Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2002, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Bjöm Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vont fordœmi Breta Ríkislögreglustjóri hefur upplýst að hald hafi verið lagt á nánast sama magn af hassi hér á landi fimm fyrstu mánuði ársins eins og allt árið í fyrra. Þær tölur benda til aukinnar neyslu. Á tímabilinu hefur einnig verið lagt hald á fimmfalt meira af amfetamíni en í fyrra. Mun minna hefur verið tekið af e-pillum enda var árið í fyrra algert metár, þar sem mest munar um 67 þúsund töflur í einu máli. Landlæknir greindi frá því í DV að fíkniefnaneysla á íslandi væri farin að nálgast faraldsfræðilegt stig, hún væri farin að hegða sér eins og smitsjúkdómafaraldur sé horft til þeirrar auknu neyslu sem staðreyndir sýni. Þessi ógnvænlegu tíðindi segja okkur að enn verði að herða róðurinn gegn þessari vá, mesta vanda sem ungmenni þjóðarinnar standa frammi fyrir, eyðileggingu á lífi mannvænlegs fólks og aðstand- enda þess. Á sama tíma og þessi tíðindi eru flutt hér á landi ber- ast þær fregnir frá Bretlandi að breska stjórnin hyggist breyta reglum um aðgerðir gegn kannabisneyslu, þ.e. neyslu á hassi og maríjúana. Þar verður í reynd heimilt að neyta efnisins og fólk ekki handtekið fyrir að vera með litla skammta efnisins á sér. Markmið bresku ríkis- stjórnarinnar eru þau að létta með þessu störf lögregl- unnar og gera henni kleift að leggja meiri áherslu á bar- áttu gegn sterkum efnum, t.d. kókaini og heróíni. Þessi stefna breskra stjórnvalda er mjög umdeild og þar hefur mikil umræða átt sér stað um málið. Keith Hellawell, maðurinn sem forsætisráðherra Bretlands réð til að leiða baráttuna gegn fíkniefnum, hefur sagt af sér til að mótmæla áætlunum um að slaka á banni gagnvart kannabisefnum. Hér á landi er fráleitt ástæða til að fylgja þessu vonda fordæmi Breta. Landlæknir bendir á að frá heilbrigðis- legu sjónarmiði séu að koma fleiri og fleiri traustar klínískar upplýsingar um að kannabis hafi langtíma- áhrif á heilastarfsemi mannsins, skynjim og hugsun. Það sem Bretar eru að gera, segir landlæknir, er þjóðfé- lagsleg tilraun sem við eigum ekki að gera. Ekki megi slaka á klónni með því að lögleiða nýtt vímuefni, kanna- bis. Þess ber og að geta, þrátt fyrir tilraunir Breta með kannabisefnin, að opinber nefnd þar í landi viðurkenn- ir að tengsl séu á milli neyslu veikari og harðari fíkni- efna. Þröskuldur þeirra sem nota veikari fikniefni verð- ur lægri. Þeir líta ekki á neyslu harðari fikniefna jafnal- varlegum augum og þeir sem aldrei hafa neytt fíkniefna. Stefnufesta stjórnvalda hér á landi er mikilvæg í þess- um efnum og þar er sem betur fer engan bilbug að finna. Baráttan gegn fikniefnum hefur raunar verið hert og starfsemi fikniefnadeildarinnar í Reykjavík verið efld með fleiri starfsmönnum og sérstakri fjárveitingu auk þess sem fíkniefnahundum hefur fjölgaö á landsbyggð- inni og lögreglumönnum þar verið falið að sinna þessum málum sérstaklega. Sú stefna heldur, segir skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, að berjast með öllum til- tækum ráðum gegn því böli sem fíkniefnum fylgir. í því sambandi er rétt að ítreka orð dómsmálaráð- herra frá alþjóðlegri ráðstefnu um aðgerðir í fíkniefna- málum. Þar bað ráðherrann þá sem gagnrýna núverandi löggjöf í fíkniefnamálum að svara spurningum um hvað gerðist ef fikniefni flæddu hindrunarlaust inn í landið. Við sættum okkur ekki við að fikniefni séu hluti af til- veru okkar og hyggjumst ekki gefa tommu eftir í barátt- unni gegn þeim, sagði ráðherrann. Undir þau orð skal