Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
Fréttir I>V
Aflamark þorsks niður í 179 þúsund tonn fiskveiðiárið 2002/2003:
Ofveiði frá árinu 1960
- segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar
Þorskur í lægö
Enn boöar Hafrannsóknastofnun samdrátt í þorskveiöum. Margir eru tangeyg-
ir eftir því aö þessi mikilvægasti fiskstofn íslendinga rétti úr kútnum.
Hafrannsókna-
stofnun hefur
birt skýrslu um
nytjastofna sjáv-
ar 2001/2002 og
aflahorfur fisk-
veiðiárið
2002/2003 sem
hefst 1. septem-
ber. Snemma árs
2000, þegar í ljós
kom verulegt of-
mat á stærð þorskstofnsins, gekkst
Hafrannsóknastofnun fyrir útttekt
nokkurra innlendra og erlendra að-
ila á gögnum, forsendum og aðferð-
um að baki þorskveiðiráðgjöf stofn-
unarinnar. í lokaskýrslu kemur
fram í meginatriðum traust á efnis-
tökum við stofhmat.
Skýrslan nú boðar ýmis jákvæð
teikn um ástand fiskistofna við ís-
land, einkum nokkurra mikilvægra
botnfiskstofna, en jafnframt er bent
á að vegna áratugalangrar þungrar
sóknar i þorskstofninn á íslands-
miðum, m.a. í kjölfar ofmats á stærð
hans á allra síðustu árum, er stofn-
inn nú langtum minni en hann var
þegar best lét.
Tillögur Hafrannsóknastofnunar
varðandi helstu nytjastofnana eru
179 þúsund tonn í þorski, ýsa 55.000
tonn, ufsi 35.000 tonn, gullkarfi
35.000 tonn, djúpkarfi 25.000 tonn,
úthafskarfi 120 þúsund tonn og 23
þúsund tonn í grálúðu. Lagt er til að
veidd verði 23 þúsund tonn af djúp-
rækju og 1.600 tonn af inn-
fjarðarækju. Þess má auk þess geta
að Hafrannsóknastofnun leggur til
að veiddar verði 250 hrefnur og 200
langreyðar, sem er samhljóða tillög-
um fyrir fiskveiðiárið 2001/2002.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segir að
aflamark í þorski hafi verið 220 þús-
und tonn fyrir tveimur árum sem
var samkvæmt aflareglu 25% af
veiðistofni. í fyrra tók gildi sveiflu-
jöfnun í aflareglu sem segir að
aldrei megi verða meira en 30 þús-
und tonna breyting milli ára. Mark-
miöið sé að hafa stöðugleika þannig
að aflamarkið á yfirstandandi fisk-
veiðiári var 190 þúsund tonn en
hefði verið að óbreyttu 160 þúsund
tonn. Nú gætir ekki áhrifa sveiflu-
jöfnunar, heldur gefi 25% reglan 179
þúsund tonn. í fyrra hefði aflinn átt
að lækka meira samkvæmt gömlu
reglunni og því aukning aftur á
næsta fiskveiðiári.
„Stofninn er að styrkjast. Við höfum
hins vegar sagt að sveiflujöfnun hafi
valdið því að sóknin er of þung sem er
þó fyrst og fremst afleiðing af oftnati
okkar á stofhinum á undanfómum
árum sem leiddi til þess að aflamarkið
var of hátt. Eftir að aflareglan tók gildi
er afli umfram aflareglu tiltölulega
mjög lítill, sem við teljum jákvæða þró-
un en var áður umtalsvert meiri en til-
lögur okkar. Meginrót vandans er sú
að það hefúr verið viðvarandi ofveiði
og sókn allt frá 1960. Þess vegna er
stofninn í þessari lægð nú. Það er orð-
ið mjög lítið af eldri fiski í þorskstofn-
inum, hann er veiddur, sem er
áhyggjuefni. Það em hins vegar góðir
árgangar í farvatninu og ef við berum
gæfu til að halda sókninni niðri er það
ávísun á betri tíma og meiri afla.
Ástand loðnustofhsins er svipað og
áður, sem er mjög mikilvægt, og það er
greinilegur bati á mörgum okkar botn-
fiskstofnum þar sem við höfum mælt
með miklum samdrætti á undanfóm-
um ámm sem er nú að gefa okkur já-
kvæð teikn í ufsastofhi, grálúðu, gull-
karfa og þá einkum ýsustofninum þar
sem okkar ráðgjöf fer úr 30 þúsund
tonnum í fyrra upp í 55 þúsund tonn
nú. Þessir stofnar era þó ekki komnir í
það ástand sem við vonumst til að sjá í
framtíðinni," segir Jóhann Siguijóns-
son.
