Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 DV * _______35 Tilvera •Opnanir IJón Ingi í Eden Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverka- sýningu í Eden, Hverageröi, kl. 21.00. Á sýningunni eru 60 olíu-, pastel- og vatns- litamyndir, málaðar á þessu ári og síðast- liönu ári. Myndefnið er aö mestu frá Suð- urlandi, m.a. frá Eyrarbakka, en Jón Ingi er fæddur þar og uþpalinn, frá heimabyggð hans Selfossi, Þrastaskðgi og nærsveit- um. Þetta er 21. einkasýning Jóns Inga en hann hefur sýnt viða á Suðurlandi, Akur- eyri og í Danmörku. Jón ingi hefur sótt mörg námskeiö i myndlist hér á landi og erlendis, m.a. hjá þekktum málurum i Danmörku og Engiandi. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. júlí. •Sýningar ■Gerla með svningu á Svalbarfts- strönd Um helgina var opnuö í hornstofu Safna- safnsins á Svalbarösströnd i Eyjafirði sér- sýning á listaverkum eftir GERLU - Guö- rúnu Erlu Geirsdóttur. Sýningin nefnist „Tilbrigöi viö biö“ og á henni eru nokkrar myndir unnar með refilsaum en sú saum- gerð hefur einnig verið nefnd gamli ís- lenskl saumurinn. Listakonan hefur auk þess sett upp útilistaverk við Safnasafniö sem ásamt verkunum í hornstofunni eru tileinkuð minningu ömmu listakonunnar - Guðrúnar Þorfinnsdóttur, bóndakonu á Noröurlandi. En hún varð tæplega 100 ára og dvaldi síðustu 30 ár ævi sinnar á Hrafnistu í Reykjavik. Sýning GERLU í Safnasafninu stendur til 23. ágúst og er opið daglega frá kl. 10.00 til 18.00. Sam- timis eru í Safnasafninu margar aðrar sýn- ingar, bæði úti og inni. ■Sogið í Gallerí Hlemmi Magnús Siguröarson opnaði nýlega aðra einkasýningu sina i Gallerí Hlemmi. Sýn- inguna nefnir listamaöurinn Sogiö en við- fangsefni innsetningarinnar liggur á svið- um næringarfræöarinnar og pappírs ákeföar (fetish). Bakgrunnur og umgjörð verksins liggur i gamalli tilvitnun þar sem RabbiAkiba (i rómverskri fangavist) sagöi við uþþá- haldsnemandann sinn, Simon ben Yochai: Sonur minn, meira en kálfurinn sækist eftir að sjúga óskar kýrin eftir því að gefa. Magnús hefur haldiö fjölda einka- og samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Öllum er velkomiö aö líta inn og skoöa sýninguna en fólk er jafnframt hvatt til að hafa regnföt meö sér. Gaileri Hlemmur er i Þverholti 5 en opíð er fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Heimasíðan er galleri.hlemmur.is og eru allar nánari upplýsingar þar aö finna. ■Sumarsvning í Listasafni Sigur- ións Sumarsýning Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar nefnist HiN HREINU FORM og þar verða til sýnis höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson frá 45 ára tímabili. Elsta verkiö, Fótboltamenn, frá 1936, er dæmi um hvernig listamaðurinn vann hin stóru, plastísku form af ótrúiegri nákvæmni og leikni, enda vakti verkiö gifurlega athygli á sinum tíma. Safniö er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofan er opin á sama tíma. ■Dvr/Portal í ASÍ Nýlega var sýninginin Dyr/Portal meö myndverkum Kate Leonard frá Colorado og Valgeröar Hauksdóttur opnuö í Lista- safni ASÍ viö Freyjugötu. Myndlistarmenn- irnir unnu aö gerö sýningarinnar bæði í Colorado og á íslandi. Sýningin fjallar um myndræna túlkun þeirra á náttúru og menningu þessara landsvæða. Á sýning- unni gefur að líta mjög fjölbreytt