Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Page 10
10
Viðskipti__________
Umsjón: Viðskiptablaðiö
Þýskt álver kaupir íslenskan
tæknibúnað fyrir 110 milljónir
Stórfyrirtækið Corus
/ tilkynningu frá Altech kemur fram aö kaup Corus á gæöaeftirlitskerfmu eru
mjög mikilvæg fyrir Aitech, sem er núna aö ryöja sér braut á sviöi upplýsinga-
tækni fyrir álver.
Þýsk-breska stórfyrirtækið Corus
hefur gengið frá samningi við ís-
lenska fyrirtækið Altech JHM hf.
um kaup á þremur vélum: tinda-
réttivél, gaffalréttivél, grafitstöð,
svo og Altrack-gæðaeftirlitskerfi
fyrir álver sitt í Voerde i Þýska-
landi. Verðmæti samningsins er
yfir 110 milljónir króna. Verið er að
endurnýja þetta álver og bæta fram-
leiðni þess og umhverfismál. Corus
er nítjánda álverið sem kaupir tæki
frá Altech en fyrirtækið er í viðræð-
um við flestöll álver í heiminum um
sölu á einhverjum af sinum þrjátíu
mismunandi tækjum og kerfum.
Tindaréttivélin er til að rétta á
sjálfvirkan hátt tinda á skautgöífl-
um með vökvapressu, eftir að þeir
hafa verið forhitaöir með spanhit-
unarspólum. Þetta er áttunda tinda-
réttivélin sem Altech selur. Gaffal-
réttivélin er til að rétta skautgaffla
með nýrri tækni sem Altech hefur
þróað og sem ekki hefur verið notuð
áður í álverum. Þetta er önnur vél-
in sem Altech selur en fyrsta vélin
var keypt í fyrra af Hydro i Noregi
og verður sett upp í álveri þess í
Sunndal síðar á þessu ári. Grafit-
stöðin er til að húða tinda á skaut-
göfflum með grafítlausn og þurrka
Landsbankinn
gengur frá endur-
fjármögnunar-
samningi
Þann 17. maí sl. lauk fyrri hluta
erlendrar endurfjármögnunar
Landsbankans á árinu með 200
milljóna evra láni til tveggja ára.
Fjármögnunin var í formi skulda-
bréfaútboðs innan EMTN-íjár-
mögnunarramma bankans og var
í umsjá Bank of America. Sam-
starfsbankar Bank of America í
fjármögnunarverkefninu voru
Caboto Holding Sim (dótturfyrir-
tæki Intesa-BCI, stærsta banka
Italiu), franski fjárfestingarbank-
inn CDC IXIS, Dresdner
Kleinwort Benson, franski bank-
inn Natexis Banque Populaires og
Svenska Handelsbanken. Tilgang-
ur lántökunnar er endurgreiðsla á
sambankaláni á gjalddaga í júlí á
þessu ári og fjármögnun nýrra
verkefna, m.a. aukin fjármögnun
vegna Heritable Bank í London.
Meðal annarra markmiða nýaf-
staðinnar lántöku var lækkun
meðalfjármögnunarkostnaðar
bankans og útvíkkun landfræði-
legrar dreifingar fjárfesta, segir í
tilkynningu frá bankanum. Lán-
takan náðist á hagstæðustu kjör-
um sem íslensk lánastofnun hefur
fengið á undanfömum rúmum 4
árum og þykir landfræðileg dreif-
ing lántökunnar vera mjög góð.
Þannig var þátttaka franskra fjár-
festa 25%, finnskra 24% og
sænskra 10%, auk fjárfesta frá S-
Evrópu og fleiri löndum.
þá síðan með spanhitunarspólum.
Grafithúðunin bætir straumleiðni
rafskautanna í kerunum.
Alþjóðlega matsfyrirtækið
Moody’s Investors Service hefur gef-
ið út sína árlegu greiningarskýrslu
um Búnaðarbanka Islands. Láns-
hæfismat bankans í heild helst
óbreytt frá síðustu skýrslu. Láns-
hæfiseinkunn fyrir skuldbindingar
til langs tíma helst í A3, skamm-
tímaeinkunn er Prime-2 (P2) og ein-
kunn fyrir fjárhagslegan styrkleika
er C.
Moody’s telur horfur jákvæðar
varðandi fjárhagslegan styrkleika
bankans. Er þar einkum litið til
getu bankans til þess að bæta enn
frekar kostnaðarhlutfall og nýta
vaxtarmöguleika á íslenska fjár-
málamarkaðnum.
Moody’s gerir stefnumótun Bún-
aðarbankans sérstaklega að umfjöll-
unarefni og telur ákvörðun bankans
um að leggja aukna áherslu á við-
skiptabankastarfsemi geta haft já-
Hafrannsóknastofnun hefur birt
tillögur sínar um hámarksafla fyrir
næsta fiskveiðiár. I heildina litið
eru horfur jákvæðar fyrir allflestar
tegundir að þorski undanskildum.