Jóhann segir að hvalastofnamir hafi
mikil áhrif í öllu þessu samhengi og
það séu vísbendingar um að hvölum sé
að fjölga hér við land, sem er ekki
óeðlilegt þar sem ekkert er veitt. En
engu að síður telur Jóhann veiðar vera
stærsta orsakavald þess ástands sem
fiskistoftiamir við ísland búa við í dag.
-GG
Jóhann
Sigurjónsson.
Nýr framkvæmda-
stjóri Fiskiöjusam-
lags Húsavíkur
Pétur Hafsteinn Pálsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri Fiskiðju-
samlags Húsavíkur hf. og hefur þegar
tekið við starfinu. Fráfarandi fram-
kvæmdastjóri er Atli Viðar Jónsson.
Pétur Hafsteinn Pálsson situr í
stjóm Fiskiðjusamlags Húsavíkur og
er jafnframt framkvæmdastjóri Vísis
hf. í Grindavík, sem nýlega eignaðist
verulegan hluta hlutafjár í Fiskiðju-
samlagi Húsavíkm' þegar Ker hf., áður
Olíufélagið hf., og samstarfsfyrirtæki
og Tryggingamiðstöðin hf. skiptu við
Vísi hf. á hlutabréfum í Fiskiðjusam-
lagi Húsavíkur hf. og Vísi hf. í Grinda-
vík. Framkvæmdastjóraskiptin eru lið-
ur í að efla samstarf Fiskiðjusamlags
Húsavíkur og Vísis í Grindavik.
Fiskiðjusamlag Húsavikur er einn af
burðarásunum í atvinnulífi Húsavíkur,
en þar er bæði rekin öflug bolfisk-
vinnsla og rækjuverksmiðja. Aðal-
steinn Ámi Baldursson, formaður
Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að
vissulega komi þessar breytingar í
æðsta embætti FH á óvart, en hann seg-
ist viss um að þetta þýði engar breyt-
ingar hvað varðar hans skjólstæðinga.
Hann hafi óskað eftir fúndi með for-
svarsmönnum fyrirtækisins til þess að
fa skýrari linur í stöðuna og til þess að
geta fullvissað verkafólk um að engar
breytingar séu í farvatninu. -GGé
Leikskólahátíö í Grindavík
Vorgleöi leikskólanna í Grindavík var haidin á iaugardaginn og er þetta í fyrsta skipti sem gleöin er haidin sameiginlega fyrir
báöa ieikskóiana. Var öllum boöiö upp á pylsur og svala og þegar aliir voru orönir saddir fengu allir sem vildu andlitsmálun.
Siöan var hoppaö og sprellaö á trampólíni og hoppikastala að vild. Börnin fengu svo óvænta heimsókn þegar 2 af stubbun-
um komu og heilsuðu upp á krakkana og fóru í leiki og vakti þaö mikla kátínu hjá öllum. Fjöidi foreldra og afar og ömmur
komu og brugöu á leik meö börnunum og eiga foreldrafélögin hrós skiliö fyrirgott framtak
Brosnans í nýju James Bond-myndinni
Staðgengill
„Ég var bara að fá þetta staðfest í
gær að ég yrði í myndinni en ég lék í
sjö áhættuatriðum fyrir Pierce Brosn-
an í nýjustu James Bond-myndinni,
Die Another Day,“ sagði Lexi í viðtali
við blaðamann DV í morgun. Eins og
lesendum DV er kunnugt setti Alex-
ander Kárason heimsmet á laugardag-
inn í akstri á vélsleða á sjó þegar hann
ók sleða sínum 12,1 km eftir Eyjafirði.
„Þetta kom þannig til að framleiö-
andi þáttanna Ripley’s Believe It or
Not, sem ég þekki ágætlega, hafði sam-
band við mig og spurði hvort ég vildi
ekki setja heimsmet. Ekki hefúr verið
sett heimsmet i þessu áður, svo vitað
sé, og heimsmet á vatni hefur hingað
til verið óstaðfest,“ segir Lexi. Heims-
metið verður sýnt í þættinum á allra
UÓSM. MYNDRÚN
Lexl á Eyjafirði vlö heimsmetstil-
raunlna á laugardag.
næstu vikum á TBS Super Station-stöð-
inni i Bandaríkjunum en íslenskum
sjónvarpsáhorfendum ætti að gefast
tækifæri til að sjá þetta í fréttatímum
sjónvarpsstöðvanna fljótlega.
Ekki reynt siíkt áður
Aðspurður hvort hann hafi áður
haft einhverja reynslu af akstri við
þessar aðstæður segir Lexi það ekki
vera.
„Ég er ekki einu sinni vanur að
fleyta," segir Lexi. „Ég var samt til í
að slá til því að ég er alltaf til í að
prófa eitthvað nýtt og spennandi."
