Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 Menning_____________________________________________________________________________________________________________________X>V Umsjón: Jón Knútur Ásmundsson jonknutur@dv.is Dyr standa opnar Myndin sýnir verk eftir bandarísku listakonuna Kate Leonard og er eitt þeirra verka sem sýnd eru á sýning- unni Dyr/Portai í Listasafni ASÍ. Sérhver íslenskur myndlistarmaður ætti að eiga sér a.m.k. erlendan mynd- listarmann að trúnaðarvini og efna til sýningar með honum, heima og heiman, einhvern tímann á lifsleiðinni. Ég meina það. Við þetta yrði tryggt alþjóðlegt flæði hugmynda á nokkurs konar grasrótar- stigi myndlistarinnar, framhjá sýningar- starfsemi opinberu liststofnananna, hverra hagsmunir eru ekki alltaf þeir sömu og listamanna. Sem betur fer hefur talsvert af góðri myndlist borist hingað tO lands einmitt fyrir sambönd af þessu tagi, t.d. var Nýlistasafnið til skamms tíma reglulegur vettvangur fyrir stefnu- mót íslenskra og erlendra listvina. Það sem af er þessu ári hafa svona stefnumót sett mark sitt á sýningarstarfsemina á höfuðborgarsvæðinu; ég nefni t.a.m. spennandi sýningu á veflistarvængnum sem nú er haldin í Hafnarborg. Sýningin „Dyr/Portal“ sem þær Kate Leonard frá Colorado og Valgerður Hauksdóttur úr henni Reykjavík standa að i Listasafni ASÍ hefur á sér öll ytri einkenni vel heppnaðra stefnumóta. Listakonumar tvær þekkjast vel og búa yfir mikilli reynslu, þær eru fagmenn fram í fingurgóma og setja sér skýr markmið með samsýningu sinni, nefni- lega að túlka náttúruna sem mótað hefur líf þeirra sitt hvorum megin Atlantsála. Af lagskiptum veruleika Þó setja þær sér „engar fyrirfram ákveðnar takmarkanir né þemu við gerð myndanna heldur (láta) umhverfið og eigin innsæi ráða ferðinni. Myndverkin einkennast af „lagskiptum" veruleika sem vekja spumingar i stað þess að vísa á endanlegar niðurstöður," svo vitnað sé í vandaða og upplýsandi sýningarskrá. Um listakonurnar er það annars að segja að Leonard er uppranalega grafík- listamaður, en hefur í auknum mæli þreifað fyrir sér með blandaða tækni; Valgerður á einnig að baki langan og far- sælan feril á vettvangi grafiklista, en hef- ur ekki látið það aftra sér frá því að laga þær að öðram listgreinum. Miðað við þetta upplegg er stefnumót- ið tæplega jafn vel heppnað og vonir standa til. Að hluta til er ástæðan sú að listakonurnar eru býsna ólíkar, og hafa ekki stillt sig inn á sömu bylgjulengd, hvað sem líður yfirlýstum markmiðum. Einnig má geta þess að þær hafa tekið sýningarverkefnið ólíkum tökum; Leon- ard leggur fram fullgerð og vandlega unnin verk, gerð með blandaðri tækni, en Valgerður kýs að sýna áhorfandanum ferlið að baki þeim verkum sem hún ger- ir: ljósmyndirnar, skissumar og sýnis- horn af grafík. Óneitanlega verður þetta til þess að drepa á dreif heildaráhrifum sýningarinnar. Menning/náttúra Hvað snertir bylgjulengdina á ég erfitt með að skynja i verkum Leonard þá náttúrulegu kjöl- festu sem hún segist byggja myndsýn sína á. Hún skeytir saman aðfong af ýmsu tagi, mislita pappa og áferðarmikla plastdúka, ivitnanir í veggfóður eða saumamynstur, landakort og ísó- metrískar teikningar arkitekta og uppstækkað- ar kennslubókarmyndir af skordýrum. Sú at- burðarás sem hún gangsetur i myndum sínum kemur mér fyrir sjónir sem kirfilega menning- artengd og formræn fremur en náttúrutengd, nánar tiltekið sem fremur átakalítil samantekt um fortíð mannsins fremur en fortíð náttúrunn- ar. Um framlag Valgerðar er það að segja að staf- rænar ljósmyndir hennar, jafn svarthvítar smá- myndir sem stækkanir í litum, hljóta að vekja eftirtekt þeirra sem fylgst hafa með ferli hennar hin síðari ár. Hugmyndalega og tæknilega séð eru himinn og haf milli þeirfa og „gamaldags" stálætinganna á sýningunni; spennandi verður að sjá hvemig listakonunni tekst samræmingin. Aðalsteinn Ingólfsson mannsgaman In Iceland we always • • Það er undarleg stelling að sitja til borðs með útlendingum og útskýra fyrir þeim listalifið á ís- landi. Ekki það að maður skilji mikið í því sjálf- ur, en þvi siður þetta forviða fólk sem skilur hvorki upp né niður í því hvernig innan við þrjú hundruð þúsund hræður geta haldið uppi viðlíka starfsemi á sviði lista og menningar og þessir ofvirku eyjaskeggjar við ysta sjó hafa gert með látum. Þetta var í Fíladelfíu vestur í heimi. Mikil menningarveisla og fólk tók hvert annað tali eft- ir ræðu menningarmálastjóra borgarinnar sem talaði ákaflega um mikilvægi þess að fólk hittist og ræddi málin. Og það fórum við að gera