Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 r>y Fréttir Samtök verslunar og þjónustu um að selja vín og bjór í matvöruverslunum: Frekar spurt um hvenær en hvort - neyslan mun klárlega aukast, líka hjá unglingum, segir talsmaður Áfengis- og vímuvamaráðs Samtök verslunar og þjónustu hafa dreift bæklingi í flestum mat- vöruverslunum og bensínstöðvum þar sem lögð er áhersla á að meiri- hluti íslendinga, 67 prósent, vilji geta keypt léttvín og bjór í matvöru- verslunum. Vísað er í könnun frá Emil B. Karls- son, talsmaður SVÞ, sagði við DV að verslanir vildu fá leyfi til að veita þá þjón- ustu sem við- skiptavinir ósk- uðu eftir. „Okkur fmnst meira spurning um hvenær þetta verður en hvort - þetta er þró- un í samræmi við það sem leyft er í nágrannaríkjum okkar. Þar aö auki hefur neyslumynstrið á léttvíni og bjór breyst mikið á undanförnum árum. Það er farið að líta á þetta sem hverja aðra matvöru,“ segir Emil. Hann segir að fólki finnist þægi- legra að kaupa inn til heimilisins á því í febrúar. Eitthvaö fleira. Matvöruverslanir meö vín og bjór? Skoöanir eru skiptar. Flestir viröast þó vilja vín og bjór til sölu í matvöruverslunum. emum og sama stað. „Við sjáum líka hag í þessu fyr- ir minni verslanir. Léttvíns- og bjór- sala myndi styrkja rekstrarstöðu þeirra mikið með því að þurfa ekki vera nálægt versl- unum ÁTVR. Með þessu móti myndi vöruúrval smárra verslana breikka. Ég held að þetta sé eindregin ósk flestra, sérstaklega fólks úti á landi. Þar fyrir utan finnst okkur ekki samræmi í sölustefnu ÁTVR sem sögð er eiga að fylgja áfengislögum. Markmið ÁTVR á aö vera að vinna gegn misnotkun á áfengi. Sölustefnan samræmist því ekki - hún beitir söluhvetjandi að- gerðum," sagði EmO. Þorgeröur Ragnarsdóttir hjá Áfengis- og vímuvamaráði segir að könnun Gallups frá þvi í nóvember hafi sýnt að helmingur svai’enda hafi verið hlynntur en hinn andvíg- ur. Hún hafi frekar sýnt að yngra fólk á höfuðborgarsvæðinu hafi ver- ið fylgjandi sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. „Það er athygl- isvert í ljósi þess að þeir hjá Sam- tökum verslunar og þjónustu tala um að þetta sé mikið þjónustumál fyrir fólk úti á landi,“ segir Þorgerö- ur. „Það viðurkenna allir, meira að segja Samtök verslunarinnar, að áfengisneysla muni aukast verði þetta leyft. Allar rannsóknir sem við höfum benda til að það muni ekki bara gerast hjá þeim sem mega drekka áfengi heldur líka meðal unglinganna. Mér fmnst það afleit tilhugsun. Við eigum í nægum vandræðum með unglingana okkar. Neyslan mun aukast," segir Þor- gerður. Þorgerður segir að hér á landi séu margfalt fleiri áfengisverslanir en í Svíþjóð, miöað við hverja 100 þúsund ibúa. „í Bandaríkjunum, vöggu frjálsræðisins, sé kvóti á hve margir útsölustaðir áfengis og tó- baks megi vera eftir svæðum en það sé þó mismunandi eftir ríkjum. Ég er ekki viss um að það muni bæta úrval og þjónustu að leyfa sölu létt- víns og bjórs í matvöruverslunum." Þorgerður segir að Áfengis- og víumvamaráð telji að léttvín og bjór eigi ekki að vera til sölu í mat- vöruverslunum heldur á sérstökum útsölustöðum. Hún segir jafnframt að ráðið taki ekki afstöðu til þess hvort staðimir séu í ríkiseinkasölu eða í höndum annarra. -Ótt Fossvogsdalur: Framkvæmd- um að Ijúka Nú er að ljúka framkvæmdum í Fossvogsdalnum vestan við HK- svæðið sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær kosta í