Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 DV Fréttir Rögnvaldur Ólafsson bóndi varð fyrir barðinu á einu nauta sinna: Hálfur annar lítri af blóði inn á lærisvöðva „Ég hafði enga undankomuleið og mér voru allar bjargir bannaðar," sagði Rögnvaldur Ólafsson, kúabóndi í Flugumýrarhvammi í Skagafirði, sem varð fyrir barðinu á einu nauta sinna fyrir nokkru. DV ræddi við harrn um helgina. „Ég átti mér engrar bjargar von nema nautið hætti að þjarma að mér áður en það gengi af mér dauðum. Ég reyndi að halda ró minni og lá hreyf- ingarlaus í stíunni þar sem nautið þjarmaði að mér með hausnum. Þetta var ansi slæmt, sérstaklega þegar það fór í brjóstkassann á mér. Þá missti ég andann og eftir það lá ég grafkyrr eins og dauður væri og þá var eins og það missti áhugann á mér í bili. Ég náði að staulast á lappir og laumast burt en reynar náði það mér aftur, tókst að klemma mig upp að hliðgrindinni, en þá var ég kominn á lappimar og slapp næst þegar það slakaði á. Mér tókst aö komast inn á fóðurganginn," segir Rögnvaldur. Að sögn Rögnvalds voru tildrög slyssins þau að hann var nýlega búinn að gefa nautum og kvígum á ýmsum aldri og var með heykvísl að seilast eft- ir heyvisk sem fallið hafði inn í stíuna þegar eitt nautið rak hausinn eitthvað í hann, með þeim afleiðingum að hann steyptist inn fyrir og þar með var fjand- inn laus. Eitt nautanna var ekkert á því að hleypa húsbónda sínum á fætur aftur. „Það var eins og þetta væri eitthvert sambland af leik og illsku. Ég reyndi að komast á fætur og út úr stíunni en hafði enga undankomuleið. Þetta eru stór dýr og eftir að það kom mér flötum átti ég mér engrar bjargar von,“ sagði DV-MYND ÞÖRHALLUR ASMUNDSSON Á batavegi Rögnvaldur Ólafsson I Flugumýrarhvammi er aö ná sér eftir aö eitt nauta hans tók hann í karphúsiö, meö þeim afleiöingum aö mikiö biæddi inn á vööva, einn og hálfur lítri í vinstra læriö. Á myndinni eryngsta manneskjan á heimilinu - prinsessan í Flugumýrarhvammi, Jórunn, sex ára, sem nýbyrjuö er í skólanum. Rögnvaldur þegar hann rifjar upp „Ég hugsaði fyrst og fremst um að þessa reynslu í nautastíunni. koma mér inn í hús og reyna aö þrifa mig, maður var allur útataður í mykju. Við ákváðum að það væri best að líta á þetta þótt ég væri nokkuð viss um að ég væri ekki alvarlega brotinn fyrst ég gat gengið, en taldi líklegt að rifbein hefðu brotnað við hnoðið í nautinu. Maður dofnar auðvitað upp fyrst og svo versnar þetta þegar frá líð- ur. Ég reyndist óbrotinn og engin inn- vortis meiðsli. Það sem var alvarleg- ast í þessu var að blætt hafði ansi mik- ið inn á vöðva sums staðar, sérstak- lega í vinstra lærinu. Ég var sendur frá Sauðárkróki í ítarlega rannsókn til Akureyrar og læknamir þar giskuðu á að einn og hálfúr lítri hefði blætt i lærið á mér. - Þú hefúr væntanlega aldrei reikn- að með að fá svona meðferö hjá þínum skepnum? „Nei, en það getur vita- skuld allt gerst. Menn hafa dottið af hestbaki og hestamir barið eigendur sína. Varðandi svona óhöpp gáir mað- ur kannski aldrei nógu vel að sér. Maður er nú meira og minna skít- hræddur þegar verið er að koma naut- gripum á flutningsbflana til slátrunar. Rögnvaldur hefur verið heima við síðustu dagana og sinnir aðallega heimilisstörfúnum. „Ég á góða fjöl- skyldu og sveitunga og það bjargar mér,“ segir Rögnvaldur en hann og kona hans, Sigrún Hrönn Þorsteins- dóttir, em