Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Qupperneq 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
X>V__________________________________________________________________________________ Neytendur
Mikið vantar upp á að brunavarnir séu í lagi:
Gluggar of litlir og stiga vantar
- fólk þarf að komast út úr brennandi húsum, segir Steingrímur Sigurjónsson
Steingrímur
Sigurjónsson
byggingafræö-
ingur og húsa-
smíöameistari.
Fyrir skömmu
brenndist maður
illa þegar eldur
kom upp í ris-
íbúð í Reykjavík.
Steingrímur Sig-
urjónsson, húsa-
smíðameistari og
byggingafræðing-
ur sem sérhæft
hefur sig í bruna-
málum, segir að
mikið vanti upp á
það hérlendis að
hugsað sé fyrir
því einfalda at-
riði að fólk komist út úr íbúðum
sínum þegar eldur kemur upp. Und-
anfarin ár hefur mikil áhersla ver-
ið lögð á reykskynjara og slökkvi-
tæki en þau tæki gera ekki annað
en að láta vita og slökkvitækin
duga aðeins á lltinn eld. Því er mjög
mikilvægt að neyðarútgangar séu
úr öllum húsum.“
Steingrímur segir að mikið vanti
upp á að sú sé raunin. „Gluggar eru
t.d. víða það litlir að ekki er hægt
að komast út um þá, en samkvæmt
reglugerðum eiga þeir að vera
a.m.k. 150 cm þegar lagðar eru sam-
an lengd og breidd."
Hins vegar er ekki alltaf nóg að
neyðarútgangar séu fyrir hendi.
„Fólk sem býr á 4. hæð í blokk
stekkur ekki bara út um gluggann
eða niður af svölurn," segir Stein-
grímur. „Það þarf að hafa leið til að
Útgönguleiöin merkt
Ekki er nóg aö merkja útgönguleiðir meö skiltum fyrir ofan dyr eöa giugga. Reykur getur hindraö aö þær sjáist. Merk-
ingar á gólfeöa neðarlega á vegg henta því oft betur og eru í raun nauðsynlegar á stööum eins og skólum, leikskól-
um og elliheimilum, aö sögn Steingríms.
komast niður á jörðina án þess að
slasa sig. Og þar koma brunastigar
til sögunnar."
Brunastigar fást víða, bæði til-
búnir svo og sérsmíðaðir. Þegar
þeir eru keyptir skyldi gæta að því
að þeir séu viðurkenndir af Bruna-
málastofnun ríkisins.
Séu hús á fleiri hæðum en einni
þarf sérstaklega að verja brunastig-
ann milli hæða. Það er gert með því
að klæða hann að aftan með bruna-
þolnu efni.
Ekki kostar mikið að gera breyt-
ingar á húsum til að þau verði mun
öruggari. Breytingar á einum
glugga og brunastigi geta kostað
innan við 100.000 kr. sem er lítið
verð fyrir stóraukiö öryggi. En auð-
vitað er best ef þessi mál eru höfð í
lagi frá upphafi, þ.e. að þau séu
höfð til hliðsjónar þegar ný hús eru
teiknuð og byggð.
Steingrímur segir að landsmenn
verði að treysta meira á sjálfa sig
en slökkviliðið þvi oft getur það átt
í erfiðleikum með að komast að
brunanum. Víða í Reykjavík séu
götur þröngar og skúrar sem hindri
aðgang að bakhúsum svo dæmi séu
tekin. Úti á landi er oft langt fyrir
slökkviliðið að fara og samgöngur
geti verið erflðar, t.d. í stórhrið að
vetri eða aubleytu að vori.
Eldsmatur í húsum hérlendis hef-
ur aukist mikið á undanfömum
áratugum, og segir Steingrímur að
nefna megi töluna 40% í því sam-
bandi. „Við erum með svo miklu
meira af húsgögnum og raftækjum,
svo sem tölvum, hljómtækjum og
sjónvörpum, inni hjá okkur en áður
tíðkaðist. Og flest þeirra eru elds-
matur og því er enn nauðsynlegra
að fólk komi sér út úr húsi sem
fyrst ef eldur verður laus.“
í framhaldi af bruna sem varð í
Grandaskóla nú fyrir skömmu vill
Steingrímur vekja athygli á að mik-
ilvægt sé að leikskólar, skólar, og
elliheimili, svo eitthvað sé neöit,
séu vel merkt með tilliti til út-
gönguleiða þegar eldur kemur upp.
„Þá nægir ekki að setja skilti fyrir
Gluggar sem neyðarútgangur
Til að hægt sé að komast út um þá
þegar mikiö liggur við þarf opiö aö
vera minnst 150 cm þegar lengd og
breidd eru lagöar saman.
ofan dyr þvi reykur getur hindrað
að þau sjáist. Mun betri leið er að
merkja gólf, t.d. með þartilgerðum
límmiðum sem visa veginn. Slíkum
merkjum geta allir fylgt, jafnvel
böm á leikskóla, ef búið er að æfa
útgönguna nokkrum sinniun og þau
vita hvað merkin þýða. Við getum
ekki gert ráð fyrir því að kennarar
og starfsfólk nái að leiða hvert bam
rétta leið.“ -ÓSB
Tekist á um réttinn til afritunar
- skiptar skoðanir á því hversu langt megi ganga til að vernda höfundarréttinn á efni sem gefið er út á geisladiskum
Neytendasamtökin hafa sent frá
sér frétt þar sem fram kemur að
þau séu ekki sátt við þá ákvörðun
plötufyrirtækisins Skífunnar að
læsa geisladiskum sem gefnir em
út eftir 1. maí 2002. Hefur læsingin
þá þýðingu að ekki verður hægt að
spila geisladiskana í tölvu og þar
með verður ekki hægt að afrita þá,
hvort sem um löglega eða ólöglega
eintakagerð er að ræða.
