Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 9
MANUDAGUR 15. JULI 2002 DV Fréttir Eigandi veitingastaðarins Club Clinton fær allar kærur felldar niður: Ætlar í mál við borgaryfirvöld - fengu sínu framgengt á ólöglegan hátt, segir eigandi Kristján Jósteinsson. „Eg fæ tilkynn- ingu nú um miðj- an maí um að öll mál skuli látin niður falla. Það er ári eftir að lögregl- an og borgaryfír- völd neituðu að endumýja vínveit- ingaleyfi staðar- ins. Frá þeim tíma hef ég og mitt starfsfólk lent í ýmsum hremmingum og ég er t.a.m. búinn að missa hús- næði mitt. Heildartap á þessu öllu saman nemur tugum milljóna og nú eru ég og lögfræðingur minn að und- irbúa málsókn á hendur Reykjavíkur- borg og dómsmálaráðuneytinu og verður það tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mjög fljótlega," segir Kristján Jósteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri veitinga- og nekt- arstaðarins Club Clinton, en hann fékk tilkynningu í maí sl. þar sem seg- ir að allar kærur á hendur honum, alls 11 talsins, hafi verið látnar niður falla. Kristján er búinn að standa í marg- víslegum deilum við yfirvöld síðasta árið vegna þess að vinveitingaleyfl fékkst ekki fyrir veitingastaðinn á sínum tima. í tilkynningunni segir m.a. „Rann- sókn málsins er nú lokið og hafa rannsóknargögn verið yflrfarin með hliðsjón af 112. grein laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991. Hér með tilkynnist yður, með vísan til fyrr- nefndrar greinar, að rannsóknargögn þykja eigi gefa tilefni til frekari að- gerða í málinu. Eru málin því látin niður falla.“ Mál þetta var mikið rætt í fjölmiðl- um landsins síðasta sumar og þá voru það aðallega íbúar í nágrenninu sem kvörtuðu undan hávaða frá staðnum og héldu því m.a. fram að menn fró- uðu sér i bakgarðinum hjá sér að lok- inni sýningu. Kristján segir að skýrslur lögreglu hafi undantekningarlaust sýnt að há- vaðinn hafi átt rætur sínar að rekja til annarra staða. „Heilbrigðiseftirlit- ið kom nokkrum sinnum og gerði svo- kallaða hávaðamælingu. Hún reyndist alltaf í góðu lagi,“ segir Kristján. Þrjár umsagnir Kristján segir það hafa verið í jan- Vikuferðir (7 dagar, 6 nætur) 30. júlí (Verslunarmannahelgi).....................6 sæti laus 13. ágúst..........................................8sæti laus 20. ágúst UPPSELT!..................................2 aukasæti laus Innifalið: Flug, gisting í tvíbýli m/morgunv. á 3* hóteli í miðborginni, aksturtil og frá flugvelli erlendis, 3 skoðunarferðir, íslensk fararstjóm og föst aukagjöld. Club Clinton Mál þetta var mikiö rætt í fjölmiölum landsins síöasta sumar og þá voru þaö aðallega íbúar í nágrenninu sem kvörtuöu undan hávaöa frá staðnum. Helgarferð til Parisar II 23.-28. júlí (5 dagar - 4 nætur) Sértilboð á 9 sætum Innifalið: Flug, gisting í tvíbýli m/morgunv. á 3* hótell í miðborginni, akstur til og frá flugvelli erlendis, skoðunarferð um borgina.klst. sigling á Signu, íslensk fararstjóm og föst aukagjöld. _________________ _____________ ________________________ TERRA NÓVA Jsoi -SPENNANDI VALKOSTUR- Stangarhyl 3A 110 Reykjavik Simi: 591 9000 www.terranova.is úar í fyrra sem fyrsta umsögn frá lög- reglu kom fram. „Samkvæmt henni var allt með felldu en Reykjavíkur- borg líkaði það