Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 DV Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. ftokki 1992 - 35. útdráttur 4. flokki 1994 - 28. útdráttur 2. flokki 1995 - 26. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 2002. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess Liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. íbúðalánasjóður Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Smáauglýsingar atvinna DV 550 5000 Sauðfjársetur á Ströndum: Sauðkindinni lyft a stall Nýlega var opnuð í félagsheiminu Sævangi við Steingrimsfíörð sýning um sögu sauð- fjárræktar í Stranda- sýslu. Mjög hefur verið vandað til uppsetning- ar og fjölmargt muna sem haganlega hefur verið fyrir komið með upplýsingum um heiti þeirra og gagnsemi fyrr á tíð. Þá er þar fjöldi ljósmynda frá daglegu lífi og vinnubrögðum fólks til sveita. Nær eingöngu var leitað fanga innan Strandasýslu um efni og reyndist það vera auðfengið og safnaðist mun meira en hægt var að koma fyrir að þessu sinni. Þá var byggðasafnið á Reykj- um i Hrútafirði fram- kvæmdaaðilum innan- handar með lán á munum. Strandamenn eru þannig fyrstir til að hefja til vegs hinn mikilvæga þátt sem DV-MYNDIR GUÐRNNUR S. FINNBOGASON. Ungviöiö Á sýningunni „Sauöfé í sögu þjóöar“ sem sett hefur veriö upp á Ströndum gefstyngri kyn- slóöinni tækifæri til aö gefa heimalningum. Fjölmenni Um þrjú hundruö manns komu á opnunardegi sýningarinnar. sauðkindin hefur verið þjóðinni frá upphafi byggðar. Það var síð- astliðinn vetin: sem saman kom hópur áhugafólks um stofnun sauðfjárseturs á Ströndum og í framhaldinu var hafist handa um útfærslu á því verkefni og sýning- unni skapað umfang. Utanhúss getur að líta vélar og verkfæri sem vitna um vinnubrögð liðins tíma og flest þeirra tækja mega muna fifil sinn fegri. Þar sem sýningin ber heitið „Sauðfé í sögu þjóðar" eru for- göngumenn trúir því markmiði að sýna sauðkindina í umhverfi sínu og eru nokkrir heimalningar í girðingarhólfi skammt frá og þar gefst gestum af yngri kynslóðinni tækifæri til að gefa þeim úr pela. Mikill fjöldi gesta hefur sótt sýninguna og komu um 300 manns á opnunardaginn. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Guðbjömsdóttir -G.F. ®TOYOTA Næstkomcmdi fimmtudag mun einn heppinn DV dskrifandi vinna Toyota Corolla sem er bíll drsins d íslandi. Askrift borgar sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.