tekið. Jónas Haraldsson MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 2002 H>V ________________________Skoðun glæfraspil sögunnar „Forsvarsmenn Alcoa gera sér enga rellu út af umhverfisspjöllum og hafa tilkynnt umheiminum að á íslandi þurfi víst enga að flytja nauðungarflutningum vegna virkj- unarframkvœmda! Aðeins einn er farinn að pakka niður, sá hinn sami og vakti upp drauginn eystra, og hyggst nú bjóða sig fram öðru hvoru megin Hringbrautar. “ Fugl dagsins er hundur „Ég á það til að gorta af því í útlöndum að hér á landi geti menn hafist af sjálfum sér og meira að segja kom- ist til œðstu metorða. Menn sem á yngri árum taka þátt í að semja gamanþætti þar sem hundur er látinn gelta og kallaður fugl dagsins, jafnvel slíkir æringjar eiga sér viðreisnar von í elsta lýðræðisríki heims. “ Mesta í gúrkutíð þessara snemm- sumardaga þegar fjöl- miðlamenn finna sér fátt annað til dundurs en frá- sagnir af útihátíðum, pústrum og smáþjófnaði er að tjaldabaki reynt að reka smiðshöggið á mesta glæfraspil íslandssögunn- ar - risaálver og Kárahnjúkavirkjun á Austurlandi. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hef- ur um frnim ára skeið glimt við þennan draug sem Halldór Ásgríms- son vakti upp sumarið 1997 og lagði flokk sinn að veði. Til að hamla gegn fólksflutningum úr kjördæmi for- mannsins skyldi á Reyðaríirði reist stærsta álfabrikka Evrópu, knúin orku jökulfljóta frá norðanverðum Vatnajökli. Norsk Hydro voru boðin slík kostakjör í orkuverði að fyrirtækiö hlaut að lýsa sig reiðubúið tO við- ræðna um málið. Eftir alþingiskosn- ingamar 1999 var skipt út í ráðherra- liði Framsóknar og Siv Friðleifsdótt- ir fékk umhverfisráðuneytið gegn svardögum um að aðhafast ekkert það sem spillt gæti fyrir stóriðjunni eystra. Eftir ítarlegt mat á umhverf- isáhrifum Kárahnjúkavirkjunar komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að virkjunin væri ótæk þar eð hún valdi gífurlegum óaftur- kræfum náttúmspjöllum. Siv sneri hins vegar við úrskurði Skipulags- stofnunar, kaus að tapa ærunni sem umhverfisráðherra en halda titlinum fyrir vikið. Leist ekki á blikuna Þegar hér var komið sögu leist Norsk Hydro ekki á blikuna. Því ollu einkum bágar rekstrarhorfur fyrir álverksmiðju á Reyðarfirði og sá al- þjóðlegi álitshnekkir sem fyrirtækið yrði beint og óbeint gert ábyrgt fyrir vegna umhverfisspjalla af byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Norðmenn hafa frá öldinni sem leið dýrkeypta reynslu af einhæfum stóriðjustöðum. Það hefur blasað við frá upphafi þessa leiks að dýrt gæti orðið að reka risaálverksmiðju í fámenninu á Reyðarfirði. Samfélagsstúdía Sigfús- ar í Nýsi var aldrei traustvekjandi enda sagði höfundurinn opinberlega að hann hefði gengið að verki með bundnar hendur. Risaálver mun hvorki stöðva fólksflutninga burt frá Austurlandi né fjölga þar íbúum og gæti að loknum byggingartima leitt til hins gagnstæða. Eigandi verk- smiðjunnar yrði að kaupa mestalia þjónustu að og taka á sig fjölþættar skuldbindingar til að manna kerskálana. Engin grein hefur verið gerð fyrir hvemig fjármagna eigi byggingu 700 íbúða auk annarra samfélagslegra aðgerða til að öllu væri ekki stefnt i voða frá upphafi. Mikið af vinnuaflinu gæti orðið út- lendingar og óhjákvæmilegt að ráð- ast í margháttaðar stuðningsaðgerð- ir í þeirra þágu. Býðst enn lægra orkuverð Uppi varð fótur og fit á stjómar- heimilinu þegar sprakk á Hydro- vagninum. Finnur Ingólfsson seðla- bankastjóri, sem boðað hefur 2,5% vaxtahækkun strax og ráðist verði í stóriðjuna eystra, var sendur út af örkinni með loforð Landsvirkjunar um enn lægra