Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002 17 Félagsleg vandamál vaxa „[Þad] er liður í upplýstum umrœðum um öryggis- net velferðarþjóðfélagsins, að fólk átti sig á hinum stóra hlut Sjálfstœðisflokksins við að koma því á laggimar og tryggja það í sessi, einkum í Reykjavík. Þar er hlutur Sjálfstœðisflokksins meiri og merkari en félagshyggjuaflanna svonefndu. “ Björn Bjarnason þingmaöur og oddviti Sjálf- stæöisflokksins í Reykjavík Kjallari í síðustu viku var skýrt frá því, að Pétur Blöndal, alþingismaður og flokks- bróðir minn, hefði ásamt fleirum skipulagt og opn- að vefsíðuna baetur.is. Tilgangi síðunnar er lýst með þessum hætti: „Fyr- irhugað er að kortleggja velferðarkerfið á íslandi, þ.e. skrá eins og kostur er tiitækar upplýsingar um bætur, styrki og hlunnindi, sem veitt eru tii þess að ná fram al- mennri velferð. Markmið- ið með kortlagningunni er að átta sig á velferðar- kerfinu og fá yfirlit yfir kosti þess og galla.“ Er fagnaðarefni, að þessi vefsíða kemur til sögunnar og vonandi verður þar sem mest af haldgóðum upplýsingum og efnið sett fram með þeim hætti, að sem flestir geti kynnt sér það og skilið. Jafnframt er nauðsynlegt að gera þeim, sem helst þurfa á vitneskju um þetta efni að halda, sem auðveldast að nálgast það. Hér er um mál að ræða, sem skiptir miklu á stjórn- málavettvangi og fyrir allan al- menning. Þau mál, sem Pétur Blöndal og félagar hans fjalla um á hinni nýju vefsiðu sinni, settu æ meiri svip á nýlega kosningabaráttu í Reykja- vík eftir því sem á hana leið. í upp- haíl lögðum við sjálfstæðismenn megináherslu á fjármál borgarinn- ar og þá urðu skipulagsmálin meira áberandi, þegar athyglin beindist að Geldinganesinu. í þriðja málinu tókum við sjálfstæð- ismenn einnig forystu í umræðun- um, um málefni aldraðra og ör- yrkja, því að við lögðum til stór- lækkun fasteignaskatta á þennan hóp og kynntum einnig hugmynd- ir um útgjöld úr borgarsjóði til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldr- aða. Loks rann æ betur upp fyrir okkur frambjóðendunum eftir samtöl við kjósendur, að möskvarnir í öryggisneti velferð- arkerflsins stækka ár frá ári undir stjórn félagshyggjuflokkanna í nafni R-listans í Reykjavík. Nægir þar að nefna, að húsnæðislausum fjölgar og borgaryfirvöld eru í einu orði sagt ráðþrota gagnvart þessu fólki. Afdrifarík yfirlýsing Unnt er að efna til langra ráð- stefna og skrifa margar blaðagrein- ar um það, hvemig skilgreina eigi hugtakið fátækt. Ég ætla ekki að blanda mér í þær deilur og ég ætla ekki heldur að ryðjast inn á ímyndað yfirráðasvæði þeirra stjómmálamanna, sem hafa slegið sjálfa sig til riddara í nafni fátækt- ar og virðast einna helst telja það persónulega móðgun, ef aðrir en þeir hafa skoðanir á þessum mál- um. Ég ætla hins vegar að segja hiklaust, að það hafi ekki verið vegna umhyggju og skynsamlegra úrræða í þágu þess hóps, sem býr við bág kjör í Reykjavík, að eðli- legt var að verðlauna R-listann með því að veita honum endumýj- að umboð til að stjóma Reykjavík. Á hinn bóginn er það vandi okkar sjálfstæðismánna, að það virðist auðvelt að fá bæði eldri borgara og öryrkja til að trúa því, að við séum verri við fólk í þessum hópum en andstæðingar okkar. Þegar réttilega var bent á það rúmri viku fyrir kosningar, að sameiginleg viljayfirlýsing samin af Jóni Kristjánssyni heilbrigðis- ráðherra og Helga Hjörvar (að eig- in sögn) í nafni Reykjavíkurlistans um fé úr ríkissjóði til hjúkmnar- rýma, væri gefin út án nauðsyn- legra heimilda ríkisstjómar og Al- þingis, gaf það andstæðingum okk- ar færi á að setja salt í sár og segja okkur sjálfstæðismenn ósanninda- menn í velferðarmálunum. Þar fór Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi samherji okkar, fremstur í flokki. Hætti hann að segja kosningamar snúast um Kárahnjúkavirkjun og dró saman seglin í uppspuna sín- um um afstöðu okkar til framtíðar Orkuveitunnar. Samhliða því sem innstæðu- lausa viljayfirlýsingin varð hluti af kosningabaráttunni sló R-listinn öll stefnumál sín og alla aðra fram- bjóðendur sína en Ingibjörgu Sól- rúnu út af borðinu og nýtti sér að sjálfsögðu til hins ýtrasta sitt eina tromp. Kannanir sýndu, að það dró að nýju í sundur milli D-lista og R- lista, tómarúm myndaðist með fjölgun óákveðinna kjósenda og F- listinn sigldi inn í það. Dómur kjósenda