Alexander Kárason hefur keppt í
snjókrossi síðan 1995 og verið ís-
landsmeistari flest árin síðan 1997.
Hann er einnig eini íslendingurinn
sem keppt hefur á X-Games í Banda-
ríkjunum en þangað hefur hann far-
ið tvisvar sinnum. Alexander hefur
einnig tekið þátt í keppni á heims-
meistaramótinu þar síðastliðin þrjú
ár. -NG
Þessi mynd af Lexa í Bond-myndinni
var tekin á laun og eru gæðin þess
vegna ekki sem best. Alexander
þurfti að fá hárkollu til að líkjast Pi-
erce Brosnan sem mest og var
svartklæddur frá hvirfii til ilja.
Súlan EA
Veiöir vel afsíldinni.
Óvenjuvæn síld
við Jan Mayen
Mjög góð síldveiði úr norsk-íslenska
stofiiinum var við Jan Mayen síðustu
dagana fyrir sjómannadaginn, en öll
skipin komu í land samkvæmt lögum
um sjómannadaginn. Búist er við að
mun fleiri skip haldi til veiða upp úr
hádegi í dag. 58 íslensk skip era með
kvóta úr norsk-íslenska síldarstofnin-
um, en heildarkvótinn er 105.665 tonn.
Sum þeirra era þó með það lítinn kvóta
að ekki borgar sig fyrir þau að sækja
hann og munu því væntanlega fram-
selja sinn kvóta.
Freysteinn Bjamason, útgerðarstjóri
Síldarvinnslunnar i Neskaupstað, segir
mikla og væna síld vera á þessum slóð-
um, en þó sé í henni áta, sem geri það
að verkum að megnið af aflanum fer til
bræðslu, en um leið og átan minnkar
eykst það magn sem fer til manneldis-
vinnslu. Síldin er um 13% feit, sem er
mun meira en menn eiga að venjast á
þessum árstíma. Því veldur m.a. góður
sjávarhiti. Súlan EA kom með 900 tonn
til Neskaupstaðar sem að mestu fór til
bræðslu, en fifllvinnsluskip eins og Vil-
helm EA kom með fryst flök sem og
skipin Guðrún Gísladóttir og Guð-
mundur Ólafúr. -GG
Valdimar Braga-
son bæjarstjóri
Dalvíkurbyggðar
Valdimar Bragason, sem var í
efsta sæti Framsóknarflokks, verð-
ur bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð.Ý
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur hafa samþykkt málefna-
samning um meirihlutasamstarf
flokkanna í sveitarfélaginu þetta
kjörtímabil. Framsóknarflokkur
hlaut 4 bæjarfulltrúa en Sjálfstæðis-
flokkur þrjá. Valdimar var sveitar-
stjóri Dalvikurhrepps áður en hann
hlaut kaupstaðarréttindi. -GG
Ingi Sigurðsson
bæjarstjóri í Eyjum
Samkomulag hefúr náðst milli Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks í
Vestmannaeyjum um myndun meiri-
hluta næsta kjörtímabil. Sjálfstæðis-
flokkur missti hreinan meirihluta sem
hann hafði síðasta kjörtímabil og hlaut
3 bæjarfulltrúa en Framsóknarflokkur,
sem nú bauð fram að nýju, hlaut einn
bæjarfulltrúa.
Bæjarstjóri verður Ingi Sigurðsson
byggingatæknifræðingur og fram-
kvæmdastjóri byggingafyrirtækisins
Steini og Olli, forseti bæjarstjórnar
kemur væntanlega úr röðum sjálfstæð-
ismanna og formaður bæjarráðs þá
framsóknarmaður, líklegast Andrés
Sigmundsson, bæjarfúlltrúi B-lista.-GG
Þrennt slasaðist
í hörðum árekstri
Þrennt slasaðist í árekstri á Reykja-
nesbraut á móts við Smáralind í
Kópavogi á þriðja timanum í
fyrradag. Slysið varð með þeim hætti
að ökumaður fólksbils sem ók í norð-
urátt beygði skyndilega í veg fyrir
jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Þrjú
mótorhjól fylgdu á eftir jeppanum og
lenti stúlka sem var á fremstra hjól-
inu í hlið jeppans og ökklabrotnaði.
Beita þurfti klippum til þess að ná
konu sem ók fólksbílnum út úr hon-
um, en henni leið vel eftir atvikum að
sögn lögreglunnar í Kópavogi. Karl-
maður í jeppanum kenndi eymsla í
brjósti, en hann var í belti. Allir hin-
ir slösuðu voru fluttir á Landspítala
Háskólasjúkrahús. -GG