orkuverð. Á móti krefst Landsvirkjun ríkisábyrgðar og komandi kynslóðum yrði sjálf- krafa gert að jafna mismuninn með hærra raforkuverði. Undanfarið hafa forstjórar Alcoa verið að gylla fyrir stjóm auðhringsins kosti þess að semja við auðsveipa ríkisstjórn ís- lands um Reyðarfjarðardæmið, að ekki sé talað um sveitarstjómar- menn sem árum saman hafa þulið stóriðjubænina seint og snemma. Forsvarsmenn Alcoa gera sér enga rellu út af umhverfisspjöllum og hafa tilkynnt umheiminum að á íslandi þurfi víst enga að flytja nauðungar- flutningum vegna virkjunarfram- kvæmda! Aðeins einn er farinn að pakka niður, sá hinn sami og vakti upp drauginn eystra, og hyggst nú bjóða sig fram öðru hvom megin Hringbrautar. Hver veit nema Alcoa beini innan tíðar sjónum sínum í sömu átt. Hvemig er það annars, á ekki ríkið stóriðjulóð á Keilisnesi frá því Jón Sigurðsson gafst upp á ráð- herradómi og flúði land fyrir réttum áratug? Mér haföi dottiö í hug aö skrifa grein um tjáningar- frelsi og einræðistilburði á íslandi en mundi þá allt í einu eftir innilokunar- kenndinni sem hrjáir mig. Ég sá sjálfan mig híma örvinglaðan í læstri kennslustofu í Njarðvík, já, gott ef ekki bak við lás og slá fyrir austan fjall. Og með frétt af handtöku minni og inni- lokun hljómaði landsföð- urlega: Svona skrifa menn ekki! Það þyrmdi svo yfir mig að ég hætti umsvifalaust við að skrifa um ritskoðun og einræðistilburði. Það var satt að segja þá sem mér varð ljóst hvað það er gott að búa í landi þar sem einstaklingurinn er svo mikils metinn að honum eru fal- in meiri völd og ábyrgð en með flest- um þjóðum öðrum. Allt í einu blöstu við mér augljós dæmi um þann háa sess sem einstaklingurinn skipar í samfélagi okkar, ólíkt því sem gerist í löndum eins og Kína þar sem menn eru jafnvel hengdir fyrir smá- vægileg afglöp, kannski fyrir að skrifa stutta blaðagrein um dýr merkurinnar. Æringjar og veislustjórar Ég á það til að gorta af því í út- löndum að hér á landi geti menn hafist af sjálfum sér og meira að segja komist til æðstu metorða. Menn sem á yngri árum taka þátt í að semja gamanþætti þar sem hund- ur er látinn gelta og kailaður fugl dagsins, jafnvel slíkir æringjar eiga sér viðreisnar von i elsta lýðræðis- ríki heims. Og það sem meira er: Þeir geta náð langt ef þeir eru góðir einstaklingar. Sama er aö segja um menn sem fæðast vestur á fjörðum, alast upp í bárujárnshúsi og eiga pabba sem rekur rakarastofu í litl- um skúr, þeir geta líka náð langt og orðið veislustjórar fyrir viökvæma óperusöngvara frá Kína. í slíku landi væsir ekki um mann. í slíku landi eru allir jafnir af þeirri einfóldu ástæðu að þar eru allir ein- staklingar. Þar gildir ekki sú háð- ung kommúnismans að sumir séu jafnari en aðrir. Þar getum við öll andað rólega vegna þess að yfir okk- ur vaka menn af okkar eigin sauða- húsi og hafa þess vegna djúpan skilning á þörfum okkar og hags- munum. Við getum æviniega treyst því að þeir bregðist skjótt viö þegar tryggja þarf velferð borgaranna, svo ekki sé talað um tigna gesti. Og þá er ekki hver höndin upp á móti annarri eins og með öðrum þjóðum, það er bara ein hönd sem tekur af skarið. Guðsótti Þessi áhersla okkar á einstakling- inn er í fullkomnu samræmi við áherslur trúarbragðanna sem við aðhyllumst. Kristin trú, og þá ekki síst mótmælendatrú, byggir á til- beiðslu á einstaklingum, einkum Guði almáttugum og fyrirgreiðslu- predikaranum Jesú, sem eru eigin- lega einn og sami maðurinn. Um önnur helstu trúarbrögð mannkyns er sömu sögu að segja, þar eru ein- staklingar í hásæti. Að þessu leyti er islensk menning í fullkomnu samræmi við þá skilgreiningu