Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 x>v Utlönd u Nýnasisti skaut aö Frakklandsforseta - augljós morðtilraun, segir Bernadette forsetafrú Lögreglan í París handtók í gær 25 ára gamlan hægriöfgamann eftir meinta tilraun hans til aö myrða Jacques Chirac Frakklandsforseta þegar forsetinn tók þátt í dagskrá Bastilludagsins, þjóðhátíðardags Frakka, sem haldinn var hátiðlegur í gær. Atburðurinn átti sér stað á Champs Elyseé í París, nálægt Sigur- boganum, en þar fór Chirac fyrir há- tíðargöngu hersins í opnum herjeppa til að minnast frönsku byltingarinnar árið 1789. Tilræðismaðurinn sem, að sögn lög- reglunnar, heitir Maxime Brunerie, þekktur öfgamaður úr röðum nýnas- ista, hafði komið sér fyrir meðal áhorfenda nálægt Sigurboganum og leynt skotvopninu, sem var 22 kalí- bera veiðiriflll, í gítarkassa. Að sögn sjónarvotta tók Brunerie rifiilinn úr kassanum um leið og bíll forsetans ók fram hjá. Honum tókst að skjóta einu skoti áður en hann var yf- irbugaður af lögreglumönnum sem ráðist til atlögu beindi Brunerie riffi- inum að sjálfum sér en tókst heldur ekki að skjóta sig. Franskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að Brunerie heföi miðað riffiinum á Chirac og færið verið um fimmtíu metrar. Þeir sögðu einnig að Bema- dette forsetafrú hefði staðfest að um hreina morðtilraun hefði verið að ræða. Lögreglan vildi þó ekkert stað- festa en sagði að kúlunni heföi verið skotið í átt að bifreið forsetans en ekki skaðað neinn. „Ég hef enga trú á því að um skipulagt samsæri hafi ver- ið að ræða,“ sagði einn talsmanna lög- reglunnar og bætti við að þá hefði ör- ugglega verið notaður öflugri rifiill. Nicolas Sarkozy, innanríksráð- herra Frakklands, tók í sama streng og forsetafrúin og sagði að um aug- ljósa morðtilraun hefði verið að ræða. „Maðurinn er hættulegur ofbeldis- uppgötvuðu fyrst skotárásina eflir að maður og hefur viðurkennt að ætlun- hafa heyrt neyðaróp fólksins sem unin hafi verið drepa forsetann og síð- næst stóð. Eftir að lögreglan hafði an sjálfan sig,“ sagði Sarkozy. REUTERSMYND Frönsku byltingarinnar minnst á Bastilludaginn Jacques Chirac Frakklandsforseti veifar hér til mannfjöldans þar sem hann fer ásamt Jean-Pierre Kelche hershöföingja í broddi fylkingar í hátíöargöngu hersins á Champs Elyseé í París í gær á Bastilludaginn, þjóöhátíöardag Frakka, til aö minnast frönsku byltingarinnar áriö 1789. Þaö er ekki aö sjá aö meint moröárás á forsetann hafi haft mikil áhrifá hann og ólíklegt aö hann hafi á þessari stundu gert sérgrein fyrir henni. Aukin spenna á Gazasvæðinu: MEISTARALEG ÚTFÆRSLA 200? HM Elite pakki fylgir völdum Hyundai bílum: Geislaspilari, álfelgur, filmur í rúðum, vindskeið og gúmmímottur. Bílasamningur miöast við 30% útborgun og 48 mánaða samning með 30% lokaafbongun af nývirði. Allar tölur eru með vsk. Hyundai Accent 3d verðfrá. 13.668 á mánuði Rekstrarleiga: 24.672 Verðlistaverð: 1.160.000 Hyundai Matrix verðfrá: 19.369 á mánuði Rekstrarleiga: 33.840 Verðlistaverð: 1.650.000 Hyundai Elantra 4d verðfrá: 19.369 Rekstrarleiga: 33.840 Verðlistaverð: 1.650.000 á mánuði E 3 Fyrsta loftarás Israels- manna í langan tíma ísraelskar F-16 orrustuþotur og her- þyrlur gerðu í gær eldflaugaárásir á byggðir Palestínumanna í Suður- Gaza. Var árásunum aðallega beint að þriggja hæða byggingu i þorpinu Qar- ara í nágrenni bæjarins Khan Younis og er hún gjörsamlega í rúst eftir árásina. Aö minnsta kosti fimm Palestínu- menn slösuðust alvarlega í loft- árásinni sem er hin fyrsta sem ísra- elsmenn gera á byggðir Palestínu- manna í nokkrar vikur. Byggingin var áður heimili Hamas- foringjans Ahmeds Abdels Wahabs sem var skotinn til bana í misheppn- aðri árás palestinskra árásarmanna á eina landnemabyggð gyðinga. Að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz er ekki vitað um ástæður árásarinnar en frændi Wahabs, sem er eftirlýstur af ísraelskum stjóm- völdum sem meintur hryöjuverka- Húsarústin á Gaza maður, bjó einnig í húsinu. Einnig hafa heyrst raddir um að í byggingunni hafi verið sprengju- verksmiðja en þó talið líklegra að árásimar séu svar Israelsmanna við sprengjuvörpuárásum Palestínu- manna á landnemabyggðir gyðinga í Kfar Darom í fyrrinótt. Þær munu ekki hafa valdið neinu manntjóni. Á laugardag aflýstu ísraelsk stjómvöld fundi Shimonar Peresar með háttsettum fulltrúum Palestínumanna og bára því við að meiri tíma þyrfti til undirbúnings. Stjómmálaskýrendur telja þó ástæðuna aðra og segja að Ariel Sharon hafi bannað Peres að hitta Palestínumennina eftir að meintur sjálfsmorðsliði hafði verið handtekinn þegar hann reyndi að læðast óséður inn í ísrael. Þá bárust fréttir af því aö ísra- elskir öryggisverðir hefðu um helg- ina fundið bíl, hlaðinn sprengjuefn- um, í vesturbakkabænum Qalqilya og afstýrt þar mikilli sprengjuárás. Hyundai Terracan verðfrá: 30" lerracan. 31.474 Rekstrarleiga: 52.274 Verðlistaverð: 2.690.000 á mánuði Grjótháls 1 • Sími 5751200 • Söludeild 5751220 • www.bl.is Opnunartfmi: Virka daga 9-18 ir uppWsingar eru birtar meö fyrirvara innslataivillur og myndabrengl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.