Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 16
28 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 Skoðun DV KMMŒm Hvers konar tónlist hlustar þú helst á? (Spurt á Akureyri) Anna Karen Þórisdóttir nemi: Hiphop og píkupopp, t.a.m. Britney Spears. Ég hlusta mikiö á FM og einnig á efni af eigin geisladiskum. Sonja Haraldsdóttir nemi: Píkupopp, hiphop og örlítiö af klass- ískri tónlist, aöallega af eigin geisladiskum. Steinn Kristinn Bragason nemi: Rokk, aöallega sænsku hljómsveit- ina Opeth. Þeir veröa samt aldrei mjög vinsælir. Baldvin Ringsted framhaldsskólakennari: lönaöarrokk og dægurtónlist. Ég hlusta alltaf á Rás 2 en þó einnig á tónlist úr eigin safni. ■ Jóhann Már Valdlmarsson neml: Rokk í þyngri kantinum, Metallica og Rammstein. Brynjar Kristjánsson bílsmlður: Ég hlusta mest á íslenska tónlist og hef líka spilaö sjálfur meö hljómsveit- um. Annars er U2 í miklu uppáhaldi. Verra en Bandaríkin? Spænskur ávaxtabóndi - einn þeirra sem haft hafa uppi mótmæli viö höfuöstöövar ESB. Myndin er tekin í síöustu viku. Ámi Bergmann skrifar í DV að Evrópusambandið verði í framtíðinni engu betra en Bandaríkin (BNA), ólýðræðisleg, hrákapítalisk og skeytingarlaus um minni máttar heima og er- lendis. Með þessu virðist eiga að sannfæra baráttu- fólk á íslandi fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi um að engan stuðning sé að hafa í þeirri viðleitni með inngöngu í ESB, þvert á móti. Árni verður þó að við- urkenna röksemdafærsl- unnar vegna að ESB sé á margan hátt undir sterkum áhrifum jafnaðarstefnunn- ar, setji velferð íbúanna fram fyrir einkahagsmuni, gæti bróður síns og eyði ekki miklu í vopn. ESB er lýðræðislegt sam- band Evrópubúa. Stjóm- sýslan einkennist af gagn- sæi, ábyrgð og ákvarðanir eru tekn- ar eftir ítarlegar umræður fyrir opnum tjöldum. Embættismenn ESB eru fáir miðað við það sem gengur og gerist í hirmi lýðræðis- legu stjórnskipan Evrópuríkja og stjórnsýslan lýtur nálægðarregl- unni íbúunum til hagsbóta, ákvarð- anir eru teknar eins nálægt fólki og mögulegt er. Það hefur ekki gengið of vel að koma á meginreglum jafn- réttissamfélagsins hér á Islandi, Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla sína tíð dregið lappirnar, sérstak- lega í velferðarmálum, og sýnir ekki frumkvæði þó hann hafi valdataumana í sínum höndum, skemmst er aö minnast yfirgangs- ins gagnvart öryrkjum. ísland er ekki það fyrirmyndar- riki í velferðarmálum sem við vilj- um stundum vera láta og helstu réttarbætur til handa almenningi undanfarin ár hafa orðið vegna aukaaðildar okkar að ESB með „Sjálfstœðisflokkurinn hef- ur alla sína tíð dregið lapp- imar, sérstaklega í velferð- armálum, og sýnir ekki frumkvœði þó hann hafi valdataumana í sínum höndum, skemmst er að minnast yfirgangsins gagn- vart öryrkjum. “ samningnum um evrópska efna- hagssvæðið. Það var ekki meira en svo að búið væri að stöðva barna- vinnu á íslandi þegar hingað barst fyrir fáum árum „tilskipun frá Brussel" sem það gerði. Það er ekki náttúrulögmál að þjóðfélög Evrópu- sambandsins taki þróun í átt til BNA eins og Ámi Bergmann segir, heldur ekki þó hægri stjómir kom- ist til valda í Evrópurikjum. Það er miklu frekar verkefnið að koma slíkum stjórnum frá völdum, hver í sínu landi og saman að fylkja liði, þvert á landamærin. Séu til svo sterk öfl að þau geti neytt Evrópu- sambandið á þá óheillabraut sem spádómur Áma Bergmanns gengur út á hvemig ætlar lýðveldið ísland að standa gegn þeim? Mér fmnst