Þorskstofninn reyndist verulega of-
metinn síðustu ár og nú, þriðja árið
í röð, er lögð til nokkur skerðing á
hámarki þorskafla, eða 179 þúsund
tonn, til samanburðar við 190 þús-
und tonn í fyrra, og er það sam-
kvæmt aflareglu. Bæði veiði- og
hrygningarstofn eru enn nálægt
sögulegu lágmarki. Aðrar bolfisk-
tegundir virðast í ágætu horfi og til
að mynda er lögð til aukning i ýsu,
ufsa og gullkarfa, sem og í grálúðu.
Gerð er tillaga um nokkru minna
aflamark í síld fyrir komandi fisk-
veiðiár en á þvi síðasta.
Fjallað er um þetta í Morgun-
punktum Kaupþings í gær, en þar
segir að ekki verði annað séö en
aukning í öðrum tegundum ætti að
vega upp að stærstum hluta skerð-
ingu aflamarks í þorski og niður-
staðan ætti ekki að leiða til sam-
dráttar í útflutningstekjum sökum
þessa. Þorskurinn sé þó enn mikil-
vægasta tegundin enda vegi
þorskafurðir um helming af heildar-
útflutningsverðmæti sjávarafurða.
Verðþróun afurða erlendis skipti þó
einnig máli.
„Á síðasta ári var verð almennt
hátt fyrir helstu afurðir, tfl að
Altrack-gæðaeftirlitskerfið fyrir
Corus er það þriðja sem Altech sel-
ur til álvera. Kerfið er það eina
kvæð áhrif á lánshæfismat bankans
í nálægri framtíð segir i tilkynn-
ingu frá bankanum.
Litiö til fyrirhugaðrar einka-
væðingar
I greiningarskýrslu Moodyís kemur
fram að mat fyrirtækisins á bankan-
um sýni sterka stöðu bankans á
heimamarkaði og sterkar fjárhags-
legar stoðir hans. Við gerð matsins
var tekið tillit til fyrirhugaðrar
einkavæðingar bankans og mun
mat Moodyís á Búnaðarbamkanum
því ekki breytast við sölu ríkissjóðs
á eignarhluta sínum í bankanum.
Arðsemi, fjárhagslegur styrkleiki og
kostnaðaruppbygging þykir einnig
viðunandi þótt hagræðingarmögu-
leikar séu enn taldir til staðar.
Moody’s tekur í mati sínu fram að
markaðshlutdeild Búnaðarbankans
sé stöðug jafnt á sviði útlána og inn-
mynda hækkaði saltfiskverð veru-
lega fram eftir ári, verð á bolfiskaf-
urðum hélst hátt, verð á frystri síld
hækkaði verulega frá fyrra ári og
verð á mjöli og lýsi hækkaði mikið
og er nú nálægt sögulegu hámarki.
Söluhorfur eru um margt ágætar í
heildina litið en ekki er þó óvarlegt
að áætla að verð geti gefið eitthvaö
sinnar tegundar fyrir álver. Kerfið
byggist á merkingu allra rafskauta
og skautgafíla og myndgreiningu á
rafskautum og skautgöfllum með til-
heyrandi hugbúnaði til að tryggja
eftirlit með framleiðslu þeirra fyrir
kerskálana. Samstarfsaðilar Altech
í þróun þessa gæðaeftirlitskerfis
eru íslensku fyrirtækin Skyn ehf. í
Mosfeflsbæ, sem hefur sérhæft sig í
tölvuvæddri myndgreiningu, og
Órigo ehf. í Kópavogi, sem þróar
hugbúnað og gagnasöfn fyrir tölvu-
kerfi.
I tilkynningu frá Altech kemur
fram að kaup Corus á gæðaeftirlits-
kerfmu eru mjög mikilvæg fyrir Al-
tech, sem er núna að ryðja sér braut
á sviði upplýsingatækni fyrir álver.
Um þrjátíu álver hafa sýnt áhuga á
þessu gæðaeftirlitskerfi til að bæta
framleiðslu, umhverfismál og ör-
yggi starfsmanna sinna. Áður hafa
álver í Kanada og Noregi keypt
Altrack-kerfið.
Með þessari sölu hefur Altech
gengið frá sölusamningum fyrir
rúmlega 200 milljónir króna það
sem af er árinu og áframhaldandi
söluhorfur eru góðar, að sögn fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
lána og bankinn bjóði alhliða þjón-
ustu bæði til fyrirtækja og einstak-
linga. íslenski fjármálamarkaður-
inn sé í hraðri þróun og viðskipta-
vinir noti stöðugt þróaðri fjármála-
afurðir.
Meðal helstu styrkleika Búnaðar-
bankans að mati Moodyís er sterk
markaðsstaða á íslenska ljármála-
markaðnum, traust arðsemi árið
2001 þrátt fyrir erfiðar aðstæður,
gott eiginfjárhlutfall og góð áhættu-
dreifing útlána.
