Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2002, Síða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 2002
Tilvera I>V
Brúðarmyndirnar
óhæfar til birtingar
Opinbera brúðarmyndin af norsku
prinsessunni, Mörtu Lovísu, og Ara
Behn, sem dreifa átti um allan heim,
hefur verið harðlega gagnrýnd af ljós-
myndurum i Noregi. Myndin þykir
afar illa tekin og úrvinnslan langt frá
því að vera fullnægjandi.
„Japanskur ferðamaður í Forgner-
garðinum heföi getað tekið betri
myndir en þessar," sagði atvinnuljós-
myndarinn Dag Thorenfeldt er hann
sá myndirnar.
í höllinni var heldur engin ánægja
með myndina, sem tekin er í herra-
garði konungshjónanna í Þrándheimi,
strax eftir vígsluna í Niðaróssdóm-
kirkjunni. Blaðafulltrúi konungs,
Wenche Rasch, bað um nýja mynda-
töku um leið og hún leit yfir afrakst-
ur ljósmyndarans en því var hafhað
vegna tímaskorts hans.
Prinsessukoss
Brúöhjónin Marta Lovísa,
prinsessa af Noregi, og Ari Behn
kyssast á svölum konungsbústaö-
arins í Þrándheimi.
Það sem gagnrýnendur myndar-
innar telja henni til foráttu er að
parið stendur of langt frá ljósmyndar-
anum, auk þess sem hurð í herberg-
inu, þar sem myndin er tekin, stendur
opin.
Slóði brúðarinnar er ekki allur með
á myndinni auk þess sem rauður litur
á gluggatjöldum og veggteppi í her-
berginu þykir yfirgnæfa myndefnið,
sjálfa prinsessuna og eiginmann
hennar.
Ofan á annað bætist að gleymst
hafði að taka til á sófaborði sem sést á
myndinni auk þess sem einhver hafði
gleymt sjali á einum af stólunum.
Ljósmyndarinn, Tor-Erik Dank-
worth, er ósáttur við gagnrýnina og
segir að margar myndanna séu mun
betri en sú sem valin hafi verið til op-
inberrar birtingar. -GÞÖ
Bíógagnrýni
Laugarásbíó - All about the Benjamins: ★ ★
Málað eftir númerum skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Banderas leikur
ástmann Cruz
Spænski hjartaknúsarinn fær að
leika ástmann hinnar spænsku
senjórítu Penelópu Cruz í næstu
mynd spænska leikstjórans Pedros
Almodovars.
„Ég vil fá þau aftur til mín,“ segir
leikstjórinn frægi sem átti ekki hvað
minnstan þátt í að gera þau að þeim
stórstjömum sem þau eru.
Banderas komst á allra varir eftir
frammistöðu sína í Konum á barmi
taugaáfalls en Penelópa er meðal ann-
ars fræg fyrir að leika í hinni
margrómuðu Allt um móður mína.
Banderas og Penelópa hafa aldrei
leikið hvort á móti öðra.
REUTERSMYND
Brjóstin ekta?
Grínistar eru ekki eins og fólk er flest. Spaugaranum Adam Sandler lék
því ekki forvitni á aö fá nánari fréttir af meintum þjófnaöi leikkonunnar
Winonu Ryder þegar þau kynntu MTV-verölaunin um daginn, heldur vildi
hann vita hvort brjóstin á henni væru ekta. Winona sagði svo vera og
Adam fékk aö pota til aö sannreyna þaö. Winona og Adam leika saman í
myndinni „Mr. Deeds“, sem er væntanleg á markaö-
inn innan skamms.
Rapparinn Ice Cube skaust inn í
kvikmyndir fyrir nokkrum árum eftir
að hafa selt nokkrar milljónir af
geisladiskum. Þótt hann sé vafalaust
betri tónlistarmaður en leikari þá
kemst hann ágætlega frá grínhasam-
um All about the Benjamins, en hann
hefði ef til vill átt að leyfa fleiri aö
eiga við handritið með sér.
