Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2002 Fréttir T"»-yr Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja: erfiðlega gangi oft að ná tali af hon- um. Jafhvel er hermt að Þorsteinn Már vilji ráða umræðuefninu og ferðinni í samskiptum við fjölmiðla en þegar honum ofbýður umræðan er hann óhræddur að viðra skoðan- ir sínar. Stundum hefur orðbragð hans valdið fjaðrafoki í samfélag- inu. „Hann er dálitill Akureyringur en þó ekkert rosalega upptekinn af því. Hans viðskipti eru alþjóðleg og ég held hann sé fyrst og fremst upp- tekinn af starfsemi síns fyrirtækis," segir einn náinna samstarfsmanna Þorsteins Más. Ósætti frænda Mikla athygli vakti þegar í odda skarst milli Máa og Þorsteins Vil- helmssonar, frænda hans. Sá síðar- nefndi seldi hlut sinn í Samherja og fluttist til Reykjavíkur. Hlutur hans var metinn á rúma þrjá milljarða króna og urðu blaðaskrif um órétt- læti þeirrar ráðstöfunar fjármuna úr sameiginlegri auðlind þjóðarinn- ar. Ekki ber heimildum DV saman um nákvæmar ástæður þess að Þor- steinn hætti hjá Samherja en hermt er að þeir frændur hafi ekki talað saman næstu misseri. Sjálfur sagði Þorsteinn Vilhelmsson um viðskiln- aðinn að þar réðu hagkvæmnissjón- armið einkum. Fagnar með Big Mac í nóvember árið 2000 birti DV út- tekt um valdamestu einstaklingana á landinu. Þar var Þorsteini Má Baldvinssyni lýst sem ókrýndum konungi sægreifanna. „Hann er stærsti eigandi og framkvæmda- stjóri stærsta sjávarútvegsfyrirtæk- is landsins, sem auk þess teygir „Vinnan er hans ástríða" - efnaður dugnaðarforkur sem færist stundum of mikið í fang Nafn: Þorsteinn Már Baldvinsson Aldur: 49 ára FJölskylda: Kvæntur Helgu Steinunni Guömundsdóttur, 2 börn. Menntun: Stýrimaður og skipaverkfræðingur Heimill: Akureyri Staöa: Framkvæmdastjóri Efnl: Aukin umsvif Samherja hf. Þorsteinn Már Baldvinsson, 50 ára, er með umsvifamestu við- skiptamönnum íslandssögunnar. Hann er lykilstjórnandi hjá Sam- herja og á stóran hlut í félaginu sem hann stofnaði sjálfur. Umsvif hans teygja sig þó langt umfram ítök hans í sjávarútvegi, án þess þó að Mái - eins og hann er kallaður á Ak- ureyri - hafi sérstaka viðskipta- menntun. Hann er skipaverkfræð- ingur og stýrimaður að mennt og bakgrunnur hans tengdist áður fyrr fyrst og fremst útgerð. Hann sá skip liggja í Hafnarfjarðarhöfn árið 1992 sem síðar hlaut nafnið Akureyrin. Skömmu síðar varð Samherji stór- veldi en í seinni tíð hefur nafn hans tengst harðri alþjóðlegri viðskipta- baráttu sem teygir anga sina víða. Þar má nefna ORCA-hópinn og átök- in um íslandsbanka. Nærmynd Björn Þorláksson blaöamaöur Vinir og samstarfsmenn Þor- steins Más lýsa honinn sem vinnu- þjarki sem veiti sér fáar afþreying- arstundir. Hann skreppi örsjaldan í veiði eða í einstaka skíðaferð en fylgist ágætlega með íþróttaviðburð- um, einkum frammistöðu KA, og komi fyrir að hann gangi nánast af göflunum í hita leiksins. Hann þyk- ir standa fast á sínu og minnast menn deilu milli hans og Þorsteins Vilhelmssonar sem endaði með því að sá síðarnefndi seldi hlut sinn i Samherja og fluttist frá Akureyri. „Hann er á kafi í sínum bissness og hugfanginn af starfinu. Vinnan er hans ástríða og hún tekur hans tíma allan," segir einn