Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 28
Með saltbragð í munni Sigtinganámskeid ÍTR njóta ævinlega mikilla vinsælda, enda þykir æskufólki fátt skemmtiiegra en að sigla út á Nauthóls- víkina, ekki sist þegar segl eru þanin og beggja skauta byrs nýtur. Særokið gefur ef til vill sumum saltbragð í munninn en liklega er það ekki til annars fallið en að herða krakkana og stæla á alla lund. DV MYND: ÞÖK Mold og hellusandur Jaröefni - ótal gerðir Grjót og grjóthleðsla Flytjum sumarhús Vörubílar - Kranabílar - Gröfur www.throttur.is Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz (íTi) Loforð er loforð MANUDAGUR 15. JULI 2002 Sími: 533 5040 - www.allianz.is Eric Clapton: Hefur náð 36 löxum Veiðin i Laxá á Asum hefur heldur betur tekið kipp eftir að hinn víðfrægi tónlistarmaður, Eric Clapton, mætti á svæðið fyrir tæpri viku. Á einni viku hefur veiðin í ánni tvöfaldast en í gær- kvöld höfðu Clapton og félagar landað sjötíu og tveimur löxum. Sjálfur hafði Clapton sett i 36 laxa. Allur aflinn var tekinn á flugu, í flestum tilvikum á mjög smáa flugu. „Hann er lika með einn besta leið- sögumann landsins, Áma Baldursson, sem gjörþekkir Laxá á Ásum. Svo er kokkurinn góður en Sturla Birgisson matreiðslumeistari hefur séð um að fæða mannskapinn. Ef laxinn hefði ekki mætt núna hefði hann ekki komið í ^sumar þvi það er stórstraumur núna,“ sagði heimildamaður blaðsins spurður um tfðindi af svæðinu. Laxveiðin hefur glæðst mjög í lax- veiðiám síðustu dagana. Mikið hefur rignt og smálaxinn er farinn að sjást í auknum mæli. Eric Clapton er, sam- kvæmt heimildum blaðsins, afar ánægð- ur með dvölina. Hann heldur af landi brott í dag. -G. Bender Mikið vatnstjón á veitingastað ikið tjón varð vegna vatns Mikið tjón varð vegna vatnsleka sem í kjallara veitingastaðarins Celtic Cross við Hverfisgötu í gærkvöld. Til- kynning barst um lekann kl. 20.48 og var slökkvilið borgarinnar enn að störfum þegar blaðið fór í prentun á miðnætti. Þegar slökkvilið kom á vettvang var vatnið um 30 cm djúpt á u.þ.b. 70 fermetra gólffleti þannig að ljóst er að um mikinn leka var að ræða. Orsakir lekans eru ekki kunnar en talið lik- legt að skolplagnir hafi brostið. -vig Veðrið í vikunni OBúast má við skýjuðu veðri og skúrum fram eftir _ u vikunni víða um landið. » Áttin verður vestlæg og reikna má með dálítilli rigningu á Austurlandi um miðja viku. Á flmmtudag á þó að birta tU og gæti sú gula farið að láta sjá sig sums staðar. Hitinn verður á bUinu 7-16 stig næstu daga, hlýjast á Suður- og Austurlandi. Hitastig á þó að fara hækkandi aUs staðar á landinu eftir því sem líður á vikuna og vindátt að verða suðlæg á föstudag og laugardag. Þá hlýtur að verða gott fyrir norðan. FRETTASKOTI0 SIMINN SEM ALDREI SEFUH Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, I greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar I er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan I sólarhringinn. 550 5555 HOGGORMAR PARADIS Mikið framboð á svínakjöti: Skilaverð til bænda oft undir kostnaði - kaupendamarkaður að myndast, segir formaður Svínaræktarfélags íslands Skilaverð á svínakjöti til bænda hefur að undanfomu i sumum tilvik- um farið nokkuð Kristinn Gylfi Jónsson. niður fyrir 150 krónur. Það er langt undir kostn- aði og eru svína- bændur i slíkum tilvikum að greiða talsverðar upphæðir með framleiðslu sinni. Algengt skilaverð svínakjöts í dag er í kringum 200 kr. en þyrfti að vera tuttugu til fjöru- tíu krónum hærra að jafnaði eigi framleiðslan á meðalbúi að standa undir sér. Þetta segir Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfé- lags íslands, í samtali við DV. „Ég vænti þess að staðan lagist og skila- verð til bænda hækki eitthvað á næstunni," segir hann. Kristinn Gylfi segir að það sé ekki nema í undantekningartiTvikum og aðeins örfáir framleiðendur sem séu að fá svo rýrt úr roði fyrir fram- I stíunni Svínakjöt fæst ódýrt en bændur fá lítið í sinn hlut. leiðslu sína sem að framan greinir. Það séu þá helst svínabændur sem séu að auka mikið við framleiðslu sina og