Ámi Bergmann sjálfur nota þá forlagahyggju sem hann varar þó við, að við hættum aö gera ráð fyrir hinum frjálsa vilja og möguleikum lýðræðisins. Viö meg- um ekki láta nauðhyggju af þvi tagi verða til þess að við hættum að taka ábyrgð á vegferð þjóðarinnar og af- skrifum þátttöku í best heppnaða samstarfi ríkja um frið, velferð og lýðræði sem sagan kann frá að greina. Að sjálfsögðu hefur þjóðin val, við getum valið að gripa tæki- færið sem Evrópusambandið er til þess að vinna að því að koma á vel- ferðarríki á íslandi. Þorlákur Axel Jönsson menntaskólakennari skrifar: Fyrir hvern eru rauðu strikin? JMG skrifar: Jóhanna Sigurð- ardóttir segir brotalamir á örygg- isneti velferðarkerf- isins. Jóhanna vill gera úttekt og skipa nefndir. Atvinnu- lausir em hluti bótaþega og alþýðu- samtökin hafa ekki tryggt þeim kjör sem nálgast það sem gerist í nálæg- um löndum. Sumum sem reynt hafa finnst að stéttarfélögin sýni þessum hópi tómlæti - jafnvel andúö. Verka- Verkalýðsforingjamir em ánœgðir því rauðu strikin halda en ef fátcektin sem Jóhanna talar um er stað- reynd hlýtur maður að spyrja fyrir hvern rauðu strikin séu. lýðsforingjarnir eru ánægðir því rauðu strikin halda en ef fátæktin sem Jóhanna talar um er staðreynd hlýtur maður að spyrja fyrir hvern rauðu strikin séu. Jóhanna ætti að hafa samband við tO dæmis forystumenn Eflingar, sem er stórt félag i Reykjavik. Og Jóhanna er þingmaður reykvískrar alþýðu, Jóhanna þarf að frétta um jafnvægið og rauðu strikin. Þvi mið- ur hefur Eflingu mistekist í barátt- unni fyrir bættum kjörum „litla mannsins". Efling virðist sjá ofsjónum yfir kjörum opinberra starfsmanna og amast við því að útlendingar fái hér atvinnu og bera ýmsu við og sumu broslegu. Stundum hefur íslensku verkafólki þótt gott að fá vinnu er- lendis, en það er gleymt. Jóhanna Slgurðardóttlr. Garri .Hæfur, hæfari, hæfastur Garri hefur oftlega furðað sig á því hvemig mannskepnunni tekst að gera einfalda hluti flókna og flókna hluti enn flóknari. Enda kemur það oftar en ekki á daginn að veruleikinn tekur lyginni fram. I liðinni viku mátti lesa fréttir af því að Leikhúsráð Akureyrar hefði, að mati kærunefndar jafnréttismála, brotið jafnréttislög þegar ráðið var í stöðu leikhússtjóra í vetur. Veit betur Tólf manns sóttu um stöðuna. Leikhúsráö ákvað að ræða við þrjá umsækjendur, tvo karla og eina konu. Ákvað leikhúsráð að ráða annan > karlinn í stöðu leikhússtjóra. Konan kærði ráðn- inguna til kærunefndar jafnréttismála þar sem hún taldi að ráðning karlsins fæli í sér brot á lögum um jafnan rétt kvenna og karla. Leikhús- ráð taldi karlinn hafa meiri menntun en konan og umtalsvert meiri reynslu að auki. En konan taldi, eins og kærunefhdin, að hún væri mennt- aðri en karlinn. Það eitt ætti að nægja til að hún fengi stöðuna. Garri getur skilið aö fólk verði svekkt telji það fram hjá sér sé gengið en skilur ekki hvemig það getur verið brot á jafnréttislög- um aö ráða þann hæfasta, að mati leikhúsráðs, til starfans. Jafnvel þótt viðkomandi búi við þá því að hafa pung lafandi milli lappanna sem aft- ur felur i sér að þeir teljast ekki hæfir þrátt fyr- ir að vera hæfir. Cfiurri fötlun að vera karlmaður. Leikhúsráð fer með málefni leikhússins og ætti, eðli máls samkvæmt, að vita best undir stjóm hvers málefnum leikhússins sé best borgið. En konan taldi sig vita betur og kærði niöur- stöðuna. Taldi sér mismunað. Og kæru- nefndin telur sig einnig vita betur en leik- húsráð hver sé best til