Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 6
G MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 Fréttir 3DV Týndur feluhellir, sem líklega enginn núlifandi maður hefur séð, fundinn: Hellir Ármanns útilegu- manns á 11. öld fundinn - merkur fundur, segir Örlygur Hálfdanarson útgefandi - stoltur, segir finnandinn Ármannshellir, þar sem útilegumað- ur og sauðaþjófur frá 11. öld hafðist við áður en hann var drepinn, fannst í síð- ustu viku. Samkvæmt upplýsingum eldri manna af Barðaströnd hefur eng- inn núiifandi íslendingur komið í hell- inn enda hefur hann hreinlega verið týndur þar sem erfitt er að frnna þenn- an fyrrum felustað Ármanns sem tor- fært var að komast að. Ármann hafði drepið fé Gests spaka Oddleifssonar í Haga og tókst aö leynast og síðan verj- ast Gesti vegna legu hellisins áður en sá síðamefndi sá við þjófnum. Staður- inn er við ána Amarbýlu ofan Tungu- múla á Barðaströnd. Hellirinn er um 3 metrar að breidd en um 2,5 á dýpt. Þeg- ar vatn er í ánni fyrir neðan hellinn er vart hægt að komast í hann nema síga. Örlygur Hálfdanarson bókaútgefandi segir þennan fund mjög merkan. Búin að ganga allt gilið ... Það var Þórður Gísli Ólafsson, lækn- ir í Reykjavík, sem fann hellinn ásamt eiginkonu og syni í síðustu viku eftir að hafa leitað kirfilega í landslagi þar sem erfitt er að fara um. Árfarvegurinn var hins vegar nánast þurr og því skárra að komast. „Áhugi minn á að finna þennan helli vaknaði þar sem enginn vissi hvar hann væri. Faðir minn þekkti mann sem hafði komið í hellinn en sá maður er nú látinn. Mér var sagt að hellirinn væri við ána Amarbýlu. Þar er gljúfur en þar sem miklir þurrkar hafa verið var viða hægt að ganga um það,“ segir Þórður Gísli sem fór með eiginkonu sinni, Jónínu Jónasdóttur, og Hjalta Jóni, syni sinum, til að reyna að finna hellinn. „Við vorum búin að ganga upp allt gilið þegar við komum að líklegum stað - okkur sýndist hellismunni geta verið austanvert i gilinu. En þama var hvergi hægt að fara niður í gilið. Ég þorði ekki vegna brattans en ákvað að fara inn í enda gilsins, innst í dalnum. Þar fór ég ofan í, gekk svo til baka og komst þannig að þessum munna. Nú kom þokkalegur hellir í ljós og hefði getað rúmað vel mann og það sem hon- um fylgdi,“ sagði Þórður Gisli. Honum fannst hellirinn nokkuö breiður, um þrír metrar og svipað inn í berg. Hann segir talsvert hafa hranið inn í hellinn en einnig úr honum og niður í gljúfrið. „Ég þurfti því að ldifra upp skriðu að hellismunnanum. Áður fýrr var talið að ekki hefði verið skriða þama heldur hefðu menn þurft að lesa sig upp í hellinn," segir Þórður Gísli. Hann segir að unnt sé að komast nið- ur í hellinn með því að síga. En þá þurfi menn að vita nákvæmlega hvar hellinn er að finna fyrir neðan. „Ég get þó varla séð fyrir mér annað en að hægt sé að síga í hann ef eitthvað er í ánni - á að giska 100 metrum ofar i ánni er hægt að klifra niður gjábakkann, austan megin við gljúfrið en þar er hellirinn.