Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Síða 12
12
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
DV
Bush
horfir til himins.
Bandarísk stjórn-
völd viðurkenna
mengunarvandann
Bandarísk stjómvöld hafa í fyrsta
skipti viðurkennt að hækkandi hita-
stig á jörðinni sé til komið vegna
mannlegrar mengunar. Þrátt fyrir
það hafa þau ítrekað neitað að
undirrita Kyoto-bókunina, sem er
alþjóðlegt samkomulag um aðgerðir
gegn vandanum og haldið því fram
að nægilegar vísindalegar sannanar
til að kenna iðnaðarmengun um
vandann hafi ekki legið fyrir.
í 268 blaðsíðna skýrslu Um-
hverfisstofnunar Bandaríkjanna,
EPA, tU Sameinuðu þjóðanna, tekur
stofnunin undir álit ýmissa
sérfræðinga, um að mengun vegna
mannlegra þarfa m.a. við
olíuvinnslu, orkuframleiðsla og
ekki síst útblástursmengun bifreiða,
séu helstu orsakir hækkandi
hitastigs á jörðunni.
Borað eftir heitu
vatni í Kóngsins
Kaupmannahöfn
Dönsk orkufyrirtæki hafa hafið
boranir eftir heitu vatni í jörðu í
sjálfri Kaupmannahöfn og hefur það
ekki gerst í meira en eitt hundrað
ár. Að sögn danska blaðsins
Politiken hefur jarðbor verið komið
fyrir á odda Amager og gera vís-
indamenn sér vonir um að þar megi
finna mikið af heitu vatni.
Borinn hatði i gærmorgun komist
niður á um 450 metra dýpi.
Heita vatnið er talið vera á um 2,7
kílómetra dýpi. Ef það reynist í
nægilegu magni munu um fjögur
þúsund heimili 1 Kaupmannahöfn
geta nýtt sér það til húshitunar frá
og með árinu 2005.
Kyoto-bókunin staöfest
Junichiro Koizumi, forsætisráöherra
Japans, staöfesti samninginn frá
Kyoto um gróöurhúsaáhrifin.
Japansstjórn
staðfestir Kyoto
Japanska ríkisstjómin staðfesti í
morgun Kyoto-bókunina um gróður-
húsalofttegundir frá 1997 og sagði
við það tækifæri að hún ætlaði að
hvetja aðrar þjóðir, þar á meðal
Rússa og Bandarikjamenn, til að
gera slíkt hið sama.
„Samningurinn frá Kyoto er mik-
ilvægt skref í baráttunni við gróður-
húsalofttegundimar. Það er einlæg
ósk min aö önnur lönd gangi í lið
með okkur sem fyrst,“ sagði Jun-
ichiro Koizumi forsætisráðherra.
Pútín og Zemin reyna aö miðla málum í Kasmírdeilunni:
Engar líkur á að
deiluaðilar fundi
Til harðra orðaskipta hefur komið
milli leiðtoga Pakistana og Indverja á
öryggisráðstefnunni í Kasakstan þar
sem þeir kenna hvorir öðrum um
stríðsástandið í Kasmír.
Atal Behari Vajpayee, forsætisráð-
herra Indlands, kenndi Pakistönum
um og sagði að þeir hefðu ekki staðið
við loforð sín um að stöðva straum
skæruliðahópa aðskilnaðarsinna yfir
landamærin til árása í indverska
hluta Kasmírs, en bætti þó við að
hann væri strax tilbúinn til friðarvið-
ræðna við stjómvöld í Islamabad, ef
farið yrði að þessum kröfum Indverja.
Hann sagði einnig að straumur
skæruliða yfir landamærin hefði auk-
ist að undanfórnu og að þeir fengju að
halda æfingabúðum sínum opnum
handan landamæranna án afskipta
stjórnvalda.
Pervez Musharraf, forseti Pakist-
ans, sagði að Pakistanar myndu aldrei
heQa stríð að fyrra bragði, en bætti
við að þeir myndu bregðast við með
Jiang Zemin
Jiang Zemin, forseti Kína, viö komuna tii
Kasakstan i gær.
viðeigandi hætti af á þá yrði ráðist.
Hann sendi indverskum stjómvöldum
tóninn og fordæmdi það sem hann
kallaði ríkisrekna hryðjuverkastarf-
semi og gagnrýndi þá einnig fyrir að
standa gegn eðlilegri og réttmætri lýð-
ræðræðisþróun í Kasmír í baráttu
íbúanna fyrir frelsi.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands,
hafði gert sér góðar vonir um að geta
miðlað málum á ráðstefnunni í
Kasakstan og fá leiðtogana til að setj-
ast niður til sátta, en svo virðist sem
það muni ekki takast.
Jiang Zemin, forseti Kína, sem
einnig situr ráðstethuna, mun hitta
leiðtogana á aðskildum fundum í dag
og var búist við að hann geröi sitt til
að miðla málum. Ekki er þó búist við
að Vajpayee, forsætisráðherra Ind-
lands, muni breyta afstöðu sinni og
haldi fast við fyrri kröfu sína um að
Pakistanar stöðvi straum aðskilnaðar-
sinna yfir landamærin áður en
viðræður komi til greina.
