Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Qupperneq 1
DAGBLAÐIÐ VISIR
125. TBL. - 92. ARG. - ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK
Strákarnir undu
glaöir viö sitt
og sandinn gula
í Nauthólsvík í
gær, þar sem
ylströndin hefur
sagnaö gildi
sitt á síðustu
dögum. Sjá
: baksíöu. ^
? DV:mynd ÞQK
Sífellt fjölgar þeim sem vilja hvalveiðar á ný samkvæmt könnun DV:
Meðvituð þjóð eða remba?
„Þetta kemur ekki á óvart og
endurspeglar stuðning almenn-
ings við þá stefnu stjórnvalda að
hefja hvalveiðar á ný. Við höfum
unnið markvisst að veiðum á
undanförnum árum samkvæmt
þingsályktunartillögu en hins
vegar eru ýmis ljón í veginum
eins og menn vita,“ sagði Ámi
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
í samtali við DV í morgun vegna
yfirgnæfandi stuðnings þjóðar-
innar við hvalveiðar samkvæmt
skoðanakönnun DV.
í skoðanakönnun, DV, sem gerð
var sl. sunnudag, kom fram að 86,4
prósent aðspurðra eru fylgjandi
því að hvalveiðar verði hafnar að
nýju en 13,6 prósent eru andvíg
hvalveiðum. Hefur fylgjendum
veiða fjölgað frá því DV gerði sams
konar könnun í mars 1997 og að
auki taka mun fleiri afstöðu til
spurningarinnar um hvalveiðar nú
en fyrir fimm árum. Þá kemur
fram að stuðningur við hvalveiðar
er meiri úti á landi en á
höfuðborgarsvæðinu.
Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði við DV að áfram
yrði unniö. Ef hann teldi hvalveið-
ar ekki raunhæft markmið myndi
hann verja tímanum i önnur verk-
efni.
Guðjón A. Kristjánsson, þing-
maður frjálslyndra, er i hópi þing-
manna sem vilja
hvalveiðar sem
fyrst.
„Það er mikið
fagnaðarefni að
þjóðin skuli
vera svona
meðvituð um
hvaða áherslur
við þurfum að
leggja í nýtingu
á lífríkinu. Hér
verður ekki haldið uppi eðlileg-
um veiðum í framtíðinni nema
með veiðum á hval,“ sagði Guð-
jón. „Ég vona að Alþingi taki af
skarið strax í haust. Þessi já- og
nei-leikur ríkisstjórnarinnar
gengur ekki. Það verður að taka
þennan slag hérna heima,“ sagði
Guðjón.
Ásbjöm Björgvinsson, forstöðu-
maður Hvalasafnsins á Húsavík,
segir niðurstöðumar sýna dæmi-
gerðan þjóðarrembing.
„Það er búið að blása upp þjóð-
rembuna í kjölfar alþjóða hval-
veiðiráðstefnunnar og sú um-
ræða hefur mikil áhrif, því það er
í mínum augum nánast spuming
um sjálfstæðisyfirlýsingu hvort
við fáum sjálf að nýta auðlindir
okkar,“ sagði Ásbjörn.
Hann taldi að í könnun sem
þessari væri hin undirliggjandi
spurning: Erum við mýs eða
menn - eigum við að bjóða heim-
inum birginn? Almenningur
væri einhliða upplýstur um mál-
in en staðreyndin væri sú að ís-
lendingar væru að nýta hval í
miklum mæli án veiða og sú nýt-
ing skapaði þjóðarbúinu gríðar-
leg verðmæti. -BÞ/hlh
■ NÁNARI UMFJÖLLUN
Á BLS. 2 í DAG
Ásbjörn
Björgvinsson.
Fótboltabullur
á sushi
Danskir karlmenn rífa í sig sushi
af miklum móð meðan á leikjum í
heimsmeistarakeppninni í knatt-
spymu stendur. íslendingurinn
Kristján Berg, sem starfar í fiskbúð
í Árósum í Danmörku, segir söluna
nú slá öll fyrri met. Hann segist
ekki hafa neina skýringu á þessu
mikla sushi-áti aðra en þá að
keppnin sé haldin i Japan og Kóreu.
Heima á íslandi hefur sushi-æðið
enn ekki náð inn í raðir fótboltaað-
dáenda sem sitja sem límdir fyrir
framan sjónvarpstækin á morgnana
þegar aðrir landsmenn stunda
vinnu. Guðrún Anna Finnbogadótt-
ir hjá Sindrabergi á ísaflrði segir að
reyndar sé þetta tilvalin fæða fyrir
þá karla sem rífa sig upp
eldsnemma og setjast banhungraðir
fyrir framan skjáina.
„Þetta er alveg tilvalið fyrir þá.
Þeir þurfa þá ekki að vekja konum-
ar til að fá sér snakk,“ segir Guð-
rún Anna. -rt
VIERI í HAM Á HM:
Skoraði
bæði mörk
Ítalaí
góðum sigri
26
KVENKYNS MÚRARI: !
„Ekki bara I
fyrir
karlmenn" |
7)