Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 DV "the perfect pizza" John Baker REUTERSMYND Eyjarslagur í Mlðjaröarhafi Spænskur varöbátur lónir úti fyrir ströndum spænsku smáeyjarinnar Perejil und- an strönd Marokkó sem hertekin var af marokkóskri hersveit á föstudaginn. Hertakan hefur valdiö mikilli spennu milli þjóöanna og hefur hvorug viljaö gefa neitt eftir en stjórnvötd í Marokkó krefjast nú yfirráöa yfír eyjunni. Osama bin Laden enn á lífi í Afganistan - segir yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar Osama bin Laden í fullu fjöri Líklegri til aögeröa núna en þegar hann dvaldi í skjóli talibana, “ segir yfírmaöur þýsku leyniþjónustunnar. „Osama bin Laden er á lífi og fer huldu höfði í fjallahéruðum Afganist- ans viö landmæri Pakistans,“ segir August Hanning, yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar, í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hanning segist byggja þessa skoðun sína á áreiðanlegum upplýsingum sem sannfæri hann um að bin Laden sé á lífl og enn þá sami lykilmaðurinn innan al-Qaeda-samtakaima þótt hann sé ekki mikið á ferðinni og ekki leng- ur í beinu sambandi við helstu tengiliði sína víða um heim. „Þaö liggur ljóst fyrir að allt að 5000 al-Qaeda-liðar fara enn þá huldu höfði í Afganistan og Pakistan á meðan aðr- ir hafi horfið til síns heima þar sem þeir skipuleggja nýjar árásir. Þeir munu gera allt tU að komast aftur af stað og við því verðum við að vera við því búnir,“ segir Hanning. Biekkuhús Fundu gen gegn HlV-veirunni Breskir vísindamenn vonast tU að gen, sem nýlega uppgötvaðist í mannslíkamanum og virðist virka sem vöm gegn HIV-veirunni, muni leiða tU þess að þróa megi nýja að- ferð tU lækninga á alnæmi. Vísindamennirnir uppgötvuðu að HlV-veiran vinnur venjulega gegn geninu, sem kaUað er CEM-15, með því að framleiða prótín sem kaUað er Vif. Með því að fjarlægja prótínið úr HlV-veirunni væri hugsanlegt að CEM-15 genið hindraði útbreiðslu HlV-veirunnar. Aukin spenna í Kasmírdeilunni: 27 fórust í skæru- liðaárás í Jammu -Stjórnvöld í Indlandi kenna Pakist- önum um mannskæða skotárás skæruliða aðskUnaðarsinna i einu af fátækrahverfum borgarinnar Jammu í Kasmír í fyrrakvöld þar sem að minnsta kosti 27 óbreyttir borgarar af hindúatrú, mest konur og böm, létu lífið og meira en þrjátíu særðust al- varlega. Að sögn sjónarvotta læddust átta skæruliðar, dulbúnir sem hindúar, inn í Qasim Nagar-hverfið þar sem þeir byrjuðu á því að henda hand- sprengjum áður en þeir hófu skothríð á óvarið fólkið. Að sögn yfirvalda mun sumt fólkið hafa verið skotið þar sem það sat og hlustaði á útsendingu frá krikketleik mUli landsliða Eng- lands og Indlands. Þetta er mannskæðasta árás að- skUnaðarsinna múslíma í Kasmír síð- an 14. mai sl. þegar 34 létu lífið í árás á indverska herstöð í nágrenni Jammu sem varð næstum tU þess að styrjöld braust út mUli Indverja og Pakistana. Tvær hreyfingar aðskilnaðarsmna, sem bækistöðvar hafa í Pakistan, eru Fallnir syrgðir í Kasmír. grunaðar um að hafa staðið fym árásinni sem örugglega á eftir að auka spennuna á svæðinu tU muna og sagði Yashwant Sinha, utanríkisráð- herra Indlands,* í gær það ljóst væri að hún hefði verið framkvæmd með fullri vitund og hvatningu Pakistana. efMAITHÍASAR MIKLATORGI VIÐ PERLUNA Sími 562-1717 Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is Sjá fieiri myndir á www.bilalif.is BMW316, árg. 2000. Ek. 55 þús. km. Verð 1.970 þús. M. Benz 200E Classic, árg. 1996 beinsk. Ek. 94 þús. Verð 1.870 þús. