Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2002, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 30. MAI 2002 I>V 29 Sport Stelpurnar eru til í slaginn viö spænsku senjóríturnar á Laugardalsvellinum í kvöld. Sigur er nauösynlegur ef liöiö á aö komast áfram f keppninni en þaö á tvo leiki eftir. DV-mynd E.ÓI. Fær Þóra á sig skot í leiknum? Markvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir spilar 20. landsleik sinn í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Spánverjum. Hún þarf því aðeins einn landsleik til að jafha met Sigríðar Fanneyjar Pálsdóttur og verða leikreyndasti landsliðsmarkvörður frá upphafi og það þrátt fyrir að vera aðeins nýorðin 21 árs. Þóra lék fyrsta landsleik sinn árið 1998 og tók þá við hlutverki Sigríðar Fanneyjar á milli stanganna í kvennalandsliðnu. Hafa spilao miklu meira saman í landsliöinu Þóra Björg Helgadóttir gekk til liðs við KR fyrir tímabilið og spilar við hlið systur sinnar, Ásthildar Helgadóttur, í fyrsta sinn í félagsliði síðan 1997 en þær hafa aftur á móti spilað saman í landsliðinu und- anfarin ár. Þóra hefur spilað í 1312 mínútur við hlið systur sinnar í landsliðinu en aðeins í 337 mínútur í félagsliði sem eru athyglisverð- ar staðreyndir, ekki síst þar sem þær hafa leikið í 540 mínútur á móti hvor annarri í deildinni. Hefur ekki fengiö á sig skot Það hefur verið lítið að gera hjá Þóru það sem er sumri. Hún hef- ur haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjunum enda á hún enn eftir að fá á sig skot. Það því spurning hvort Þóra sé í leikæfingu eftir afar ró- lega leiki að undanförnu því að ólíkt þeim leikjum má búast við að þær spænsku skapi Þóru næg verkefhi í kvöld. -ÓÓJ Island og Spánn mætast klukkan 18.00 á Laugardalsvelli í kvöld: er enn inn í myndinni íslensku landsliðsstelpurnar í knatt- spyrnu þurfa að vinna spænsku senjórít- urnar í kvöld til að tryggja sér áfram- haldandi keppni í undankeppni heims- meistaramótsins en leikurinn hefst klukkan 18.00 á Laugdalsvelli og er fritt inn. Þetta er flmmti leikur íslenska liðs- ins í keppninni og jafhframt einn sá allra mikilvægasti upp á framtíðina. HM-sætið er enn í sjónmáli og stelpurnar hafa sýnt með góðum úrslitum að undanfórnu að þær eru til alls vísar. Grimmari en nokkru sinni fyrr Eins sjá mátti í auglýsingu fyrir leik- inn í gær þá bjóða íslensku stelpurnar áhorfendum upp á nautaat í Laugardaln- um þar sem þær lofa því að vera grimmari en nokkru sinni fyrr. Það muna margir enn eftir auglýsingunni í haust sem átti mikinn þátt í að 1250 manns komu í Laugardalinn og hjálpuðu stelpunum til að vinna frábæran sigur á ítalska liðinu og stelpurnar treysta aftur á að vekja athygli liðanna i litríkri aug- lýsmgu. Leikurinn skiptir miklu máli þar sem ísland þarf að tryggja sér annað sætið í riðlinum til að komast áfram í umspil. ís- lenska liðið getur náð efsta sætinu en til þess þarf liðið að vinna báða tvo siðustu Undankeppni HM Ísland-Rússland...........1-1 Olga Færseth ísland-ítalia..............2-1 Olga Færseth 2 Spánn-lsland.............6-1 Margrét Ólafsdóttir Rússland-ísland...........l-l Olga Færseth Staöan f riðlinum: Rússland 6 3 2 1 10-6 11 Spánn 5 2 0 3 8-8 6 ítalía 5 2 0 3 7-7 6 Island 4 12 15-9 5 Markahæstar: Olga Færseth, íslandi........4 Natalia Barbachina, Rússlandi ... 4 Laura Del Rio Garcia, Spáni.....3 Auvilla Timenez, Spáni.........3 Nadezhda Bosikova, Rússlandi ... 2 Maria Rita Guarino, ítalíu ......2 Marina Saenko, Rússlandi ......2 leiki sína með samtals átta marka mun og því eru Rússar nánast öruggir með sig- urinn í riðlinum. íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Rússland bæði hér heima og úti og er landsliðið ásamt Rúss- um eina liðið sem hefur ekki tapað nema einum leik í þessum 3. riðli. Einu tapleikir Rússlands og Islands voru báðir á útivelli gegn Spáni. íslenska liðið tapaði sínum leik, 1-6. Það er ekki auðvelt verkefiii sem bíður stelpnanna í kvöld. Það verður þó að taka inn í myndina að íslensku stúlkurnar spiluðu illa á Spáni og þær hljóta að vera enn ákveðnari í að sanna sig í kvöld og sýna það að fyrri leikur- inn hafi verið slys. ísland er eina liðið sem á eft- ir tvo leiki en riðillinn er mjög opinn. Islenska liðið er dæmi um lið sem er í neðsta sæti en á enn möguleika á efsta sætinu. Síðasti leikurinn er síðan við ítalíu á úti- velli en þetta eru einu leikirnir sem eftir er að spila. Það lið sem hafnar neðst í riðlinum mun falla niður um styrkleikaflokk. Sama byrjunarlio Jörundur Áki Sveinsson hefur valið byrjunarliðið gegn Spáni og er það óbreytt frá leiknum gegn Rússum 18. maí síðasthðinn. Markvörður er Þóra Björg Helgadóttir í vörninni eru Guðrún Gunnarsdóttir, El- ín Jóna Þorsteinsdóttir, Edda Garðars- dóttir, Katrin Jónsdóttir og Rósa Júlía Steinþórsdóttir og fyrir framan þær á miðjunni leika Guðlaug Jónsdóttir, Mar- grét Ólafsdóttir, Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) og Erla Hendriksdóttir. Olga Færseth er síðan ein frammi. Á bekknum eru síðan María Björg Ágústsdóttir, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Ásdís Þorgilsdótt- ir, Ásgerður H. mgibergsdóttir, Dóra Stef- ánsdóttir og Björg Ásta Þórðardóttir. Dómari leiksins verður Claudine Brohet frá Belgíu, en aðstoðardómar- ar verða landar hennar, þær Ver- onique Geerts og Chantal Raepers. -ÓÓJ Þóra Björg Helga- dóttir mun ör- ugglega fá *v** mun meira \% aö gera í ¦fA kvöld en ¦v\ áöur meö •9. KR I deildinni hér heima. ÍL/ Þóra hef- I? ur haldiö j hreinu fyrstu 180 mínútur tímabilsins og hefur enn ekki fengið skot. Leíkjamet markvarðar - í kvermalandsliði íslands Sigríður Fanney Pálsdóttir .....21 Þóra Björg Helgadóttir ........19 Sigríður Sophusdóttir.........16 Erna Lúðvíksdóttir...........13 Guðríður Guðjónsdóttir ........7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.