þess fallinn að gegna stöðu leikhússtjórans. Tímabært heljarstökk í lögum um jafnan rétt karla og kvenna segir að ekki megi mismuna fólki eftir kynferði en um leið er mismunun leyfð verði hún til að koma á jafnrétti kynj- anna. Jákvæð mismunun heitir þetta víst á mannamáli og telur jafnréttisráö að beita hefði átt þess konar mismunun og ráða konuna í starfið. Virðist ljóst að kon- an eigi heimtingu á allt að 6 mánaða leik- hússtjóralaunum í sárabætur vegna þess að sá er talinn var hæfastur var ráðinn. Garri mælir með því að löggjafinn taki löngu tíma- bundið heljarstökk inn í nútímann í þessum efn- um og tryggi körlum jafnan rétt á viö konur á grundvelli þeirrar augijósu fotlunar sem fylgir Hávaöa- og hörkustjórnun Ari skrifar: Ég hef tekið eft- ir því hvað ís- lenskir stjómend- ur eru oft slakir og sinna lítt verk- efni sínu. Svo rakst ég á afar fróðlega grein, Stjórnun, eftir Matthías Johann- Matthías essen fyrrverandi Johannessen. ritstjóra Morgunblaðsins, sem birt- ist í Bifröst sem útskriftamemar í Samvinnuháskólanum gefa myndar- lega út. Þessa grein ættu stjómend- ur, bæði slakir og góðir, að lesa. Þama segir Matthías meðal annars að hávaði og hörkustjómun sé veik- leikamerki. Og síðan segir Matthí- as: „Góður stjómandi verður þá einnig að þekkja vinnustað sinn út í æsar og helzt fólkið sem þar starfar. Hann verður að vera tilbúinn til að ganga í hvaða starf sem er og vinna þá með sínu fólki eins og ekkert sé. Vinna helzt meir en allir aðrir. Og þá ekki sízt í teymi, ef svo ber und- ir. Ekki endilega sem yfirmaður, heldur jafningi." Farmiöapakki fyrir krakkana Seyðfirðingur hringdi í talhólfift (s. 550 5035 allan sðlarhringinn): Er það hugmyndin að fordæmi nýs bæjarstjóra okkar á Seyðisfirði verði til þess að allir starfsmenn sem ráðnir eru hingað tímabundið fái pakka af farmiðum handa krökk- um sínum sem búa í Reykjavík? Tryggvi Harðarson segir í viðtali við DV að ekki sé annað en eðlilegt að borgað sé fargjald fyrir krakkana þegar unnið er tímabundið úti á landi. Ég bendi á að sjálfur borga ég ýmsan kostnað krakka minna úr eigin vasa, þar með talin fargjöld með Flugleiðum. Forráðamenn bæj- arins þurfa að svara því hvort t.d. kennarar sem fengnir eru til bæjar- ins fái það sama, þetta 10 ferðir á vetri. Kannski er þetta almenn stefna. Einstæðir foreldrar verða þá nokkuð þungir á fóðrum fyrir bæj- arfélögin. Þyrla Landhelgisgæslunnar - ofnotuö? Þyrlurnar má ekki ofnota ST skrifar: Það er enginn vafi á að þyrlur auka mjög öryggi við björgun fólks. Oft hafa þjrrlur Gæslunnar og Vam- arliðsins bjargað mannslífum þegar hver mínúta er dýrmæt. En við megum ekki ofnota þyrlur til björg- unar og sjúkraflutninga. Þaö læðist að manni sá grunur að svo kunni að vera. Stjómstöð í Reykjavík á ekki gott með að meta þörfina fyrir þyrluflutning og reiðir sig á lýsing- ar þeirra sem era á slysstað. Nýlega flutti þyrla konu norðan úr landi á sjúkrahús í Reykjavík þar sem kom í ljós að meiðsl eftir að hafa dottið af baki voru lítil sem engin og hún útskrifuð eftir stutta stund. Maður var nær drukknaður við laxveiðar, en einnig það tilvik fór vel, en litlu munaði að þyrla væri send á stað- inn. Fleiri dæmi mætti nefna. Vissulega er skiljanlegt að menn vilji þyrlu til sjúkraflutninga, spumingin er bara hvort það sé ekki oft gjörsamlega óþarft. I33BS. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíóa DV, Skaftahlíft 24.105 Reykjavík Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.