Ice Cube leikur Bucum Jackson,
Miami-töffara sem eltir uppi eftirlýsta
glæpamenn fyrir borgun en dreymir
um að verða alvöru-einkaspæjari með
eigið fyrirtæki - nafnið sitt á glerhurð
eins Bogart forðum. Þegar hann er að
elta smákrimmann Reggie (Mike
Epps), sem er með afar verðmætan
lottómiða í vasanum, komast þeir
óvart í kast við hrottalegan glæpa-
mann, Williamson (Flanagan) og
heyra af miklu demantaráni sem er í
bígerð. Bucum vill klófesta William-
son á undan lögreglunni til að fá orð-
spor sem hörkuspæjari, Reggie viE
finna lottómiðann sem harrn týndi í
ryskingum við glæpalýð Williamsons
og báðir hafa þeir mikinn áhuga á
demöntunum því þeir geta breyst í
„Benjamins", en það er annað heiti
yfir hundrað dollara seðla.
All about the Benjamins er eins og
myndirnar sem maður málar eftir
númerum. Hvert atriði fylgir öðru
eins og fjöldaframleitt á færibandi en
þar með er ekki sagt að ekki sé hægt
að hafa svolítið gaman af. Handritið
er að vísu ansi gloppótt og í því leyn-
ast nokkur fullkomlega óútskýranleg
atriði - hvað varð t.d. um bófana tvo
sem stelpumar ýttu í vatnið, voru
þeir étnir af hákörlum við bryggju-
sporðinn eða fóru þeir fram á launa-
hækkun? En myndinni er bjargað af
persónu Mike Epps, smákrimmanum
Reggie, sem er eins og Eddie Murphy
og allir hans tvífarar en tekst mitt í
klisjunni að vera fyndinn. Enda fær
hann öll bestu tilsvörin og að sumum
er ekki hægt annað en flissa upphátt.
Ice Cube er sjálfúr hin fúla ofbeldis-
fulla persóna með byssuna á lofti og
er ansi drumbslegur en mun betri í
hasamum en í spjallinu. Ofbeldið er
óþægilega grimmilegt, án þess að það
þjóni myndinni sérstaklega, því henni
er oft á tíðum nett leikstýrt með
smörtum tónlistarmyndbandslegum
klippingum undir heitri fönktónlist.
Mér kæmi ekki á óvart þótt það
kæmi framhald af All about the Benja-
mins því Cube og Epps smella svo vel
saman að eitthvað af Benjamin-dollur-
um hlýtur aö rata ofan í þeirra vasa:
En þá ætti leikstjórinn, Kevin Bray,
að leggja meiri áherslu á samhengi
milli atriða en blóðslettna.
Leikstjórl: Kevin Bray. Handrit: Ronald
Lang og lce Cube. Kvlkmyndataka: Glen
MacPherson. Aðalleikarar: lce Cube,
Mike Epps, Eva Mendes, Tommy Flanag-
an o.fl.
Bíófréttir
Vinsælustu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum:
Fjórða myndin um
Jack Ryan á toppinn
Bækur Tom Clancy um njósnar-
ann Jack Ryan hafa slegið í gegn.
Vandaðar kvikmyndaútgáfur hafa
fylgt í kjölfariö. Sú fyrsta var The
Hunt For Red October þar sem
Alec Baldwin lék Ryan. í næstu
tveimur, Patriot Games og Clear
and Present Danger lék Harrison
Ford njósnarann. í þeirri fjórðu,
The Sum of All Ferars, sem um
helgina velti nýju Star Wars
myndinni af toppi vinsældalistans,
er það Ben Afleck, sem fer með
hlutverk Jack Ryans. I myndinni
er óvinurinn nýnasistar í Evrópu
sem hafa komist yfir kjarnorku-
sprengju og er ætlunin að koma
henni fyrir á íþróttaleikvangi og
sprengja þegar úrslitaleikurinn i
amerískum fótbolra (Super Bowl)
fer fram og láta líta út sem Rússar
hafi staðið fyrir þessu. Sem betur
fer kemst Jack Ryan að þessu ráða-
bruggi og tekur að sér að leysa mál-
ið. Mótleikarar Afleck eru Morgan
The Sum of All Fears
Ben Affleck er þriöji leikarinn sem fer
meö hlutverk njósnarans Jack Ryans.