sameiningu. Þórarinn Hjaltason, bæjarverk- fræðingur hjá Kópavogsbæ, segir að markmið breytinganna sé að fegra umhverfið og gera aðlaðandi útivistarsvæði. í stað skurðanna, sem Fossvogslækur rann í gegnum og vora úti um allt á svæðinu, eru komnar 20 cm tjarnir með aflið- andi bökkum. Einnig hafa verið byggðar brýr yfir þær. Áætlaður kostnaður verksins var 30 milljónir króna á hvort sveitarfélag, eða alls 60 milljónir. Að sögn Þórarins bendir allt til þess að sú upphæð haldist óbreytt í verklok, en þau eru áætluð í vikunni. -vig Eftir breytingar Eins og sjá má veröur Fossvogsdalur hinn glæsilegasti eftir framkvæmdirnar. Slysahættan, sem gömlu skurðirnir á svæöinu mynduöu, er ekki lengur til staöar og tilkoma tjarnanna og brúnna gera dalinn aö mjög aölaöandi útivistar- svæöi. Verklok eru áætluö í þessari viku. Festi hf.: Verið að skoða málið Landsmót skáta hefst á Akureyri á morgun: Búist við allt að sex þús- und gestum á landsmótið Ásbjörn Ámason, framkvæmda- stjóri útgerðarfélagsins Festi hf., segist aðspurður ekki geta svarað því eins og er hvort útgerðarfélagið Festi hf. hyggist fara í mál við norsk yfirvöld. Festi hf. er útgerðarfélag Guðrúnar Gisladóttur EK, sem strandaði og sökk við Noreg í síö- asta mánuði. Sturla Einarsson, skipstjóri á Guð- rúnu Gísladóttur, gagnrýndi norsk yf- irvöld harðlega fyrir stjómleysi í ítar- legu viðtali við DV um helgina. Þar sagði hann m.a. að í sjókortum væri hvergi að sjá þær grynningar sem uröu skipi hans að fjörtjóni og þegar hann hafi tilkynnt strandgæslunni um ferðir sínar á landleiðinni og að hann hygðist fara um sundið hafi hann enga viðvörun fengið. „Það er búið að vera svo margt í umræðunni og mörg mál í gangi bæði úti í Noregi sem og hér heima varð- andi þetta mál og þau verða að fá að skýrast betur,“ sagði Ásbjöm. -vig Landsmót skáta 2002 verður sett á morgun en framkvæmd þess er nú í höndum skátafélagsins Klakks á Akur- eyri auk mótsstjómar skipaðri skátum viða að af landinu. Þema mótsins að þessu sinni er Álfar og tröll og fer það fram á umhverfis- og útilífsmiðstöð Klakks að Hömrum, ofan Akureyrar. Guðmundur Pálsson mótsstjóri, úr Dal- búum i Reykjavík, sagði í samtali við DV í gær að búast mætti við allt að 6000 manns á mótsstað þótt erfitt væri að spá nákvæmlega fyrir um það. Um 2300 þátt- takendur verða á landsmótinu sjálfu auk starfsmanna en óvissan snýst helst um það hversu margir muni gista á fjöl- skyldusvæði mótsins, það fari allt eftir veðri og ýmsum utanaðkomandi að- stæðum. Guðmundur segir hins vegar góða stemningu fyrir mótinu. Meðal þeirra sem heimsækja mótið að þessu sinni er fjöldi erlendra skáta frá 25 þjóðlöndum og funm heimsálfúm. í óðaönn að undirbúa Skátarnir höföu í nógu aö snúast í gær enda stutt 1 landsmótiö. Er þar um að ræða skátahópa sem taka beinan þátt í mótinu auk annarra sem munu starfa við það. Undirbúningur fyrir mótið hefur staðið frá því í mars árið 2000 og nær hámarki sínu í dag enda ekki seinna vænna þar sem mótssvæðið verður opnað á hádegi á morgun. Að sögn Guð- mundar á allt að vera klárt og dagurinn í dag fer í flnni frágang. Að vanda hafa skátar nóg við að vera á landsmóti sínu og dagskráin er þétt- skipuð og viðburðarík. „Þetta er hefö- bundin dagskrá en á síðustu tveimur mótum höfum við gefið út valverkefna- hefti þar sem krakkamir geta valið úr það sem þeir hafa áhuga á að gera. - Hefur verið gert ráð fyrir að huldu- fólk