hafi ekki náð þar fótfestu með traustum viðskiptasamböndum. „Þeir framleiðendur sem eru búnir að koma sér betur fyrir njóta betri og tryggari kjara. En ég get alveg stað- fest að menn hafa verið að fá niður í 147 kr. fyrir kílóið og þá er ljóst að menn eru að greiða talsvert með hverju kílói,“ segir Kristinn. Hann segist ekki telja að krafa matvöruverslana nú um afsláttarkjör á svínakjöti frá bændum sé meiri en áður. En vitaskuld reyni hver að fá jafnmikið fyrir sinn snúð og mögu- lega er hægt. „Það er mikil fram- leiðsla af svínakjöti um þessar mund- ir og þá myndast og ríkir það sem kallað er kaupendamarkaður. Sú er einmitt staðan núna,“ segir Kristinn Gylfi. „En hins vegar ber að taka fram að svínakjötneysla hefur verið að aukast og ég sé því fram á að það gæti hækkað verðiö - og það gæti gerst með haustinu.“ í verslunum hefur að undanfómu mátt fá svínakjöt á hagstæðu verði. Svinabógur hefur á góðum dögum fengist á um 300 kr. kg og kótelettur á um 600 kr. „Vissulega njóta neyt- endur þessa lága verðs og milliliðim- ir einnig, þeir sem slátra gripunum, vinna kjötið og selja það. En það era síst bændumir sem njóta þessa eins og augljóst er,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson að síðustu. -sbs Ugla besta leikkonan Ugla Egilsdóttir var valin besta leik- konan á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem lauk í gær. Verð- launin hlaut hún fyrir leik sinn í kvikmyndmni Mávahlátur eftir Ágúst Guðmunds- son og veitti hún þeim viðtöku sjáif. Þau era mikill heiður fyrir hana og alla sem að Mávahlátri standa. Ágúst leikstjóri var á staðnum ásamt Margréti Vilhjálms- dóttur leikkonu og Kristínu Atladóttur framleiðanda. Kvikmyndahátíðin í Karlovy Vary er alþjóðleg og ein af eftirtektarverð- ustu kvikmyndahátíðum sem haldnar eru í heiminum. Hún er í A-flokki og eitt af ströngu skilyrðunum fyrir þátt- töku þar er að myndir hafl ekki tekið þátt í öðrum keppnum. Leikstjórar leggja mikið upp úr að koma afurðum sínum þar að enda vekja verðlauna- myndimar ávallt mikla athygli. Átján leiknar kvikmyndir kepptu til verð- launa á hátíðinni í ár og var Mávahlát- ur sú eina frá Norðurlöndunum. Tékk- neska myndin Year of The Devil hreppti aðalverðlaunin, kristalhnött- inn. Ugla kom heim um miðnætti í gærkvöld. -Gun. Orðaskipti í Eden í Hveragerði - þrætt um 42 mínútur: Bragi kýtti við kraftakarla Til nokkurra orðaskipta kom í gær milli Braga Einarssonar, blómasala og veitingamanns, og nokkurra helstu kraffakarla landsins. Þeir voru um helg- ina fyrir austan Qall þar sem haldin var keppnin Suðurlandströllið 2002. Einn liðurinn var burður á Húsavíkurhell- unni, sem átti raunar að vera úrslita- þáttur keppninnar. Hann átti að vera á dagskrá klukkan 16.30 í gær en vegna veðurs um helgina dróst nokkuð að kraftakarlamir mættu á svæðið. Þeir mættu þegar klukkan var tólf mínútur gengin í sex. Við það sætti Bragi í Eden sig ekki og kýtti hann nokkuð við kraftakarlana vegna þessa. DVWYND: EH Tveir kraftakarlar og einn blómasali. „Bragi var aðeins erfiður við okkur," sagði Andrés Guðmundsson kraftajöt- unn í samtali við DV í gærkvöld. Hann sagði rysjótta veðráttu helgarinnar hafa sett dagskrá keppninnar um Suður- landströllið lítið eitt úr skorðum og því hefðu menn mætt vonum seinna í heliu- burðinn við Eden. Vegna viðbragða Braga var þessi liður keppninnar blás- inn af og segir Andrés menn hafa sætt sig við það, enda orðnir lúnir eftir afl- raunir helgarinnar. „Mér fannst rétt að bíða með þennan Uð keppninnar úr því þeir komu svona seint Þeir eiga þetta bara inni og eru vel- komnir seinná,“ sagöi Bragi Einarsson. Hann sagði marga hafa mætt í Eden til að fylgjast með kraftakörlunum. Sér hefði hins vegar fúndist að úr því þeir mættu seint að dokað yrði við, fyrir svo utan að úrhellið í Hveragerði hefði ekki boðið upp á ævintýri utan dyra. -sbs/-eh HEIMAGÆSLA ÓRYGGISMIÐSTÖÐ ISIANDS BORGARTÚNI31 • SlMI 530 2400 WWW.OI.IS Sérfraeðlngar í fluguveiði 3ar Á V. Sportvörugerðin hf., Skiptiolt 5, s. 562 »383.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.