Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 23
35 MÁNUDAGUR 15. APRlL 2002 DV * Tilvera Myndgátan Myndgátan hér til hliðar lýsir orðtaki. Lausn á gátu nr. 3279: Ritfangaverslun Krossgáta Lárétt: 1 nauðsyn, 4 yfirhöfn, 7 bylgjan, 8 áþekku, 10 svein, 12 gímald, 13 mikill, 14 poka, 15 dimmviöri, 16 drabb, 18 votlendi, 21 risi, 22 krafs, 23 hljóp. Lóðrétt: 1 úthald, 2 heydreifar, 3 vellauðugur, 4 ötull, 5 fífl, 6 planta, 9 vömb, 11 svipaður, 16 sekt, 17 stía, 19 væta, 20 starf. Lausn neðst á síðunni. Skák Svartur á leik! Ég sá í danska skákblaöinu, Skak- bladet, að þeir voru með nokkrar góð- ar fléttur Friðriki til heiðurs. Sigur hans á Tal í Las Palmas 1973, sem við höfum skoðað hér, var þar á meðal og í raun ástæða að rifja hana upp líka. En Friðrik hefur sigráð marga stór- meistara og hér er hann ungur í Dallas, Texas, og vinnur skemmtilegan sigur. En ég er hálf miður mín að lesa um ófarir Bents Larsens í Argentínu, Umsjón: Sævar Bjarnason slæm efnahagsmál þar hafa haft slæm áhrif á fjármál hans og Bent er nýorð- inn 67 ára. En mér skilst að það sé verið að vinna í því að setja hann á heiðurslaun í Danmörku. Vonandi tek- ur sú vinna ekki langan tíma, Bent er ifta haldin af sykursýki. Ef einhver ráðherra eða þingmaöur er á leiðinni til Danmerkur að ræða við ráðamenn þar, þá finnst mér nú að íslandsvinur- inn Bent Larsen eigi það skilið að natn hans sé nefht. Hvítt: Lazlo Szabo Svart: Friðrik Ólafsson Grtinfeldsvöm. Dallas 1957 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3.g3 Bg7 4. Bg2 d5 5. cxd5 Rxd5 6. e4 Rb4 7. d5 c6 8. Re2 cxd5 9. exd5 Bf5 10. Da4+ R8c6 11. 0-0 Bc2 12. Da3 Rxd5 13. Dc5 Bxbl 14. Bxd5 Bf5 15. Bg5 Hc8 16. Hfel 0-0 17. Rc3 h6 18. Be3 (Stöðu- myndin) 18. -Ra5 19. Dxa7 Hxc3 20. Hadl Hd3 21. Hxd3 Bxd3 22. Bg2 Ba6 23. Bb6 Dd6 0-1 Ef 24. Bxa5 Bd4! Bridge Að gefa slag í vörninni til þess að græða á þvl síðar meir er þekkt hugtak. En sú staða sem hér getur að lita er sennilega frekar sjaldgæf. Hætt er við að þeir séu ekki margir Umsjón: ísak Öm Sigurðsson spilararnir i vestur sem hefðu fund- ið þá skemmtilegu leið sem hér dugir til að hnekkja fjögurra hjartna samningi. Suöur gjafari og n-s á hættu: 4 K10942 •»105 + D82 * G92 4 DG53 •» G42 ♦ ÁG75 ♦ K5 * 87 •» K7 * K104 * ÁD8743 •» ÁD9863 ♦ 963 4 106 N V A S 4 Á6 SUÐUR VESTUR NORÐUR AUSTUR 1 •» 14 3 grönd pass 4* p/h Samningurinn er harður, en virð- ist geta staðið vegna hagstæðrar legu í tromplitnum. Útspil vesturs er tvist- urinn í laufi og vömin byrjar á því að taka þar tvo fyrstu slagina. Síðan spilar austur áttimni í spaða og sagn- hafi setur litið spil. Vestur finnur hins vegar þá skemmtilegu leið að setja lítið spil! Sagn- hafi tapar þar með engum slag á spaðann en gefur, þess í stað, tvo slagi á tigulinn. Ekki dugar vestri aö drepa á spaöakóng og spila tígli til baka því sagnhafi setur ásinn, svínar hjarta, tekur ásinn í trompinu, spaða- ásinn, hjarta á gosa og hendir tveim- ur tíglum í DG í spaða. UQI 05 ‘BJÁ 61 ‘0J5j Ll ‘5fOS 91 ‘JU5tn 11 ‘tuist 6 ‘)Jn 9 ‘iup s ‘jnmesddesj p ‘jmfijftnu g ‘sjej z ‘jocj i :jjajQoq uuej ‘jopj ZZ ‘jnumj \z ‘ijAÚi 81 ‘sfifns 91 ‘eun ei ‘MMas 11 ‘JOjs 8i ‘de3 zi ‘Ifid oi ‘njjif 8 ‘uepje i ‘ndeij p ‘jjócj 1 :pajeq Bláa lónið Hafið þið komið í Bláa lón- ið? Ef ekki þá legg ég til að þið drífið ykkur þangað. Ég brá mér þangað annan dag páska og því miður varð ég fyrir þeim vonbrigðum að meginhluti þeirra sem þarna voru að baða sig var útlend- ingar í heimsókn á