og aðrar vættir fái sitt pláss á svæð- inu? „Já. Við fundum það þegar við kom- um hingað að þetta er fjörugur staður og mikið um góðar vættir. Þeir sem stunda mikið útivist og eru mikið úti í náttúrunni upplifa það sterkt að það er víða líf. Við búum í lifandi landi við lif- andi sögu og því viljum við halda á loft. Það er ekki allt sem sýnist og við viljum leiða út frá því á ýmsa vegu,“ sagði Guð- mundur Pálsson. -ók Þrír slasast áVestfjörðum: Gekk slasaður tæplega kilómetra Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Vestfjörðum um helgina. Tæplega tví- tugur piltur var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eft- ir að hafa ekið á vegg í Vestfjarða- göngunum á laug- ardagsmorguninn. Að sögn lögregl- unnar á ísafirði sást fyrst til mannsins þar sem hann ók á miklum hraða inn Súgandafjörð. Þegar lögregla kom á vettvang haföi pilturinn ekið á gangavegg við gatnamótin í jarðgöng- unum, billinn lagst saman og ökumað- urinn sat fastur í bílnum. Beita þurfti klippum slökkviliðs til að ná honum út úr flakinu. Loka þurfti göngunum í tæpa klukkustund á meðan mmið var á slysstað en bíllinn er gjörónýtur. Sam- kvæmt upplýsingum læknis á Land- spitalanum í Fossvogi hlaut piiturinn skrámur á andliti en annars reyndust meiðsli hans ekki mikil. Ökumaðurinn er grunaður um ölv- un við akstur og rannsakar lögreglan á ísafirði málið sem slíkt. Alvarleg bílvelta varð í Trékyllisvík aðfaranótt laugardags og voru tveir menn fluttir með sjúkraflugi á Land- spítalann í Fossvogi. Talið er að slysið hafi átt sér stað um klukkan hálffjögur um nóttina en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hólmavík barst til- kynning um slysið ekki fyrr en um sex- leytið. Haföi þá annar mannanna, en báðir köstuðust út úr bílnum, gengið mjög þrekaður áleiðis að ættarmóti, sem þeir höföu verið á fyrr um kvöld- iö, og tilkynnt um slysið. Talið er að maðurinn hafi gengið tæpan kílómetra. Að sögn lögreglu var ljót aðkoma á slysstað en bíllinn, sem gjöreyðilagðist, er talinn hafa farið margar veltur. Að sögn læknis á Landspítalanum í Foss- vogi er líðan mannanna eftir atvikum en þeir eru ekki í lífshættu. Annar þeirra fór úr mjaðmarlið en hinn hlaut áverka i brjóstholi. -vig Borgarfjörður: Maóur slasast í bílveltu Maður slasaðist í bflveltu á Holta- vörðuheiði í gærmorgun. Var bifreiðin á norðurleið um kl. 5 um morguninn þegar hún lenti utan vegar og valt. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi er bill- inn mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Ökumaðurinn var einn í bílnum og að sögn lögreglu slasaðist hann nokkuð. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspftalans í Fossvogi. Ekki fengust upplýsingar þaðan um líðan mannsins. Annar útafakstur varð svo um sex- leytið í gærkvöld við Galtarholt. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi urðu engin slys á fólki en bíllinn, sem valt þó ekki, er töluvert skemmdur. -vig VÍS á markað: Lífleg viðskipti Lífleg viðskipti voru á verðbréfa- markaði á föstudaginn með hlutabréf í Vátryggingafélagi íslands, fyrsta daginn sem félagið var á markaði. Var VÍS annað veltumesta félagið á hlutabréfamörkuðum dagsins og alls námu viðskipti með bréf félagsins 93 milljónum króna. Gengi við upphaf viðskipta var 24, en yfir daginn hækkaði það um einn heilan og var 25 þegar mörkuðum var lokað. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.