Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2002, Blaðsíða 10
10
K/PA^/Cf'Éa
rnror
3-5 ára
Jón T. Harðarson
Dagbjört A. Magnúsdóttir
Þórhallur Ö. Ragnarsson
6—9 ára
Gíslunn Hilmarsdóttir
Björk Úlfarsdóttir
Gunnar T. Steinarsson
10-12 ára
Þórunn B. Heimisdóttir
Auður Ó. Hlynsdóttir
Valdís Steinarsdóttir
Nr. 18216
Nr. 15879
Nr. 14568
Nr. 12455
Nr. 18047
Nr. 18738
Nr. 12758
Nr. 7894
Nr. 17749
Krakkaklúbbur DV og Penninn óska
vinningshöfum til hamingju.
Vinningshafar nálgist vinninginn hjá Þjónustuveri M ( \ ' ,
DV, Skaftahlíð 24, fyrir 1. júní. (s S/ í-
Kveðja. Tígri og Halldóra
TOYOTA
Handlyftarar
KRAFTVÉLAR
Dalvegur 6-8 • 200 Kópavogur • Slmi 535 3500 • Fax 535 3501
haraldur@kraftvelar.is • www.kraftvelar.is
H®ifrúii Sigur§>®ird<sttir nr.
Hélm®r D®ve>i Skúlmsn nr.
<J@h<svnn T. GuSmundss@n nr. @1S89
@rv<ar Snosr f>r<sv8t<svr8@n nr. 80S2
P@itrekur P. Pétursson nr. 1 §069
Trgggvi H. Jénssen nr. 1 S©28
S@r\j<sv Rún Kiernom nr. 18S48
Bjcárgvín G. Bj@rgvinss@n nr. S&&S
Gunn©tr Bj@rn <ál<svfss@n nr. 1428S
Andri F®tnn@r Gue>mundss@n nr. 121S2
«5igríe>ur <J@nsd@ttir nr. ©4S2T
f»@rir @rn Þérissen nr. 1 79®2
Ann® PlovríGA nr. 19S9@
Evcsv IVI<SkrI<sv ©rn@If sd@ttir nr. 1 SS@2
D@vvíe> Þ. Gunn<svrss@n nr. 192ST
Krakkaklúbbur DV og Skífan óska vinningshöfum
til hamingju. Vinningshafar nólgist vinningana í
Þjónustuveri DV, Skaftahlíð 24. fyrir 1. júní
Þökkum þótttökuna.
Kveðja. Tígri og Halldóra
Ulubour
Útlönd
MÁNUDAGUR 22. APRÍL 2002
DV
Forsetakosningarnar í Frakklandi: ESESESSSM
Le Pen sigr-
aði Jospin
Mikil ólga er nú í Frakklandi
eftir að hægri öfgamaðurinn Jean-
Marie Le Pen tryggði sig öllum á
óvart áfram í aðra umferð frönsku
forsetakosninganna, sem fram fara
5, maí nk., þar sem hann mætir
Jacques Chirac, forseta Frakklands,
frambjóðanda hægri flokks Gaull-
ista, sem sigraði örugglega í fyrri
umferðinni í gær.
Þátttakan í kosningunum var
frekar dræm, eða um 70%, og hlaut
Chirac 19,62% greiddra atkvæða,
Le Pen 17,07% og Jospin 16,04%.
Niðurstaðan er mikið áfali fyrir
Lionel Jospin, forsætisráðherra
landsins og frambjóðanda jafnaðar-
manna, sem þegar hefur tilkynnt að
hann muni hætta afskiptum af
stjórnmálum eftir seinni umferð
kosninganna.
Það var strax ljóst í hvað stefndi
þegar fyrstu tölur voru birtar í
gærkvöld og þegar um helmingur
atkvæða hafði verið talinn hafði
Chirac fengið 19,8% greiddra at-
kvæða, Le Pen 17,2 og Jospin 15,3.
Það er langt frá niðurstöðum
síðustu skoðanEikönnunar sem birt
var daginn fyrir kosningar þar sem
Le Pen mældist með tæp 14 prósent
á móti 18 prósentum Jospins.
Jafnaðarmenn hafa þegar hvatt
stuðningmenn sína til að styðja
Chirac í síðari umferð kosninganna
og koma þannig í veg fyrir það slys
að Le Pen nái kosningu.
Viðbrög við úrslitunum létu ekki
á sér standa og kom strax til mót-
mæla í öllum stærstu borgum lands-
ins þar sem ungir stuðningsmenn
jafnaðarmanna fjölmenntu á götum
úti, klæddir bolum með áletruninni
„Við skömmumst okkar.“
RETURSMYND
Le Pen grelðlr atkvæði sltt
Hægri öfgamaöurionn Le Pen komst öllum á óvart áfram i seinni umferö forseta-
kosninganna í Frakklandi meö sigri á jafnaöarmanninum Lionel Jospin.