“ Hélt þetta væri þjóðsaga „Ég var farinn að halda að þessi hell- Þórður Gísli í hellismunnanum. Gatiö er lítiö og verfitt aö sjá þaö. Við vorum alveg að gefast upp á aö leita þegar ég sá allt í einu þverrifu í þergið út frá skriðu. Þetta gat verið hellis- munni," sagði Þórður. Gatið reyndist vera Ármannshellir. Rétt ofan við hellinn var hrafnshreiður. leifsson hafi búið í Haga á Barða- ströndhafi verið uppi útilegumaður sá er Ármann hét. Lagðist hann á fénað Gests. Gestur hafi fýrir hvem mun vilj- að ná honum en veittist það erfitt mjög því Ármann lá í helli þessum. Síðan segir: „Steinn er þar í ánni og er sagt að fræknustu menn fengu stokkið af hon- um upp í hellinn. Nú á dögum er hrun- ið nokkuð af honum og hefúr við það lengst hlaupið að mun. Upp úr dalnum era drög sem Amarbýlisdrög heita.“ Síðan er rakið hvemig Gestur náði Ár- manni. „...og hafði oft freistað þess áður hann fengi komist í hellinn. Því vígi hans var svo ömggt að eigi var kostur að handsama hann þar. Gestur sat fyr- ir honum þar nú heita Ármannslautir, lét drepa hann þar og dysja við veginn og heitir það síðan Ármannsleiði og Ármannslautir. En löngu síðan er Aron Hjörleifsson lá í helli þessum á kosti konu þeirrar er bjó í Tungumúla og Steinunn hét.“ í þjóðsögum Jóns Ámasonar segir jafhframt að sumir hafi breytt nafni hellisins og nefht hann Aronshelli. í Sturlunga sögu segir að Aron Hjörleifs- son hafi verið liðsmaður Guðmundar Arasonar biskups. Hann dó árið 1255, um tveimur öldum eftir að Gestur lét DV-MYND ÞÖRÐUR GÍSU ÓLAFSSON Gljúfrið við ána Arnarbýlu í Arnarbýlisdal á Baröaströnd Erfitt er að komast niöur í gljúfriö og enn frekar ef meira er í ánni en sést á myndinni. Ekki er hægt að komast niður í hellinn vegna bratta nema síga. ir væri bara þjóðsaga. En ég varð him- inlifandi, ánægður og stoltur að sjá hann eftir að hafa leitað. Faðir minn, Ólafur Kr. Þórðarson, og fleiri menn af Barðaströndinni höfðu lengi leitað að honum en ekki fundið," sagði Þórður Gísli. Örlygur Hálfdanarson, sem hefur unnið að útgáfum á bókunum Landið þitt, íslandshandbókin og Vegahand- bókin segir hellisfundinn á Barða- strönd afar merkilegan: „Ég hef lengi vitað að þessi hellir var til vegna starfa minna að útgáfumál- um. Jafhframt vissi ég eftir Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum að hellirinn var sagður týndur. Ailtaf þegar ég hef ekið um Barðaströndina verður mér hugsað til þessa hellis og langar mjög til að sjá hann. Þar sem hann er nú fundinn hlakka ég til að líta hann aug- um þegar tækifæri gefst.“ Gestur lét drepa Ármann í 4. bindi þjóðsagna Jóns Ámasonar segir að þegar Gestur hinn spaki Odd- ORKUMJOLK Svalandi drykkur! Orkumjólkin er sérþróuð með það fyrir augum að vera svalandi og hressandi orkugjafi milli mála eða með bitanum. www.ms.is Ný bæjarstjórn á Blönduósi: Jóna Fanney í stól bæjarstjóra Nýr meirihluti bæjarstjórnar Blönduóss hefúr verið myndaður og var ritað undir málefnasamning í gær. Að nýja meirihlutanum standa Á-listi, bæjarmálafélagið Hnjúkar, og H-listi vinstri manna og óháðra. Á sameiginlegum fundi listanna í gær var tilkynnt að næsti bæjarstjóri yrði Jóna Fann- ey Friðriksdóttir. Hún sótti um stööuna þegar hún var auglýst fyr- ir um mánuði og var reyndar sá umsækjandi sem fjögurra manna nefnd hafði komist að samkomu- lagi um að ráða í starfiö. Jóna Fanney hefur störf um næstu mán- aðamót. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr samstarfi Á-lista og sjálfstæðis- manna á dögunum þar sem ekki náðist samkomulag um ráðningu bæjarstjóra. Forseti bæjarstjórnar verður Valgarður Hilmarsson af H-lista og Nýi meirihlutinn Gengið var frá málefnasamningi Á- lista og H-lista á Blönduósi i gær. formaður bæjarráðs verður Valdi- mar Guðmannsson af Á-lista. Aðr- ir bæjarfulltrúar af þessum listum eru Hjördís Blöndal og Jóhanna Jónasdóttir af H-lista og Þórdís Hjálmarsdóttir af Á-lista. Hinn nýi meirihluti hefur alls fimm menn í bæjarstjórn, H-listi þrjá menn og Á-listi tvo. Sjálfstæðismenn sitja í minnihluta með tvo menn. -jö MÍÍIfeilHffi BB REYÍCIAVÍK Sólarlag í kvöld 23.28 Sólarupprás á morgun 03.40 Síödegisflóö 22.27 Árdegisflóö á morgun 11.01 mmm- AKUREYRI 23.41 02.51 14.39 03.00 Hlýjast noröan- og austanlands Sunnan og suðvestan 5-10 m/s og skúrir eða dálítil rigning sunnan- og vestanlands. Heldur hægari vindur og skýjað með köflum norðaustan til. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Skýjaö Snýst í norövestan 5-10 vestan til á landinu, dálítil rigning. Skýjað með köflum norðaustan til. Hiti 9-18 stig, hlýjast á Norðaustur-og Austurlandi. Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Hití 8° Hiti 7° Hití 10° tíl 16° tii 16° til 17° Vindur: 4-6 n»A Vindur: 4—6m/* Vindur: 4-6 m/s Fremur hæg vestiæg eöa breytlleg átt og skúrir. Hlti 8 til 16 stig, hlýjast austan til. Fremur hæg breytileg étt og’ skýjaö meö köflum. Yfirleltt þurrt en dálítil rigning um landiö austanvert. Hltl 7 til 16 stig. Vestiæg átt og víöa bjartviörl en skýjaö aö mestu vestan til. Heldur hlýnandi veöur. bbsbhk Logn m/s 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Ailhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 1 Veðrið kl . 6 AKUREYRI skýjað 15 BERGSSTAÐIR skýjað 13 BOLUNGARVÍK súld 10 EGILSSTAÐIR hálfskýjaö 15 KIRKJUBÆJARKL skýjað 12 KEFLAVÍK úrkoma í gr. 10 RAUFARHÖFN skýjaö 16 REYKJAVÍK rigning 12 STÓRHÖFÐI skúr 10 BERGEN skýjað 18 HELSINKI léttskýjað 25 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 23 ÖSLÓ skýjaö 21 STOKKHÓLMUR 25 ÞÓRSHÖFN skýjað 12 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 20 ALGARVE léttskýjað 29 AMSTERDAM skýjaö 19 BARCELONA skýjaö 25 BERLÍN rigning 18 CHICAGO heiöskírt 18 DUBLIN skýjaö 19 HAUFAX skýjaö 17 FRANKFURT rigning 19 HAMBORG skúr 20 JAN MAYEN þokumóöa 8 LONDON skýjaö 22 LÚXEMBORG alskýjaö 17 MALLORCA súld 21 MONTREAL heiöskírt 21 NARSSARSSUAQ skýjaö 9 NEW YORK alskýjað 23 ORLANDO skýjaö 25 PARÍS skýjaö 18 VÍN léttskýjaö 26 WASHINGTON rigning 18 WINNIPEG heiöskírt 20 MPttlSVXOiSmW íiy- .laíiUJHi imujie Ití i/iloi i'iog

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.