klakanum. Ég var að fara þarna í fyrsta sinn í mörg ár og ég verð að viðurkenna það fyrir ykkur að ég hálfpartinn skammast mín fyrir að hafa ekki farið oftar. Þetta er svo gott fyrir húðina og það er enginn vit- leysa eða áróður. Ég tala af reynslu og þeir sem eru með exem eða annan húðsjúkdóm ættu að drífa sig í lónið. Húð- sjúkdómalæknar eru ávallt að vara fólk við því að fara í þessa ljósatíma því að það eykur líkur á húðkrabba, ex- emi og ofþornun húðarinnar. Þeir sem vilja endilega halda áfram að fara í ljós ættu að fara í kraftaverkalónið ná- lægt Grindavík. Það var mjög gaman að heyra á tal ferðamannanna þar sem þeir ræddu um húð- ina sína eftir að hafa makað leir framan í sig og baðað sig. Þeir áttu ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. En hvað ger- um við íslendingar? Förum við og böðum okkur? Því miöur ekki nógu mörg en ég vona að þið sem eruð með húðsjúkdóma af einhverju tagi farið að mínu dæmi og farið í Bláa lónið. Lifið heil. Sandkorn_____________________________ Umsjón: Gylfi Kristjánsson . Netfang: sandkorn(s>dv.is EKKIERU allir á eitt sáttir um þær áherslur sem Flugleiðir hafa lagt í markaðssókn sinni í Bretlandi undanfarið. Eitt af því sem auglýst er þar eru „Donkey rides“, eða asnaferðir, um Island og fylgja falleg- ar myndir af fólki á hest- baki i ís- lenskri nátt- úru. Mynd- irnar eru fallegar en flestir íslendingar eiga erfítt með að kyngja því að hestar þeirra séu asnar. Sjá menn t.d. fyrir sér Ein- ar BoUason, eiganda ís-hesta, ríð- andi á asna um hálendi íslands, eða að fyrirtæki hans ís-hestar fari að auglýsa sig sem „Ice-donkeys“? Varla. ÞÁ ERU tveir leikir yfirstaðnir í úrslitarimmu Keflvíkinga og Njarðvíkinga i íslandsmóti karla í körfuknattleiknum og þegar þetta er skrifað eru Njarðvíking- arnir búnir að taka Kefl- víkingana „í nefið“ í fyrsta leikn- um í Kefla- vík. Um ríg- inn milii j þessara fé- laga þarf ekki að hafa mörg orð, hann er þama og oft fljúga skeytin á milli. í Njarðvik gengur Keflavíkurliðið undir nafn- inu „Damon og dvergamir sjö“, en það vísar til þess að Keflvíkingamir eru með fremur lágvaxið lið og Damon Johnson er snillingurinn í því liði, enda einn sá albesti sem hér hefur spilað. MENN ERU famir að skipu- leggja hátíðahöldin 1. maí, þeir sem það þurfa að gera, enda að ýmsu að hyggja. Fyrir liggur að Jóhannes Kristjánsson, eftirherma með meim, ætlar að troða upp bæði á Kópaskeri )g Húsavik Dg mun ef- laust bregða þar í gervi Guðna Ágústsson- ar eins og honum ein- um er lag- ið. Heyrst hefur að Guðni hafí fengið tilboð um að koma fram þennan dag, og slái hann til gæti hann sem best hermt eftir Jóhannesi að herma eftir sér, enda nær hann því alveg. ÞEIR HJÁ sjónvarpsstöðinni Sýn gera auðvitað alit sem í þeirra valdi stendur til að selja áskrift að dagskrá stöðvarinnar, enda gengur rekstur hennar út á það að hafa áhorfendur í áskrift. Oft hafa aug- lýsingar stöðvarinnar um dagskrá hins vegar þótt vera á ystu nöf eins og flestum mun kunnugt. Það nýjasta í þeim efnum er að i dag- skrárauglýsingum fyrir aprílmánuð 4 hefur m.a. verið auglýst að Manchester United og Arsenal mæt- ist í ensku deildinni og úrslitin í deildinni kunni að ráðast í þeim leik. Það er vissuiega rétt. Hitt hef- ur hins vegar legið ljóst fyrir að þessi leikur fer ekki fram 1 apríl, heldur annaðhvort 5. maí eða 8. maí. Það fer eftir þvi hvort Arsenal spilar til úrslita í ensku bikar- keppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.