merkra guðfræðinga á 20. öld að Guð sé það sem skiptir okkur mestu máli í lífinu. Við íslendingar höfum í raun sleg- ið tvær flugur í einu höggi með ein- staklingshyggju okkar: Við höfum sameinað guðdóminn og stjórnvaid- ið og fengið út kóng sem er í senn veraldlegur og geistlegur. Þannig höfum við gert tilbeiðsluna að dag- legu brauði án þess að sólunda dýr- mætum ársverkum í kirkjusókn. í raun höfum við komiö því í kring sem kommúnismanum mistókst, og það án byltingar: Við höfum útrýmt falsguðum með því að gera einstakling að guði. í slíku samfélagi er vítt til veggja, nægt andrými fyrir guðsótta af bestu gerð, og óþarfi að hafa innilokunar- kennd. Þar er fugl dagsins hundur ef því er að skipta. Sandkom I landgöngubann? Greint var frá þvi í héraðs- fréttablaðinu BB á ísafirði að í fyrrinótt áttu sér stað hörð átök um borð í norska loðnuskipinu Kings-bay sem liggur við bryggju á ísafirði. Hafði áhöfn skipsins verið að skemmta sér í miðbæn- um um kvöldið og fór ísfirðingur með skipverjum um borð að skemmtanahaldi loknu. Mun heimamaðurinn trúlega eitthvaö haft út á bras kokksins að setja, í það minnsta lenti þeim harkalega saman. Var ísfirðingurinn í kjölfarið fluttur á sjúkrahús þónokkuð slasaður. Þar aö auki munu hafa orðið töluverðar skemmdir á tækjum í brú skipsins þar sem mennimir tókust á. Menn minnast í þessu sambandi atvika á ísafirði fyrir nokkrum árum á meðan grænlenskir rækjutogarar voru þar tíðir gestir. Kom þá alloft fyrir að innfæddir lentu í ryskingum við grænlensku sjómennina. Var þá gripið tii þess ráðs að sýslumaður setti landgöngubann á Grænlendingana. I kjölfarið hættu þeir grænlensku öllum viðskiptum við ísfirðinga og snera sér til Hafnarfjarðar. Velta menn nú fyrir sér framhaldinu með Norðmennina. - Ætli þeir verði líka settir í landgöngubann ...? Ummæli Af þjóðremburökum „Það er ekki bara í Bandaríkjun- um og fyrir botni Miðjarðarhafs sem stjómmálamenn gerast vígreifir í yfirlýsingum sínum þessi misser- in. Flokkar sem halda þjóðemis- hyggju á lofti hafa náð talsverðu fylgi í Evrópu og sumir hófsamari flokkar hafa svarað þeirri sveiflu með því að sveigja stefnu sína meira í þá átt. Þessi harðari tónn kemur gleggst fram í minna umburðarlyndi gagnvart innflytjendum. Allar líkur eru á því að þjóðemisstefna verði einnig meira á yfirborðinu í stjómmálaumræðu hér á landi á næstunni. Kannski er þverpólitísk sam- staða andstæðinga Evrópusambandsins dæmi um það. Nokkrir af þeim sem þar tala hæst beita mjög svo fyrir sig þjóðemisrökum, að hugsanlegur ávinningur af inn- göngu í Evrópusambandið skipti ekki máli. ísland eigi hreinlega ekki að mgla saman reytum við Evrópurík- in. Það er hins vegar langur vegur frá því að berjast gegn Evrópusambandinu eða flykkja sér með þeim sem vilja hefta straum innflytjenda. Þaö er óþarfi að beita þjóðremburökum í baráttunni gegn inngöngu i Evrópu- sambandið." Kristján Þorvaldsson í leiöara Séö og heyrt. Tvöföldu vaktirnar „Kvennabaráttan skilaði auknu hlutfalli kvenna á vinnumarkaðinn án þess að þær treystu mökum sínum til heimilisstarfa til jafns við þær sjálfar. Útkoman varð þvi tvær vinnuvaktir á dag hjá konum - sú fyrri var atvinnan og sú seinni var heimilið og bömin. Hvað gera svo þessar konur sem hafa vanist tvöföldu vinnuálagi þegar lítið fer aö verða að gera á seinni vaktinn? Um fimmtugt eru flestir komnir með „tóm hreiður" þ.e.a.s. bömin eru farin að heiman. Hér er til- valinn tími fyrir miðaldurskreppuna. Þá er komið aö því að litið er yfir farinn veg og kannað hvemig draumar hafa ræst, hvort þær væntingar sem við gerð- um hafa orðið eins og við