í 11. grein höfundarlaga er ein-
staklingum veittur réttur til að
gera eintök af höfundarverki til
sinna einkanota og gera ráðstafan-
ir Skífunnar þann rétt að engu.
Neytendasamtökin benda á að
ótækt sé að þjófkennna allan fjöld-
cinn vegna brota fárra aðila á höf-
undarréttarlögunum og telja að
eðlilegra sé að leitað verði annarra
leiða til að koma í veg fyrir ólög-
lega afritun.
Hins vegar hefur Evrópusam-
bandið samþykkt sameiginlega til-
skipun aðildarríkja sem ætlað er
að færa höfundarréttinn til hinnar
stafrænu aldar.
Samkvæmt henni hafa rétthafar
algjöra stjórn á framleiðslu og
dreifingu á úrræðum sem hönnuð
eru til að komast hjá tæknilegum
afritunarhindrunum.
Framkvæmdastjórn ESB er
þeirrar skoðunar að aðrar leiðir
hefðu haft í for með sér aukna
hættu á misnotkun og ólöglegri út-
gáfu efnis. Telur framkvæmda-
stjómin að þar sem nú sé hægt að
gera ótakmarkað magn af full-
komnum afritum á stuttum tíma
Tónlistin heillar
Skífan hyggst, fyrst evrópskra plötufyrirtækja, bjóða þeim sem vilja hlusta á tónlist í tölvum aö sækja sér tónlist yfir
Netið. Geta nettengdir töivunotendur, sem hafa keypt eintak af læstum geisladiski, sótt innihaldiö meö því aö nota
lykilnúmer í bæklingi plötunnar. Tónlistin verður læst viö þá tölvu sem notuö er til aö sækja hana.
verði að auka vemd rétthafa. Gera
megi afrit til einkanota í ákveðnum
tilvikum þar sem rétthafar hafa
gert það mögulegt.
Evrópusamtök neytendasam-
taka, BEUC, era þessu ekki sam-
mála og segja að það sé óviðunandi
að bransanum sé veitt frelsi til að
koma í veg fyrir afritun til einka-
nota þegar neytendur hafa þegar
greitt fyrir löglegan aðgang að
verkinu. Einnig hafa þau áhyggjur
af því að höfundarréttartilskipunin
komi til með að raska því jafnvægi
sem verið hefur á milli fjárhags-
legra hagsmuna rétthafa/iðnaðar-
ins og hagsmuna neytenda af því
að halda rétti sínum til að gera ein-
tök til einkanota.
Neytendasamtökin hér á landi
segja að höfundarréttartilskipun
ESB komi til með að verða tekin
upp í 17. viðauka EES-samningsins
og i framhaldinu muni ísland þurfa
að ná þeim markmiðum sem hún
stefnir að. Markmið tilskipunar-
innar eru, eins og áður segir, fyrst
og frernst að vernda höfundarrétt.
Fara Neytendasamtökin fram á að
þegar löggjafinn grípur til aðgerða
til að fullnægja skyldum sínum
verði tryggt eðlilegt jafnvægi milli
hagsmuna rétthafa og neytenda.
Einnig fara samtökin fram á að rik-
ið grípi inn í þegar brotið er á rétti
neytenda til að gera lögleg eintök
til einkanota.
Sjd má ítarlegri útgáfu fréttarinn-
ar á heimasíöu Neytendasamtak-
Láttu þér líða
vel!
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
Sími 552 5757 www.serhusgogn.is
Nýtt á markaði:
WaterDrain gegn vökvasöfnun
Nú er komið á markað nátt-
úrulegt fæðubótarefni
sem dregur úr vökva-
söfnun í líkamanum.
Auk magnesíum og kalí-
um inniheldur WaterDra-
in jurtakrafta úr birki,
brenninetlu og klóelftingu
en allar era þessar jurtir
taldar vatnslosandi og
hreinsandi, hvort
heldur er fyrir blóð
eða aðra vessa llkam-
ans. WaterDrain
styrkir, hreinsar og
hvetur nýru, þvag-
færi, lungu og húð-
ina, svo eitthvað sé nefnt.
Dagskammtur er 2-3 töflur á dag,
eftir því hvert markmiðið er, en í
pakkanum era 60 hylki eða allt að
mánaðarskammtur. Fólk sem tekur
lyf skal ávallt hafa samráð við
lækni áður fyrir inntöku hvers
kyns fæðubótaefna sem þessa.
Umboðsaðili WaterDrain á Is-
landi er i&d... ehf.
Dekkjahótel
vi& geymum dekkin fyrir þig
gegn vægu gjaldi
SOUfMG
Kópavogi - Njarbvík - Selfoss