ekki svo að þeir létu meta ástandið upp á nýtt og vildu að ég fengi eins konar skert leyfl," segir Kristján og bætir við að það hafi ekki verið fyrr en í þriðju umsögninni sem lögreglan hafi látið segjast. „Þar segir lögregla að ég sýni mikinn brotavilja, sé hreinlega síbrotamaður og óforbetranlegur, og mælir þar með gegn því að ég fái leyfið endurnýjað. Þá var borgin mjög snögg að afgreiða málið og ég fékk að sjálfsögðu ekki leyfið mitt,“ segir Kristján. Staður- inn hélt reyndar áfram starfsemi um tíma án áfengissölu og segir Kristján það hafa verið aðallega gert til að starfsfólk gæti fengið smátíma til að ganga frá sínum málum. Kristján kærði þessa niðurstöðu til dómsmálaráðuneytis en þar fékk hann snögga afgreiðslu; „Ef lögreglan heldur þessu fram þá höflrni við ekk- ert út á það að setja“ var svarið sem Kristján segist hafa fengið frá dóms- málaráðuneyti. „í stuttu máli hefur nú komið í ljós að öll vinnubrögð yfirvalda í þessu máli voru hreinlega bara steypa. Þau svipta mig ekki leyfi heldur neita að endumýja. Þetta var allt úthugsað hjá þeim. Þau eru búin að ná sínu heldur betur fram og vel það, og það gerðu þau einfaldlega á kolólöglegan hátt,“ segir Kristján. -vig Samþykkja reglugerð um vopnaburð flugmanna: íslenskir flugstjórar munu ekki bera skotvopn „Það hefur ekkert verið rætt um að gera slíkt hið sama á íslandi enda er íslenskum þegnum bannað að bera skammbyssur," sagði Heimir Már Pét- ursson, upplýsingastjóri Flugmála- stjórnar íslands, þegar DV innti hann eftir því hvort íslensk stjórnvöld mundu ræða þarrn möguleika að flug- stjórar beri skammbyssur meðan á flugi stendur. „Það yrði að breyta svo mörgum lögum á Islandi til þess að þetta komi til greina. Ég hef ekki heyrt neina umræðu um það á íslandi frekar en annars staðar í Evrópu að flugmenn hafi vopn undir höndum," segir Heimir Már. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hef- ur samþykkt lög sem kveða á um að flugmenn þar í landi hafi leyfi til að bera vopn á sér meðan á flugi stendur og sé það gert til að komast hjá hryðjuverkum. Frumvarpið, sem áður hafði verið hafiiað af öldungadeild þingsins, var samþykkt með 310 at- kvæðum gegn 113. muni ekki nýta sér þennan möguleika þar sem ýmsir háttsettir aðilar sem koma að flugstjórnarmálum í Banda- ríkjunum, þar með talið ríkisstjóm George Bush, hafa efasemdir um mál- ið. Þeir telja að flugstjórar eigi að ein- beita sér að því að fljúga vélinni og segja að sterkari hurðir á flugstjórn- arklefum og vopnaðir lögreglumenn sem yrðu meðal farþega hljóti að telj- ast betri valmöguleiki. Að sögn Guðjóns Amgrimssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, verður öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Bandaríkjunum, þar með talið Flug- leiðum, gert skylt að styrkja dyr að flugstjómarklefum í flugvélum sínum seinna á árinu. „Það er samt sem áður aðeins bráðabirgðalausn og á næsta ári mun Boeing-fyrirtækið, sem fram- leiðir allar þotur Flugleiða, ljúka end- urhönnun sem unnið er að tfl að styrkja dyraumbúnað flugstjórnar- klefa allra Boeing-farþegaþotna," seg- ir Guðjón. -aþ Útimálning á stein, þak og timbur 40% afsláttur HÚSASMIDJAN Simí 525 3000 * www.husais

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.