Freeman, Alan Bates og Liev
Schreiber. í íjórða sæti er einnig ný
kvikmynd, Undercover Brothers,
gamanmynd sem byggð er á tölvu-
leik.
rwrirnirn 11—_______________________________________________
ALLAR UPPHÆÐIR í ÞÚSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA.
SÆTI FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA
O _ The Sum of All Fears 31.178 31.178 3183
O 1 Star Wars: Episode II 21.002 232.324 3161
O 2 Spider-Man 14.317 353.823 3646
O _ Undercover Brother 12.037 12.037 2168
O 4 Spirit: Stallion of the Cimarron 11.303 38.750 3362
O 3 Insomnia 9.945 41.612 2610
o 5 Enough 6.808 27.148 2623
o 6 About a Boy 4.126 27.846 1755
o 7 Unfalthful 2.942 45.674 1696
© 8 The New Guy 1.415 26.818 1676
0 11 My Big Fat Greek Wedding 910 8.863 238
© 18 Importance of Being Earnest 773 1.428 147
© 10 The Scorpion King 594 88.876 752
© 13 Space Station 548 6.196 50
© 9 Changing Lanes 437 65.249 758
© 12 The Rookie 331 72.544 435
© 14 Y Tu Mama Tambien 324 11.597 175
© 15 Monsters, Inc. 312 254.252 282
© 19 Monsson Wedding 253 11.485 170
© - Enlgma 244 2.065 100
Vinsælustu myndböndin:
Oheiöarleg lögga
Harry Potter varð að víkja úr
efsta sæti myndbandalistans fyrir
óskarsverðlaunahafanum Denzel
Washington sem fer á kostum í
hlutverki óheiðarlegrar löggu í
Training Day. Myndin gerist á
einum sólarhring og hefst árla
morguns. Hinn ungi lögreglumað-
ur Jake Hoyt (Ethan Hawke) er að
taka sína fyrstu vakt án einkenn-
isbúnings. Leiðbeinandi hans er
gamall jaxl í lögreglunni, Alonzo
Harris (Denzel Washinton), sem
virðist í fyrstu vera ákveðinn og
heiðarlegur. Fljótt
kemur þó , í ljós að
Harris fer ekki sam-
kvæmt bókinni og
gerir lítið úr heiðar-
leika Hoyts. Ef Harr-
is hefur hagað sér
einkennilega fyrir
hádegi þá á Hoyt
samt eftir að kynnast
honum fyrir alvöru
þegar líður á daginn
og sú viðkynning er
ekki fógur til af-
spumar. Vert er að
geta myndar sem fer
beint í ellefta sæti
listans. Um er að
ræða spennumynd,
Animal Factory, sem
gerist að mestu innan
fangelsismúra. Það er
einstakt að mynd
sem ekki hefúr verið
sýnd í bíói skuli fara
svo hátt á listann í
fyrstu tilraun.
-HK
Tralning Day
Denzel Washington fékk óskarsverö-
launin fyrir leik sinn í myndinni.
SÆT1 FYRRI VIKUR VIKA Tinu. (DREIRNGARADIU) Á USTA
0 _ Training Day isam myndbónd) 1
© 1 Harry Potter isam myndbönd) 3
© 3 Bandits (skífan) 2
O 2 Corky Romano (sam myndbönd) 3
© _ The Glass House (skífan) 1
o _ Jeepers Creepers (háskólabíó) 1
© 11 Out Cold (MYNDF0RM) 2
o 4 The Others ibergvík) 7
o 14 Enigma isam myndbónd) 2
© 5 Legend of the Drunken (sam myndbönd) 4
0 _ Animal Factory iskífanj 1
0 7 Evil Woman (skífan) 6
© 6 The Score isam myndbónd) 10
© 9 3000 Miies To Graceland (sam myndbönd) 6
10 Gemsar (skífan) 3
© 8 The One (myndform) 5
© 13 Good Advice (myndform) 10
© 12 The Pledge (sam myndböndi 5
19 Jalla Jalla (góðar stundir) 5
15 Legally Blonde iskífan) 12