verk. Sýn- ingin er styrkt af Colorado College og verö- ur hún jafnframt sýnd i Coburn Gallery, Colorado Springs, haustiö 2003. Lárétt: 1 ódæði, 4 vísa, 7 hundur, 8 spírir, 10 ákafi, 12 karlmaður, 13 spotti, 14 fjö 15 gylta, 16 skot, 18 krafts, 21 hryggð 22 ósköp, 23 spÚum. Lóðrétt: 1 jarðsprunga, 2 espi, 3 rýr, 4 brautarteinar, 5 gangur, 6 feyskja, 9 prófastur, 11 hyski, 16 snæfok, 17 sjór, 19 leyfi, 20 er. Lausn neðst á síðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Svartur á leik! Þótt ekki sé ár drekans er sjálfsagt að tefla hann Kínverjum til heiðurs í landskeppni Kína og Bandaríkjanna í Kina! Þó er þetta óvenjulegur máti að tefla drekann á - einhvers konar vest- urheimskt drekasull. En útkoman varð fjörug skák enda ekki nema von þar sem Shabalov á í hlut. Hann er upprunninn í Riga og þar lærðu menn skákfléttur með móðurmjólk- inni! Hvitt: Pengxiang Zhang (2533) Svart: Alexander Shabalov (2622) Sikileyjarvörn. Landskeppni Kína og Bandaríkjanna í Shanghai (1), 11.06.2002 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 h5 9. 0-0-0 Bd7 10. Kbl a6 11. Rd5 0-0 12. Rxf6+ Bxf6 13. h4 Db6 14. c3 Da5 15. Rb3 Da4 16. g4 hxg4 17. h5 Re5 18. Rd4 gxf3 19. b3 Da5 20. hxg6 fxg6 21. Bf4 Hac8 22. Bxe5 Dxe5 23. Bc4+ (Stöðumynd- in) 23. - Hxc4 24. bxc4 Bc6 25. Kb2 Bxe4 26. Hdel Bg5 27. Df2 Hf4 28. Hh3 Bf6 29. He3 Dc5 30. Rb3 Dxc4 31. Dh2 f2. 0-1 Lausn á krossgátu •UI3S 02 ‘uj 61 ‘JBUI it ‘J05j 91 ‘H!J>jS n ‘ipunq 6 ‘lúj 9 ‘JIl S ‘jnejqaods p ‘uuistAJod g ‘tsæ z ‘?f3 \ ritajppi •úínij á ‘ujij ZZ ‘JnSue \z ‘sge 81 ‘iuii>i 9t 'jás et quq n ‘ipua gt ‘joa z\ ‘isjo ot ‘Jfl? 8 ‘iddas i ‘jais \ ‘dæi§ t :)jaj?i jt. Nýbúi í Reykjavík Nýfluttur í höfuðborgina hef ég haft nóg að gera undanfarið við að koma mér sæmilega fyr- ir. Það er ærið verkefni sem felst ekki bara í því að hengja upp gardínur, mála veggi og koma upp ljósum. Verkefnið er miklu stærra því einnig þarf maður að samlaga sig borgar- lífinu - hitta og tala við fólk og koma sér upp spjallvinum. Þannig hef ég síðustu kvöldin kostað kapps um að komast alltaf í Laugardalslaugina. Og viti menn: Strax er ég farinn að rekast þar á sama fólkiö og sumt af því er ég farinn að skrafa við. Við Ragnar Arn- alds tókum ágæta rispu í að ræða um Evrópusambandið fyrir nokkum dögum og annar þurfti að ræða við mig um málefni Fréttablaðsins. Gömul skólasystkin rekst maður einnig á. Um fyrri helgi fékk ég mér síðan spássitúr í Kolaportinu til að kaupa flatkökur. Þar hitti ég einnig fólk af ýmsu sauða- húsi og tók það tali um borgar- menninguna og brosandi sól- ríka sumardaga. Þannig get ég ekki annað sagt en Reykjavík taki nokkuð vel á móti mér. Það þykir mikilvægt að út- lendingar sem setjast að á ís- landi komist strax í takt við þjóðlífið og samlagist því, enda ljóst að þannig megi fyr- irbyggja mörg vandamál. Þetta er sjálfsagt laukrétt. Eitthvað í þessa sömu veru verða að- fluttir landsbyggðarmenn einnig að gera svo þeir verði ekki eins og korktappi á rúm- sjó þegar í borgina er komið. Sjálfur kosta ég kapps, eins og fyrr er sagt, um að lifa sam- kvæmt takti borgarsamfélags- ins. Enda væri annað goðgá því Reykjavík er svo falleg og veðrið í þessum sumarmánuði svo dæmalaust gott. < Sigurður Bogi Sævarsson blaöamaður Myndasögur H WV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.