við þetta hringlaga borð; Finnar tveir, jafnmargir Bandaríkjamenn og Kanadamaður og ég. Eins og endranær þögðu Finnamir og virtu fyrir sér yfirborðið í glasinu eins og þaðan væri að hafa helstu visku heimsins. Kanadamaðurinn var áhugamaður um matargerð og laxveiðar og hafði togað úr mér allar íslensku ámar á undan forréttinum. Svo kom að Bandarikjamönnunum sem heyra til forvitnustu en um leið gáttuðustu þjóðar heims. „Oh really“ hljómaði í eyrunum á mér næstu mínútumar og það svo ótt og títt að mér fannst ég segja meira en það sem út úr mér kom. Vitaskuld er það svo að íslendingur fer á flug þegar útlendingar sýna landi hans og menningu einhvern áhuga. Og þá er ekki verið að halda sig á einhverju lágflugi. Bandaríkjamennimir horfðu á mig ölvaöir af upplýsingum. Lýsingarorðin fossuöu af vörum mínum og vart munaði miklu að land og þjóð birtist í þrivíðum galdri á hringborðinu fyrir framan mig. Það var talað um Sigur Rós - „oh really", og það var skrafað um Björk - „oh really" og minnst á Kristján „oh really" og tæpt á Tómas- son „oh really" að ekki sé talað um allan Lax- ness - „oh really". Og vitaskuld rætt um það einnig aö hvergi í ógnarstóram heiminum væri starfandi jafn margt listafólk with regard of hea- dcount - „oh resilly" og tönnlast enn meir á heimsmetinu þar til aðeins eitt var að segja og það á innsoginu: „Im amazed ...“ Þar með hefur maður slegið útlendinga alveg út af laginu. Það er á svona stundum sem íslendingar verða stórþjóð. Þá hallar maður sér aftur í sæt- inu og drýpur á kaffi og konna og horfir hróðug- ur yfir sviðið. Við hlið manns sitja fulltrúar smáþjóða og maður er kóngur um stund. Það eru góðar stundir og stærri en svo að hægt sé að gleyma þeim. -SER Bókin um Andalúsíu út er komin hjá Máli og menningu Bókin um Andalúsíu eftir Dag Gunnarsson, ljósmyndara og farar- stjóra. Hér er á ferð- inni leiðsögurit um Suður-Spán þar sem höfundurinn lýsir bæði fjölíömum leið- um og lítt þekktum stöðum. Hann leiðir lesandann um sögufrægar borgir á borð við Sevilla, Granada og Córdoba og fjallar líka um fjölskrúðugt mannlíf á þessum slóðum m.a. segir hann frá flamencodansi, nautaati og ýmsum hátíðum. I bókinni er einnig fjöldi hagnýtra upplýsinga um svæðið, matarappskriftir, örstuttar leið- beiningar um tungumálið og mikilvæg ártöl svo eitthvað sé nefht. Bókin er 247 blaðsíður og hún er prýdd fjölda ljósmynda eftir höfundinn. AMAN Reykvískir listamenn á Borgarfirði eystri Um þessar mundir stendur yfir myndlistarsýningin ARTWATCHING- HOUSE á Borgarfirði eystri. Listamenn- imir sem sýna verk sín heita Amfinn- ur Amazeen, Baldur Geir Bragason, Bryndís Erla Hjálmarsdóttir, Elín Hel- ena Evertsdóttir, Markús Þór Andrés- son og Þuríður Sigurðardóttir. í frétta- tilkynningu frá hópnum kemur fram að yrkisefni listamannanna er Borgarfjörð- ur eystri, fólkið, náttúran og þorpið sjálft. Sýningin stendur í allt sumar og er haldin í „gamla frystihúsinu", sem stað- ið hefur autt í áraraðir. Aðgangur er ókeypis. Úthlutun styrkja úr sjóði Þorsteins Afhentir hafa verið styrkir úr sjóði Þorsteins Ö. Stephensen, en sjóður þessi er stofnaöur af Félagi íslenskra leikara og er í vörslu Ríkisútvarpsins. Sam- kvæmt reglum sjóðsins er honum ætlað að styrkja einstaklinga og verkefni sem með einum eða öðrum hætti verða leik- list í útvarpi og sjónvarpi til framdrátt- ar. Að þessu sinni úthlutaði stjóm sjóðsins 500 þúsund krónum. Ása FQín Svavarsdóttir og Bjami Jónsson hlutu hvort um sig styrk að upphæð 100 þús- und krónur til þátttöku í evrópsku út- varps- og sjónvarpshátíðinni Prix Europa í Berlín og þeir Hjálmar Hjálm- arsson og Kristján Hreinsson hlutu 150 þúsund krónur hvor, Kristján til að gera frumdrög að kynningardiski um útvarpsleiklist og Hjálmar til spuna- verkefhis í útvarpsleik. * Operustjörnur morgundagsins Sumaropera Reykjavíkur hefur und- anfarið staðið fyrir tónleikaröð undir yfirskriftinni „Óperustjömur morgun- dagsins flytja sumarblíð sönglög og dúetta." Óperastjörnur morgundagsins eru átta söngvarar sem Sumaróperan valdi til að syngja kóra og smærri hlut- verk í uppsetningu á Dido og Eneas eft- ir Purcell í Borgarleikhúsinu í ágúst. Fimmtudaginn 18. júlí verða haldnir síðustu tónleikamir í þessari röð. Þeir verða i Neskirkju við Hagatorg og á þeim verður fluttur fyrsti þáttur úr Messías eftir Handel og einnig sýnishom úr óperunni Dido og Eneas. Sérstakir gestir yerða Yngveldur Ýr og Ásgerður Júníus- dóttir. Tónleikamir hefjast klukkan átta og aðgangseyrir er 1500 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.