Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 7
7 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 r>V Fréttir Útlendingar tíðir gestir í Fáskrúðsfjarðarhöfn: Norsararnir bera af í glæsileika Síðastliöna tvo sólarhringa hafa sex norsk loðnuskip, hvert öðru glæsilegra, landað samtals 5000 tonnum af loðnu hjá Loðnuvinnsl- unni á Fáskrúðsfirði. Aflann fengu skipin utan íslensku fiskveiðilög- sögunnar fyrir norðan land. Auk þessa bárust á land 1875 tonn fyrr í vikunni og eru því komin á land hér á Fáskrúðsíirði tæplega 7000 tonn af loðnu þessa vikuna, auk síldarfarms sem Hoffell SU 80 landaði í vikubyrjun og var saltaður að hluta. Á meðan landað var úr norsku skipunum hefur beðið hér þýskt skip sem taka á 1500 tonn af mjöli frá Loðnuvinnslunni, en aðstæður leyfa ekki að skipa út mjöli á meðan verið er að landa. Eins og áður segir eru norsku skipin hin glæsilegustu, bera af í snyrtimennsku og öllu viðhaldi, eins og var hér á árum áður með norsku línuskipin sem hér leituðu hafnar og annáluð voru fyrir glæsi- leika. -SH DV-MYND SIGURJÓN HJALMARSSON Fallegur Hann er glæsilegur, þessi Norsari í Fáskrúösfjaröarhöfn í gærdag, og svona eru þeir aitir, frændur vorir, sem landa á Austfjöröum þessa dagana. DV-MYND ÓRN ÞÓRARINSSON Duttu í lukkupottinn Böövar Finnbogason, fulltrúi Frum- herja, afhenti Kristjáni og Sigrúnu vinninginn á dögunum. Vinningarnir leita í Skagafjörðinn Hjónin Kristján Sigtryggson og Sig- rún Svansdóttir, sem búa við Skeiðs- fossvirkjun í Fljótum, höíðu heppnina með sér á dögunum þegar júní-vinn- ingur Frumherja og Flugleiða í lukku- leiknum Flug og bíll var dreginn út. Nafn Kristjáns var dregið út og hlutu þau hjón þar með ferðavinning til út- landa með Flugleiðum ásamt bíla- leigubíl til afhota i eina viku. Er þetta annar vinningurinn sem kemur í Skagafjörö síðan lukkuleikurinn hófst fyrir rúmu ári. Lukkuleiknum Flug og bíll með Frumherja og Flugleiðum er m.a. ætl- að að hvetja landsmenn til að láta skoða bíla sína á réttum tíma. Mark- miðið er að vekja fólk til enn meiri umhugsunar um öryggi bílsins og einnig um umhverfismál og mengun frá umferðinni. Með því að allir láti skoða á réttum tíma er hægt að finna veikleika eða bilanir í bílunum fyrr og auka þannig öryggið í umferðinni. Þess má að lokum geta að dregið verð- ur í lukkuleiknum mánaðarlega fram í nóvember og er einn ferðavinningur í hverjum mánuði. Allir sem koma með bílinn á réttum tima í skoðun eiga möguleika á vinningi. -ÖÞ Hveragerði: Hátíðarhöldin færð inn vegna votviðris Það var mikið um að vera á Hótel Örk síðastliðinn laugardag en flytja þurfti hátíðarhöld Blómstrandi daga inn á hótel vegna votviðris. Veðurguð- imir hafa það sem af er sumri verið Hvergerðingum einstaklega vinveitt- ir, en þeir virðast hafa kosið að vökva gróður bæjarins nú um helgina. Því var litið um útihátíðarhöld en þrátt fyrir það var gestkvæmt í bænum og tóku félagar í Hjálparsveit skáta á móti fólki með því að gefa hverjum og einum rós. Á Örkinni sáu trúðar ásamt nem- endum í Trúðaskólanum um að stóri salurinn iðaði af fjöri. Margt fleira var gert fólki til skemmtunar. -eh Nissan Almera 1800 Luxury 3ja hurða Vindskeið-aukahlutur á mynd 0% vextir! 1 : • • ' . I Þennan getur þú eignast með 15.407 kr. afborgun á mánuði eða sjálfskiptan fyrir 16.200 kr. á mánuði Nú bjóðum við síðustu Nissan Almera bflana af árgerð 2002 með vaxtalausum lánum í 24 mánuði* Komdu og nýttu þér hagstæðustu bílakaupin í dag til að eignast nýjan Nissan Almera. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 526 8000 www.ih.is Umboösmenn um allt land Afborgun miðast við 84 mánaða bílalán, innborgun 30% af bílverði og vaxtalaust lán í 24 mánuði Nissan Aimera 1500 Comfort 5 huröa Þennan getur þú eignast með 14.527 kr. afborgun á mánuði Vindskeið og álfelgur aukahlutir á mynd jMA ■ , ALMERA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.