óskuöum og hvemig við get- um nýtt okkur þennan nýja frítíma sem áður helgaðist af umönnun fjölskyldu og heimilis. Eru störfin sem við vinnum draumastörfm?" Kristín Ólafsdóttir félagsráögjafi í grein í Veru. Glæfraflug yfir Þingholtunum þegar álíka flugvél flaug inn í Penta- gon. Þegar hvorki heyrðist krash né lendingarhljóð virtist hættan liðin hjá og við sáum vélina hækka flugið og hverfa i suður. Augnabliksóttinn snerist upp í furðu og reiði yfir at- vikinu. Með leyfi flugmálayfirvalda Ég hringdi i flugtuminn á Reykja- víkurflugvelli, kynnti mig og heim- ilisfang mitt og spurði hvaða flugvél þetta hefði verið og hvemig stæði á þessu glæfraflugi yfir Þingholtun- um. „Tilheyrir þetta innanlandsflug- inu?“ spurði ég. „Nei“, svaraði flug- umferðarstjórinn en sagði að vélin hefði haft leyfi til þess að fljúga hér yfir. „Leyfi hverra?" spurði ég. „Flugturnsins" svaraði hann. Þegar ég spurði hvort Reykvíkingar hefðu verið beðnir um leyfi skellti hann á. Nágrannakona mín fékk þær fréttir að vélin hefði verið Boing 747 frá Lufthansa. Hún hefði fengið leyfi úr flugtumi fyrir útsýnisflugi yfir borgina. ÍE og Bessastaðir í sikti Það er með ólíkindum að risaþotu skuli vera leyft lágflug yfir þétt- býlasta hluta Reykjavíkur utan hefð- bundinna flugleiða, tilteknum flug- mönnum eða farþegum til skemmt- unar en íbúunum til skelfingar. Nán- ari eftirgrennslan leiddi í ljós að vél- in var í eigu Atlanta af gerðinni Boeing 747 og hafði leyfi til að fljúga yfir Þingholtin í 1000 feta hæð. Frá jörðu séð virtist hún ekki ofar spírunni á Hallgrímskirkjutumi. Hryðjuverkin 11. september vom framin með því að farþegaþotum „Hryðjuverkin 11. september voru framin með því að farþegaþotum svipaðrar gerðar var flogið úrleiðis á lykilbyggingar í Bandaríkjunum. Atlantavélin var í stefnu á íslenska erfðagreiningu, heimili Davíðs Oddssonar og Bessastaði. “ svipaörar gerðar var flogið úrleiðis á lykilbyggingar í Bandaríkjunum. Atlantavélin var í stefnu á íslenska erfðagreiningu, heimili Davíös Oddssonar og Bessastaði. Flugmálastjórn ríki í ríkinu Flugmálastjóm er eins og ríki í ríkinu. Stjómin setur fluginu starfs- reglur og öryggisreglur og sækir um undanþágur til sjáifrar sín frá þeim sömu reglum og veitir eftir hentug- leikum og hagsmunum flugrekenda. íbúar Reykjavikur hafa mátt búa við áratuga yfirgang og tillitsleysi af hennar hálfu, jafnt frá skipulags- sem öryggissjónarmiðum. Núver- andi ástand er forkastanlegt. Borg- arstjóm verður að gera kröfu til þess að settar verði strangari skorö- ur við flugi yfir borginni. Einkaþot- ur, eins og þá sem flaug inn í ávarp fjallkonunnar á Austurvelli 17. júní, og risaþotur, sem hvorki koma inn- anlandssamgöngum né sjúkraflugi við, á að útiloka. Öryggi og vellíðan borgarbúa á að vera í fyrirrúmi. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Þann 10. júlí 2002 sat ég úti á svölunum hjá mér í sólarblíðunni þegar óvenjuþungar flugvélar- drunur bárust yfir Þing- holtin. Klukkuna vantaði sirka kortér í fimm og ég spratt á fætur til þess að átta mig á hvað væri að gerast. Sama gerði ná- grannakona mín í næsta garði og við horfðum á gríðarlegt ferlíki, fjögurra hreyfla risaþotu, skríða yfir þakið á húsinu. Stefna vélarinnar var á Vatns- mýrina, þó ekki á neina af þrem flugbrautum Reykjavikurflugvallar þaimig að örstutta stund héldum við að við myndum horfa upp á flugslys. „Oh, my god. This was horrible!“ sagði önnur nágrannakona mín sem búsett var í Washington 11. septem- ber 2001. Eiginmaður hennar varð vitni að því frá vinnustað sínum * +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.