Moodyís bendir á að meðal helstu
ögrana og ógnana við rekstur bank-
ans sé aukin samkeppni á íslensk-
um fjármálamarkaði. Því þurfi að
auka tekjur af þjónustu. I matinu
segir einnig að vaxtarmöguleikar á
innlendum fjármálamarkaði séu
takmarkaðir og bankinn þurfi
áfram að vinna að bættri hag-
kvæmni.
eftir með haustinu, sér í lagi hvað
bolfiskafurðir varðar. Þá hefur
styrking krónunnar einnig neikvæð
áhrif á útflutningsverðmæti sjávar-
afurða. Þrátt fyrir það er ekki við
öðru að búast en ágætu ári fyrir is-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki og gefa
tillögur Hafró nú ekki tilefni til ann-
ars,“ segir í Morgunpunktum.
Lánshæfismat Moody’s á Búnaðarbanka íslands:
Óbreytt mat og horfur jákvæðar
Tillögur Hafró gefa tilefni til bjartsýni
Hafrannsóknastofnun
Þorskstofninn reyndist verulega ofmetinn síöustu ár og nú, þriöja áriö í röö,
er lögö til nokkur skeröing á hámarki þorskafla.
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
HEILDARVIÐSKIPTI 3.140 m.kr.
Hlutabréf 297 m.kr.
Bankavíxlar 1.081 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Skeljungur 70 m.kr.
Pharmaco 56 m.kr.
Eimskip 27 m.kr.
MESTA HÆKKUN
't © Vinnslustöðin 2,9%
Q Þorbjörn Fiskanes 2,3%
©HB 2,0%
MESTA LÆKKUN
Q Sjóvá-Almennar 6,0%
Q Grandi 4,1%
© SR-Mjöl 2,2%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.271 stig
- Breyting © -0,57%
Eimskip stofnar
nýtt umboösfyrir-
tæki í Noregi
Eimskip Norge AS og Wilhelmsen
Agencies AS hafa gert samning um
stofnun á nýju umboðsfyrirtæki í
Álasundi. Fyrirtækið verður að hálfu
í eigu hvors aðila.
Eimskip Norge AS, sem er í eigu
Hf. Eimskipafélags íslands og Wil-
helmsen Agencies AS, er hluti af
Barwil-samstæðunni sem er leiðandi
alþjóðlegt umboðsmannanet í eigu
Wilh. Wilhelmsen-samstæðunnar í
Noregi.
I frétt frá Eimskip kemur fram að
nýja fyrirtækið muni heita „Álesund
Shipping Agencies AS“ og verður það
með umboð fyrir Hamburg Súd á
Álasundssvæðinu. Með stofnun fyrir-
tækisins verður hægt að mæta aukn-
um kröfum um þjónustu og sam-
keppnishæfni á þessum mikilvæga
markaði. Einnig verður hægt að bjóða
upp á fleiri tegundir flutningaþjón-
ustu en nú er gert, svo sem umboðs-
þjónustu og flugfrakt.
Nýja fyrirtækið verður með aðsetur
í Álasundi og verður starfsfólk þess
frá báðum fyrirtækjunum.
Fyrirtækið mun hefja starfsemi 1.
september 2002.
Búist við frekari
lækkun hráolíuverös
Nokkrar líkur eru á að hráolíuverð
muni lækka frekar það sem eftir lifir
árs ef marka má spár markaðsaðila.
Meðalspáin bendir til þess að olíuverð
verði 23 dollarar á fatið í lok árs en í
dag er verðið um 24 dollarar á fatið.
Sú hækkun sem átt hefur sér stað frá
því í nóvember síðastliðnum hefur |
einkum verið vegna ótryggs ástands í
Miðausturlöndum sem og útflutnings-
takmarkana OPEC-ríkjanna, Rúss-
lands, Noregs og annarra olíufram-
leiðsluríkja. Rússar og Norðmenn
hafa hins vegar tekið þá ákvörðun að
auka aftur við framleiðslu sina. Rúss-
ar hyggjast gera það án allrar tafar en
Norðmenn munu auka við framleiðsl-
una á ný í lok júni. Minni eftirspurn
á heimsvísu sökum lítils hagvaxtar,
sem og aukið framboð af olíu mun að j
öðru óbreyttu leiða til lækkunar olíu-
verðs.
04. 06. 2002 kl. 9.15
KAUP SALA
BMpollar 90,860 91,320
SðSpund 132,780 133,460
B*8kan. dollar 59,450 59,820
SrlDonsk kr. 11,4680 11,5310
FFrÍNorekkr 11,4570 11,5200
SSsænsk kr. 9,3670 9,4180
E3 Sviss. franki 58,0400 58,3600
f*1jap. yen 0,7338 0,7382
^ECU 85,2068 85,7188
SDR 117,1700 117,8700