B‘*S
REUTERSMYND
Rósablöö tínd aö morgni dags
íbúar þorpsins Skobelevo í Búigaríu fóru snemma á fætur í morgun til aö tína rósablöö. Þar á meöal var þessi ágæta
kona. Búlgarar framleiöa einna mest allra af rósaolíu sem búin er til úr blööunum og er síöan notuö í ilmvatnsgerö.
Mubarak á vesturleið með friðarhugmyndir í farteskinu:
ísraelskir skriðdrekar rudd-
ust inn í Jenín í morgunsárið
Hosni Mubarak Egyptalandsfor-
seti heldur vestur til Bandarikjanna
í vikunni með í farteskinu nýjar
hugmyndir um hvernig koma eigi
friðarviðræðum fyrir botni Miðjarð-
arhafs aftur af stað. Stjórnmála-
skýrendur segja hins vegar hættu á
að þeim verði fálega tekið af ráða-
mönnum vestra vegna undansláttar
ísraelsmanna.
Mubarak hittir háttsetta banda-
riska embættismenn á fimmtudag
en á fóstudag og laugardag mun
hann eiga nokkra fundi með George
W. Bush á sveitasetri Bandaríkja-
forseta í Camp David.
ísraelskir skriðdrekar og her-
menn ruddust inn í palestínsku
borgina Jenín á Vesturbakkanum í
morgun, skömmu áður en viðræður
Georges Tenets, forstjóra leyniþjón-
REUTERSMYND
Yasser Arafat
Forseti Palestínumanna hitti for-
stjóra bandarísku leyniþjónustunnar
CIA í Ramallah í morgun.
ustunnar CIA, og Yassers Arafats,
forseta Palestínumanna, áttu að
heíjast.
Sjónarvottar sögöu að israelsku
hermennimir hefðu skotið úr byss-
um sínum upp i loftið þegar skrið-
drekamir og önnur brynvarin far-
artæki fóm inn í Jenín. Hermenn-
irnir drógu vígtól sín til baka um
klukkustund síðar. Ekki er vitað til
að neinn hafi slasast.
Búist er við að forstjóri CLA muni
þrýsta á að umbætur verði gerðar á
palestínsku öryggissveitunum í við-
ræðum hans við Arafat í höfuð-
stöðvum hans í Ramallah. Tenet
hitti Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, í gær. Vaxandi efasemda
gætir meðal ísraelskra ráðamanna
um að umbætur séu mögulegar á
meðan Arafat er enn við völd.
ESB til varnar
José Maria Azn-
ar, forsætisráð-
herra Spánar, sagð-
ist í gær vona að á
leiðtogafundi Evr-
ópusambandsins
síðar í mánuðinum
yrðu samþykktar
tillögur um aðgerð-
ir gegn ólöglegum innflytjendum til
aðildarlandanna. Innflytjendur hafa
verið í brennidepli frá því flokkar
þeim fjandsamlegir fengu gott gengi
í kosningum í Evrópulöndum.
Danir og Svíar semja friö
Ríkisstjómir Danmerkur og Sví-
þjóðar hafa samið um frið í orða-
skakinu um útlendingastefnu
danskra stjómvalda. Sænskir ráð-
herrar höfðu lýst vanþóknun sinni
á stefnunni.
Kosningaúrslit staðfest
Stjómarskrárráðið í Alsír stað-
festi í gær niðurstöður þingkosning-
anna sem fram fóru í síðustu viku.
Þjóðfrelsisfylkingin, fyrram stjóm-
arflokkur, sigraði en stjómarand-
stæðingar og Berbar tóku ekki þátt.
Andstaðan tekur undir
Stjómarandstöðuflokkarnir tveir
í Færeyjum sögðust í gær geta tekið
undh' stóra hluta þess sem fram
kemur í stjómarsáttmála nýrrar
landstjómar fjögurra flokka.
Þyngri refsingar fyrir Ijóta
Ljótt fólk hlýtur þyngri refsingar
fyrir dómstólunum en fallegt fólk,
að því er fram kemur í doktorsrit-
gerð sem verður lögð fyrir Stokk-
hólmsháskóla síðar á árinu.
Annan heitir stuðníngi
Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, hét því
i gær í fyrstu heim-
sókn sinni til Úkraínu
að koma til aðstoðar
þeim milljónum
manna sem eiga um
i eftir kjamorkuslysið
mikla í Tsjernobýl árið 1986.
Ekki á leið í NATO
Erkki Tuomioja, utanríkisráð-
herra Finnlands, sagði í gær að
Finnar myndu ekki láta af hlutleys-
isstefnu sinni þótt nági-annaþjóðirn-
ar við Eystrasalt gengju í NATO,
eins og stefnt er að.
Fékk tíðindin í tölvupósti
Slobodan Milo-
sevic fékk fréttir af
voðaverkum Serba
gegn albönskum
íbúum Kosovo í
tölvupósti, með faxi
og venjulegum
pósti. Þetta kom
fram i réttarhöld-
unum yfir fyrram Júgóslavíuforseta
í Haag í gær.
Danir lifa lengur
Lifslikur Dana hafa aukist jafn-
mikið undanfarin fimm ár og 21 ár
þar á undan. Skýringin er meðal
annEus minni tóbaksreykingar og
aukin hreyfing.
Manntjón við húsahrun
Einn maður lét lífið og nokkrir
særðust þegar ibúðarblokk á Spáni
hrundi í gær. Þá fórst einn maður
þegar eldur kom í gistiheimili í Pét-
ursborg. Hluti hússins hrundi.