samstarfs- manna Þorsteins Más. Sanngjarn stjórnandi Þeir eðliskostir sem menn þakka velgengni hans er að Mái þykir vel gefmn þrátt fyrir „einstaka snögga bletti", eins og einn viðmælenda DV orðaði það. Þá þykir hann sann- gjarn stjórnandi alla jafna. Á hinn bóginn hefur Þorsteinn Már stund- um verið gagnrýndur fyrir að dreifa ekki ábyrgðinni nægilega mikið og færast of mikið í fang. F^jölmiðla- menn hafa einnig kvartað undan að arma sina til margra annarra landa." í umsögn blaðsins sagði þá um þennan harðduglega viðskiptajöfur: „Hann fagnar miUjarðasamningum með því að fá sér Big Mac." Berst lítið á Einn samstarfsmanna Máa segir rétt að hann berist ekki mikið á. Hann fari vel með fé og geri sömu kröfu til vinnufélaganna. Hann sé alltaf að pæla í sjávarútvegi og þekking hans á greininni sé feiknar- leg og nái til allrar Evrópu. Hann hafi fyrst komist á sjó 6-7 ára gam- all með föður sínum. Sé talnaglögg- ur enda margir stærðfræðingar í ættinni. Hann er sagður þekkja flestöll stærri fiskiskip í smáatrið- um. Eiginkona Máa er Helga Steinunn Guðmundsdóttir og eiga þau tvö uppkomin börn. IÖnaðarráðherra segir óvissukostnað orkufyrirtækja allt of mikinn: Vill setja skorður á umhverfisrannsóknir - ótrúleg ummæli sem lýsa valdhroka að mati Vinstri grænna Valgerður Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, boðar breytingar á löggjöf um virkjanir og umhverfismat vegna þess mikla kostnaðar sem orkufyrirtæki standi frammi fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á ársfundi RARTK sem haldinn var á Akureyri í gær. „Nú hafa hins vegar skipast veð- ur í lofti varöandi ný virkjunar- mannvirki frá því sem var á árdög- um rafvæðingarinnar og jafnvel þeir aðilar sem einna mest fá í sinn hlut og best hafa notið nálægðar virkjana vilja ekki lengur stuðla að uppbyggingu orkuiðnaðarins í sinni heimabyggð. Hér kemur efiaust flestum í hug hin mikla umræða um umhverfismál virkjana sem áber- andi hefur verið á undanförnum misserum. Eins og kunnugt er verða nýjar virkjanir í dag ekki reistar nema að undangengnu mati á umhverfisáhrifum. Kröfur sem gerðar eru til rannsókna vegna matsvinnunnar hafa stóraukist og þessi rannsóknakostnaður er orð- inn verulega íþyngjandi fyrir fram- kvæmdaraðila þar eð sú óvissa er alltaf fyrir hendi að ekki verði fall- ist á viðkomandi framkvæmd í úr- skurði stjórnvalda um niðurstöður matsins," sagði ráðherra. Valgerður sagði brýnt að breyta lögum þannig að orkufyrirtæki þurfi ekki að eyða tugum eða hund- ruðum milljóna króna í mismun- andi gagnlegar rannsóknir vegna mats á umhverfisrannsóknum sem hugsanlega skipti engu máli um það hvort ráðist verður í framkvæmd eða ekki. „í raun eru þessar rann- sóknir komnar langt umfram eðli- legar kröfur sem gera verður til að komast að raun um hvort viðkom- andi mannvirki hafi óviðunandi áhrif á umhverfi sitt. Við endur- skoðun laga um mat á umhverfisá- hrifum er nauðsynlegt að serja ein- Valgerður Sverrfsdóttir. Ogmundur Jonasson. hverjar skorður á kröfugerð um rannsóknir og ekki síður þarf að setja skýrari reglur um inntak leyf- isveitinga vegna virkjunarmann- virkja," sagði ráðherra. Ótrúleg ummæli „Þetta eru ótrúleg ummæli og hljóma nánast sem ögrun gagnvart