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is Isuzu Trooper dísil, árg. 1991. Ek. 64 þús. Verð 2.480 þús. Iveco Turbo dísil, árg. 1991. Ek. 132 þús. Verð 780 þus. Sjó fleiri myndir ú www.bilalif.is Ford Econoline 350, vsk., árg. 1993. Ek. 145 þús. Verð 680 þús m/vsk. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is Nissan Patrol dísil, árg. 1991. Langur. Verð 980 þús. Skoðið einnig gífurlegt úrval annarra bíla á www.bilalif.is e Bush boðar aukinn halla Bandarisk stjóm- völd búast við að minnsta kosti 165 milljarða dollara haUa á rikisbú- skapnum á þessu fjárlagaári og er það i fyrsta skipti síðan árið 1997 sem farið er yfir rauða strikið á þeim bænum. Bush varaði strax við hallanum í febrúar en þá boðaði hann 106 mUlj- arða dollara halla eftir 127 mUljarða tekjuafgang á síðasta fjárlagaári sem endaði 30. september. Áætlaður haUi kemur ekki á óvart eftir hörm- ungamar í fyrra en auk þess hafa spiUingarmálin haft sín áhrif. Grunur um morð Grunur leikur á að breskur fjög- urra bama faðir á fertugsaldri hafi myrt böm sín á aldrinum þriggja tU tólf ára og siðan bundið enda á eig- ið líf um leið og hann bar eld að bif- reið sinni á fjölförnum stað í aust- urhluta Lundúna i fyrrakvöld. Fað- irinn mun hafa átt í forræðisdeUu við móður bamanna. Skotinn I dómsal Palestínumaður í hefndarhug réðst í gær inn i dómsal í bænum Khan Younis á Gazasvæðinu og skaut tU bana manninn sem réttað var yfir. Tilræðismaðurinn var ætt- ingi þriggja Hamasliða sem fórust í loftárás ísraelsmanna á Gazasvæð- inu í síðasta mánuði og var Palest- ínumaðurinn, sem réttaö var yfir, ákærður fyrir að hafa unniö með ísraelsmönnum og látið vita um verustað þeirra. Þetta gerðist á sama tíma og loftárásir ísraels stóðu yfir í Gaza í gær og slapp tU- ræðismaðurinn í skjóli þeirra. Sjö særast í loftárás Yfirvöld í írak segja að sjö óbreyttir borgarar hafi særst í loftárásum Breta og Bandaríkjamanna i Zi Qar-héraði um helgina í um 350 kUómetra fjarlægð suður frá höfuðborg- inni Bagdad. Bandarikjamenn segja aö loftárásimar hafi verið svar við loftvamaárásum íraka á eftirlitsvél- ar þeirra yfir flugbannssvæðinu síð- ustu daga. Átján farast í Perú Að minnsta kosti 18 manns hafa látið lífið í miklum byl í suðurhluta Perú á síðustu dögum. Alejandro Toledo, forseti landsins, hefur þegar lýst yfir neyðarástandi á svæðinu og fór þangað sjálfur um helgina. Þar lét hann dreifa hjálpargögnum tU þeirra sem hafa orðið verst úti vegna kulda og óveðurs. Að minnsta kosti 30 þúsund manns hafa átt við sárt að binda vegna veðurofsans, að- aUega í AndesfjöUum. Heróínsmygl stóðvaö Yfirvöld í Rúss- landi segja að þar- lendir landamæra- verðir hafi nýlega gerð upptæk 215 kUó af heróini á landa- mærum Tadsjikist- ans og Afganistans sem sé það mesta á síðustu tíu árum. Heróínið fannst þegar tíu manns reyndu að læðast yfir landamærin við Pyandzh-ána og kom tU skotbardaga þegar þeir vom stöðvaðir af landamæravörð- um. Fjórir úr hópi smyglar-anna féUu í skotbardaganum en hinir komust undan tU baka yfir ána.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.