með kúabú vel í meðallagi stórt, 32 mjólkandi kýr. Rögnvaldur segir að þetta slys breyti engu um hvenær nautin fari í sláturhúsið, það verði eftir hálfan annan tfl tvo mánuði og vinnubrögðin við það verði ekkert öðmvísi en vanalega, það hafi alltaf veriö reynt að hafa það eins ömggt og hægt er. -ÞÁ Smáauglýsingadeild DV opnuð í Skaftahlíð 24: Fýrsti viöskiptavinurinn leystur út með gjöfum „Ég var aö setja inn auglýsingu um garðyrkju. Þar er ég að aug- lýsa þjónustu fyrirtækis míns, Hellur og vélar, en við sérhæfum okkur í hellulögnum og lóðafrá- gangi,“ sagði Símon Ægir Símon- arson, fyrsti viðskiptavinur nýrr- ar smáauglýsingadeildar DV, en smáauglýsingadeildin var opnuð í nýjum höfuðstöðvum DV að Skaftahlíð 24 kl. 16 i gær. Af því tilefni fékk fyrsti við- skiptavinurinn blómvönd og gjafa- bréf upp á fimm fríar smáauglýs- ingar í DV. „Þetta kemur að góðum notum," sagði Símon þegar hann tók við gjafabréfinu, en hann segist hafa auglýst reglulega í smáauglýsing- um DV síðustu 2 árin með góðum árangri. „Ég hef reyndar líka aug- lýst í öðrum miðlum en verð að játa að ég hef alltaf fengið lang- besta svörun við auglýsingunum í DV,“ sagði Símon, ánægður með móttökurnar i Skaftahlíðinni. — Fyrstur til að auglýsa Jónína Ósk Lárusdóttir, vaktstjóri Smáauglýsingadeildar DV, færir fyrsta viöskiptavini sínum blómvönd og gjafabréf upp á fimm fríar smáauglýsingar. Auglýsingu hans má finna undir fiokknum garöyrkja í smáauglýsingadálkum dagsins í dag. Kirkjubólshreppur á Ströndum setur 20 milljónir í hitaveitu. Tæma sveitarsjóð fyrir sameiningu við Hólmavík - á gráu svæði, segir sveitarstjórinn á Hólmavík Sveitarstjóm Kirkjubólshrepps á Ströndum samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að ráðstafa 20 mifljónum króna til nýstofnaðs einkahlutafélags, Tóftardrangs. Hér er um að ræða nær alla peningaeign sveitarfélagsins. Það era ábúendur á bæjum í hreppnum sem standa að Tóftardrangi en félaginu er ætlað að standa að lagningu hita- veitu vítt og breitt um sveitina. Á Gálmaströnd við utanverðan Stein- grímsijörð er verið að bora eftir vatni sem hefur skapað miklar væntingar meðal íbúa um að fá heitt sjálfrenn- andi vatn heim á bæi. íbúar í Kirkjubólshreppi era aðeins 49 talsins og lögþvinguð sameining við Hólmavíkurhrepp liggur því í loftinu alveg á næstunni, þar sem lög gera ráð fyrir því að íbúar hvers sveitarfélags megi ekki vera færri en fimmtíu talsins þrjú ár í röð. Félagsmálaráð- herra myndi þá taka af skarið hvort sameina skyldi. í tengsl- um við sameiningarmálið hef- ur verið ágreiningur um hvemig ráðstafa skuli þeim aurum sem til hafa verið í sveitarsjóði. Einmitt vegna þess sagði Matthías Lýðsson, bóndi í Húsavík, af sér sem oddviti hrepps- nefndar fyrir skemmstu. Guðjón Sigur- geirsson á Heydalsá tók við oddvita- starfinu af honum. Guðjón sagði í samtali við DV að íbúar væru almennt á móti sameiningu. Hann bætti því við að í hreppsnefúd Kirkju- bólshrepps litu menn svo á aö verið væri aö bregðast vænt- ingum íbúanna ef ekki væra veittir peningar til hitaveitu- lagningar. Þvi hefði þessi ákvörðun verið tekin. „Við höfum enga aðstöðu tfl að semja um hitaveituna í sam- einingarferlinu þar sem við eram þvinguð tfl sameiningar. Jafn- framt erum við þegar búin að leggja talsverða peninga í hitaveitumálið. Því tel ég að sveitarfélagið sé skuldbundið