landstjórn. Hins vegar er ljóst að við styðjum Reykjavíkurlistann af heilum hug,“ segir Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að reynslan af því að leggja saman kraftana 1 tryggingu fyrir því að það breytist 1 m»- núna. „En auðvitað á maður að vera bjartsýnn og vona hið besta. Ég tek þess vegna undir vímiþ allar slíkar vænt- Halldór Ásgrímsson. Ingibjörg Sólrún Gísladóttlr. Steingrímur J Sigfússon. með góðum árangri hljóti að vera fremur uppörvandi en hitt fyrir samstarf þessara flokka. „En ég vona að borgarstjóri átti sig á að það er kosið víðar en í Reykjavik. Pólitísk skilaboð geta komið víðar að og ekki síður skýr þar sem allir flokkarnir bjóða fram sjálfstætt," segir Steingrímur. Hann minnir á að R-listinn hafi tvisvar sinnum unnið borgar- stjórnarkosningar án þess að það hafi dugað til að „snúa Framsókn- arflokknum frá villu síns vegar í landsmálunum", eins og Stein- grímur orðar það. Hann sjái enga og tel að okkur myndi nýtast það vel ef R-listanum og öðrum félags- hyggjuframboðum gengur vel í vor,“ segir Steingrímur. „Og þjóð- in er held ég í engum vafa um að ef hún vill mótmæla stjórnarstefn- unni eru skilaboðin sem eru langólíklegust til að misskiljast þau, að styðja Vinstrihreyfmguna - grænt framboð, hvort sem það býður fram sjálfstætt eða sem aðili að samstarfi." Ekki náðist í Össur Skarphéð- insson, formann Samfylkingarinn- ar, i gærkvöld. Sjá eiirnig bls. 2. -ÓTG Sýslumaður ákærir ekki hestamenn vegna umgengni við Lakagíga: Landspjöllin talin óhapp - ekki talið ólöglegt að óhlýðnast landvörðum Sýslumaðurinn i Vík hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru vegna umhverfisspjalla sem hóp- ur hestamanna olli við Lakagíga í fyrrasumar. Sýslumaður fellir málið niður þar sem hann telur ekki líklegt að sakfellt verði í því. DV sagöi fyrst fjölmiðla frá mál- inu í ágúst í fyrra. Það vakti at- hygli, ekki síst vegna þess að í hópi hestamannanna var Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri. Land- Rnnur Ingólfsson. Brother PT-2450 merkivélln er komin Mögnuft vél sem, með þinni hjálp, hefur hlutina (röö I og reglu. Snjöll og góft lausn á óroglunnl. Bafport Nýbýlavegi 14 • simi 554 4443 • www.ratport.is vörður í Laka- gígum kærði hestamennina fyrir landspjöll sem urðu eftir að hestar fæld- ust og eins það að hafa ekki hlýtt fyrirmæl- um sínum um að stóðið yrði teymt um Laka- gígasvæðið. í brýnu sló á milli landvarðarins og manna úr hópnum þegar þessu var ekki hlýtt. Niðurstaða sýslumanns er að aðalspjöllin hafi orðið vegna þess að stóðið fældist eftir að ung stúlka datt af baki. Spjöllin verði því aö teljast óhapp. Eins er það niðurstaða sýslumanns að það varði ekki við lög að óhlýðnast landvörðum. Lagaákvæði um landverði fjalli fyrst og fremst um hæfniskröfur til þeirra, en þeir hafi litið sem ekkert vald til þess að stjóma umferð umfram það sem kveðið er á um í lögum og reglugerðum. Lakagígar eru landvætti en samkvæmt reglugerð frá 1971 er umferð hestamanna heimil um svæðið. Um þá gilda sömu reglur og gangandi vegfarendur, þ.e. þeim er skylt að fylgja merktum göngustigum. Hestafólkið , hafði enn fremur fengið leyfi sveitar- stjómar fyrir ferðinni. Landvörðurinn hefur kært nið- urstöðu sýslumanns til ríkissak- sóknara, sem hefur af þeim sökum óskað eftir rökstuðningi frá sýslu- manni. Rökstuðningurinn verður sendur í þessari viku. -ÓTG DV-MYND HARI Vorsnjór í Reykjavík Snjókoma um helgina kom mörgum í opna skjöldu. Margir eru búnir aö skipta yfir á sumardekk en í dag er síöasti dagur sem leyfilegt er aö aka á vetrardekkjum. Þessi piitar fögnuöu snjónum ákaft þar sem þeir renndu sér á þotum í nágrenni Háteigskirkju í gær. 0FT ER GOTT AÐ VERA EINN! Stefnir í fjörutíu til fimmtíu milljóna króna pott í Lottói: Einn er * * * é : ! Það stefnir í hæsta Lottó-pott frá upphafi hér á landi á laugar- daginn. Potturinn verður sexfald- ur, sem hefur að vísu gerst áöur, en fimmfaldi potturinn sem ekki gekk út um helgina var hins veg- ar hæsti fimmfaldi pottur frá upp- hafi. Bergsveinn Sampsted, fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár, segir gert ráð fyrir að potturinn að þessu sinni verði 40-50 milljón- ir króna, en það ráðist vitanlega af þátttökunni. Jafnótrúlega og það kann að hljóma er talan 1 sú tala sem oft- algengasta vinningstalan / ast hefur verið vinningstala í Lottóinu. Hún hefur verið dreg- in 124 sirmum. Sjaldgæfasta tal- an er 38, en það helgast að hluta til af því að töl- unum var ekki fjölgað úr 32 í 38 fyrr en tveimur árum eftir að Lottóið fór af stað. Talan 32, sem var hæsta talan fram að því, er þriðja algengasta Bergsvelnn Sampsted. vinningstalan og því ekki hægt að álykta sem svo að háar tölur komi sjaldnar upp en lágar. Af tölunum 1-32 hefur talan 22 sjaldnast verið dregin eða 96 sinnum. Algengasta talan hefur því verið dregin um það bil fjórðungi oftar en sú sjald- gæfasta. Bergsveinn segir að tölfræðileg dreifing vinningstalna sé sífellt að verða jafnari, sem bendir til þess að tækjabúnaðurinn sinni hlutverki sínu samviskusamlega. Löggildingaraðilar taki tækin enn fremur reglulega út með því að draga 3-400 sinnum. Allt sé því gert til þess að tryggja að ná- kvæmlega sömu líkur séu á öllum tölum. Algengt er að fólk setji afmælis- daga á Lottó-seðilinn. Bergsveinn segir að það hafi komið i ljós að potturinn gangi talsvert sjaldnar út en ella ef einhver vinnings- talna er hærri en 31. Þegar það gerist sé oftast um að ræða sjálf- valsmiða. Lottó-kössunum verður að venju lokað á laugardaginn klukkan 18.40. -ÓTG í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.