náttúruverndarsinnum. Þótt ég geri mér grein fyrir að Valgerður Sverr- isdóttir hafi ráðherravald nú um stundarsakir þarf að fara vel með það vald og láta það ekki snúast upp í valdhroka. Ég sé ekki betur en það sé að gerast," segir ögmundur Jón- asson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Hann segir að virkjanir og þær breytingar sem þær hafi í för með sér á náttúrunni séu ekkert stund- arfyrirbrigði heldur þýði þær óaft- urkræf spjöll og menn hafi ekki leyfi til annars en ráðast í slíkar breytingar að undangengnum ítar- legum rannsóknum. „Þótt þær kosti sitt er sá kostnaður smámunir í því samhengi. Það eina sem skýrt gæti ummæli ráðherrans er að stjórn- völd ætli að hunsa niðurstöður rannsókna eins og dæmin hafa sannað. Þá er til lítils að leggjast í mikinn kostnað en rannsóknrinar eru til þess að taka þær alvarlega. Þessi ummæli Valgerðar Sverris- dóttur eru fullkomlega ábyrgðar- laus, ekki síst gagnvart komandi kynslóðum," segir Ögmundur. -BÞ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.25 23.11 Sólarupprás á morgun 03.25 0341 Síðdegisflóð 21.26 14.23 Árdegisflóö á morgun 09.50 01.59 Veöriö í kvold = /*9 Norölæg eoa breytileg átt Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Þokusúld um landið austanvert og við norðurströndina en skýjað með köflum og skúrir í öðrum landshlutum. Hiti víða 10 til 15 stig aö deginum en svalara á annesjum norðan- og austanlands. Veðriö a m v &VV fív Skýjaö og víða úrkoma Víða rigning á norðanverðu landinu á morgun en skýjað með köflum sunnan til og skúrir síðdegis. Heldur kólnandi veður. Veöriö n ~&:n ihs£i Laugardagur Sunnudagur Mánudagur 4^ Hiti7' Hiti 5' ^0 HifiS* «1«° tillS' «IW Vindur: 3-8in/» Vindun 3-8 ">¦'" Vindur: 3-8 "V* SuMægeoa breytlleg átt. Skýfaomeo köflum en Irtil úrkoma. Hægbrevtileg átt, skýjað meö köflum og skúrir er líöur á daglnn. Áframtueg breytlleg átt og vioa hafgola. Birtlr vfoa tll og áframhlýttl veori. t * * Vindrtradi Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviðri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviðri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3,4-5,4 5,5-7,9 8,0-10,7 10,8-13,8 13,9-17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24,5-28,4 28,5-32,6 >= 32,7 Veöriö kl. 6 &.KUREYRI rigning 9 3ERGSSTAÐIR 30LUNGARVÍK hálfsk rigning skýjað skýjað rigníng flað 8 EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. 5 9 KEFLAVfK fUUFARHÖFN íjað jaö jað i 9 7 9 9 10 17 13 REYKJAVIK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN hálfsk rigning súld léttský léttský rigning skýjaö skýjað heiösl' skýjaö léttskj heiösl/ 0SLÓ STOKKHÓLMUR 11 15 ÞORSHOFN PRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM ;írt 9 18 18 12 BARCELONA BERLÍN 'jað ;írt jaö 15 13 21 10 CHICAGO DUBUN léttskj skúr HALiFAX þoka 10 FRANKFURT léttskýjaö 11 HAMBORG IANMAYEN léttskj þoka skýjað léttskj heiösí skýjað hálfsk alskýji jað 12 2 LONDON LÚXEMBORG MALLORCA ¦jaö ;írt 11 10 18 MONTREAL 19 NARSSARSSUAQ NEWYORK 0RLAND0 ýjaö )ö 'jað ijað lóða 5 18 24 11 16 17 16 PARIS léttskj VlN léttskj þokun WASHINGTON WINNIPEG þoka ¦^•W^flllJJWHI.'MII.'Ji.-M'Jd.lllrHMillHH.'lrl.-™

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.