íbúunum í því að koma hitaveitu á fót, það er á meðan við höfum aðstöðu tfl þess sem sjálfstætt sveitarfélag," sagði Guðjón. Hann sagði að á fundi fyrir helgina hefðu jarðfræðingar Orku- stofnunar lagt til, samkvæmt mæling- um sínum, að boruð yrði 500 metra djúp hola eða holur til að vinna 60 gráða heitt vatn. Það ætti að duga fyr- ir Kirkjubólshrepp. í samtali við DV í gærkvöld sagði Þór Öm Jónsson, sveitarstjóri á Hólmavík, að þar myndu menn ekki á þessu stigi aðhafast neitt vegna þessa ráðslags forystumanna í Kirkjubóls- hreppi. „Ég hef ekkert á móti því að menn leiti að heitu vatni. En þó finnst mér þessi ákvörðun vera á mjög gráu svæði,“ sagði sveitarstjórinn. -sbs Þór Öm Jónsson. Frakkir þjófar: Innbrot í bíla og heimahús Innbrotsþjófar voru víða á ferð í höfuðborginni um helgina. Aðfara- nótt laugardags var brotist inn í tvö íbúðarhús í Seljahverfi og einnig nokkra bila í Efra Breiðholti. Þjófamir sem þar voru að verki eru ófundnir. Aðfaranótt sunnudagsins voru hins vegar tveir þjófar gripnir glóðvolgir í húsi í vesturbænum. Húsráðandi, sem var sofandi í íbúð sinni, vaknaði um miðja nótt við þrusk og kom að þjófunum þar sem þeir voru búnir að safna saman ýmsum lausamunum sem þeir ætl- uðu að taka með sér. Innbrots- þjófamir hlupu á dyr eftir nokkrar ryskingar við húsráðanda en lög- reglan náði að handsama þá og gistu þeir fangageymslur. -snæ DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Heltur pottur á heiöinni. Borholan noröan Skíðaskálans blés af miklum krafti í gærdag. Tvær borholur á Hellisheiði: Blása af miklum krafti Miklir gufústrókar hafa undanfar- ið risið upp af Hellisheiði - annar rétt norðan Skíðaskálans í Hveradölum og hinn rétt við Skarðsmýrarfjall, austur af skíðasvæðinu í Hamragili. Þama er verið að láta blása tvær 1.900 metra djúpar borholur sem Orkuveita Reykjavíkur lét bora síð- astliðið sumar. Er þetta gert í tengsl- um við rannsóknir á svæðinu, til undirbúnings fyrir byggingu 120 megavatta gufuaflsvirkjunar á svæð- inu, nálægt Kolviðarhóli, sem ætti að vera komin í gagnið árið 2005 ef allt gengur eftir sem stefnt er að. Eftir að borholumar hafa blásið verða þær mældar og í framhaldi verða ákveðin næstu skref í fram- kvæmdum á Hellisheiði. -NH Tveir árekstrar á Reykjanesbraut Árekstur varð milli tveggja bif- reiða á Reykjanesbraut við Vogastapa á níunda tímanum I gær- morgun. Ökumennfrnir, sem kvört- uðu yfir eymslum í baki og hálsi, voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Báða bíl- ana þurfti að draga í burtu með kranabíl. Á laugardag varð annar árekstur á Reykjanesbrautinni, að þessu sinni hjá Kúagerði. Þar lentu sjúkrabíll og fólksbíll saman. Sjúkrabílinn var að koma úr útkalli í Reykjavík, en hann er í eigu slökkviliðs Suðumesja. Sjúkraflutn- ingamenn og lækni, sem voru í sjúkrabílnum, sakaði ekki en öku- maður fólksbifreiðarinnar var flutt- ur á sjúkrahús, Fólksbílinn er tal- inn ónýtur. -snæ Rúðubrot á Akureyri Skemmdarverk voru unnin á Lundarskóla á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Átta rúður voru brotnar á skrifstofu og skólahúsi en engu var þó stolið úr skólanmn. Ekki er enn vitað hver eða hverjir voru þar að verki og biður lögreglan á Akur- eyri alla þá sem varir urðu við mannaferðir við skólann aöfaranótt sunnudags að hafa samband. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.