Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 11
FJMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 11 DV Utlönd Enginn árangur af viðræðum Straws við stjórnvöld í Pakistan og Indlandi: Augljós tengsl milli al-Qaeda og aðskilnaðarsinna í Kasmír Láttu þér líða vel! George Fernandes, varnarmálaráð- herra Indlands, sem hitti Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands á fundi í Delhi í gær, sagði í viðtali eftir fund- inn að friðarumleitanir Straws vegna Kasmírdeilunnar með forystumöim- um í Pakistan og Indlandi í vikunni, hefðu engu skilað, en Straw hitti Per- vez Musharraf á fundi í Islamabad á þriðjudaginn áður en hann hélt til Indlands. „Hann var nógu vingjarn- legur til að skýra okkur frá viðræðun- um við Musharraf, en þar kom ekkert nýtt fram sem sannfærði okkur um að afstaða Pakistana í deilunni hefði nokkuð hreyst," sagði Fernandes. Sjálfur sagði Straw að ástandið væri hættulegt, en þó hefði hann orð- ið var við eindreginn friðarvilja með- al ráðamanna. „Ég tel að Musharraf sé full alvara i því koma með öllum ráðum í veg fyrir það að hryðjuverka- menn geti haldið uppi árásum á ind- verska hluta Ksamirs í gegnum Pakistan," sagði Straw sem í dag mun ræða ástandið við fulltrúa suður- , REUTERSMYND Bono tekur sporið í Úganda írski rokkarinn Bono dansar viö munaöarlausa stúlku meö HlV-smit Bono hvetur til meiri aðstoðar írski rokkarinn Bono hvatti ríkar þjóðir heims í gær til að auka að- stoð sína við Afríkulönd og fella niður gamla skuldir álfunnar. Hann sagði að væri hagur hinna auðugu að koma í veg fyrir að fátæk lönd færu í vaskinn eins og Afganistan. „Það er bara ekki ásættanlegt að Eþíópía, þar sem 62 prósent full- orðna eru ólæs og þar sem ein millj- ón barna er munaðarlaus, borgi okkur hundrað milljónir dollara á ári," sagði Bono í ræðu sem hann hélt á fundi Þróunarbanka Afríku, við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Bono hefur verið á ellefu daga ferðalagi um fjögur Afrikulönd, ásam't Paul O'Neill, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, til að kynna sér ástand og horfur í efnahags- og heilbrigðismálum álfunnar. Bono hefur verið óþreytandi að hvetja til meiri aðstoðar. Aukin áhersla á baráttuna gegn hryðjuverkum Robert Mueller, forstjóri banda- rísku alríkislögreglunnar FBI, til- kynnti í gær að hér eftir yrði lögð aukin áhersla á baráttuna gegn hryðjuverkamönnum og að hundr- uðum starfsmanna yrði bætt við þá sem fyrir eru. Mueller viðurkenndi við sama tækifæri að FBI hefði klúðrað vís- bendingum sem bárust fyrir árás- irnar 11. september í fyrra um að hryðjuverkaárásir væru í bígerð. Forstjórinn ítrekaði hins vegar að alls ekki væri ljóst hvað FBI hefði getað gert til að afstýra árás- unum. Alríkislögreglan hefur sætt harðri gagnrýni fyrir slæleg við- brögð við ábendingunum. asískra þjóðarbrota í Bretlandi áður en hann gefur fulltrúm Bandaríkj- anna og Evrópusambandsins skýrslu um viðræður sínar við deiluaðila. í gær héldu liðsmenn aðskilnaðar- sinna í Kasmír áfram aðgerðum sín- um með skotárás á lögreglustöð í Doda-héraði i nágrenni Jammu, með þeim afleiðingum að þrír lögreglu- menn létust. Þar með er tala fallinna í átökum vikunnar komin i að minnsta kosti saurján, auk þess sem hátt í þrjá- tlu hafa særst. Talsmaður bandariskra stjórnvalda lét hafa eftir sér í gær að hugsanlegt væri að al-Qaeda-samtökin reyndu sitt til að æsa til ófriðar á svæðinu. „Það eru augljós tengsl milli al-Qaeda og samtaka skæruliðasamtaka aðskiln- aðarsinna eins og Lashkar-e-Jangvi, sem halda stöðugt uppi árásum á indverska hagsmuni í Kasmir," sagði talsmaðurinn. Aukin spenna á svæðinu hefur orð- ið til þess að erlend ríki hafa beðið þegna sina sem staddir eru í Pakistan og Indlandi að vera á verði og í gær hvöttu stjórnvóld í Ástralíu og Nýja- Sjálandi sitt fólk til að yfírgefa svæðið meðan ástandið væri svo ótryggt. Höfðatúni 12 105 Reykjavík Simi 552 5757 www.serhusgogn.is ALGAfíVE-P0RWGAL21.JUNl -T-iJ^JwJJ -I ^J Ferðaávísun DVmeð Terra Nova-Sól hefur svo sannarlega slegið igegn hjá áskrifendum blaðsins og nú gerum við enn betur. Með sérstöku samkomulagi við Terra Nova-Sól munum við nú bjóða áskrffendum þriggja vikna Portúgalsferð á verði tveggja vikna auk 35.000 kr. ferðaávisunar DV til frekari lækkunar. Þessi einstöku kjór bjóðast aðeins íþessa einu brottför. Alltað 95.00Ökr. afsláttur..... m.v.2fullorðnaog2böm áParaisodeAlbufeira, einuallmgla^legastaíbúðaháteli sem íboðierhjáislenskum ferðaskrifstofiim. 35.000 kr. Ferðaávísun DVnotuð. Alltað 79.000kr. afsláttur., m.v.2 fullorðna ífallegu og velbúnu stúdíó áParaisodeAlbufeira. 35.000 kr. Ferðaávísun DVnotuð. Tveir fullorðnir og tvð börn ííbúð m. einu svefnherbergi og stofu Cantinho do Mar 59.713 kr. á mann ^ ParaisodeAlbufeira 78.713 kr.ámann Verðdæmi með föstum aukagjöldum Tveir fuHorðnir í stúdió-ihúð Cantinho do Mar 71.845 kr. á mann Paraiso de Albufeira 85.845 kr. ámannl Verðdæmi með föstum aukagjöldum TERRA NOVA ákt tilboð uðum fjölda SSBtai Stangarhy 3A • ytöfleykjavík • Sirei: 591 9000 • terranova.is -SPENNANDi VALKOSTUR-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.