var afdráttarlaus. Alla baráttuna var ljóst, að meirihluti kvenna fylkti sér um R-listann. Deilt um herfangiö I kosningabaráttunni sætti ég gagnrýni á þeirri forsendu, að ég hefði setið í ríkisstjóm og ætti sæti á Alþingi og þess vegna væri réttmætt að ná sér niðri á mér og Sjálfstæðisflokknum fyrir verk ríkisstjómarinnar. Oft kom þetta úr hörðustu átt, þegar gagnrýnd var framganga í málaflokkum, sem Framsóknarflokkurinn hefur stjómað í rúm sjö ár, en flokkur- inn á aðild að R-listanum. Fram- sóknarráðherrar fara með stjóm þeirra mála í ríkisstjóm, sem snerta mest hag aldraðra og ör- yrkja. Framsóknarráðherra fer einnig með yfirstjóm húsnæðis- mála. Ég minntist aðeins einu sinni á þessa pólitísku staðreynd í kosningabaráttunni og var það á fundi á vegum Ríkisútvarpsins í Ráðhúsinu. Síöan dróst heilbrigð- isráðherra Jón Kristjánsson inn í kosningabaráttuna vegna hinnar margfrægu og klaufalegu viljayfir- lýsingar. Framsóknarflokkurinn er þekktur í islenskri stjómmálasögu fyrir að það er misjafht hve lengi hann getur haldið sig annaðhvort til hægri eða vinstri - nú virðist flokkurinn enn á ný vera á báðum áttum í sífellt fleiri málum. Fram- sóknarmenn vilja láta lita þannig út, þrátt fyrir R-listabandalag, að þeir haldi nafni flokks síns óflekk- uðu í Reykjavík. Framsóknar- menn hafa í orði unnið gegn helsta ánægjuefni Össurar Skarp- héðinssonar, formanns Samfylk- ingarinnar, að loknum kosningun- um, að Samfylkingin sé orðin sam- eiginlegur vettvangur vinstris- inna. í huga Össurar er Ingibjörg Sólrún sigurtákn Samfylkingar- innar. Ögmundur Jónasson, þing- maður vinstri/grænna í Reykja- vík, barðist gegn vinstri sammna í Samfylkingunni á þeirri for- sendu, að hann snerist ekki um stjómmál heldur hitt að uppræta hugsjónir í stjómmálastarfi. Stein- grímur J. Sigfússon sakar Össur Skarphéðinsson um „ósvífni" þeg- ar hann eignar sér sameiginleg framboð í sveitarstjómakosning- unum. Guörún Jónsdóttir, fýrrver- andi borgarfulltrúi Kvennafram- boðsins, segir í Morgunblaðsgrein 31. maí, þegar hún hefur rætt um það, sem hún kallar valdhroka og næstum mannfyrirlitningu vegna ummæla Össurar um „stóru Bertu“ og Ingibjargar Sólrúnar um „fótgönguliða" í tilefni úrslit- anna í Reykjavík: „Samþykkjum við svona viðhorf hjá pólitískum forystumönnum? Er ekki kominn tími til að endurvekja kvenfrels- isumræðuna og læra af reynsl- unni?“ Hvað sem líður árangri sameig- inlegra framboða vinstri manna í Reykjavík og annars staðar, er ekki um samhentan hóp á grund- velli sameiginlegra hugsjóna eða stefhu að ræða. Til að tryggja völd- in er leitað að lægsta samnefnara við úrlausn mála og forystu í ein- stökum málaflokkum er ráðstafað í samræmi við styrk einstakra valdahópa en ekki með hæfileika að leiðarljósi. Þannig hefur verið og er stjómað í Reykjavík - túlkun vinstri manna á úrslitum kosning- anna endurspeglar spennuna und- ir niðri. Mikil eindrægni Frá því að úrslit lágu fyrir hér í Reykjavík, hef ég ekki dregið dul á vonbrigði mín og við höfum að sjálfsögðu rætt málið í okkar hóp, frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins. Hin mikla eindrægni, sem ein- kenndi þann góða hóp í kosninga- baráttunni, ríkir enn og mun setja svip sinn á störf okkar í borgar- stjórn. Við þurfum ekki að fara í felur með hugsjónir okkar eða stefnu, þegar við ræðum úrlausn einstakra mála. Við munum starfa á grundvelli heilsteyptrar stefnu okkar með heill Reykvíkinga að leiðarljósi. Við munum ekki síst leggja áherslu á hina félagslegu þætti og beina athygli að þvi, hve þróunin hefur verið öfugsnúin hin síðari ár fyrir þá, sem standa höllum fæti. Ég tók eftir því, þegar rætt var við Pétur Blöndal vegna síðunnar ba- etur.is, nálgaðist fréttamaðurinn málið á þeirri forsendu, að þetta væri sérkennilegt framtak hjá Pétri, því að hann, sjálfstæðisþing- maðurinn, ætti eiginlega ekki að vera með hugann við aðstæður þeirra, sem þurfa á velferðarkerf- inu að halda. Slíkir fordómar hafa áhrif á fólk og það er liður i upp- lýstum umræðum um öryggisnet velferðarþjóðfélagsins, að fólk átti sig á hinum stóra hlut Sjálfstæðis- flokksins við að koma því á lagg- irnar og tryggja það í sessi, eink- um í Reykjavík. Þar er hlutur Sjálfstæðisflokksins meiri og merkari en félagshyggjuaflanna svonefndu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.