Umsátrið um Fæðingarkirkjuna:
Fimm tókst að flýja
í skjóli myrkurs
Fimm Palestínumönnum tókst i
gærkvöld í skjóli myrkurs að flýja út
úr Fæðingarkirkjunni í Betlehem þar
sem um 250 manns hafa hafst við síð-
ustu þrjár vikurnar í umsátri ísraels-
manna. Mennimir notuðu stiga við
flóttann en þá höfðu ísraelsmenn reist
upp við veggi kirkjunnar í tilraunum
sínum til að komast inn fyrir veggi
hennar.
Matarbirgðir munu vera þrotnar í
kirkjunni og ekkert rennandi vatn að
hafa. Ástandið er því ömurlegt og að
sögn milligöngumanna kom upp
ósætti í hópnum um helgina en í hon-
um eru, auk óbreyttra borgara, um 40
prestar og nunnur og 30 meintir
hryðjuverkamenn sem ísraelar vilja
fá framselda. Hafa sumir i hópnum
hótað að binda enda á líf sitt frekar en
að gefast upp.
Palestínskur lögreglumaður, sem er
í kirkjunni, sagði í farsímaviðtali í
gær að ástandið væru skelfilegt og að
Israelskar drápsvélar
Matarskortur er farinn aö segja til sín
meöal 250 Palestínumanna sem hafast
viö í Fæöingarkirkjunni í Betlehem.
ísraelar hefðu komið í veg fyrir að
þeim bærust matvæli. „Við höfúm
eingöngu lifað á hrísgrjónum og spag-
ettí en nú er það uppurið."
Páfi ítrekar hreinlífi
■ Þrettán kardinál-
ar kaþólsku kirkj-
unnar í Bandaríkj-
unum munu hitta
páfa á fundi í Róm á
morgun þar sem
staða kirkjunnar í
Bandaríkjunum
verður rædd eftir bamamisnotkunar-
málin sem komið hafa upp hvert af
öðru þar í landi og hvemig byggja
megi aftur upp traust fólks til kirkj-
unnar. Páfi sagði í gær að prestar
yrðu að ástunda hreinlífi sem væri
fórn þeirra til trúarinnar. Þeir yrðu
að sýna gott fordæmi.
ÍRA afneitar getgátum
Talsmenn írska lýðveldishersins,
ÍRA, mótmæltu í gær þeim getgátum
lögregluyfirvalda að samtökin væru
með árásir á stjórnmálamenn og
breskar herstöðvar í undirbúningi og
sögðust standa við gert friðarsam-
komulag sem gerir ráð fyrir afvopn-
um ÍRA-samtakanna í áföngum. Þeir
neitðu einnig að ÍRA hefði staðið fyr-
ir innbrotinu í Castlereagh-lögreglu-
stöðina i Belfast í síðasta mánuði þar
sem ýmsum leyniskjölum var stolið.
Helmingurinn í dópinu
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar
skoðanakönnunar í Bretlandi hefur
meira en helmingur ungmenna þar í
landi, sextán ára og eldri, neytt ólög-
legra eiturlyfja. Þar kemur einnig
fram að fimm milljónir noti kannabis-
efni reglulega og um tvær milljónir
noti regluiega alsælu, amfetamin og
kókaín. Þetta þýöir að meira en fjórð-
ungur ungmenna þjóðarinnar notar
ólögleg efni sem hlýtur að kalla á átak
gegn bölinu og endurskoðun laga.
ETA vaknar til iífsins
Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA,
stóðu á laugardaginn fyrir sprengju-
tilræði í Baskahéruðum Spánar, við
glæsibæinn Getxo í nágrenni Bilbao.
Maður hringdi til lögreglunnar og
varaði við sprengingunni og tókst að
rýma næsta nágrenni áður en hún
sprakk. Aðgerðir ETA hafa orðið um
800 manns að bana síðan árið 1968 en
að undanfórnu hefur lítið farið fyrir
þeim en fyrr í mánuðinum viður-
kenndu samtökin morð á bæjarráðs-
manni sósíalista í smábæ á Norður-
Spáni.
Schröder tapar fylgi
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
urinn fær 18,5% fylgi í könnuninni og
tapar um helmingi fylgis síns frá því í
kosningunum 1998. Það eru kristilegir
demókratar, CDU, sem njóta góðs af
en þeir fengu 37,5% sem er um 15%
aukning frá 1998. Þá tapar hægri öfga-
flokkurinn, DVU, öllu sínu fylgi sem
var um 13% í síðustu kosningum.
Farum-uppskriftin fer víöa
Samkvæmt fréttum danska blaðs-
ins Politiken hefur Farum-uppskrift-
in, sem gengm- út á einkavæðingu
bæjarfélaga, breiðst víða út í Dan-
mörku en samkvæmt úttekt blaðsins
hafa minnst sextán bæjarfélög selt
eignir fyrir meira en fimm milljónir
danskra króna. í úttektinni kemur
einnig fram að meira en fjörutíu bæj-
arfélög hafa selt einhverjar eignir og
siðan leigt þær aftur af kaupanda.
Farum-uppskriftin er því útbreiddari
en nýlega kom fram í danska þing-
inuþar sem innanríkisráðherrann
upplýsi þingheim um sex dæmi.